Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985
íslensku þátttakendurnir á fjórðu Norrænu vefjarlistarsýningunni 1985—1986
Sigurlaug Jóhannesdóttir: In memoriam, 1985. Blönduð tækni. Mynd/J6hanna Óiafadóttir
SIGURLAUG
JÓHANNESDÓTTIR
Híalín
úr hross-
hárl
Ilugrenningar tengdar verkum Sig-
urlaugar Jóhannesdóttur.
List er táknmál — vitmál,
myndmál, tungumál, tónmál.
Á fáum árum hafa hefðbundnar
listgreinar tekið stökkbreytingum,
kúvenst og runnið saman og getið
af sér nýjar greinar.
Þetta skýrist vel þegar litið er
til sjón- og heyrnarskertra.
Hvernig þeir leysa sinn tján-
ingarvanda. Þegar heyrnin bregst
verður sjónin að taka að sér hlut-
verk hennar.
í stað tungumáls nota heyrn-
arskertir táknmál hreyfinga sem
er hljóðlaus leiktjáning, perform-
ans, að sumu leyti fátækara en
tungumálið en að öðru leyti rík-
ara.
Bregðist sjónin verða menn að
beita næmi fingurgómanna til
lesturs. Við það breytist bókin í
skúlptúr og samskiptin við hana
fara fram við snertingu. Bregðist
bæði sjón og heyrn grípa menn til
fingrastafrófsins, sem er einskon-
ar blanda af táknmáli heyrnar-
skertra og blindraskrift. Þá verða
samskiptin skúlptúrperfomans
sem í einfaldleik sínum tjáir hug
og kenndir á enn annan máta og
hefur aðrar víddir. Tungumál
verður hreyfingamál, verður
myndmál.
Eitthvað hliðstætt hefur gerst í
listum þótt af öðrum orsökum sé.
En víst er um það að skúlptúr er
oft orðinn að performans og teikn-
ing er oft músik og ljóð er oft
skúlptúr og ritverk er músik og
stundum samanstendur skúlptúr
bara af hljóðum.
Og vefnaður hefur breyst úr
voðfelldu skiliríi, hengi eða
ábreiðu og orðið þess í stað gagn-
sær skúlptúr sem snýst og blaktir
og lufsast og er rétt við það að
sameinast ljósinu og loftinu.
Híalín úr hrosshári.
Magnús Pálsson, myndlistarmaður
GUÐRÚN
GUNNARSDÓTTIR
Hughrif
Hughrif.
Einfaldleiki.
Hrjúft landslag.
Villt náttúra.
Skært ljósið, sterkir litir.
Andstæðurnar
hart og mjúkt sameinast
og
formið og efnið verða eitt.
Að skapa.
Að miðla.
Gleði.
Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Marinósdóttir: Form, 1984. Blönduð tækni.
GUÐRÚN
MARINÓSDÓTTIR
Form —
formleysi
í huganum eru margar vistarverur
þar minningar blunda
þar hugmyndir fæðast
þær hæglega klæðast
eldgömlum formum og nýjum
sumar sólríkar bjartar
aðrar sviplitlar svartar.
Einstaklingar túlka sömu
hugmynd á ólíkan hátt eftir
upplagi og aðstæðum,
þær taka á sig ólík form
og lifa í verkum
sem taka á sig ólík form
og lifa í minningum.
Guðrún Marinósdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir: Straumar, 1984—85. Vefnaður.
ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR
Appelsínugulur
morgunn
Fyrir mér er runninn upp appelsínugulur morgunn, ég dansa og syng af
gleði yfir því hvað dagarnir birtast í mörgum litbrigðum. Ég segi við þig:
„Nei sjáðu, hvað þessi morgunn er fallega appelsínugulur!!"
Þú skilur ekki og hvenær fæ ég skilið þig? Þú talar framandi tungu, þú heyrir
önnur hljóð og þú sérð í óþekktum litum. Þínar stærðir villa mér sýn, þú finnur
ekki til eins og ég, þú hlærð er ég græt og ég brosi þegar sársauki þinn er
mikill. Þú segir við mig: „I ljósgrænum lit minnist ég göngunnar gegnum lífið
á of þröngum skórn". Ég hristi hausinn, en samt komum við hingað á sama hátt
þú og ég og erum næstum eins.
Þórdís Sigurðardóttir: Appelsínugulur morgunn, 1984. Bambus og bómullarefni.
Útiverk á sýningunni að Kjarvalsstöðum.