Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
Skilnuðum fer fjölgandi á
íslandi. Á árunum
1960—1983 um það bil þre-
faldaðist skilnaðartalan. Það
eru ýmsir þeirrar skoðunar
að hægt væri að koma í veg
fyrir marga skilnaði eða að
minnsta kosti að gera þá
sársaukaminni, ef sambúð-
araðilarnir hefðu tækifæri til
að gera upp tilfinningar sínar
áður en í algjört óefni er
komið.
Þaö hefur lengi verlö skylda á
islandi og víöa í nágranna-
löndunum, aö þeir sem vilja
leysa upp hjónaband leiti
sátta hjá presti eöa opinber-
um embættismanni. En á
undanförnum árum hefur veriö bent á aör-
ar leiöir, sem taldar eru árangursríkari.
i Danmörku er stofnun, sem kallar sig
Hjónabands- og skilnaöarráðgjöfina og var
hún stofnuö áriö 1977. Þar er fólki boðiö
upp á annars konar sáttatilraunir en áöur.
Þær fela EKKI í sér að reynt sé aö sætta
fólk á áframhaldandi sambúö, því þeir sem
vinna hjá stofnuninni hafa enga fyrirfram
afstööu til pess, hvort fólk eigi aö búa sam-
an eöa skilja. Hins vegar er reynt aö hjálpa
fólki til aö fá aukiö innsæi í samskipti i
sambúö, eigin viöbrögö og líðan, til þess
aö þaö sé færara aö taka afstööu til þess
hvaö þaö i rauninni vill. i hnotskurn er því
megintilgangur stofnunarinnar sá aö
hjálpa fólki aö komast aö þvi, hvort þaö vill
búa saman eöa skilja. Ef um skilnaö er aö
ræöa, hvort hægt sé aö komast aö sam-
komulagi um forsjá barna án þess aö til
sifelldra deilna komi. En skoöun þeirra,
sem vinna á stofnuninni er sú, aö þegar
börn blandast í deilur í sambúöar- og skiln-
aöarmálum þá sé þeim best hjálpaö með
því aö hjálpa foreldrunum.
Til aö meta árangur starfs síns hóf stofn-
unin rannsóknarvinnu meö þær fjölskyldur,
sem leituöu til Hjónabands- og skilnaöar-
ráögjafarinnar og lauk henni síöla árs 1983
og voru niöurstööur þá geröar kunnar.
Vakti þaö athygli hve góöur árangur haföi
náöst hjá stofnuninni en 77 af hverjum 100
hjónum töldu sig hafa fengiö mikla hjálp og
geta tekiö ákvöröun, sem þau voru sam-
mála um og sátt tilfinningalega. Þessi rann-
sóknarvinna var styrkt af Egmont H. Pet-
ersen-sjóönum og hefur veriö gefin út bók
um niðurstöðurnar sem nefnist „Mægling í
parforhold".
Danska dómsmálaráöuneytiö og innan-
ríkisráöuneytiö ásamt heildarsamtökum
sveitarstjórna hafa nýlega ákveöiö aö efla
skyldubundna
sátthefur
Ittid gildi“
— segja Emmy og Erik Glud,
sem reka hjónabands- og
skilnaðarráðgjöf í Danmörku,
sem þykir hafa náð mjög
góðum árangri. Þau voru hér
fyrir nokkru í boði Sálfræði-
stöðvarinnar.
EMMY GLUD
stofnunina þar sem hún viröist gegna mik-
ilvægu hlutverki.
Forstööumaður hennar, frú Emmy Glud,
sem er sálfræöingur kom hingað til lands i
sumar ásamt manni sínum Erik Glud, sem
er geðlæknir og starfar einnig viö stofnun-
ina auk þess, sem hann rekur einkastofu.
Komu þau í boöi Sálfræöistöövarinnar,
sem var stofnuö áriö 1983 af Álfheiöi
Steinþórsdóttur og Guófinnu Eydal sál-
fræðingum, en þær fengu nýlega visinda-
sjóösstyrk til aö þróa meöferöarform fyrir
skilnaöarfjölskyldur.
Viö ræddum stuttlega viö þau hjón til aö
fræöast nánar um eðli þessarar ráögjafar.
„Viö lítum svo a, aö hin skyldubundna
sátt, sem allir veröa aö fara í gegnum hafi
lítiö gildi í okkar nútímaþjóöfélagi. Hún á
sér yfirleitt staö allt of seint og miöar aö-
eins aö því, aó fá pörin til aó halda áfram í
hjónabandinu eöa sambúöinni.
Viö leggjum hins vegar áherslu á aö gera
fólki Ijóst, aö þaö er betra aö taka á vanda-
málunum áöur en í algjört óefni er komiö.
