Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 B 3 þægilegra aö taka áætlunarbif- reiöar KLM-flugfélagsins. HELLINOK /AÞENU/ GRIKKLANDI Þessi flugvöllur er fyrir löngu orðinn of lítill til aö þjóna hlutverki flugvallar grisku höfuöborgarinnar. Bein afleiöing þess er iöulegt öng- þveiti. Flugstöövarnar eru tvær, viö sitt hvorn enda vallarins og getur farþegum i millilendingu reynst seinleg feröin þeirra í milli. Aþena hefur á undanförnum ár- um veriö einn helsti brottfarar- staöur frá Evrópu til Arabalanda og má þaöan komast á marga vegu til Noröur-Afríku og Miö-Austurlanda. BRUSSEL/ BRUSSEL/ BELGÍU Hentugur flugvöllur meö einni flugstöövarbyggingu, sem líklegast heföi oröiö jafn vinsæll og Schiph- ol, heföu yfirmenn belgíska flugfó- lagsins Sabena sýnt örlítiö meiri skarpskyggni viö hönnun hans. (Engar nánari útskýringar á því). Einn af kostum þess aö fljúga til og frá Brussel eru þeir margvís- legu ferðamöguleikar sem þaöan bjóöast. Evrópska hraöbrautar- kerfiö er nálægt og meö stuttri lestarferö á járnbrautarstööina i miöborginni standa feröamönnum til boöa feröir í allar áttir. FRANKFURT/ FRANK- FURT/ V-ÞÝSKALANDI í Frankfurt er ein flugstöö eins og á Schiphol, og hefur því ýmsa kosti fyrir farþega í millilendingu. Flugvöllurinn er hins vegar stærri, fjölmennari og ópersónulegri en Schiphol. Járnbrautarstöö er staö- sett undir flugstöövarbyggingunni og hefur þaö augljósa kosti fyrir ýmsa farþega. Lestarferöir eru bæði inn i miöborgina og til nær- liggjandi staöa, Mainz, Wisbaden og fleiri. Hraölestir frá flugvellinum eru þó eingöngu til Cologne, Dúss- eldorf og Bonn. GENF/ GENF/ SVISS A sama hátt og flugvöllurinn í Zúrich er eins „þýskur" og þeir gerast þá er Genfar-flugvöllur eins „franskur" meö dulitlu svissnesku ivafi þó. Útkoman af því er þægi- legur flugvöllur þar sem öll af- greiðsla gengur fljótt og vel fyrir sig. Flugstööin er í einni byggingu og hefur því ýmsa kosti umfram Zúrich-flugvöllinn hvaö farþega í millilendingu varöar. Meira er ekki um hann aö segja, flugvöllur til fyrirmyndar. GATWICK/ LUNDÚNUM/ ENGLANDI Þó aö Gatwick sé flugvöllur Lundúna númer tvö, þá stendur Frá flugvellinum má einnig taka áætlunarbifreiöir á vegum Sab- ena-flugfélagsins sem fara til Chent, Antwerpen og Liege. DUBLIN/ DUBLIN/ ÍRLANDI Nýtískulegur, stór flugvöllur meö eina flugstöö, staðsettur skammt frá miöborginni. Einu langflugin sem bjóöast þaöan eru til Bandaríkjanna, flest meö Air Lingus. Til annarra fjarlægra staöa veröur aö fara meö millilendingu í Lundúnum eöa flugvöllum á meg- inlandi Evróþu. Hins vegar eru frá Dublin fjölbreyttir möguleikar á feröum innan Bretlands og til meg- inlands Evrópu. Flugvallarhótel er nálægt. i fríhöfninni er ágætt úrval írskrar framleiöslu, en veröiö ekk- ert sérstaklega gott. hann Heathrow langt aö baki, sér- staklega hvaö varöar flugleiöir og ákvöröunarstaði þaöan. Séu í boöi feröir til sömu staöa, hvort heldur er innan Bretlands eöa utan, þá er næsta víst aö sjaldnar er flogiö þangaö frá Gatwick en Heathrow. i langflugi er þó áberandi mest um feröir til suöurríkja Bandarikjanna og til Afríku. Gatwick er yfirleitt ekki eins þétt setinn feröamönnum og Heathrow. Þó er ástandiö yfir sumartímann oft litlu betra, enda fara þaöan flest leiguflug frá Lundúnum. Aöal- flugvallarbyggingin er hörmuleg smíö, illa hönnuö, skipulögö og innréttuö. Komufarþegar fara inn i bygginguna á annarri hæö, fara niöur á næstu i útlendingaeftirlitiö og síöar aftur upp í farangursmót- töku. Gatwick var á meöal fyrstu flugvallanna sem tengdust lestar- Hátíska í yngri kantinum \á hefur barna- og unglingatískan hjá Dior fyrír haust og vetur 85/86 litiö dagsins ljós og kom hún á markaöinn í Evrópu nú um mánaðamótin júlí/ágúst. Fréttarítarí Morgunblaösins í París, Anna Theódórsdóttir, sendi okkur þetta sýnishorn af fatnaði sem hannaöur er undir yfirstjórn fatahannaðaríns Marc Bohan og ætlaöur er börnum allt frá fæðingu og fram á tólfta áríð, ýmist undir merki „Baby Dioru eöa „Dior Junioru. Eins og annað undir Dior-merkinu er þessi fatnaður ekki í þeim lægsta verð- flokki sem fyrírfinnst, en þar á móti kemur að töluvert er í hann borið, sérstaklega hvað efnin varðar og sniðin eru „klassísku eins og Bohan Iýsir þeim og ættu því ekki að fara úr tísku í náinni framtíð. ^.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.