Alþýðublaðið - 12.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1931, Blaðsíða 2
i ALPÝÐUBLAÐ'Ð Öfngstrepi. Hin stórlega hneykslanlega að- ferð, sem landsstjómin virðist ætla að hafa um símagjöldin, hef- ir, sem von er, komið flatt upp á flesta. Það verður ekki betur séð, en að hugsun sú, er fyrir stjórninini hafi vakað, hafi verið sú, að sama væri hvort almenn- ingur hefði lítið eða mikið gagn að símanum, ef að eins va-ri hægt að kreista út úr Reykvík- ingum borgun fyrir hann. Talsíminn er eitt af helztu menningartækjum nútímans, því hann veidur því, að hægt er að fá að vita á svipstundu þiað, siem anniars myndi taka langan tima, og óteljandi eru þau spor, sem síminn sparar. Síminn vinnur því verk margra manna; hann er geysiiega vinnuspariandi vél, og án hans gætu framkvæmdir í Reykjavík ekki orðið nándar- nærri eins rniklar og þær eru. Ódýrara og betra símiasamband, sem gerir það að verkum, að enn fleiri noti sima, er því til þess áð auka þjóðarframleiðsiuna, en dýrara samband, sem hefir þau áhrif að færri noti hanin, er öfug- streymi. Takmiarkið hlýtur að vera það, að síminn verði svo ódýr, að hann geti verið á hverju heimili, svo almermingur geti notið þessia menningartækis, enda vex gagn- semi símans. hröðum skrefum eftir því, sem símanotendunum fjölgar. Verzlun má reka eftir tveim mieginreglum. Önnur er að sejga. ódýrt, og þar með láta reksturs- kostnaðinn skiftast á marga. Hin er að selja dýrt, og hafa fáa viðskiftavini. Virðist lands- stjórnin nota fyrri meginnegluna gagnvart sveitakjördæmunum, en hina síðaii gagnvart Reykvíking- tnn. fiátar fundiim á reki. Um daginn kom enskur botn- vörpungur inn til Þórshafnar við Langanes með opinn vélbát, „Súl- una“ frá Sfeagafirði, sem hann hafði fundið á reki 9 sjómílur út af Langanesi. Vitnast hefir, að báturinn hafi slitnað mannlaus upp af höfn á Skagafirði. Bátur- inn var ósikemdur þegar botn- vörpungurinn fann hann, en bnotnaði dálítið í mieðförum til Þórshafnar. (FB.) Flöabátnr straodar. Akureyri, FB. 11. nóv. Flóa- báturinn „Unnur“ stxandaði í gær á innsiglingu til Raufarhiafnar. Veður var sæmilegt, en notkkuð briní og stórstreymi. — Skipið er talið ónýtt. Maosjúrla. Undanfarið hefir athygli manna snúist meir að Mansjúríu en nokkru sinini áður. Valda því ó- eirðir þær, sem þar hafa geisað. Deilan þar á djúpar rætur og ekki er gott að segja, hvað af henni kann að leiða. 18. sept. s. 1. kl. 10 úm kvöld- ið réðust kínverskar herdeildir á járnbrautarvarðliðsdeil d Jap ana nokkuð fyrir sunnan Mukden. Samstundis, og líkast til upp á sitt eindæmi, gaf stjórn vernd- arsveita Japana í Mansjúriu skip- un um að taka nokkra kínverska bæi hernámi og að afvopma nokkrar kínverskar herdeildir. Þetta var gert í svo skjótri svip- svo lítur út sem þetta h,afi verið búið að undirbúa löngu áður. Eíq í Tokio meðal ráðherra Jap- ana virtist kenna mikils sundur- lyndis út af því, hvort samþykkja skyldi þessa framkomu eða ekki. Meðal Kínverja brauzt nú út rniikil reiði gegn Japönum. Ráð- ist var á Japana og þeir ofsóttir, Kínverjar keyptu ekki japiansk- ar vörur o. s. frv- Hatrið hefir vaxið með hverjum degi, sem hefir liöið, og ástandið er mijög ískyggilegt. Sumir vænta þess, að Þjóðabiandialaginu takist að jafna deiluna að þessu sinni, en hvort sem því tekst það eða ekki í þetta sinn, þá mun alt laf vera hætta á að upp úr logi þarna eystra, því þrjú stórveldi ýta þiar hvert við öðru og tuttuigu og teitt ríki eiga ýmissa hagsmuna að igæta í þessu frjósiama landi. Mansjúria er í raun og veru ikínversk, en Japianar ráða þar þó miklu. Með ýmis konar saimin- ingum,, sem þeir hafia fengið með aðstoð hervalds og peninga, hef- ir þeim tekist að sjúga sig íasta á landið. Og þótt hin stórveildin líti Japana hornauga, þá geta þau eKki mótmælt yfirgangi þeirra, því sjálf hafa þau farið nákvæmi- lega eins að og Japanar á ýms- um sviðum. Samkvæmt skýrslum hinnar