Morgunblaðið - 05.06.1984, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.06.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1984 19 Martial Solal í Norræna húsinu Tónlist Ólafur Stephensen Martial Solal Píanótónleikar í Norræna húsinu, laugardaginn 2. júní 1984 kl. 17. Skammir í einu af aprílheftum tímarits- ins New Yorker birtist löng og skemmtileg grein um básúnu- leikarann Jack Teagarden, sem margir þekkja vel frá dögum hans með Louis Armstrong. Tea- garden var einn af þessum nátt- úrubörnum jazzins, sem var fæddur með fullkomna tónheyrn (perfect pitch) og átti því erfitt með að sætta sig við illa stemmd hljóðfæri, — sérstaklega píanó. Greinin segir frá því að Jack Teagarden hafi verið orðinn langþreyttur á fölskum og illa á sig komnum slaghörpum þar sem hann lék á tónleikum. Hafi hann þá gripið til þess ráðs að mæta sólarhring áður en tón- leikar áttu að hefjast, með tón- kvísl og píanólykil í hendi og eytt klukkustundum í að betr- umbæta ástand flygla eða pí- anóa, sem nota átti næsta dag. Martial Solal hefur sennilega verið líkt innanbrjósts og Jack gamla Teagarden þegar Solal komst i kynni við flygilinn í Norræna húsinu. En það hefði lítið dugað fyrir Solal að eiga við flygilinn deginum fyrir tónleik- ana, — þá var hljóðfærið sent inn í Laugardalshöll til nota á opnunardansleik Listahátíðar. Þegar tónleikar Solals hófust var auðheyrt að slagharpan var „uppgefin" eftir ferðalögin og grunar mig að leikur meistarans hafi litast töluvert af ástandi hljóðfærisins. Hrós Álit meistarans á hljóðfærinu kom berlega i ljós, þegar hann tók vð innilegu lófataki um það bil áttatíu aðdáenda, sem sáu sér I fært að mæta, með látlausri handahreyfingu sem gaf til kynna að hljóðfærið ætti sinn þátt í árangrinum. Martial Solal er einn af stór- stjörnum jazzins. Leikur hans er litaður af frönsku umhverfi hans (Reinhardt, Debussy, Ravel) og áhrifum frá píanóleikurum gull- aldar jazzins (James P. Johnson, Tatum, Waller). Með þetta vega- nesti hefur Solal skapað sér mjög persónulegan stíl, sem ein- kennist af skemmtilegri upp- byggingu á mjög „myndrænan" hátt, mikilli leikni og frábærri kímni. í túlkun sinni á Ellington og Monk sendi hann bebop stjörnunum „tóninn" á lævísan hátt, en gerði þó meistara Dizzy Gillespie tilhlýðilega virðuleg skil í „Night in Tunisia" — klassísku boplagi sem allt í einu fékk á sig (jafnvel einum um of) virðulegan búning! Martial Solal fer ekki troðnar slóðir annarra jazzpíanóleikara. Hann tekur fyrir margskonar tónsmíðar þekktra jazzleikara, blandar þeim saman, leggur minni áherslu á laglínurnar, en því meiri á formbyggingu. Hann laðar fram blæbrigði, sem byggja upp myndir og ljóð frek- ar en klisjukennda frasa, sem kollegum hans Peterson eða Jarrett hættir oft til að gera. Þetta voru ánægjulegir hljóm- leikar, þrátt fyrir skammarlegan aðbúnað. Kærar þakkir fyrir skemmtunina. r MTann Security since 1795 Enskir Sænskir peningaskápar Eldtraustir — þjótheldír heimsþekkt framleiösla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 HONDA garðsláttuvél ★ ★ ★ Auöveld gangsetning Slær út í kanta og undir runna. Safnar öllu grasi í poka. ★ Stillameg skurðhæö 13—75 mm. ★ Felld saman og tekur lítið geymslurými. Verð aðeins 14.200.- Honda á íslandi Vatnagörðum 24, símar 38772 — 82086 PIOIMŒŒR íbfliniY m KP3230 Útvarpskassettutæki LW/MW/FM sterió. Sjálfvirk endurspólun. Hraðspólun í báðar áttir Verð kr. 7.495.- KE4730 Utvarpskassettutæki, 2X6.5W LW/MW/FM steríó. Sjálfvirkur lagaleitari. Fast stöðvaval Verð kr. 10.880.- KE5230 Útvarpskassettutæki, 2X6.5W LW/MW/FM steríó. Sjálfvirkur lagaleitari, „Loudness '. Fast stöðvaval. Verð kr. 12.110.- KEH9300 Útvarpskassettutæki, 2X20W LW/MW/EM FM steríó.,,Equalizer“,,Dolby‘‘ Sjálfvirkur lagaleitari. Spilar báðu megin.,,Metal‘ Stöðvarminni og fl. og fl. Verð kr. 20.830.- BP520 Kraftmagnari 2X20W. Verð kr. 5.405.- BP320 Kraftmagnari 2X20W. Verð kr. 2.575. TS M6 Hátalarar 6,6cm, Ofanáliggjandi 350 - 22.000Hz, 20W. Verðkr. 1.960.- TS162Dx Hátalarar 16 cm. Niðurfelldir, tvöfaldir 40 - 20.000Hz, 20W. Verð kr. 940.- TS1633 Hátalarar 16,5 cm. Niðurfelldir, tvöfaldir. 30-20.000Hz, 60W. Verðkr. 1.700,- TS2000 Hátalarar ,,Cross-Axial“, þrefaldir, niðurfelldir. 30-21.000Hz, 60W. Verð kr. 4.400.- HUOMBÆR Ath. öll verð eru staðgreiðsluverð — Munlð okkar lipru greiðsluskilmála. HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI 103

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.