Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 10

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum Vogum, 31. október. SAMBAND sveitarfélaga á Suðurnesjum hélt aöalíund að Stóru-Vogaskóla í Vogum 28.—29. október sl. Auk sveitarstjórnarmanna af Suð- urnesjum mættu margir gest- ir á fundinn, ráðherrar, þing- menn, fulltrúar sambanda sveitarfélaga og fleiri. í byrjun fundar ávarpaði Al- exander Stefánsson félags- málaráðherra fundinn, óskaði sveitarstjórnarmönnum á Suð- urnesjum til hamingju með samtök þeirra og sagði fá sam- tök sveitarfélaga hafa náð eins glæsilegum árangri í samstarfi og samvinnu um sameiginleg verkefni og þeim hefur tekist. Nefndi hann sem dæmi hita- veituframkvæmdir, sorp- hreinsun, fjölbrautaskóla og heilbrigðismál. Þá sagði Alex- ander orkumannvirki á Svarts- engi vera með þeim glæsibrag, að þau væru með því merkasta sem hægt væri að sýna erlend- um gestum, sem sjá vilja sér- stakar framfarir í landi okkar. Frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum í Vogum. MorpmblaiUt/ Arnór laga og fyrirtækja. Þá var samþykkt að kanna hvort áhugi væri fyrir stofnun iðn- þróunarfélags. Björn Friðfinnsson, formað- ur Samband íslenskra sveitar- félaga, flutti erindi um sam- einingu sveitarfélaga. Sam- þykkti fundurinn tillögu um að fram færi könnun á hugsan- legum sameiningum nokkurra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, ávarpaði fund- inn og ræddi orkumál á Suður- nesjum. Albert Sanders, bæj- arstjóri í Njarðvík, flutti er- indi um Orkuveitu Suðurnesja og Sverrir Þórhallsson, deild- arverkfræðingur Orkustofnun- ar, flutti erindi um háhita- svæðin á Reykjanesi, rann- sóknir og nýtingu. Sverrir Þórhallsson sagði tvær auð- lindir vera á Suðurnesjum, vatn og jarðhiti. í öðrum málum kom fram tillaga frá Ingólfi Falssyni um áskorun á stjórnvöld til að- gerða í sjávarútvegsmálum. Þá fór fram tilnefning í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, en stjórnina skipa: Steinþór Júlíusson, Áki Gránz, Jón Gunnar Stefáns- son, Jón K. Ólafsson, Ellert Ei- ríksson, Þórarinn St. Sigurðs- son og Leifur ísaksson. Stjórn- in skiptir sjálf með sér verk- um. E.G. Samþykkt að kanna hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna Vogum 31. október. Leifur A. ísaksson, formað- ur SSS flutti skýrslu stjórnar sambandsins. Kom fram í skýrslu hans að starf sam- bandsins hefur verið viðamik- ið. Hefur sambandið haft af- skipti af mörgum málaflokk- um, sem dæmi má nefna: sam- vinnu iðnfyrirtækja um þátt- töku í iðnsýningu, útgáfu tíma- rits um Suðurnes, samgöngur og fleira. Á árinu kom nýr framkvæmdastjóri til starfa, Eiríkur Alexandersson, fyrr- verandi bæjrstjóri í Grindavík og nýr iðnráðgjafi, Jón Unn- dórsson verkfræðingur. Þá var farið yfir reikninga sambands- ins og þeir samþykktir. Ingólfur Falsson, formaður atvinnumálanefndar Suður- nesja, og Jón Unndórsson iðn- ráðgjafi fluttu erindi um iðn- þróunarfélag og iðnþróunar- sjóð Suðurnesja. Kom fram að slíkir sjóðir og félög hafa verið stofnuð víða um land, og er t.d. nú þegar komin góð reynsla af slíku á Suðurlandi. Ingólfur Falsson sagði að enginn sjóður yrði stofnaður án tekjustofns, og setti fram nokkrar hug- myndir sem mætti ræða, t.d. prósentugjald sveitarfélag- anna, framlag sjóða, t.d. Byggðasjóðs, og prósentugjald stærstu fyrirtækja á svæðinu. Þá sagði Ingólfur „að í stjórn- arsáttmála fyrrverandi ríkis- stjórnar hefði verið ákvæði um að „undirbúið yrði öflugt átak til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum" og var skipuð þriggja manna nefnd til að vinna að því. Nefndin átti fundi með atvinnumálanefnd- um, sveitarstjórnum og fleir- um um þessi mál. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að til slíkrar uppbyggingar þyrfti fjármagn, sem hvergi væri fá- anlegt. Með slíkum sjóði og hér er verið að tala um er ég sannfærður um að gera mætti mikið átak.“ Eftir umræður um iðn- þróunarfélag og iðnþróunar- sjóð, var samþykkt að stjórn samtakanna Iéti kanna tekju- öflunarmöguleika sjóðsins nánar með viðræðum um hugs- anlega aðild ríkis, sveitarfé- Á AÐALFUNDI Sambands sveitarfélaga á suðurnesjum 28.