Morgunblaðið - 10.04.1984, Side 16

Morgunblaðið - 10.04.1984, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Við seljum SSfalke: Tískuverslunin Assa Parísarbúðin Thorella Laugavegs Apótek Holts Apótek Háaleitis Apótek Borgar Apótek Laugarnesapótek Ingólfs Apótek Ninja, Vestmannaeyjum. Snyrtivöruv. Glæsibæ Lady Rose falke Hefur þú kynnst fflfalke? ESfalke fyrir konur á öllum aldri. Elfalke hátísku sokkabuxur. Hfalke sjúkrasokkabuxur. Hfalke bómullar- og ullarsokkabuxur og gammosíur. Hfalke lágir tískusokkar. SSfalke þýsk gæðaframleiðsla. Einu sinni Hfalke alltaf ESfalke. falke Hfalke söluaðilar um allt land. ÁSTUND AUSTURVERI -heildverslun Háaleitisbraut 68 Simi 84240 Askriftarsíminn er 83033 Bubbi fær að borga Athugasemd frá Stein- ari Berg ísleifssyni MIG LANGAR að koma nokkrum at- hugasemdum að varðandi viðtal við mig sem birtist í Morgunblaðinu sunnudag- inn 8. apríl. Mér gafst ekki kostur á að lesa það áður en til birtingar kom og tel að ekki komi skýrt fram hvað ég sagði, og annað mishermt. 1. Það eru ekki mín orð að ég sé að fara alfarinn af landi brott. Hér er um að ræða ákveðnari aðgerðir til búsetuflutnings, þ.e. selja hús hér og kaupa í Englandi. Þetta er gert af hagkvæmnisástæðum, þar sem um dvöl í einhvern óákveðinn tíma er að ræða. Hinsvegar mun ég eftir sem áður halda mjög nánu sambandi við Steina hf. og koma hingað reglulega og nýta þá þekkingu og reynslu, sem mér tekst að afla mér í þágu hins íslenska móðurfyrirtækis. 2. Mér fannst ummæli mín um mis- mun íslenskra og erlendra útgáfu- samninga ekki komast til skila, en ætla ekki að gera tilraun hér til nán- ari útskýringa þar á. Hins vegar vil ég leiðrétta setninguna „Við tryggj- um hlutaðeigandi ákveöinn hlut af hverri seldri plötu, ekki helming af ágóða ef einhver verður". Eitthvað hefur merking þess sem ég sagði skolast til, þar sem okkar samningar miðast við að tryggja listamönnum ákveðnar tekjur hvort sem um hagn- að eða tap á viðkomandi útgáfu er að ræða. HÍutfall ágóða flytjenda og höfunda af heildarhagnaði fyrirtæk- isins, sé um slíkt að ræða, ræðst að sjálfsögðu af því um hversu dýrar útgáfur er að ræða i hvert sinn. Einnig vil ég bæta við að þær tölur sem Bubbi Morthens hefur verið að gaspra um í viðtölum og þau orð sem hann hefur látið falla um útgáfu- samninga sýna eingöngu flótta hans frá raunveruleikanum og skort á kjarki við að horfast í augu við stað- reyndir. Samanburðarfræði sú sem hann hefur haft í frammi er á álíka háu stigi og þegar hann sagði í út- varpsviðtali fyrir nokkrum dögum að níutíu prósent allrar íslenskrar æsku væru á kafi í dópi og að ’68-kynslóðin væri lokuð inni á geðsjúkrahúsum. 3. Það hefur aldrei hvarflað að mér að gefa Bubba eftir skuldir sínar við fyrirtækið. Hann verður að sjálf- sögðu að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar, eins og annað fólk. Hins vegar mun Steinar hf, ekki framfylgja rétti sínum hvað varðar að hann geri fleiri plötur fyrir fyrir- tækið né hindra önnur fyrirtæki í að gera útgáfusamning við hann, þó svo að við teljum okkur í fullum rétti til slíkra aðgerða. Um útgáfúrétt Steina hf. á hinni nýju plötu Egó hefur aldrei verið deiít, þó umræður hafa átt sér stað um hugsanlegt framsal okkar á þeim réttindum. Steinar hf. munu gefa út næstu plötu Egó I fullu samkomulagi við hljómsveitina, og öll hugsanleg deilumál, sem upp kunna að koma, leyst í beinum við- ræðum aðila, en ekki á opinberum vettvangi. Virðingarfyllst, Steinar Berg ísleifsson. éUUIMNlASIUfAN Ht ■ verölækkun á öli og gosdrykkjum HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.