Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 16

Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER1983 eftir Siglaug Brynleifsson Fimmtánda öldin var öld róttækra breytinga í sögu Evrópu og heimsmynd þeirra þjóða sem álfuna byggðu. Avignon-útlegð páfanna lauk snemma á öldinni, togstreita ver- aldlegs og andlegs valds birtist skýrar en oft áður. Deilur innan kaþólsku kirkjunnar mögnuðust og ný ógn vofði yfir álfunni eftir að Hundtyrkinn hafði náð fótfestu í álfunni með töku höfuðborgar arftaka Rómaveldis, Miklagarðs 1453. Endurreisnarhreyfingin og húmanisminn endurmátu stöðu mannsins, maðurinn varð mæli- kvarði allra hluta. Pico della Mor- andola sagði „að maðurinn er eig- inn herra og örlög hans mótast af frelsi hans til ákvarðana, hann getur gerst skepna eða endurfæðst Guði líkur." Hugmyndir miðalda- kirkjunnar og skörpustu guðfræð- inga beindust að því að leitast við að öðlast hlutdeild í konungsríki himinsins með því að fyrirlíta jarðlífið. Húmanistarnir töldu jarðlífið ekki síður heilagt og eft- irsóknarvert. í stað guðveldis kom vald mannsins og upphafning. Efna- hagsleg framvinda í Evrópu eftir efnahagshrunið af völdum svarta dauða um og eftir miðja 14. öld jókst með aukinni fólksfjölgun, sem stórjókst eftir miðja 15. öld. Verslun, iðnaður og bankastarf- semi hlóðu upp fjármagni og stór- kapítalisminn gjörbreytti hag- Lúther á þinginu í Worms Martin Lúther þróun Evrópu. Kryddverslun Portúgala og síðar miðstöð krydd- verslunarinnar i Evrópu, Ant- werpen, mögnuðu ásóknina í auð- lindirnar um allan heim. Skipaút- gerð margfaldaðist við aukna eft- irspurn eftir sjávarafurðum og þess gætti m.a. hér á landi snemma á 15. öld. Aukin verslun þarfnaðist aukins gjaldmiðils. Námugröftur stórjókst, ekki síst í þýska keisaradæminu. Þýðingarmesta uppfyndingin á 15. öld var fjölföldun prentaðs máls með aðferð Gutenbergs. Án snilli Gutenbergs er útilokað að kenningar Lúthers hefðu náð þeirri útbreiðslu sem þær náðu á sínum tíma og sama má segja um kenningar húmanista. Forsenda siðbótarinnar var prentlistin, en án Lúthers hefði hún orðið önnur. Það var prentlistinni að þakka, að Lúther gat svarað Martin Bucer, sem ávítaði guðfræðingana í Witt- enberg fyrir að fara ekki eftir fyrirmælunum: „Farið út um allan heiminn..." — „Við gerum það með ritum okkar.“ Breytingarnar á samfélögum þeirra ríkja sem mótuðu hvað mest sögu siðskiptaaldarinnar í Evrópu voru fólgnar í auknu valdi peningavaldsins á kostnað valds aðals og kirkju. Það hefði ekki get- að komið fyrir hundrað árum áður að einn kaupmaður, sem var þá reyndar auðugasti maður keisara- dæmisins, segði í bréfi til keisar- ans: „Það er vitað og er deginum ljósara, að Yðar keisaralega há- tign hefði ekki hlotið hina Róm- versku krónu án minnar aðstoð- ar.