Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 69 Tónleika- herferð Futurae og Vobis Hljómsveitin Sonus Futurae er komin í gang, eins og skýrt var frá á Járnsíðunni fyrir nokkru. Að sjálfsögöu hefur stefnan veriö tekin á tónleikaprógramm og verður það að hluta til í samvinnu viö Pax Vobis. Tónleikapró- grammið er eins og hér segir: Björn Thoroddsen (á miöri mynd) í sveiflu með sveit Bjögga Halldórs. Tignarlegt flug Gammanna á Borg Þriðjudagur 8. nóvember í Bú- stööum. Miövikudaginn 9. nóv. í Menntaskólanum við Sund ásamt Pax Vobis. Föstudaginn 11. nóv- ember í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti ásamt Pax Vobis. Þriðjudaginn 15. nóv. í Fellahelli. Miövikudaginn 16. í Menntaskól- anum við Hamrahlíð og þá ásamt Pax Vobis. Lokahnykkurinn verður svo væntanlega í Safari fimmtu- dagskvöldið 24. nóvember og þá veröur Pax Vobis jafnframt á svæðinu. Þessar tvær sveitir eru mjög sérstakar, hvor á sínu sviði. Pax Vobis hefur þegar vakiö mikla at- hygli í haust, en Sonus Futurae er nú að fara í gang eftir langt hlé og mannabreytingar. Tvímælalaust peninganna virði aö kíkja á strák- ana, hvort heldur er Pax Vobis eða Sonus Futurae. Þrátt fyrir harönandi sam- keppni og samdráttareinkenni í íslensku þjóölífi segist Halldór Ingi Andrésson, fyrrum útgáfu- stjóri Fálkans, þar áöur popp- skríbent með meiru (m.a. á Mogganum) og núverandi aöal- sprauta Plötubúðarinnar að Laugavegi 28, ekki óttast neitt. Djarflega mælt af Halldóri Inga, en hann færir rök fyrir máli sínu. „Hingaö til hefur talsvert skort á aö þjónusta plötuversl- ana í Reykjavík hafi veriö nægi- lega góö. Oft hefur þurft aö bíöa lengi eftir plötum og sumar hafa jafnvel ekki komið. Meö því aö stefna aö því aö vera alltaf fyrst- ur meö plöturnar ætti kaupend- urna ekki aö skorta. Viö stefnum að því aö plöturnar komi í búö- ina hjá okkur einni til tveimur vikum eftir útkomu þeirra er- lendis, jafnvel fyrr ef vel tekst til.“ Samkeppnin er hörö í verslun Það var ekki neinn óhemju- legur fjöldi gesta, sem var sam- an kominn á Borginni þegar Björn Thoroddsen og sveinar hans í Gömmunum hófu sig til flugs á Borginni þann 27. október sl. Þeir, sem voru mættir, biðu þó óneitanlega nokkuð spenntir, enda var Stefán Stefánsson (Ljósin í bænum) mættur til leiks með Gömmunum eftir námsdvöl í Bandaríkjunum. Þótt ekki væri uppselt létu strákarnir þaö ekkert á sig fá og yfirleitt, en ekki verður hún minni í kringum Plötubúðina. Litlu neð- ar á Laugaveginum er Fálkinn með verslun og aöeins neöar er Grammið búiö að koma sér fyrir. Skáhallt yfir Laugaveginn, litlu ofar, er svo aö finna Skífuna. Fjórar plötubúöir á stuttum spotta. Hinu veröur heldur ekki neit- aö, aö sérþekking Halldórs Inga á plötum er næsta óvenjuleg í verslunum af þessu tagi. Hann hefur um árabil fylgst mjög grannt með þróun mála og er ótrúlega vel aö sór. Menn koma ekki að tómum kofunum á þeim bæ. Auk þess aö hraöa komu er- lendra platna hingaö til lands eins og kostur er segist Halldór Ingi ætla aó leggja ríka áherslu á úrval 45 snúninga platna svo og 12 tommu 45 snúninga platna, sem hafa verið hálfpartinn utan- veltu hér á landi til þessa. hófu þegar þreifingar. Eftir hálf- tíma var gert hlé á flutningnum og síöan var tilkynnt aö hinir eig- inlegu tónleikar myndu hefjast — hitt heföi bara veriö upphitun og menn aö stilla saman strengi sína. Auk Björns eru þeir Hjörtur Howser/hljómborð, Skúli Sverr- isson/bassi og Steingrímur Óli Sigurösson/trommur í Gömm- unum. Hjörtur er vel kunnur úr ýmsum sveitum, m.a. Mezzo- forte um hríö, Skúli leikur á bassa í hljómsveitinni Pax Vobis og Steingrímur Óli lék m.a. meö hljómsveitinni Hver frá Akureyri á meðan hún var og hét. Aö sögn tíöindamanns Járn- síöunnar á Borginni þetta kvöld fór ekki á milli mála, aö þarna léku liprir menn á hljóöfærin. Aö hinum ólöstuöum þóttu þeir Björn og Stefán skera sig úr, enda hvor um sig á meðal fremstu manna á sínu sviöi hér- lendis. Umsjónarmaður Járnsíð- unnar getur reyndar vitnaö, aö gítarleikararar færari en Björn Thoroddsen eru vandfundnir hérlendis. Strákarnir léku framan af nokkuö af lögum af sólóplötu Björns, Svif, sem kom út í fyrra. Hins vegar var þaö ekki fyrr en í síöari hlutanum, aö fjör tók aö færast í hlutina. Fóru fimmmenn- ingarnir þá iöulega á kostum í leik sínum og kunnu áhorfendur, sem fór fjölgandi eftir því sem á kvöldiö leiö, vel aö meta framiag þeirra. Uppistaöan í prógramm- inu var jazz af nýrri tegundinni. Um leið og Gömmunum eru færöar þakkir fyrir sannfærandi skemmtun skal þess getið, aö þeir veröa á ferö á Borginni á ný næsta fimmtudag. Ef marka má frammistöðu Gammanna þann 27. október og undirtektir áhorf- enda ætti ekki aö skorta stemmningu á Borginni á fimmtudag. Halldór Ingi, verslunarstjóri í Plötubúðinni. Plötubúðin á Laugavegi 28: Stefnir aö stórbættri þjónustu viö kaupendur Árshátíð Gusts Árshátíö hestamannafélagsins Gusts veröur haldin í Fóstbræöraheimilinu v/ Langholtsveg, laugardaginn 12. nóvember kl. 19.00. Nánari uppl. í síma 46173. Miöasala veröur á haust- fundinum annaö kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember. Skemmtinefndin. Nú breytum við bamum í breskan Plib Breski píanóleikarinn Sam Avent er mættur til leiks hjá okkur á ný. Sam er „a jolly good fellow“ holdi klæddur og flytur með sér hina sönnu bresku kráar-stemmningu. 10.—16. nóvember breytum við þess vegna barnum Pub, skreytum hann á breska vísu og berum fram hina frægu „Pub-crunch“-smárétti. Sam sér um tónlistina og stemmninguna. Einnig sérstakur matseðill í Blómasal. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Skildinganes Granaskjól Bauganes, Skerjafiröi. Frostaskjól. ______ Austurbær Bergstaðastræti Freyjugata 28—49 Úthlíð Iriti i ó MctsöluNcu) á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.