Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 5
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
B 5
Þrátt fyrir átta marka
sigur lék FH ekki vel
ÞRÁTT FYRIR aö íslandsmeistarar FH hafi sigraö hollenska meistara-
liöiö Herschi meö étta marka mun, 24—16, í Evrópukeppni meistara-
liöa í handknattleik á sunnudagskvöld, er ekki hssgt aö hrósa leik-
mönnum FH-inga fyrir góöa frammistööu. Til þess var leikur liösins
allt of sveiflukenndur og slakur á köflum. Varnarleikur og markvarslan
aö vísu þokkaleg en ekkert meira en þaö. Sóknarleikur liösins var hins
vegar mjög ómarkviss og fálmkenndur allan leikinn ef undanskildar
eru fyrstu 15 mínútur leiksins en þá tókst FH aö gera út um leikinn
meö því aö ná mjög góöu forskoti, komst í 9—2.
Oft á tíöum var meö ólíkindum hversu slakir FH-ingar voru í leiknum
og mjög vel kom í Ijós hversu lítil breidd er í liöi þeirra. Skiptimenn eru
varla til og leikur liösins stendur og fellur alveg meö þremur leik-
mönnum. Slíkt kann ekki góöri lukku aö stýra.
Góð byrjun
Leikmenn FH hófu leikinn gegn
Herschi af miklum krafti og keyrslu
og slógu Hollendinga alveg út af
iaginu. Þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaöur var staöan oröin 8—1
og þegar 20 mínútur voru liönar af
leiknum var staöan 10—2. En þá
var líka allur vindur úr leikmönnum
FH. Þeir skoruöu aöeins eitt mark
siöustu 10 mínútur hálfleiksins og
Hollendingum tókst aö minnka
Lánið lék ekki
við Svein
LÁNIÐ leikur ekki viö Svein
Bragason FH. Hann hefur átt viö
þrálát meiösl aö stríöa í vetur og
ekki getaö leíkiö meö liöi sínu. En
í byrjun janúar var hann oröinn
góöur og var farinn að æfa af
miklum krafti meö FH. Hans fyrsti
leíkur átti aö vera gegn Herschi á
sunnudagskvöldiö.
Alla vikuna voru leikkerfi æfö og
Sveinn var lykilmaöurinn í þeim,
átti aö stjórna leik FH á miðjunni
og dreifa spili liösins. Á siöustu æf-
Bragason
ingunni fyrir leikinn skeöi þaö svo
aö Sveinn varö fyrir því óhappi í
lok æfingar aö snúa sig svo illa á
ökkla aö hann gat ekki leikiö meö
á sunnudagskvöldiö. Varö aö
sætta sig viö aö vera áhorfandi.
Allt bendir þó til þess aö Sveinn
veröi fljótur aö ná sér og geti fariö
aö æfa aftur í lok vikunnar og
veröur hann væntanlega meö i
Hollandi þegar FH leikur síöari
leikinn.
ÞR
FH — Herschi
24—16
muninn niöur í 11—5 áöur en
flautað var til hálfleiks.
Þessi góða byrjun geröi þó út-
slagiö í leiknum og vel má vera aö
leikmenn FH hafi fariö of geyst af
staö þvi aö allur leikur þeirra þar til
alveg undir lok leiksins var afar
slakur og varla hægt aö bjóöa upp
á slíkt fyrir fullu húsi áhorfenda.
Hollendingar eflast
í síöari hálfleik efldust leikmenn
Herschi og sýndi á köflum þokka-
legan handknattleik, en þó var
áberandi aö liö þeirra vantaöi
meira skipulag. Línuspil var litiö
sem ekkert og skyttur fáar. Þá
tókst þeim aó minnka muninn
niöur í fjögur mörk um tíma er
staöan var 15—11 fyrir FH.
Fyrstu sex mínútur síöari hálf-
leiksins var ekkert mark skoraö.
Fumiö sat í fyrirrúmi hjá báöum
liðum og fátt gert af viti.
Þegar tiu mínútur voru eftir af
leiknum var staöan 18—11 fyrir
FH og sigur þeirra var í höfn.
Leikmenn virtust hafa takmarkaö-
an áhuga á leiknum og skipulag í
liði FH litiö betra en hjá þeim hol-
lensku.
Liöin
Skásti maöurinn í liöi FH var
Kristján Arason sem lék allvel í
vörn og sókn. Þá varöi Haraldur
Ragnarsson markvöröur liösins
vel. En sum skotín sem hann fékk
á sig voru nú reyndar ekki buröug.