“ Kaupmaðurinn, Jakob Fugg- ar, hafði lánað Karli V ca. 550.000 gyllini til þess að nota í mútur í kjörfurstana við keisaravalið. Heimsmyndin gjörbreyttist enn frekar tæpum áratug eftir fæð- ingu Lúthers, með fundi Ameríku og afleiðingar þess juku á hraða breytinga í andlegum og efnisleg- um þáttum. Innan kirkjunnar voru hat- rammar deilur og árásjr siðbót- armanna innan kirkjunnar á 15. öld voru enn hatrammlegri en sporgöngumanna þeirra á 16. öld. Menn hafa leitast við að skýra uppkomu siðbótarhreyfingarinnar á margvíslegan hátt. Sumir hafa talið ástæðuna vera siðferðilega hnignun kirkjunnar, önnur skýr- ing er sú, að landstjórnarmenn og aðall hafi vænst mikils gróða af eignaupptöku kirkjueigna og að það hafi víða flýtt fyrir sigri sið- skiptamanna. Hin kunnu ummæli sem hver bullukollur eftir annan hefur eftir Marx, „um trúarbrögð sem ópíum fyrir fólkið", eru ekki spöruð í þessu sambandi, en því miður eru þessi ummæli fölsuð. Þau birtust fyrst í Deutsch- französische Jahrbucher 1843 og þar hljóða þau svo: „Trúarbrögð eru andvarp hinna hrjáðu og kúg- uðu, hjarta í hjartalausum heimi, sál í sálarlausu umhverfi. Þau eru ópíum fólksins", en ekki eins og Lenin falsaði þau „ópíum fyrir fólkið". Það er talsverður munur á þessu. Samkvæmt þessari kenn- ingu hefur alþýðan sál, sem þarfn- ast trúarbragða, en landstjórn- armenn og yfirstéttir enga, en slík niðurkerfun er vægast sagt hæpin, sé litið á staðreyndir siðskiptaald- arinnar. Kenningar vissra höfunda um landfræðilegar ástæður, svo sem að siðbótarkenningarnar hafi einkum haft áhrif þar sem sam- göngur voru góðar og auðvelt var fyrir áróðursmenn og prédikara að ferðast um, hafa ekkert gildi, sé litið á landabréf Evrópu. Aðrir tala um sálrænar gerðir vissra þjóða í þessu sambandi. Uppkoma siðbótarinnar eins og Lúther formaði hana verður ekki skýrð með þvi að vitna tii efna- hags eða samfélagslegra forsenda, þótt þessir þættir séu vissulega mikilsráðandi um alla sögu, þá er siðferðis- og réttlætiskennd (Croce) ásamt smekk (Nietzsche) þyngri á metunum og það þyngsta er einmitt það sem var inntak sið- bótarinnar, trúin, sem er sameig- inlegt fyrirbrigði meðal allra þjóða og stétta. Þegar um trúar- legar byltingar er að ræða, hlýtur að liggja beinast við að álíta að ástæðurnar til byltingarinnar séu trúin í sjálfu sér (religio). 1483 1983 Martin Lúther fæddist 10. nóvember 1483 í Eisle- ben á Saxlandi. Ættar- nafn föður hans var Luder, Lúder eða Luider. Hann var ættaður frá Möhra-þorpi i Þyringalandi. Hans Luder, faðir Martins Lúthers, var elstur margra barna fátæks bónda og ólst upp í sárri fátækt, jarð- næðið var það lítið að stór fjöl- skylda gat engan veginn fram- fleytt sér á því og þess vegna hvarf Hans ásamt konu sinni það- an og leitaði sér lífsframfæris í Eisleben-þorpi, og ári síðar í Mansfeld, þar sem hann starfaði sem námumaður. Eftir nokkur ár hafði hagur fjölskyldunnar vænk- ast svo að Hans varð borgarráðs- maður í Mansfeld og eignaðist hlut í námum. Þegar hann lést komu til skipta eignir sem voru virtar á um 1250 gyllini, en þá var verð sæmilegs einbýlishúss um 100 gyllini. Martin Lúther var stoltur af uppruna sínum, „ég er bóndasonur, afi minn var bóndi, forfeður mínir voru bændur". Hann var elstur barnanna, sem urðu mörg, en af þeim létust fjög- ur eða fimm í barnæsku. Foreldrarnir spöruðu ekki vönd- inn að sögn hans sjálfs, kirkju- rækni var mikil og tíðarandinn var heimsmynd miðalda. Himna- ríki, helvíti og hreinsunareldur- inn, baráttan við djöfulinn og ára hans, sem voru hvarvetna á sveimi „til að spilla sálum mannanna". Trúin á mátt signingarinnar, vigðs vatns og helgra minja var ráðandi í meðvitund mannanna. Galdranornir, djöflaútrekstrar, áheit á helga menn og Maríudýrk- un