Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 2
- 2 B MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 NÚTÍMA TEXTÍLLIST Ragna Róbertsdóttir: Jarðhús 1983—84, Manillakaðall og línþráður. Þjóöfélagsraunsæi á undanhaldi Peter Anker, forstoðumaður Listasafnsins í Bergen, segir í formála að sýningarskrá „Fjórða Norræna Tríenalsins", sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, að sé litið yfir ellefu ára sögu hans komi í Ijós að árið 1974 séum við stödd mitt í bylgju nýraunsæis, menningarbyltingar og náttúru- rómantikur. Margvíslegar tilraun- ir eru þá gerðar með efni og tækni. Síðan hefur margt af þessu horfið, einkum þjóðfélagsraunsæið, en meðhöndlun umhverfis og nátt- úru, hvort sem hún er túlkuð á raunsæan eða rómantískan máta, hefur breyst og er nú óhlutbundn- ari og byggir meir á hugmynda- fræðilegum grunni. (1 enskri þýð- ingu er það tekið fram að íslend- ingarnir séu leiðandi á þessu sviði en í norska textanum kemur þetta ekki fram.) Tilraunir meö efni og áferö Hópviðhorf pólitískrar listar er á undanhaldi fyrir einstaklingsýn- inni. Listamenn gera tilraunir með efni og áferð til þess að tjá sjónrænt viðhorf sitt til náttúnnar og mannlegs eðlis. Hefðundinn myndvefnaður er einnig í fullu fjöri og greinist sem áður annars vegar í myndrænan vefnað og hins vegar í óhlutbundinn abstrakt myndflöt. Á sama tíma hefur text- ílþrykk losnað úr viðjum skreyti- listar og þróast í það að vera sjálfstæður myndmiðill. Forgengileg efni í Lausanne í Sviss er annað hvert ár haldin mikil sýning text- íllistar. í ár hefur íslenskri lista- konu, Rögnu Róbertsdóttur, hlot- ist sá heiður að verk hennar var tekið á sýninguna, sem í þetta sinn bar yfirskriftina textílskúlptúr. í formála að sýningarská rekur forstöðukona safnsins, Erika Bill- eter, sögu textílskúlptúra: Klass- ískar evrópskar þrívíddarmyndir voru gerðar í endingargott efni svo sem stein, marmara, tré eða steyptar í brons. Efnin ljáðu verkinu ódauðleika sé miðað við stutta ævi mannsins. Á síðustu tveimur áratugum hafa önnur og nýrri efni rutt sér til rúms og þau hafa breytt bæði yfirbragði og Marcel Duchamp: Hentugt til ferðalaga 1916, fundinn hlutur. hugmyndafræðilegum forsendum skúlptúra. Svo róttæk er þessi breyting að hún snertir innsta kjarna verkanna en höfundar þeirra hafa fram að þessu reynt að ganga í berhögg við forgengileik allra hluta, þar á meðal listarinnar sjálfrar með því að velja efni sem fátt grandar og gera þau með því eilíf. Þetta er ekki lengur svo. Pólska listakonan Magdalena Ab- akanowicz hefur til dæmis sagt að verk hennar myndu hverfa með henni sjálfri. Sérkenni verka hennar felst í notkun efna, sem hljóta að eyðast í tímans rás. Frumstæö notkun mjúkra efna Fornir menningarhópar hafa haft mjúk efni í hávegum í tengsl- um við trúariðkanir sínar. Náttúr- an er gjöful á fjaðrir, ull, börk, lauf, skinn og hár af dýrum og mönnum. Menn notuðu þessi efni á margvislegan hátt og stundum „rétt eins og þau komu af skepn- unni", sem annað skinn. Þessi efni lyftu manninum upp yfir hvers- dagsleikann og hjálpuðu honum að kafa dýpra í töfraheim trúar sinnar. Hann notaði þau til varnar gegn illum öndum eins og dýrið hafði notað þau sér til varnar, og er ekki hreiður fuglsins eins fag- urlega gert og nokkuð það sem ofið er eða hnýtt af mannanna höndum? Nýtt listmál Á tuttugustu öldinni hafa þessi margbreytilegu, lífrænu efni og fjölskrúðugu formgjafar fært nú- tímalist rrýjan orðaforða. Hvort sem um er að ræða náttúruefni eða tilbúin efni, er hann annar en hið klassíska tungutak og markað- ist frá upphafi af eðli þeirra efna sem notuð eru. Textíllistafólk hefur ætíð unnið í efni sem liggja utan hins klass- íska, svo það var þeim auðvelt að tileinka sér þau nýju form, sem höfðu verið að ryðja sér til rúms á síðustu áratugum meðal lista- manna, sem vinna þrívíð verk og ákaflega fróðlegt að skyggnast um og kanna rætur þeirrar þróunar. Vasaúr Dalis Verk Marcels Duchamp frá 1916, „Hlíf af Underwood-ferða- ritvél", er ef til vill fyrsti mjúki skúlptúrinn. Vera má að verkið hafi þó verið tilviljunarkennt eða aðeins „fundinn hlutur" kynntur sem listaverk, en engu að síður var hér um mjúkan skúlptúr að ræða. Dali málar mynd sína „Minnið er áleitið" árið 1931. Úrin sem eru að leka niður eins og bráðnandi vax á eyðisandi hafa orðið tákn fyrir Mjúka list og 1936 gerir hann grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi breytinguna, sem kemur yfir harða hluti er'þeir fá mjúkt yfirbragð í Mínótárnum með grein sem hann nefndi: „Fyrsta myndbreytingarlögmál hársins í Mjúkum skúlptúr". Aðrir súrreal- istar fylgdu í kjölfarið og um- breyttu hörðum hlutum uns þeir urðu uppleysanlegir eða öðluðust lífrænt yfirbragð og urðu því lfk- ari draumsýn en veruleika. Þeir Katsuhiro Fujimura: Án titils, 1984. Pressaður og límdur bylgjupappír. Claes Oldenburg: Mjúk ritvéi 1963, vinyl, dúkur, stopp og plexigler. Salvador Dali: Minnið er áleitid 1931, olía á striga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.