—29. október var sam- þykkt tillaga frá Tómasi Tómassyni forseta bæjar- stjórnar Keflavíkur, Sveini Eiríkssyni bæjarfulltrúa í Njarðvfk og Gunnari Sig- tryggssyni hreppsnefndar- manni í Miðneshreppi um að stjórn samtakanna láti gera faglega hlutlausa könnun á hagkvæmni, kostum og göll- um, sameiningar sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Á fundinum flutti Björn Frið- finnsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, erindi um sameiningu sveitarfélaga, og var- aði hann við þeirri þróun sem er í landinu, sem væri þriðja stjórn- sýslustigið: Nefndi hann í því sambandi lögbundnar svæðis- nefndir og stjórnir heilsugæslu- stöðva, og drög að frumvarpi um lög um vinnumiðlun. Björn Frið- finnsson sagði orðrétt á fundin- um: „Hér er um varhugaverða „AÐALMÁL aðalfundarins voru orkumál á Suðurnesjum," sagði Eiríkur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Suðurnesjum, SSS, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður tíðinda af aðal- fundi samtakanna, sem haldinn var um helgina. Eiríkur sagði að á föstudag, fyrri dag fundarins, hafi verið fjallað um iðnþróunarsjóð og iðn- þróunarfélag Suðurnesja og var samþykkt að fela stjórn SSS að gera athugun á tekjuöflunarmögu- þróun að ræða fyrir sveitarfélög- in. Verið er að setja á fót nefndir til þess að stýra mikilvægum málefnum, sem áður hafa heyrt beint undir sveitarstjórnirnar. En fulltrúar í þessum nefndum eru án þeirrar fjárhagslegu ábyrgðar og yfirsýnar yfir mál- efni sveitarfélaganna í heild, sem fulltrúar í sveitarstjórnum einir hafa. Ef koma á í veg fyrir slík fyrirbæri tel ég að aðeins sé um tvær leiðir að ræða. Annaðhvort verður að styrkja sveitarfélögin FORMAÐUR atvinnumála- ncfndar Suðurnesja, Ingólfur Falsson, lagði fram tillögu á aðalfundi SSS um áskorun á leikum fyrir sjóðinn og leggja fram hugmyndir um stofnun iðn- þróunarsjóðs Suðurnesja að þeirri könnun lokinni. Þá ávarpaði Alex- ander Stefánsson, félagsmála- ráðherra fundinn. Eiríkur sagði að síðari daginn hefði verið rætt um sameiningu sveitarfélaga, en frummælandi var Björn Friðfinnsson, formaður sambands ísl. sveitarfélaga. Aðal- mál dagsins var síðan orkumál á Suðurnesjum og hófst umfjöllun um það mál með ávarpi iðnaðar- ráðherra, Sverris Hermannssonar, með sameiningu þeirra eða snúa sér að því að taka upp þriðja stjórnsýslustigið með lýðræðis- lega kjörnum fulltrúum og eigin tekjustofnum, þannig að kjósend- ur finni tengslin á milli veittrar þjónustu og skattbyrði". í umræðum sem fram fóru að loknu erindi Björns, kom fram áðurnefnd tillaga um könnun á sameiningu sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Gerir tillagan ráð fyrir að kannaðar verði þrjár hugmyndir að sameiningu, sem stjórnvöld um aðgerðir í mál- efnum fiskveiða og fisk- vinnslu. Tillagan er þannig: Aðalfundur Sambands sveitar- en síðan fjallaði Albert K. Sand- ers, bæjarstjóri í Njarðvík um orkumál Suðurnesja og einnig flutti ávarp Sverrir Þórhallsson, deildarverkfræðingur hjá Orku- stofnun. Eiríkur sagði að á fundinum hefði iðnaðarráðherra lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til þess að setjast niður og semja við að- standendur orkuveitu Suðurnesja um yfirtöku eigna ríkisins á svæð- inu, sem þýða myndi verulega lækkun á orkuverði á svæðinu, að sögn Eiríks. eru í fyrsta lagi: sameining bæj- arfélaganna í Keflavík og Njarð- vík og Hafnahrepps, í öðru lagi sameining Miðneshrepps og Gerðahrepps, og í þriðja lagi sameiningu sveitarfélaganna á Garðskaga og Hafnahreppi. Sveitarfélögin á Garðskaga eru: Keflavíkurbær, Njarðvíkurbær, Miðneshreppur og Gerðahreppur. Tillagan var samþykkt sam- félaga á Suðurnesjum haldinn 28.-29. október 1983, skorar á stjórnvöld að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að tryggja afkomu fiskveiða og fiskvinnslu. Sjávarafli er megin undirstaða fjárhagslegrar afkomu íbúa og sveitarfélaga á Suðurnesjum, en vandi útgerðarinnar er gífurlegur og er það að hluta til vegna minnkandi bolfiskafla, en á þessu ári hefur borist 30% minna á land af bolfiski á Suðurnesjum en á síð- asta ári. Suðurnes er stærsta saltfisk- og skreiðarverkunarsvæði landsins, en í þessum greinum er þróunin hvað ískyggilegust. Ekki er annað fyrirsjáanlegt en að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki muni verða að hætta rekstri hvert af öðru á næstu vikum, nema til komi raunhæfar aðgerðir til lausnar á þessum vanda. Stöðvist fyrirtækin mun það leiða til stórfellds at- vinnuleysis. Tillagan var samþykkt sam- Yfirtekur orkuveitan eign- ir ríkisins á Suðurnesjum? Fyrirsjáanlegt að útgerðar- og fískvinnslufyrirtæki hætti rekstri, nema til komi aðgerðir V ogum 31. október 1983.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.