voru eðlilegur þáttur daglegs lífs. Fimm ára gamall hóf Lúther skólagöngu i Mansfeld og var þar næstu átta árin. Þar varð fram- hald hirtinganna. Lúther lýsir skólanum sem einhvers konar hreinsunareldi, „djöflaskóla, sem var stjórnað af böðlum og harð- stjórum". Latínan var lamin inn í skólasveinana og þeir urðu vissu- lega ágætis latínistar og þar á meðal Lúther. Þýska mátti ekki heyrast í kennslustundum, öll kennslan fór fram á latínu. Þarna var Lúther við nám frá fimm til þrettán ára og hann átti síðar eft- ir að verða sá sem lagði grunninn að þýsku ritmáli með biblíuþýð- ingum og öðrum ritverkum sínum. Fjórtán ára gamall (1497) var Lúther sendur í skólann í Magde- burg og ári síðar í skóla í Eisen- ach, þar sem hann var næstu fjög- ur árin. Þessar stofnanir voru alls ólíkar fyrsta skólanum, og í Eisen- ach kynntist hann patrisíafjöl- skyldum og umhverfi sem var honum framandi í fyrstu. Þótt faðir hans greiddi skólagjöld og annan kostnað, nægði það varla, svo að Lúther vann sér inn vasa- peninga með þvi að syngja í kirkjukórum og einnig á strætum úti. Síðan lá leiðin í háskólann í Erfurt, þar sem „Martinus Ludher ex Mansfeld" er skráður í stúdentatölu 1501. íbúar Erfurt voru þá um 20.000, stórborg á þeirrar tíðar mælikvarða. Þetta var auðug borg, sveitirnar um- hverfis ágæt landbúnaðarhéruð og verslun og iðnaður stóðu með blóma í borginni. Háskólinn var stofnaður 1392. Lúther varð kunn- ur sem mjög lífsglaður og fyndinn unglingur, vinnusamur og gefinn fyrir söng og músík. Námið gekk vel og 1505 varð hann magister, annar í röð sautján þeirra sem prófið þreyttu. f maí sama ár hóf hann síðan nám í lögfræði og hafði faðir hans „keypt fjölda bóka til námsins". En ætlun hans var að Lúther yrði löglærður og „kvæntist síðan til fjár“. Svo ger- ist það 2. júlí að hann er á leiðinni frá Mansfeld og þrumuveður skell- ur á, eldingar leiftra allt í kring- um hann og hann verður dauð- skelkaður og hrópar „hjálp, heil- aga Anna, ég skal verða munkur". Þetta heit var ekki afleiðing skyndilegrar hræðslu, eins og mætti ætla fljótt á litið, eða trú- arlegrar örvæntingar sem sumir telja að þá hafi verið tekið að gæta með Lúther, fremur áhugi á guð- fræði og iöngun til þess að draga sig út úr heiminum. Lúther lætur að því liggja síðar á ævinni að hér hafi Guðs vilji haft hönd í bagga. Hann segir „að Guð hafi skilið heit sitt á hebresku, en Anna þýð- ir náð á máli Gamla testamentis- ins“. Með þvi að efna heit sitt til móður Maríu og ganga í klaustur, finnur hann náðina. Lúther bauð skólabræðrum sín- um til kveðjuveislu, „hann spjall- aði, las og spilaði á lútu og söng að venju og hvatti þá til glaðværðar, hann myndi ekki geta vænst slíks fagnaðar í næstu framtíð". Hans faðir hans varð ofsareiður þegar hann frétti um ráðslag sonar síns, skrifaði honum harðort bréf og neitaði að styrkja hann frekar. Þessi afstaða hans breyttist fljót- lega, tveir synir hans létust úr pest sem geisaði um þetta leyti og hann iðraðist orða sinna og taldi sig „gefa Guði Martin“ með klausturgöngu hans. Lúther óskar eftir að verða tek- inn í Ágústínaklaustrið í Erfurt og í september 1505 er hann tek- inn inn sem ungmunkur. Þetta klaustur var í miklu áliti, reglan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.