Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1983
„Það mætti halda að ég
væri að flytja inn allt
Konunglega bókasafnið!a
— eftir Torfa Ólafsson
Það er mikil raun að langa til að
lesa erlendar bækur sem ekki fást
í bókabúðum hér og gefnar eru út
af litlum forlögum. Bókabúðir
panta ekki einstakar bækur frá
slíkum forlögum og ef þær láta
samt undan þrábeiðninni í manni
og lofa að panta bókina, þá kemur
hún aldrei. Og að lokum gleymir
maður henni. Leggi nú einhver
ofurhuginn, þrátt fyrir allt, út á
þá þyrnibraut að panta slíka bók
sjálfur, kann hann að lenda í þeim
útistöðum við smámunasemi,
eyðublaðaæði og fyrirmælakvik-
syndi „kerfisins" að við sjálft ligg-
ur að hann missi alveg löngunina
til að lesa fróðlegar bækur. Hér
skal sagt frá einu slíku dæmi,
þeim til viðvörunar sem kynni að
detta í hug að panta sér erlenda
bók.
í Kaupmannahöfn er lítil bóka-
útgáfa sem heitir: „Katolsk for-
lag“ og hefur m.a. gefið út ágæta
bók um skírn og kristindóm eftir
Hans L. Martensen, biskup kaþ-
ólskra í Danmörku. Vegna fyrr-
greindra ástæðna pantaði ég sjálf-
ur þrjú eintök af þessari bók, fyrir
mig og tvo vini mína. Og í fyllingu
tímans fékk ég danskt fylgibréf í
pósti, stimplað af Tollpóststofunni
í Reykjavík. Ég fór þangað beina
leið til að sækja bækur mínar, en
þær lágu þá ekki á lausu.
Afgreiðslumaður tók við fylgi-'
bréfinu, leitaði í salarkynnum
póststofunnar, kom eftir drykk-
langa stund í ljós aftur með smá-
pakka í hendinni og stikaði með
hann inn í einhverja innri skrif-
stofu.
„Skyldi hann virkilega halda að
þetta sé hass?“ mælti ég við minn
Innri mann.
„Það held ég ekki,“ svaraði Innri
maðurinn. „Hann ætlar bara að
spyrja hvort þú eigir ekki að borga
skatta og tolía af bókunum. Þetta
er nú þó nokkur upphæð, yfir 355
krónur danskar og það gerir þús-
und kall íslenskan — hundrað
þúsund kall fyrir myntbreytingu.
Menn sem henda svona upphæð-
um í bækur geta svo sannarlega
borgað skatt. Enda hefurðu heyrt
hvernig ástandið er í ríkiskassan-
um, aldrei þessu vant.“
Maðurinn birtist á ný með
pakkann í hendinni. „Þú verður að
borga söluskatt af þessu," sagði
hann.
„Þá það,“ sagði ég, eilítið fúll,
hafandi það í huga að ég kom að
minnsta kosti með tíu bækur þeg-
ar ég kom frá Þýskalandi í sumar
og á Vellinum minntist enginn á
söluskatt. „Nú, þá borga ég hann
auðvitað," sagði ég. „Hvað er þetta
mikið?“
„Þú þarft að útfylla þessa
tollskýrslu fyrst,“ sagði maðurinn
og fékk mér eyðublað á stærð við
Moggann, í þríriti, og á því var
spurt um yfir tuttugu atriði sem
ég hafði ekki hugmynd um og
skildi naumast heitin á.
„Getur þú ekki hjálpað mér að
fylla þetta út?“ spurði ég. „Ég
kann það ekki og er auk þess ekki
með lestrargleraugun."
„Ég kann það ekki heldur,"
sagði maðurinn. „Þú getur reynt
að spyrja þarna hinum megin."
Ég gekk yfir gólfið og innan við
gler sat ung kona, lagleg og
greindarleg. „Þessi hlýtur að
kunna það,“ sagði ég við Innri
manninn.
„Vertu nú ekki alltof viss um
það,“ sagði hann.
Og það kom á daginn, hún kunni
það ekki heldur. „Er hér þá ekki
einhver sem kann það?“ spurði ég
og litaðist um. Sex eða sjö manns
voru sýnilegir og virtust ekki hafa
mikið að gera.
„Ekki eins og er,“ sagði stúlkan.
„Það er hér stúlka sem kann það,
en hún er bara ekki við í bili.“
Ég ætlaði að spyrja hvort ekki
væri líklegt að hún kæmi bráðum,
en þá var síminn búinn að draga
að sér athygli stúlkunnar svo ég sá
mitt óvænna, enda gamall og ljót-
ur.