Hans Guömundsson var afar siak-
ur og geröi hver mistökin af öör-
um. Skaut í tíma og ótíma og
hugsaöi ekkert um aö spila félaga
sína uppi. Sama var aö segja um
Guöjón Guömundsson og Guöjón
Árnason. Þeir Jón Erling og Val-
garö Valgarösson komust þokka-
lega frá leiknum.
Mikiö var um hnoö hjá leik-
mönnum FH. Óþarfa niöurstungur
hvaö eftir annaö og boltinn fékk
ekki aö gana á milli manna. Enginn
léttleiki var í spilinu og hraöaupp-
hlaup sástu varla. Vörnin var þó
sæmilega leikin lengst af.
Hollenska liðiö var ekki meira en
sæmilegt. Leikmenn líkamlega
sterkir en skortir mikiö á aö geta
leikiö góöan handknattleik.
Leikkerfi sáust varla og línuspil
ekki heldur. Þá vantaöi alla útsjón-
arsemi i leikmenn liösins. Leik-
menn gösluöust áfram meira af
krafti og vilja en kunnáttu í leikn-
um.
Mörk FH: Kristján Arason 8/4 v.,
Hans Guömundsson 5/1 v., Jón
Erling Ragnarsson 3, Valgarö
Valgarósson 3, Þorgils Óttar 2,
Guöjón Árnason 2.
Markahæstur í liöiö Herschi var
Wil Jakobs meö sjö mörk. Tveimur
FH-ingum var vísaö af leikvelli í
tvær mínútur og einum hollenskum
leikmanni.
— ÞR
Morgunblaöið/Friðþjófur
• Jón Erling Ragnarsson ungur og efnilegur handknattleiksmaöur í líói FH-inga skorar hér úr hraóaupphlaupi gogn Hollendingum á
aunnudag. Þatta var í eitt af fáum skiptum sem lið FH skoraöi úr hraöaupphlaupi.
0
Moigunbladið/Fridþjófur
• Báöir út af í tvssr mínútur. Ekkert múöur. Danski dómarinn Leif Eliasen vísar Þorgils Óttar fyrirliöa FH og
hollenska leikmanninum Wil Jacbos af leikvelli eftir átök þeirra á línunni. Þorgils var vel gætt allan leikinn og fákk
fá tækifæri á línunni. En Hollendingarnir tóku hann Ifka föstum tökum.
„Trúi ekki öðru en að
við komumst áfram“
- segir fyrirliði FH-inga, Þorgils Óttar
„VIÐ UNNUM ÞENNAN leik á góöri byrjun þar sem vió náöum sjö marka forskoti. Þaö gerói útslagiö í leíknum. Viö
sýndum þá okkar góöu hliö og hvaö býr í okkur. En þessi góöa byrjun tók sinn toll. Við uröum fljótt þreyttir og náöum
ekki aö halda áfram keyrslunni. Varnarleikur okkar var þokkalegur og markvarslan, en sóknarleikurinn hinsvegar
mistækur síöari hiuta leiksins."
— Hollenska liöiö býr yfir seiglu og þaö gæti vel velgt okkur undir uggum á heimavelli sínum. En ef okkur tekst aö
leika eöliiega í Hollandi og af skynsemi, þá tel óg aö viö komumst áfram í keppninni. En útileikurinn veröur okkur erfiöur,
á því leikur enginn vafi, sagöi Kristján Arason, stórskytta FH, eftir leikinn gegn Herschia á sunnudagskvöldiö.
Þorgils Óttar, fyrirlíöi FH, var ekki mjög óánægöur meö leikinn. „Viö sigruöum örugglega í leiknum meö átta marka
mun og þaö er gott. Þaö var erfitt aö leika gegn þessu hollenska liöi. Leikmenn liósins eru mjög sterkir og beita líkama
sínum óspart í varnarleiknum. Ég fékk til dæmis aldrei friö á línunni og var oröinn dauöþreyttur á öllum þessum átökum.
Þá eru Hollendingarnir fljótir og mjög seigir, þeir gefast aldrei upp. Halda áfram og sýna seiglu. Þaö má vel vera aö
áhorfendum hafi þótt viö leika illa, en svona Evrópuleikjum fylgir alltaf taugaspenna. Mótherjar okkar voru óþekkt stærö
og allir geröu kröfu um sigur. Okkur tókst aö sigra örugglega og ég trúi ekki ööru en viö komumst áfram í 4 liöa úrslitin.
