Morgunblaðið - 11.04.1985, Page 1

Morgunblaðið - 11.04.1985, Page 1
íiKCÍ ■ItH’iA n HUOA.q jTMWlM ,GIQAJaHUDHOM B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985 BLAD Líkan af K-byggingu á Land- spítalalóA eins og hún mun líta út, séd frá Barónsstíg. Byggingin mun hýsa mikilvæga starfsemi i sam- bandi vió krabbameinslekningar en heitid K-byggingin stendur þó f engu sambandi við heiti sjúkdóms- ins. Línuhraðallinn verður f neðri kjallara byggingarinnar eins og sjá má á uppdrettinum. RAUÐA EJÖÐRIN Landssöfnun Lions-hreyfingarinnar til kaupa á línuhraðli í Krabbameinsdeild Landspítalans Á íslandi greinast um 700 ný krabbamein á ári hverju. Á meðalevi hvers íslendings greinast því a.m.k. 52.500 ný krabbameinstilfelli, sé ráð fyrir því gert að tíðni breytist ekkL Miðað við óbreytta tíðni og óbreytu íbúatölu á landinu má etla að fjórði til fimmti hver tslendingur fái krabbameinssjúkdóm einhvern tíma á lífsieiðinni. Þar af má ætla aö nærfellt helmingur geti læknazt. Hér á landi ættu aðstæður til krabba- meinslækninga að vera betri en víðast hvar annars staðar. Fá- menn þjóð hefur tök á skipulögð- um hópskoðunum sem fjölmenn- ari þjóðir hafa ekki. Við eigum á að skipa menntuðu og vel þjálf- uðu starfsfólki til að sinna krabbameinslækningum eins og bezt gerist í öðrum löndum. Krabbameinslækningar felast einkum í þrenns konar meðferð: Skurðlækningum, lyfjagjöf og geislun. Skurðlækningar og lyfjagjöf eru í samræmi við ýtr- ustu kröfur en varðandi geisla- lækningar höfum við dregizt langt aftur úr nágrannaþjóð- unum. Á krabbameinsdeild Landspítalans er kóbalttæki sem undanfarin 25 ár hefur verið eina geislaiækningatækið á landinu. Það þjónar enn sínu hlutverki og mun gera það í fyrirsjáanlegri framtíð, enda þótt það sé orðið kostnaðarsamt i viðhaldi sem m.a. stafar af miklu álagi. Hitt vegur þó þyngra á metunum að línuhrað- all mun þjóna betur stórum hluta krabbameinssjúklinga en kóbalttækið gerir, samkvæmt upplýsingum Þórarins Sveins- sonar yfirlæknis á Krabba- meinsdeild Landspítalans. Af öllum krabbameinssjúkl- ingum þurfa a.m.k. 50% á geisla- meðferð að halda á sjúkdóms- ferli sínum. 60% þeirra þurfa á að halda geislameðferð sem unnt er að veita með línuhraðli en ekki með kób&lttæki. Árlega eiga sér stað 8.600 geislanir á Krabbameinsdeild Landspítal- ans. Hefðum við til umráða línu- hraðal færu 5.200 þessara geisl- ana fram með honum. Línuhrað- all hefur m.a. þá kosti að hann getur gefið mestu nauðsynlegu geislaskammta með lágmarks aukaverkunum. T.d. má nefna að með linuhraðli mætti draga . mjög úr umfangi aðgerða vegna krabbameins í brjósti þannig að í mörgum tilfellum yrði ekki þörf á þvi að fjarlægja brjÓstið sjálft heldur einungis æxlið, en linuhraðall gefur kost á þeirri nákvæmni sem nauðsynleg er við geislanir eftir að æxli í brjósti hefur verið fjarlægt. Um nærfellt tveggja áratuga skeið hefur línuhraðall verið f notkun i öllum löndum hins vest- ræna heims. Markmiðið er að hér á íslandi verði komið upp einum Hnuhraðli fyrir allt landið og verður hann í Krabbameins- deild Landspítalans, í neðsta kjallara K-byggingar þeirrar sem framkvæmdir eru að hefjast við. í Malmöléni f Svíþjóð eru jafnmargir íbúar og á íslandi, þ.e. um 250 þúsund. Þar eru nú í notkun 2—3 Hnuhraðlar þrátt fyrir það að fullkomin krabba- meinsstöð með mörgum línu- hröðlum sé starfrækt í Lundi sem er í námunda við Malmö. Forsenda þess að hér á landi sé unnt að taka í notkun línu- hraðal er sú að hæfilegt húsnæði sé fyrir hendi en geislalækn- ingatæki krefjast sérstaks um- búnaðar og mun rammgerðari bygginga en venjulegt er. Lions-hreyfingin á íslandi er nú að hefja landssöfnun til kaupa á Hnuhraðli fyrir Krabba- meinsdeild Landspítalans. Inn- kaupsverð á línuhraðli er áætlað um 20—30 milljónir • króna. Landssöfnun Lions-hreyfingar- innar sem fram fer með sölu á Rauðu fjöðrinni er liður í þvi átaki sem fram fer hér á landi í því skyni að krabbameinslækn- ingar verði hér sambærilegar við það sem gerist í nágrannalönd- unum. Þetta framtak Lions- hreyfingarinnar er í samræmi víð það frumkvæði sem almenn- ingur á íslandi hefur löngum haft í heilbrigðismálum enda er virk þátttaka í slíkum þjóðþrifa- málum eitt af einkennum fámennisþjóðfélagsins þar sem miklu meira þarf til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu en gerist með fjölmennari þjóðum. Nú um helgina fara Lions- menn með Rauðu fjöðrina inn á nánast hvert heimili á landinu, en auk þess er þegar vitað um fjölmörg saratök og fyrirtæki sem heitið hafa háum framlög- um til að styrkja söfnunina í þeim tilgangi að sem fyrst verði línuhraðall kominn í notkun á Krabbameinsdeild Landspítal- ans. " —i -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.