„Það væri laglegt," sagði ég við
Innri manninn, „ef það væri ekki
nema ein stúlka í víxladeildinni f
Landsbankanum sem kynni að
fylla út víxla og enginn gæti leyst
hana af hólmi ef hún færi að
pissa.“
„Vertu ekki með þessa óþolin-
mæði,“ sagði Innri maðurinn. „Þú
veist vel að það er ekki auðvelt að
fylla út svona skýrslur. Ekki gast
þú gert það sjálfur og þykist þú
vera sæmilega vel að þér. Svo
kann þetta að lagast. Það eru 600
nemendur við viðskiptafræði í Há-
skólanum í vetur. Kannske Toll-
póststofan fái einhvern af þeim
þegar þeir komast í gagnið."
Um leið og ég sneri frá af-
greiðsluborðinu, tók ég eftir aug-
lýsingu á súlu, þar sem einkafyr-
irtæki bauð þjónustu sína við að
útfylla tollskýrslur.
„Það lá að,“ sagði ég við Innri
manninn. „Það er þá alls ekki víst
að þau kunni þetta ekki. Þau eru
líklega að útvega þessu fyrirtæki
viðskiptavini. Ætli þau fái svo
ekki...“
„Skammastu þín!“ sagði Innri
maðurinn með þjósti. „Það er
syndsamlegt að drótta óleyfilegu
athæfi að alsaklausu fólki. Annað
eins og það ættirðu að muna úr
Fræðunum þínum. Enda veit ég að
þú heldur þetta ekki í alvöru. Þú
ert bara í vondu skapi."
Ég fór aftur til vinnu minnar í
bankanum. Maður má ekki svíkj-
ast of mikið um í einu. Og nú datt
mér ráð í hug. I bankanum var
maður sem var þaulvanur að fylla
út svona fáránlegar skýrslur. Og
þaö stóð ekki á því. Hann kunni
þetta upp á tíu og gerði það fús-
lega.
Daginn eftir fór ég aftur út á
Tollpóststofu. Ég rétti danska
fylgibréfið, reikninginn yfir bæk-
urnar og skýrsluna að laglegu
stúlkunni.
„Ætlarðu að skoða þær?“ spurði
hún.
„Skoða þær?“ át ég upp eftir
hnni. „Þetta eru þrjár danskar
bækur sem ég var að panta. Ég
þarf ekki að skoða þær, ég er kom-
inn að sækja þær.“
Stúlkan reif þríritin hvert frá
öðru og sagði: „Ætlarðu þá að
leggja þetta inn?“
Eg varð gersamlega orðlaus.
Það var auðheyrt að hér var talað
eitthvert mál sem ég kunni ekki á.
Stúlkan rétti mér eitt þríritið og
ég gekk með það til gjaldkerans.
Ég vissi að ég átti að borga 286
krónur og opnaði veskið. Gjald-
kerinn velti afritabunka fyrir sér
á borðinu og fór að bóka blöðin
með penna.
„Það er greinilegt að tölvutækn-
in hefur ekki náð hingað enn,“
sagði ég við Innri manninn. „Það
er líklega verið að bíða eftir við-
skiptafræðingunum. Enda þýðir
„Stúlkan leitaði í tveim
skjalabunkum á borðinu
og síðan í skúffu, en ekki
fannst tollskýrslan mín.
Fólk kallaðist á út af
þessu merkilega plaggi og
loksins fannst það á borð-
inu — óafgreitt. Það hafði
ekki unnist tími til að yfir-
fara það á þessum sólar-
hring sem liðinn var.
Stúlkan sem kunni á
skýrslurnar settist með
skýrsluna mína og endur-
skoðaði útreikninginn.
Það tók nákvæmlega 32
sekúndur.“
líklega lítið að láta tölvu í hend-
urnar á fólki sem ekki getur lært
að útfylla skýrslurnar sem það er
að afgreiða."
En nú datt mér nokkuð í hug.
„Hvernig fer það að því að vita
hvort skýrslurnar séu rétt útfyllt-
ar ef það kann ekki sjálft að út-
fylla þær? Eða er þetta kannske
eins og með skýrslurnar sem mað-
ur á að útfylla þegar maður kemur
til Sovétríkjanna? Einn vinur
minn, sem ekki var læs á neitt
erlent mál, útfyllti sína skýrslu á
íslensku, án þess að hafa hugmynd
um hvað í henni stóð, og af-
greiðslumaðurinn gerði ekki neina
athugasemd við það.“
„Þeir hafa nú KGB þar,“ sagði
Innri maðurinn. „Það hefur ekki
vafist fyrir Vladimir Jakúb að
snúa þessu á rússnesku. En hvað
þessa skrifstofu snertir, þá kemur
nú stúlkan aftur, sú sem kann á
skýrslurnar."
