Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985 Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra: Aðstaða til krabbameinslækninga í K-byggingu innréttuð Kins og fram hefur komið eru hæfileg húsakynni algjör forsenda þess aö unnt sé að fá hingað til lands geislunartækið línuhraðal. Bygging slíks húss hefur verið á döfinni um árabil og í ár hefur í sjöunda sinn verið veitt til hennar fé á fjárlögum. Að þessu sinni var fjárveitingin svo rífleg að unnt væri að hefja framkvæmdir við svonefnda K-byggingu á Land- spítalalóðinni en í neðri kjallara hennar er línuhraðlinum ætlaður staður. Til að forðast misskilning skal þess getið að K-bygging er vinnuheiti hins fyrirhugaða húss og á heitið ekkert skylt við sjúkdóminn krabbamein, enda verða krabbameinslækningar einungis hluti þeirrar starfsemi sem fram á að fara í byggingunni. Morgunblaðið sneri sér til Matthíasar Bjarnasonar heil- brigðisráðherra og innti hann eftir því hvernig framkvæmdum við bygginguna væri háttað. „í vetur var veitt til K-bygg- ingar 20 milljónum króna. Þessi fjárveiting kostaði æði mikla baráttu og er ástæðan vafalaust sú að marga hefur óað við að leggja út í svo dýra framkvæmd sem hér er um að ræða. En með þessari fjárveitingu, að viðbættu því fé sem til var frá fyrri fjár- veitingum, var unnt að hefja framkvæmdir hinn 12. marz sl. Þá var komið i ljós að útboð vegna jarðvegsframkvæmda reyndist ekki nema helmingur af því sem gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun, og það er ánægjulegt að okkur ætlar að nýtast betur það fé sem við höf- um til ráðstöfunar en horfur voru á. Haustið 1983 beitti ég mér fyrir endurskoðun varðandi K-byggingu á Landspítalalóð og að henni lokinni gerði yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspít- alalóð grein fyrir tveimur kost- um í því sambandi. Fyrri kostur- inn var sá að byggja húsið án áfangaskipta, sem hefði það í för með sér að sá hluti sem ætlaður er til krabbameinslækninga hefði ekki komizt í gagnið fyrr en eftir fimm ár. Síðari kostur- inn var tillaga dansks ráðgjafa sem gerði ráð fyrir því að bygg- ingin færi fram í tveimur áföng- um, en með því móti verður hægt Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra að hefja krabbameinslækn- ingarnar ári fyrr en ella. Það er sá kostur sem tekinn hefur verið og samkvæmt þessum áformum 1988 er ákveðið að byrja á því að steypa upp þriðjung hússins og innrétta þá aðstöðu sem krabb- ameinslækningarnar fá á fjórða ári framkvæmda, þ.e. árið 1988. Áætlaður byggingarkostnaður við fyrsta áfanga nemur 136 milljónum á verðlagi í desemb- ermánuði 1984 en kostnaður við tækjabúnað í þann áfanga er áætlaður 172 milljónir sam- kvæmt sömu viðmiðun. Síðari áfanginn á síðan að hefjast með smíði lagnagangs sem verður mikið mannvirki. Þá verður lok- ið við að steypa upp húsið og loks verða aðrar deildir innréttaðar. Það er stjórnvöldum tvímæla- laust mikil hvatning þegar fólkið í landinu tekur saman höndum og safnar fé vegna slíkra stór- framkvæmda sem hér um ræðir. Lions-menn hafa sýnt það fyrr að þeir eru mikils megnugir og það að þeir ætla nú að fara af stað með landssöfnun til að kaupa línuhraðalinn, sem mikil þörf er á, er vitaskuld rausnar- legt framtak af þeirra hálfu,“ sagði Matthías Bjarnason heil- brigðisráðherra að lokum. B 3 Meöferðin aldrei betri en veikasti hlekkurinn — segir Kjartan Magnússon sérfræðingur í krabbameinslækningum Kjartan Magnússon er sérfræðingur í krabbameinslækningum á Krabba- meinsdeild Landspítalans. Hann telur engar líkur á því að á næstu áratugum verði gerðar róttækar breytingar á línuhröðlum þannig að það tæki sem væntanlega verður tekið hér í notkun innan nokkurra ára verði úrelt áður en langt um líður: „Þvert á móti,“ segir Kjartan. „Eftir að kóbalttækin voru tekin í notkun árið 1952 var farið að þróa línuhraðla og með aukinni eðlis- fræðiþekkingu og sívaxandi tækni