Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.11.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 77 Fólk og fréttir í máli og myndum Hver er þetta? • CharJie Chaplin? Nei, ekki al- deilis. Þessi herramaður er þekktur fyrir allt annað en að vera með eitthvert grín é knattspyrnuvöllum og honum gengur betur aö hemja fætur sína en Chaplin í gamla daga. Hér er nefnilega kominn Keving Keeg- an, fyrrum fyrirliði enska lands- liðsins í knattspyrnu, sem nú leikur með Newcastle. Bobby Gould, framkvæmda- stjóri Coventry, hefur bætt við starfi í borginni. Hann er oröinn diskótekari. Hann er kominn með fastan þátt í útvarpinu á laugardögum, en þátturinn er tekinn upp í miöri viku, eðlilega, þar sem hann er alltaf tímabundinn á laugardög- um með liöinu. „Þetta er frábær leið til aö hvíla sig aðeins á fót- boltanum," segir Gould. — O — Scott MacGarvey, framherjinn ungi hjá Manchester United, gæti verið á förum frá fólaginu. Hann er metinn á 150.000 pund, og ný- lega bauð Watford í hann. Ron Atkinson neitaði því tilboöi, vildi hafa MaGarvey áfram á Old Traf- ford. McGarvey hefur ekki komist í United-liðið og hefur jafnvel hug á að reyna fyrir sér annars staöar. Watford hefur ekki gefist upp á að fá hann til sín, talið er aö fé- lagið muni gera annað tilboð ( hann fljótlega og Newcastle hefur einnig áhuga á honum. — O — Þvflík fjölskyldal Bruno Giord- ano, framherji hjá Lazio, var sett- ur f þriggja ára keppnisbann vegna mútuhneykslisins fræga á Ítalíu um árið. Faðir hans er í fangelsi fyrir að smygla sfgarett- um og nú viröist systir hans vera í vandræðum. f fórum hennar hafa nefnilega fundist skotvopn og hefur lögreglan lagt fram kær- ur á hendur hennil — O — Áður en keppnistímabilið hófst á ítalíu kusu framkvæmdastjórar allra félaga besta leikmanninn, besta liöið og besta markaskor- arann. Flestir spáöu því aö Roma ynni titilinn annað árið í röð, liðið væri örlftið betra en Juventus og Inter Milan. Falcao er besti leikmaöur deildarinnar aö þeirra mati, en næstir í röðinni eru Zico, Platini og Trevor Francis. Þá búast þeir við að Zico og Francis berjist um markakóngstitilinn. • Jæja sundmenn, nú getið þið farið á æfingu með vasadiskó og farið óhræddir í laugina. Nú eru komin vasadiskó sem eru alveg vatnsþétt og hægt er að hlusta á Ijúfa tóna meöan synt er. Þessi dama er aö ganga frá tæki sínu áöur en hun fer f laugina. • Peningar í íþróttum eru miklir. En mismiklir eftir fþróttagreinum. Hnefaleikarinn Larry Holmes til vinstri var efstur á lista á sfðasta ári, ’82, yfir tekjuhæstu íþróttamennina. Hann haföi 183 milljónir ísl. króna í árslaun. Golfleikarinn Arnold Palmer var mjög hár en hafði 83 milljón- ir. Karl Heinz Rummenigge fékk 21 milljón. 9 • Lester Piggott, besti knapi f heiminum f gegnum tföina, hefur unnið marga frækna sigra á hestinum Teenoso, sem hann sést hér sitja. „Lester konungur níundi“ eins og hann er kallaður, hafði unniö hina árlegu Epsom-keppni er þessi mynd var tekin. Englendingar veðja mikið sem kunnugt er og á svipuöum tfma og myndin var tekin var fólk í biðrööum um allt land aö bíöa eftir að fá peninga sína úr veðbönkum vegna sigurs hans. • Tennisíþróttin á vaxandi vinsældum aö fagna í heiminum og hér á landí er íþróttin í miklum uppgangi. En það sem viö vissum ekki var aö hún væri svona vinsæl. • Tennisleikarinn skapmikli, McEnroe, er nú kominn með eina nýja upp á arminn og telja kunn- ugir aö hún munu ná aö stilla skap hans. • Varið ykkur á honum þessum. Erhard Wunderlich, stórskyttan frá Gummersbach, gerir það gott á Spáni með FC Bacelona og skorar mikið af mörkum. Varnir og markverðir veröa víssulega að vera vel á verði þegar hann er með boltann. Breitner varaforseti? • Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern MUnchen og Paul Breitn- er, eru nú orðnir vinir á ný. Þeim lenti illa saman er liöið fór f keppnisferð til Austurlanda fjær. Breitner, sem hætti sem kunnugt er að leika með liðinu fyrir þetta keppnistímabil, og nú er talíð að Breitner muni reyna aö komast f stöðu aöstoðarforseta félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.