»Ég vona bara að ekkert komi
fyrir hana,“ sagði ég. „Það væri
ekki gaman ef hún félli frá og
þekkingin liði undir lok með
henni. Það tekur sinn tíma að
þjálfa fólk upp til svona vanda-
samra starfa."
En nú leit gjaldkerinn á mig.
Þetta var kona, geðþekk og akkúr-
at að sjá, eins og gjaldkerar eiga
að vera. Skyldi ég vita það, ég sem
kenndi gjaldkerastörf í Banka-
mannaskólanum.
„Ég á að borga söluskatt af
bókasendingu," sagði ég kurteis-
lega.
„Það er ekkert komið til mín,“
sagði gjaldkerinn. „Hvað var
nafnið?"
Ég sagði til nafns og þá leit upp
stúlka sem ég hafði ekki tekið eft-
ir áður en sat við borð, alþakið
skjölum, innar í salnum. Ég skildi
á svipstundu að þetta var HÚN,
stúlkan sem kunni að útfylla
skýrsluna. „Þetta verður tilbúið á
morgun," sagði hún.
Hún var svo langt frá mér og ég
er svo nærsýnn að ég gat ekki
dæmt um hvort hún væri lagleg
eða ekki, enda var blóðið í mér nú
að nálgast efri hitamörkin, svo
það var mér algert aukaatriði
hvort kvalarar mínir væru lagleg-
ir eða ekki.
„Á morgun?" grenjaði ég. „And-
skotinn í helvíti!" Kristileg þol-
inmæði mín, sem ég var svo stolt-
ur af, var nú á bak og burt og ég
var orðinn að frummanni, villtu
skógardýri sem samviskulausir
prakkarar voru að stríða, bara til
að gera delann vondan, sjá hvern-
ig brjálaður kaþólikki liti út og
heyra hann hóta bannfæringu.
„Vitið þið að þetta eru þrjár bæk-
ur, þúsund króna virði, og ég þarf
að gera hingað þrjár reisur til að
fá leyfi til að borga af þeim sölu-
skatt? Það mætti halda að ég væri
að flytja inn allt Konunglega
bókasafnið!"
„Stilltu þig,“ hvæsti Innri mað-
urinn. „Þú ert kirkjunni til
skammar ef þú öskrar svona."
„Mér er andskotann sama,“ urr-
aði ég. „Hefurðu nokkurn tíma vit-
að aðra eins rekistefnu út af öðr-
um eins smámunum? Mikið vildi
ég að Albert setti þessa helvítis
Tollpóststofu á sölulistann."
„En ef einstaklingur keypti
hana og færi að reka hana, mund-
ir þú verða að borga fyrir af-
greiðsluna," sagði Innri maðurinn.
„Hér er hún þó ókeypis."
„Ég vil miklu heldur borga fólki
fyrir almennilega afgreiðslu,"
sagði ég, „heldur en láta reka mig
fram og aftur í viku fyrir skitnar
þrjár bækur.“
Ég leit sem snöggvast á afritið
af tollskýrslunni, sem ég hélt á í
Skiptir kaffið höfuðmáli?
— eftir ólaf M.
Jóhannesson
t sakleysi mínu hélt ég að mál-
og hugsanafrelsi ríkti á íslandi, að
allir sætu við sama borð í fjöl-
miðlum hvað varðaði birtingu og
kynningu sköpunarstarfs. Þess-
vegna tók ég mig til og ræddi við
félaga og kunningja í myndlistar-
mannastétt um kynningu á sýn-
ingu er opnaði um síðustu helgi,
þann sjötta nóvember í veitinga-
húsinu Mensu í Lækjargötu. Mér
var tjáð að ýmsar leiðir væru fær-
ar í þessu efni og sérstaklega bent
á dagblöðin sem væru sérlega
áhugasöm um kynningu menning-
arviðburða — þrátt fyrir væl
Flosa Ólafssonar um hið gagn-
stæða. Nú, og svo voru menn sam-
mála um að ég ætti að senda mynd
og smá texta — er gerði grein
fyrir tilefni sýningarinnar — uppí
sjónvarp og merkja hann þættin-
um „Á döfinni". Þar væri greint
frá því helsta sem væri á dögunni
í menningarlífinu hverju sinni.
