Morgunblaðið - 05.06.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.06.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNl 1984 47 Akureyri: Tveir sjómenn heiðraðir Akureyri, 4. júní. HÁTÍÐAHÖLD sjómanna á Akur- eyri fóru fram með hefðbundnu sniði í góðu veðri í gær. Kl. 11 f.h. voru guðsþjónustur í Akureyrar- kirkju, Lögmannshlíðarkirkju. Eft- ir hádegið voru síðan hátíðahöld við sundlaugina þar sem keppt var í stakkasundi og björgunarsundi. Þá fluttu þar ávörp Sverrir Leós- son, fyrir hönd útgerðarmanna, og Arngrímur Brynjólfsson, fyrir hönd sjómanna. Afhent voru verðlaun fyrir best verkaðan fisk fluttan að landi og hlaut þau áhöfnin á Sléttbak. Kristján Vilhelmsson sigraði í báðum sundkeppnunum, og hlaut því Atla-stöngina til varðveislu í eitt ár. Tveir sjó- menn voru heiðraðir, þeir Ingvi Árnason og Ragnar Árnason. Kappróður fór fram við höfnina. í kvennaflokki sigraði sveit Kjöt- iðnaðarstöðvar KEA, en í flokki skipshafna sveit af Stakfelli ÞH og í flokki landmanna sveit ÚA, tækjamenn. Mikill fjöldi fólks fylgdist með skemmtiatriðum dagsins í góða veðrinu. GBerg Vestmannaeyjar: Hátíðahöldin stóðu yfir í tvo daga Vestmannaeyjum. 4. júní. Sjómannadagurinn var hátíðleg- ur haldinn hér með hefðbundnum hætti og stóðu hátíðahöldin yfir í tvo daga, eins og tilhlýðilegt þykir í stærstu verstöð landsins. Á laugardag var keppt í ýms- um íþróttum í Friðarhöfn: kappróðri, reiptogi milli bryggju, stakkaróðri og koddaslag. Fjöl- menni fylgdist með átökunum í höfninni þrátt fyrir leiðindaveð- ur. Um kvöldið voru síðan geysi- fjölmennir dansleikir í öllum samkomuhúsum bæjarins. Á sunnudaginn, sjálfan sjó- mannadaginn, var skrúðganga úr miðbænum að Landakirkju, þar sem sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson flutti sjómannamessu. Eftir messu var athöfn við minn- isvarða hrapaðra og drukknaðra, sem er við kirkjuna, og stjórnaði Einar J. Gíslason þeirri athöfn, eins og hann hefur gert í fjölda- mörg ár. Síðdegis var síðan úti- skemmtun á Stakkagerðistúni. Þar voru þrír sjómenn heiðraðir fyrir störf sín: Einar Guð- mundsson skipstjóri, Gunnar Haraldsson vélstjóri og Ragnar Jóhannesson sjómaður. Veittar voru viðurkenningar fyrir björg- unarafrek og Guðlaugur Frið- þórsson var sérstaklega heiðrað- ur fyrir unnið hreystiverk, sem öllum er enn í fersku minni. Elí- as Björnsson, formaður sjó- mannafélagsins Jötuns, flutti há- tíðarræðu dagsins. Ýmis skemmtiatriði voru flutt. Veður var hið besta á sunnudaginn, og rnikill fjöldi fólks var saman- kominn á Stakkagerðistúni. Um kvöldið var síðan skemmtun í samkomuhúsinu, þær sem meðal annars aflakóngar vertíðarinnar voru heiðraðir. Dansleikir voru síðan fram undir morgun. Öll fóru hátíðahöld sjómannadags- ins hið besta fram. Ö1 og vín var nokkuð fast kneyfað og eitthvað var um að menn svöruðu fyrir sig að sjómannasið, en ekkert var þetta til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af. Upp til hópa naut fólks hér ánægjulegrar sjó- mannahelgar. h.k.j. Nýtt símanúmer! Frá og með 1. júní bættist 6 f raman við gamla númerið 685588^ H4GTRYGGHVG HF TAKTU TRYGGINGU - EKKI ÁHÆTTU Nú þegar Rannsóknarlögreglan er hætt að leita að fingraförum á kex- pökkunum, og búið er að henda því sem eyðilagðist í brunanum í Glæsi- bæ, þá heldur SS í Glæsibæ bruna- útsölu að Hallarmúla 4. Allur dósamatur, barnamatur, bökunar- og hreinlætisvörur og margt fleira á hlægilegu verði. Jafnvel verðið á kaffi, sykri, hveiti og öðrum nauðsynjavörum hefur verið lækkað. Semsagt full búð af vörum á ótrúlega lágu verði og það er engin lygi að segja að lækkunin sé alveg stórkostleg. Opið virka daga kl. 9-19 nema föstudaga kl. 9-20 og laugardaga kl. 9-16. Reykingar bannaðar á staðnum. SLATURFÉLAG SUÐURLANDS HALLARMULA 4 OSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.