Þaö yröi frábær árangur, sagöi Þorgils.
ÞR
„Eigum að geta sigrað
í síðari leiknum“
- sagði hollenski þjálfarinn
— GETA FH kom mór ekki á I
óvart. Viö vitum mætavel aö ís-
lenskur handknattleikur er eterk-
ur og mótherjar okkar í kvöld eru I
— ÞAÐ voru sæmilegir kaflar í
leiknum, en þess á milli léku
strákarnir illa, því er ekki aö
leyna. Við byrjuöum vel og af
miklum krafti eins og um var tal-
aö, en um miðjan fyrri hálfleik
þegar staðan var oróin 9—2 var
slakaö á. Allir ætluöu aö fara aö
skora mörkin og boltinn fékk
ekki aö ganga. Þaö var ekki aó
sökum aö spyrja, allt fór í baklás.
En svo rættist nú úr þessu og
þaö er ekki hægt aö vera óánægó-
besta lið íslands. En það olli mér
hinsvegar verulegum vonbrigö-
um hversu illa lið mitt lék. Allir
leikmenn liósins léku undir getu.
ur meö átta marka sigur gegn hol-
lensku meisturunum. Þetta er all-
gott liö meö mjög vel líkamlega
þjálfaöa leikmenn, en þá skortir
nokkuö tækni og skotmenn, sagöi
Guómundur Magnússon þjálfari
FH.
Guómundur var bjartsýnn á aö
FH kæmist áfram í keppninni. —
Átta marka forskot er gott vega-
nesti til Hollands, sagöi Guömund-
ur Magnússon.
ÞR
Sér i lagi Jan Willem Hammers,
hann skoraöi aöeins tvö mörk i
leiknum. Þetta er leikmaður sem
skorar 10 til 12 mörk i hverjum
leik. Hann var eitthvaö miöur sin
í kvöld, sagöi hollenski þjálfarinn
Pim Rietbroek eftir leikinn gegn
FH á sunnudagskvöldið í Laug-
ardalshöllinni.
Þegar Pim Rietbroek var spurö-
ur aö þvi hvaö hann héldi um siöari
leikinn þá sagöi hann: — Viö eig-
um aö geta sigraö í siöari leiknum
en möguleikar okkar á því aö kom-
ast áfram í Evrópukeppni meist-
araliöa eru ekki miklir. Viö getum
ekki sigraö FH meö átta marka
mun í Geleen nema aö ná þvt allra
besta út úr öllum leikmönnum liös-
ins og á sama tíma veröa leikmenn
FH aö spila mjög illa.
— En allt getur gerst. Viö erum
sterkir á heimavalli og getum svo
sannariega komiö á óvart. Viö er-
um ekki búnir aó leggja árar i bát.
Við munum berjast eins og kostur
er. Viö höfum allt aö vinna og engu
aö tapa úr því sem komiö er, sagói
Pim sem gat ekki duliö vonbrigöi
sin meö úrslitin og leik sinna
manna. __þr.
„Ekki hægt að
vera óánægöur“
- sagði þjálfari FH-inga
Ótrúlegir yfirburðir
Athletico Madrid
- í Evrópuleiknum gegn HG í Danmörku
SPÁNSKA liöiö Athletico Madrid
vann ótrúlega stóran sigur á
dönsku meisturunum Gladsaxe
HG í keppni Evrópumeístaraliöa í
Danmörku á laugardag. Munur-
inn varö hvorki meira né minna
en 16 mörk — 11:27 fyrir Madrid-
liöiö.
Spánverjarnir léku sér aö Dön-
unum eins og köttur aö mús eins
og tölurnar bera meö sér. Eftir tiu
min. var staöan 2:6, 3:13 eftir tutt-
ugu mínútur og í hálfleik var staö-
an 6:15 fyrir Spánverjana.
Danska liöiö missti tvo af sínum
bestu mönnum eftir síöasta
keppnistimabil, þá Michael Ström,
örvhenta skyttu, sem einmitt leikur
nú meö Athletico Madrid, og Jens
Erik Winter, sem einnig leikur á
Spáni nú.
Þess má einnig geta aö danski
landsliösmaöurinn hjá Gladsaxe.