I annan staö miðar Hjónabands- og
skilnaðarráögjöfin aö því aö hjálpa fólki til
aö-hjálpa sér sjálft, þ.e. aö gera upp tilfinn-
ingar sínar, kanna alla möguleika og gera
sér grein fyrir afleiöingum þeirra en til þess
aö fólk geti tekið afstööu til eigin mála á
sem raunhæfastan hátt, þarf þaö aö vera í
sem mestu tilfinningalegu jafnvægi. Þetta
er jafn nauðsynlegt, hvort sem fólk ákveö-
ur aö halda áfram sambúó eöa skilja.
Viö teljum einnig nauðsynlegt aö fólk
hafi sjálft frumkvæöi aö því aó leita hjálpar
og geri þaö, þegar þaö telur þörf á því en
sé ekki skyldað til þess."
— Hvernig hefur fólk samband viö ykk-
ur?
„Þaö hringir venjulega fyrst og pantar
samtal. En oft á tíöum er þaö þannig aö
fólk úr heilbrigöisstéttum, sérstaklega
heimilislæknar, hafa vísað fólki á stofnun-
ina. Hins vegar er þaö skilyröi aö fólkiö
sjálft hafi frumkvæöi aó því aö panta sér
tíma. Þaö má geta þess aö þaö er langur
biölisti hjá okkur.
GIöhk er heitur drykkur, sem bor-
ist hefur frá Svíþjóö til íslands. í
Svíþjóð tengist glöggið Luciu, en 13.
desember er haldin hátíð henni til
dýrðar. Það var fyrrum trú manna
að þá væri skemmstur dagur, og því
þyrftu menn að gera sér dagamun. f
fyrstu voru það eingöngu karlmenn-
irnir, sem efndu til veislu, en eftir
1920 fara konur einnig að taka þátt
í þessum hátíðarhöldum. Ungar
stúlkur voru látnar klæðast hvítum
kjólum og bera kórónu úr kertum.
Þær báru fram kaffi, safranbrauð,
og stundum glögg. Þessi siður hefur
haldist, og nú halda menn þessa há-
tíð í skólum, fyrirtækjum og félög-
um. Þykir jafnvel ýmsum gleðin oft
verða nokkuð mikil.
Ylur í skammdeginu
Engan mun undra að Norður-
landabúar hafi reynt að lyfta sér
upp i skammdeginu. Menn hafa oft
komið heim kaldir og hraktir eftir
erfiði dagsins, og þá hefur verið gott
að fá vel heitan drykk, enda er nafn-
ið glögg skylt sögninni að glóða.
Bendir það til þess að drykkur hafi
verið glóðaður áður fyrr. Nú hafa
menn jafnan ekki svo mikið fyrir
heldur láta sér nægja að hita hann
upp að suðumarki.
Jólaglögg
Uppskriftir frá Vivian Garðars-
son.
1 I rauðvín,
500 g sykur,
6—8 negulnaglar,
5 g kanill,
möndlur og rúsínur.
Þessu er blandað saman og hitað
upp, en gætiö þess að það sjóði ekki.
1 1 rauðvín,
35 g möndlur,
50 g rúsínur,
10 stk. kardimommur,
6 stk. heilir negulnaglar,
2 dl kláravín (eða koníak),
250 g sykur.
Möndlurnar eru hreinsaðar og
þeim síðan blandað saman við
kryddið og soðið nokkra stund.
Rauðvíni og kláravíni blandað sam-
an við og hitað, ekki soðið. Stundum
er haft meira af sterku víni, og
kveikt í rétt sem snöggvast. Nauð-
synlegt er að hafa lok við hendina
til að kæfa eldinn. Stundum er bætt
í sykri til að auka hitann.
Óáfengt jólaglögg
Ekki er nauðsynlegt að nota vín í
glöggið. Þess í stað má nota krydd-
blöndu með rifsberjasaft eða sól-
berjasaft. Gott er að taka nokkrar
mandarínur og afhýða þær, og
stinga nokkrum negulnöglum í þær.
Mandarinurnar eru látnar liggja í
blöndunni meðan hún er heit. Þær
eru síðan veiddar upp úr þegar
blandan er orðin köld. Mörgum þyk-
ir gott að hafa kryddið í grisju
þannig að það komi síður í bollana.
Glöggið er alltaf borið fram í boll-
um en ekki í glösum eins og sumir
gera.
(ílögg með bjór í
Uppskrift úr The Sunday Times.
1 12 oz bjórdós,
'/2 bolli þurrkaðar rúsínur,
12 sveskjur,
6 þurrkaðar gráfíkjur,
4 stk. kardimommur,
5 g kanill,
4 stk. negull,
5 mtsk. hunang,
2 flöskur þurrt rauðvín,
'h bolli afhýddar möndlur,
3 bollar koníak.
Hellið bjórnum í ketil og bætið
rúsínunum, sveskjunum, kardi-
mommunum, kanilnum og neglinum
í. Sjóðið þar til vökvinn er orðinn
um hálfur bolli.
Bætið nú hunangi og víni út í og
takið af hitanum. Látið kólna.
Geymið í kæliskáp þar til glöggið er
borið fram.
Bætið koníakinu út í vínblönduna
og hitið að suðumarki en sjóðið ekki.