Morgunblaðið - 16.08.1985, Page 2

Morgunblaðið - 16.08.1985, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 FERÐAMÁL Morgunblaöiö/Þorkell Þorkelsson eins misjafnir og þeir eru margir Astæöan fyrir þessum flug- vallarþankagangi hér er sú aö í tímaritinu Business traveller var á sínum tíma birt könnun á aöstööu og þjónustu ým- issa stærstu flugvalla heims og þeim borin misvel sagan. Blaöa- maöur tímaritsins var sérstaklega geröur út af örkinni og eftir þvi sem viö komumst næst dvaldi hann meira og minna um sex mán- aöa skeið á flugvöllum. Ýmist sem komufarþegi, brottfararfarþegi og farþegi i millilendingu. Síöan var skrifuö lýsing og bar þá Schiphol, flugvöllur þeirra Hollendinga, sigur úr býtum, eins og hann hefur reyndar gert í fleiri sambærilegum könnunum. Af evrópskum flugvöll- um hlaut sá í Ztirich einnig góöan dóm. Viö birtum hér í gamni niöurstöður blaöamannsins um evrópsku flugvellina. SCHIPHOL/ AMSTER- DAM/ HOLLANDI Þaö er ekki undarlegt aö Schlphol skuli vera í uppáhaldi hjá ferðamönnum. Ástæöan er hröö þjónusta, lítil fyrirhöfn farþega í millilendingu og sérlega góð kjör i fríhöfninni — þar sem fjárfesta má í öllu frá túlípana til bifreiöar. Schiphol er afkastamikill flug- völlur og flugstööin í einni bygg- ingu, sem er einkar hentug fyrir farþega i millilendingu, en þeim er ætlaöur sérstakur biösalur. Jafnvel er Schiphol svo hentugur, aö oft á tíðum er fyrirhafnarminna fyrir Breta og V-Þjóöverja að fara til Amsterdam og þaöan áfram á áfangastaöi sína, en aö fljúga beint frá heimalandinu. Utlendingaeftir- litiö, tollgæslan og farangursmót- takan gengur hratt og vel fyrir sig. í aöalsalnum, sem er stór og pláss- mikill, er aö sjálfsögðu öll póst- og bankaþjónusta. Þar eru einnig hvíldarherbergi sem nota má til einnar nætur eöa skemmri tíma. Viö hliö flugstöövarinnar er járnbrautarstöö og þaöan góöar samgöngur til Haag og Rotterdam og auövitaö inn í Amsterdam. Fyrir þá sem ætla inn í miöborgina er þó I V Viö sem búum á eylandi veljum oftast flugleiöina til utanferða. Höfum því mörg kynnst af eigin raun tveimur eöa fleiri flugvöllum — sem ajálfsagt eru eina misjafnir og þeir eru margir.____ Flestum er umhugað aö fljúga meö flugfélögum sem bjóöa upp ágóða þjónustu, en flugferó felur í sér brottfarar- og áningarstað þar sem ekki síður er nauósynlegt að hafa góóa þjónustu og aö hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig. Þetta é bæöi við fyrir þá farþega sem vilja komast sem fyrst frá flugvellinum, eftir aö hafa farið t gegnum útlendingaeftirlit, fengið farangur sinn í hendurnar og hann verið tollskoóaöur, komufarþega og ekki síst þé farþega sem eru í millilend- ingu og eiga fyrir höndum margra klukkustunda bið í flugstöövarbyggingunni. Bið sem þarf þó ekki aö vera eins leiðinleg og hún kannski lítur út fyrir að vera á farseðlinum. Að minnsta kosti ekki ef menn líta aðeins í kringum sig og fylgjast með þessu „stóra mannlega leikhúsi“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.