Svo samgróinn er maður lýð-
frelsinu að ég hringdi ekki einu
sinni niður í sjónvarp heldur sett-
ist þegar við ritvélina og hamraði
eftirfarandi texta: Nú um helgina
verður opnuð sýning í veitinga-
húsinu Mensu í Lækjargötu er
nefnist: Sjö skáld í mynd. Er hér
um að ræða ljóðaskreytingar sem
Ólafur M. Jóhannesson hefur gert
við áður óbirt ljóð eftir Matthías
Johannessen, Snorra Hjartarson,
Steinunni Sigurðardóttur, Jóhann
Hjálmarsson, Vilborgu Dagbjarts-
dóttur, Jón úr Vör og Gunnar Dal.
Fyrirhugað er að bókaforlagið
Svart á hvítu gefi ljóðin og ljóða-
skreytingarnar út á bók síðar í
mánuðinum. Þetta er önnur einka-
sýning ólafs M. Jóhannessonar, en
hann hefir áður gert mynd við ljóð
í útgáfu Norska bókaklúbbsins.
Svo mörg voru þau orð og þegar
ég stóð upp frá ritvélinni fannst
mér að þetta væri hæfilegur texti
fyrir þennan listkynningarþátt —
hann væri svona í anda þáttarins.
Þá leitaði ég til virts ljósmyndara
um að fá góða mynd í þáttinn og
hringdi svo uppí sjónvarp. í sím-
ann kemur maður að nafni Karl
Sigtryggsson — umsjónarmaður
þessa listkynningarþáttar. Ég ber
upp erindið og hann tekur því ekki
illa, enda löglegur fyrirvari á hlut-
unum, en hváir þó er ég nefni sýn-
„Það er þaggað niður í
myndgerðarmönnum er
kjósa að sýna verk sín á
kaffihúsi — þar sem
menn geta hresst líkam-
ann jafnt og andann —
á meðan listskapendur á
öðrum sviðum fá
óhindrað tækifæri til að
kynna list sína á skján-
ingarstaðinn. Ég endurtek að ég
hyggist sýna myndirnar á veit-
ingahúsinu Mensu í Lækjargötu.
„Við birtum ekki sýningar sem
haldnar eru á veitingahúsum."
Ég var satt að segja svo undr-
andi á svari umsjónarmannsins að
ég bað um að fá að tala við fréttá-
stjórann. Emil Björnsson, frétta-
stjóri sjónvarpsins, endurtekur
setninguna. Ég spyr á móti hvort
sýningin sjálf skipti ekki höfuð-
máli fremur en sýningarsalurinn
og heimta rökstuðning fyrir synj-
uninni: Þetta er bara stefna hjá
okkur. Ekki læt ég þetta svar gott
heita, enda staddur vestan járn-
tjalds og fæ þá það svar að sjón-
varpið vilji ekki „prómótera veit-
ingasölu eða aðra áþekka starf-
semi... að öðru leyti er þetta bara
regla hjá okkur".
Ég skil nú ekki almennilega
svarið og bendi manninum á að
veitingahúsið Mensa sé í rauninni
sjálfstæður hluti af Listmunahús-
inu sem teljist með virtustu sýn-
ingarsölum borgarinnar. Þar sé
gert ráð fyrir upphengingu mynda
þrátt fyrir að sýning mín sé sú
eina sem verði haldin þarna og
slíkt verði raunar ekki endurtekið
í framtíðinni. Ástæðan fyrir því
að þessi undanþága var veitt er sú
að hér er um skreytingar á Ijóðum
skálda að ræða en veitingahúsið
Mensa hefur einmitt beitt sér
fyrir ljóðakvöldum. Mér fannst
því tilvalið að leita til þessa ljóð-
elska húss, þar sem andi skáld-
anna svífur yfir kaffibollunum.
En rök mín mega sín einskis gegn
þeirri bjargföstu trú fréttastjór-
ans að kaffisopi og list eigi ekki
samleið.
Ég nenni ekki að benda honum á
Ólafur M. Jóhannesson
að sum hin dýrlegustu listaverk
hafa séð dagsins ljós á kaffihúsum
Parísarborgar og ekki nenni ég
heldur að benda á að í háborg ís-
lenskrar menningar, sjálfu Þjóð-
leikhúsinu, séu afgreiddar í hléi
dýrar veigar, kaffi, kökur og ann-
að sem venjulegt fólk telur veit-
ingar. Hvað þá að ég minnist á
allar leiksýningarnar sem hafa
verið haldnar í „krám“ að undan-
förnu, þar er ekki verið að
„... prómótera veitingasölu og