eru þessi tæki nú orðin mjög full- komin. Það er ekkert sem bendir til þess að á næstu áratugum muni línuhraðlar taka stórfelldum breytingum en einhverjar breyt- ingar á svona lækningatækjum eiga sér þó stað jafnt og þétt. Það er hugsanlegt að tölvustýring verði sett i geislahaus tækisins en þegar sú tækni hefur verið tekin upp verður auðvelt að setja slikan búnað í þau tæki sem þegar eru í notkun. Kostirnir við Hnuhraðla um- fram þá kosti sem kóbalttæki eru búin eru miklir. Má t.d. nefna að ýmis líffæri, svo sem augu, mæna, lifur, nýru og þarmar, eru mjög næm fyrir geislum. Miklu skiptir að sneitt sé hjá þessum líffærum þegar geislun fer fram en þá er hætta á því að það verði á kostnað árangursins af lækningameðferð- inni þegar notað er kóbalttæki. Þetta þýðir með öðrum orðum það að með geislun er alltaf ákveðin áhætta tekin í sambandi við auka- verkanir. Sú áhætta er miklu minni þegar notaður er línuhrað- all en þegar kóbalttæki er notað. Stundum er allsendis útilokað að geisla með kóbalttækinu og þá er ekki annað til ráða en að senda sjúklinginn til útlanda. Það er alltaf mjög erfið ákvörðun að senda fólk til útlanda í slíkum er- indagerðum. Yfirleitt er um að ræða sjúklinga sem nýbúið er að greina sjúkdóminn hjá og þetta er sjúkdómur sem jafnvel ógnar lífi sjúklingsins. Að rifa hann þá upp með rótum úr sínu eðlilega um- hverfi og senda hann á framandi stað til erfiðrar meðferðar sem tekur 6—8 vikur skapar aukaálag sem fólk í slíkri aðstöðu á mjög erfitt með að rísa undir. Á málinu er líka önnur hlið sem við læknar getum reyndar ekki leyft okkur að taka tillit til, en það er kostn- aðurinn sem óhjákvæmilega verð- ur í sambandi við slík ferða- lög. Það mun ekki fjarri lagi að áætla að meðalkostnaður við utanför hvers sjúklings sé á bilinu 3—400 þúsund krónur þannig að línuhraðall, sem kostar á milli 20—30 milljónir, er ekki lengi að borga sig peningalega. Það er ástæða til að ítreka að línuhraðall hefur getu á við mörg geislatæki. Línuhraðall getur gef- ið tvenns konar geislun, þ.e. grunngeislun sem notuð er á æxli sem eru nálægt yfirborði húðar- innar og svo djúpgeislun, þ.e.a.s. háorkuröntgengeislun, en hún er notuð á æxli sem liggja dýpra. Velja má á milli þessara mögu- leika að vild, auk þess sem unnt er að stjórna dýpt geislunar með breytingu á orkustigum. Línu- hraðall hefur líka þann kost að hann hlífir húðinni mun betur en kólbalttækið. Segja má í stórum Kjartan Magnússon, sérfræðingur í krabbameinssjúkdómum. dráttum að þótt línuhraðall geri það ekki að verkum að áhætta sem ávallt er samfara geislun verði úr sögunni þá dregur hann mjög verulega úr henni miðað við kób- alttækið. Hvað varðar þá þróun sem fyrirsjáanleg er i krabbameins- lækningum þá er óhætt að segja að hún muni ekki standa í beinu sambandi við geislatækin. Hins vegar er í þróun tækni sem líklega á eftir að gera æxli móttækilegri fyrir geislun. Annars vegar er um að ræða ákveðin lyf og hinsvegar aðferðir til að hita æxlin með stuttbylgjum áður en geislun fer fram. Þegar slíkar aðferðir verða almennar verður þörfin fyrir línu- hraðal enn brýnni en nú. Kóbalttækið getur ekkert gert sem línuhraðall getur ekki, en muninum á þessum geislatækjum má e.t.v. líkja við það að veiðimað- ur ætli að vinna á villdýri sem gerir usla í dádýrahjörð í skóg- arrjóðri. Veiðimaður sem aðeins er búinn boga og örvum er vís til þess að fella eitthvað af dádýrum áðuren hann hæfir villidýrið, en veiðimaður sem búinn er riffli með kíki er líklegur til að fella það í fyrstu tilraun. Því má heldur ekki gleyma að lækningameðferð verður aldrei betri en veikasti hlekkurinn og í krabbameinslækn- ingum á íslandi í dag er það geislameðferðin sem er veikasti hlekkurinn. Með tilkomu linu- hraðals ættum við að geta borið árangur hérlendis saman við það sem bezt gerist í heiminum," segir Kjartan Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.