raunverulegu stjómar í Mansjú- ríu, stjórnar suður-mansijúrísku járnbrautarinnar, voru íbúar landsins 31. dezember 1929 29- 197 920 að tölu. íbúiarnir voru uppiunalega eingöngu Mongóiliar. Nú eru 90% peirra Kínverjar. Af þessum 29 milljóniuim í- búa eru að eins um 250 þúsundir Japana, en í japönsku nýlend- ; unni Koreu eða „Chosen“, eins og í hún líka er köllúð, eru 768 280 j Japanar. Þannig eru samtals um ein milljón Japania í ltandinu öllu. Þar eru og 140554 Rússar, 529 Englendingar, 384 Þjóðverjiar, 322 Frákkar, 209 Amieríkumenn og 1733 af öðrum þjóðum. Af ýmsum ástæðum, Irungurs- neyðum, hallærum, drepsóttum, náttúruumbxotum o. fl., hafa Kíii- verjar mjög flúið liand á undan- förnum árum og gífiUTlegur fjöldi þeirra hefir stefnt til Mansjúríu. einkum vegna þess, að landið er víðáttumikið og mjög frjósamt. Sýnir eftirfarandi tafía þessa nýju þjóðflutninga: Fluzt til Farnir Seztir Ár. Mansjúríu. aftur. að. 1923 433 689 240565 193 124 1924 482 470 200 045 282 435 1925 532 770 237 746 295 024 1926 607352 323 694 183 658 1927 1 178 254 341 959 936 295 1928 938 472 394247, 544 225 1929 1046 291 621 897 424 394 Þannig hiafa samtals 2 859 155 fluzt til landsins á 7 árum og sezt þar að. Japanir hafa hælt sér af því, að það sé þeim að þakka, hve fólksstraumurinn hefir verið gíf- urlegur til Mansjúríu, því þieir hafi opniað atvinnumöguleikana. og mun þetta ekki vera mjög fjarri sianni. Og þótt Japanir séu ekki fjöl- mennir í landinu, ieins og að framan getur, þá er enginn efi á, að þeir ráða þar mestu, — eru húsbændurnir. J Járnbrautirnar eru lífæðiar landsins og út af þeim hafa -deil- urnar risið. Af jámbrautunum. eiga Kínverjar 1800 ensfcar míl- ur, Japanir 700, Rússar í félagi við Kínverja 1096, Kínverjiar með Japönum 140. En tölur geta gefið skakka hugmynd ef engini skýr- ing fylgir þeim. Af hinum 1800 enskra mílnia löngu járnbrautum Kínverja eru 612 mílulengdir lagðar fyrir japanskt fé og 388 mílulengdir fyrir brezkt fé. — Japanir hafa lagt allis 2 147 000- Ö00 yena í ýmsar framkvæmdir í landinu. Og er þetta ógurlega mikil upphæð fyrir land eins og Mansjúríu. Þetta gerir það að verkum, að Japanir ráða lögum og lofum í fjármálum lands- ins. Samkvæmt samningi mega Japanir hafa 1500 hermenn við járnbrautirnar, eða í nánd vxð þær. Þennan rétt hafia þeir haft í 26 ár. Kínverjar báðu um að þessu væri breytt við friðar- ísamningana í Versölum 1918, en fengu neitun. Það liggur nú í hlutverki Þjóðabandalagsins að finna leið til að komfa í veg fyrir deilur eins og þær, sem nú hafa geisaö. Það verður erfitt verk, þar setm Japanar hafa 1500 vel sikipulagða og vopnaða hermienn meÖfnaim er hagsmuna hafa að gæta í lialnd- inu, hafa þar hersikip í nánd og járnb autur lum og ílest önnur ríki6, herlið við hendina. Það er hætt við því, að Þjóðahandalagið eigx erfitt með að jafna þær deilur, því þarna berjast mörg stórveldi um hagsmuni sína eins og grimm- ir hundar um bein, G œnlandsfarar á heimleið. Khöfn, 12. nóv. U. P. FB. Skipið „Hans Egede" er væntanliegt frá Grænlandi á morgun. Á skipinu koma þeir, sem eftir voru í Grænlandi af Courtould-leiðangr-* inum: Courtould, Rymill, Wat- kins og Hampton. Einnig komia á skipinu Sorge, Georgie og Lo- wen, sem vom í leiðangri We- geniers prófessorsi, sem fórst á Grænlandi. Frá Gunnólfsvík er FB. skrifað 1. þ. m.: Þorsk- afli er nú mjög að tregast hér á grunnmiðum, en enskir botnvörp- ungar sjást stöðugt að veiðum út af Langanesinu. — Fjárhagsörð- ugleikar eru hér mjög miklir. Verzlanir em farnar að loka reikningumi mannia og bafa nokkrar fjölskyldur orðið að segja sig til sveitar. — Mestallar innlendar afurðir þessa árs eru óseldar enn. Togararnir. „Ólafur“ komi í gæf frá Englandi. Krisíileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. an og með svo mikilli reglu, að Gata í Mukden. Mukden er höfuðborg í Mansjúríu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.