Morgunblaðið - 16.07.1985, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.07.1985, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLl 1985 B 11 Kvennaknattspyrna: ÍBK vann og tapaði á Akureyrí Gísli Felix til Ribe KNATTSPYRNUKONUR frá Kefla- vík lögöu leiö sína til Akureyrar um helgina, þar sem þær léku tvo leiki í 1. deildarkeppninni við bæöi Akureyrar liöin. Keflvík- ingar fóru á brott meö þrjú stig en skíldu önnur þrjú eftir fyrir noröan. Fyrri leikurinn var viö Þór og lauk honum meö 4:0-sigri Þórs. Sigur heimaliösins var sanngjarn og þaö var Kolbrún Jónsdóttir sem skoraöi eina mark fyrri hálfleiks strax á fyrstu mínútum leiksins. i síöari hálfleik bæltti Anna Einars- dóttir viö tveimur mörkum og áöur en flautaö var til leiksloka haföi Sigurlaug Jónsdóttir bætt fjóröa markinu viö af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Síöari leikurinn, viö KA, var mun jafnari en sá fyrri daginn áöur. Katrín Eiríksdóttir kom Keflvíking- um yfir í fyrri hálfleik eftir aö hún fékk góöa stungu inn fyrir vörn KA og skoraöi af öryggi. Emelía Rafnsdóttir jafnaöi fyrir KA meö skoti af um 35 metra færi en áöur en yfir lauk fékk Katrin Eiríksdóttir aftur stungubolta inn fyrir vörn KA og skoraöi annað mark Keflvíkinga sem fóru siöan suöur með þrjú stig. GÍSLI Felix Bjarnason handknattleiksmaður hef- ur ákveöið aö leika meö Ribe í Danmörku á næsta keppnistímabili. Til greina kom aö hann gengi til liös viö fyrrum félaga sína hjá KR, en af því veröur ekki. Gísli lék í marki Ribe á síö- asta vetri og stóð sig mjög vel og vann Ribe 2. deildina og komst þar meö upp í 1. deild. Annar islendingur leikur meö liöinu, það er Gunnar Gunn- arsson sem áður lék meö Vik- ingi. Þjálfari liösins, Anders Dahl Nielsen, er líka lands- kunnur þar sem hann þjálfaöi KR-inga fyrir nokkrum árum. Hann er einn frægasti lands- liösmaöur Dana í handknatt- leik, hefur leikiö um 200 lands- leiki. Hann veröur einnig þjálf- ari iiðsins á næsta ári. Anders var hér á íslandi fyrir skömmu og þá var end- anlega gengiö frá því aö Gísli færi til liösins aftur. Valur vann KR stórt VALSSTÚLKUR komu ajálfum sér mikiö á óvart þegar þær sigruöu KR-inga á Hlíðarendavelli á föstu- daginn meö sex mörkum gegn einu. Stórsigur sem fæstir áttu von á því liðin voru jöfn aö stigum fyrir þennan leik. Ragnhildur Skúladóttir geröi þrjú mörk fyrir Val í leiknum, Sól- rún Astvaldsdóttir, Eva Þóröar- dóttir og Ragnhildur Víkingsdóttir skoruöu hver eitt mark. Arna Steinsen skoraöi eina mark KR úr vitaspyrnu. Skagastúlkur eru enn efstar í deildinni, hafa ekki tapaö leik til þessa. Blikarnir eru í ööru sæti og Þór í því þriöja meö 15 stig eins og UBK en óhagstæöara markahlut- fall. 1. deild kvenna STAÐAN í 1. deild kvenne er nú þessi: ÍA 7 7 0 0 36:4 21 UBK 6 5 0 2 32:5 15 Þór 8 5 0 3 14:16 15 Valur 7 4 0 3 23:11 12 KR 8 3 0 5 11:19 9 KA 7 2 0 4 6:14 6 ÍBK 8 2 0 6 7:39 6 ÍBÍ 6 0 0 6 5:22 0 Markahæstu stúlkur eru: Ásta B. Gunnlaugsd., UBK 11 Ragnheióur Jónsdóttir, ÍA 11 Erla Rafnsdóttir, UBK 10 Laufey Siguróardóttir, ÍA 10 Ásta M. Reynisdóttir, UBK 8 Ragnhildur Skúladóttir, Val 8 Anna Eínarsdóttir, Þór 8 Akraborgin á ÍA—Fram EINS og svo oft áöur þegar mik- ilvægir leikir eru á Akranesi hefur verið ákveöiö aö Akraborgin breyti feröum sínum lítillega til þess aö þeir sem áhuga hafa á aö sjá leik ÍA og Fram geti skotist upp á Akranes og til baka strax að leik loknum. Akraborgin fer frá Reykjavík kl. 16 og til baka frá Akranesi kl. 20.15 eöa strax eftir aö leik lýkur. Sérstakt afsláttarverö verður fyrir knattspyrnuunnendur, krónur 450 fyrir fulloröna, bæöi á leikinn og fram og til baka meö Akraborg- inni, fyrir börn er veröiö 150 krón- ur. Leikurinn hefst kl. 18.30. EINNIG FYRIR ISLENDINGA ÓDÝR 7 DAGA fjölskylduferö í Þórsmörk, Skaftafell og Landmannalaugar estsso per lýrasV' 7 daga íeröamög'J'eikin^ ^g-. tjöld, 'ei?fe9rCí S Í ^rö'f sfaðLéUar göngu- »r á hverium st aldna. cK>o terö'r W*'™pPaö ogteV9^r róiega. oU st PP aöeinS anægi sér. Engrn stre Nokkur seeti iau Einnig 6 daga gönguferð á kr. 7500,- FERÐASKRIFSTOFAN MIÐNÆTURSÓL STEINÞÓR ÓLAFSSON LAUGAVEGl 62 - SÍMI 28060, HS. 43758.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.