Morton Stig Christensen, er
meiddur og þegar hann vantar er
liö Gladsaxe ekki betra en miöl-
ungs fyrstudeildarliö i Danmörku
aö mati fróöra manna. Christensen
gekkst undir uppskurö vegna
meiðsla á hné í sumar og var aö ná
sér af meiöslunum er hann hand-
arbrotnaði nú nýlega! Sannarlega
óheppinn og veröur frá keppni
næstu vikurnar.
Þaö er erfitt aö dæma spánska
liöiö eftir þennan leik, aö sögn
heimildarmanns Morgunblaösins i
Danmörku, yfirburöir þess voru allt
of miklir til þess.
Bestu menn valiarins voru
markveröir liöanna sem báöir áttu
stórkostlegan leik.
Mörk HG: Kim Rasmussen 7,
Per Skarup 2, Ib Hansen 1 og
Trols Stig Christensen, bróöir
Mortens, 1.
Mörk Atletico: Augustin Milan 7,
John de la Ponte 6, Reino 5,
Michael Ström 4, Alonso 2, Lopez
1, Garica 1 og Novales 1.
Fyrsti
ÍSLANDSMÓTIÐ í blaki hófst aft-
ur um helgina aö afloknu jólaleyfi
og voru leiknir þrír leikir í 1. deild
karla og einn í 2. deild karla.
Fram lék tvo leiki, tapaði fyrir HK
en vann Víking og Þróttur sigraöi
ÍS. í 2. deild sigraöi Þróttur 2 lið
HK 2 í þremur hrinum gegn engri.
Framarar fengu sín fyrstu stig í
mótinu meö því aö sigra Víkinga á
sunnudaginn. Leikurinn var mjög
sveiflukenndur þvi Fram vann
fyrstu hrinuna 15:11, síöan vann
Víkingur 8:15 og 15:11. Frömurum
leyst greinilega ekkert á þetta þvi í
næstu hrinu komu þeir mjög á
óvart og gjörsigruöu Víking, 15:3,
og stóö sú hrina aöeins í 8 minút-
ur, sem er meö því stysta sem ger-
ist i blaki. Urslitahrinuna sigraöi
Fram siðan nokkuö örugglega,
15:6, eftir aó staöan haföi veriö
mjög jöfn framan af.
A föstudaginn lék Fram viö HK í
Digranesi og lauk þeim leik meö
sigri HK, 3:2. Heimamenn unnu
fyrstu tvær hrinurnar, 15:12 og
15:8, en Framarar komu ákveónir
sigur
til leiks i næstu tveimur hrinum og
unnu 5:15 og 12:15 en i úrslitahrin-
unni höfóu HK-menn nokkra yfir-
buröi og sigruöu 15:7.
Þróttur og ÍS leiddu saman
hesta sína á sunnudaginn og lauk
þeirri viöureign með sigri Þróttar,
3:1. Þeir sigruóu í fyrstu hrinunni
15:7 en töpuöu þeirri næstu 16:14
eftir æsispennandi leik þar sem ÍS
haföi nokkuö öruggt forskot, 13:7
en Þrótti tókst aö komast yfir,
Bergerud
PER Bergerud vann sinn sjöunda
Noregsmeistaratitil í skíöastökki
um helgina og þann fjóröa af 90
metra palli. Hann hlaut 237,9 stig
fyrír tvö næstum fultkomin stökk,
sem mældust 110,5 og 113 metr-
ar.
Bergerud fékk 12,9 stigum
meira en Hroar Stjernen, sem
stökk 109,5 og 108 metra og fékk
225 stig. Bergerud er aöalstjarna
Fram
14:13. Þaö dugöi ekki til því ÍS
fékk næstu tvö stig og vann.
Næstu hrinu unnu Þróttarar 15:11
og i fjóröu og síöustu hrinunni voru
þeir farnir aö gera sér vonir um
„egg“, en þá fær andstæóingurinn
ekkert stig. Vonir Þróttara uröu þó
aö engu því þó þeir hafi veriö yfir
12:0 þá tók ÍS aö minnka muninn
niöur i 15:10, sem uröu lokatölur
hrinunnar.
— sus
meistari
Norömanna í skíöastökki og leiöir
liöiö á heimsmeistaramótinu sem
hefst í Seefeld í Austurríki í næstu_
viku.
Þriöji á norska meistaramótinu
var meö 205,8 stig — stökk 101,5
og 108 metra og fjóröi varö gamla
kempan Johan Saetre. sem oröinn
er 33 ára gamall og hefur tiu sinn-
um oröið norskur meistari. Hann
stökk 103,5 og 103,5 metra og
hlaut 204,8 stig.