Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 4
MORGUfrBLAÐIft, FTMMTUtMGUR 11. APRÍL 1985
4 B
Undirbúningur landssöfnunarinnar
Hjá Lions-klúbbunum er að baki gífurlegt starf við undirbúning
landssöfnunarinnar. Hér eru Lionessur eða ljónynjur, að ganga frá
Rauðu fjöðrinni í hendur landsmanna.
Lions-menn með landsöfnun í fjórða sinn:
„Gerum okkur vonir um að ná saman
því sem þarf til að kaupa línuhraðal“
l>egar undirbúningur landssöfn-
unar Lions-hreyfíngarinnar stóö
sem hæst gáfu þeir Jóhann Ein-
varósson aóstoóarmaður _ félags-
málariðherra og Ágúst Ármann
stórkaupmaður, sem standa fram-
arlega í röóum Lions-manna, sér
þó tíma til aó segja frá söfnuninni
og helztu viófangsefnum hreyf-
ingar sinnar. Jóhann er formaður
framkvæmdanefndar Rauðu fjaör-
arinnar 1985.
„Þetta er í fjórða sinn sem við
förum af stað með Rauðu fjöðr-
ina og árangurinn hefur alltaf
orðið glæsilegur þannig að nú
gerum við okkur vonir um að ná
saman því fé sem þarf til að
kaupa línuhraðalinn. Kaupverð
á þessu nauðsynlega geislalækn-
ingatæki er um 30 milljónir svo
það þarf mikið til, en undirtektir
fólksins í landinu hafa líka alltaf
verið mjög góðar þegar við höf-
um verið með landssöfnun. Við
seldum Rauðu fjöðrina í fyrsta
sinn árið 1972 en þá var verið að
safna fé til kaupa á tækjum
vegna skurðaðgerða f sambandi
við augnlækningar. Þá var verð-
lag í landinu ekki fjarri því sem
nú er miðað við krónutölu. Síga-
rettupakki kostaði 87 krónur og
Rauða fjöðrin 100 krónur. Nú er
j verið á sígarettupakka hátt í 80
krónur og Rauða fjöðrin á að
kosta 100 krónur. Næst fórum
Jóhann Einvarósson sem hefur
meó höndum framkvæmdastjórn
landssöfnunar Lions-hreyfíngar-
innar vegna kaupa á línuhraóli.
við af stað með landssöfnun árið
1976, en þá kostaði sígarettu-
pakki 255 krónur og Rauða fjöðr-
in 300 krónur. í það sinn söfnuð-
um við fyrir útbúnaði til tann-
viðgerða vangefinna. Loks seld-
um við Rauðu fjöðrina árið 1980
en þá var verið að safna til
kaupa á tækjum í Háls-, nef- og
eyrnadeild Borgarspítalans. Þá
kostaði fjöðrin 1.000 krónur og
sígarettupakki um 800 krónur.
Við höfum venjulega selt í kring-
um 75 þúsund fjaðrir í hverri
Ágúst Ármann stórkaupmaöur
landssöfnun. Að þessu sinni þarf
meira til og það gerum við okkur
vonir um að takist," segir Jó-
hann.
— Er ekki mikill kostnaður
við fjársöfnun sem á að fara
fram um allt land?
„Eins og gefur að skilja er
þetta mikið umstang en kostnað-
ur er allur í lágmarki þvf að nær
undantekningarlaust er öll
vinna við söfnunina gefin," segir
Ágúst Ármann. „Flestir þeir
Svavar Gests er formaóur Fjöl-
umdæmisráðs Lions-hreyfíngar-
innar en á íslandi eru 82 khúbbar
starfandi innan hreyfíngarinnar.
sem að undirbúningi starfa eru
úr röðum okkar Lions-manna og
innan hreyfingarinnar ríkir góð-
ur andi sem m.a. hefur það í för
með sér, að það þarf ekki annað
en nefna það sem þarf að eiga
sér stað þá er það komið. Undir-
búningurinn hefur gengið frá-
bærlega vel og það gefur til
kynna að ekki sé óraunsætt aö
vænta stórkostlegs árangurs."
— Hvað eru margir Lions-
klúbbar starfandi á landinu?
„Lions- og Lionessu-klúbbar á
íslandi eru 82 að tölu og innan
vébanda þeirra eru starfandi alls
um þrjú þúsund félagar. Þetta
eru allt þjónustuklúbbar, þ.e.
klúbbar sem miða starfsemi sína
við þjónustu í þágu samfélagsins
og sú starfsemi er sannarlega
fjölbreytt. Klúbbfélagar vinna
ýmis störf, taka að sér að skrapa
skip og mála hús ef því er að
skipta, og allt fé sem inn kemur
rennur til þjóðþrifamála," segir
Jóhann Einvarðsson. „Lions-
hreyfingin er mjög þróttmikil
hér á landi og félagar hér eru
fleiri miðað við fólksfjölda en
gerist víðast hvar í öðrum lönd-
um. Sem dæmi má nefna að fé-
lagar í Danmörku eru um sex
þúsund en við hér á íslandi erum
um þrjú þúsund."
„Að þessu sinni höfum við lát-
ið gera kubba úr plexi-gleri. I
kubbunum er Rauða fjöðrin en
þessir kubbar eru ætlaöir fyrir-
tækjum og samtökum em vilja
styrkja þennan málstað með sér-
stökum hætti,“ segir Ágúst
Ármann. „í sambandi við Rauðu
fjöðrina má geta þess að við höf
um ávallt lagt á það áherslu að
selja hana sjálfir. Við teljum að
það gefi betri raun að Lions-fé-
lagar sjái sjálfir um söluna i
stað þess að fá sölubörn til að
gera það.“