Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 5
m T300A .9í HlíOAQUTSÖH tQIÖA,iaM!JOfluM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 B 5 Ef einhver sneri sér til mín meö eftirfarandi upplýs- * * ingar: Þú ert skepna Narsi, þá myndi ég gangast viö því á stundinni. Þaö eru nefnilega ár og dagar síöan ég geröi mér grein fyrir því aö þaö þjónar engum til- gangi aö vera sífellt aö leitast viö aö geöjast fólki. Liöiö er hvort sem er ruglaö. Kolruglað, viö nánari skoðun. Kennarahjörðin svo ein- hverjir séu nefndir. Og heimavíg- stöövarnar maöur. Þar er maöur hreinlega aö kafna, krepera úr súr- efnisskorti. Þiö ættuö aö heyra sóninn í mömmu, sundurjagandi nöldriö, stööugt og endalaust eins og rokiö á Stórhöföa." Aö undanskildu algengasta oröi guöspjallanna eru þetta upphafs- orö leikritsins „Guöirnir ungu“ eöa „Ekkó“, eins og þaö hefur einnig veriö nefnt, en Ekkó, sem á einum staö í söngtexta skilgreinir sig meö orðunum „Ég er öfugmæli“, er ein úr hópi unglinganna átta sem fylgst er meö reyna aö fóta sig á misgengum stígum mannfélagsins. Reyndar er ekki meö öllu rétt aö kalla þetta síöasta stykki Stúd- entaleikhússins á þessu leikári „leikrit", söng-rokkleikur er öllu réttara, en viö verkiö, sem sænsk/finnski rithöfundurinn Claes Anderson samdi og Ólafur Haukur Simonarson þýddi, var frumsamin íslensk tónlist af Ragn- hildi Gísladóttur. Söngtextarnir eru einnig eftir Ólaf Hauk, en leik- Helmingur hljómsveitarinn- ar ásamt höfundi tónlistar, f.v. Ágúst Karlsson, Ragn- hildur Gísladóttir og Margrót Örnólfsdóttir. stjórnin er í höndum Andrésar Sig- urvinssonar. Fyrir utan þá sérstööu „Guö- anna ungu“ aö vera sett upp fyrir unglinga fyrst og fremst hefur Stúdentaleikhúsiö ákveöiö aö fara aðrar leiöir með leikritiö en þaö hefur áöur gert. Er þar um aö ræöa landleiöina, en að forsýningu lokinni, þann 24. ágúst í félags- miöstööinni Tónabæ, veröur lagt upp i leikferö sem hefst meö frum- sýningu á Akranesi þann 25. ágúst. Henni lýkur svo á Hvolsvelli næstum heilum mánuöi og 30 viö- komustöðum síöar. Aö lokinni hringferö veröur söngleikurinn sýndur í nágrenni Reykjavíkur og í Vestmannaeyjum. Markmiöiö meö þessarri sýn- ingu er aö sögn aöstandenda Stúdentaleikhússins þríþætt og skilgreina þeir þaö svo: Unglingar eru sá hópur ásamt börnum og þroskaheftum sem hvaö minnst er sinnt af háifu leikhúsanna. Ungl- ingurinn á landsbyggöinni situr yf- irleitt ekki við sama borö og ungl- ingar á stór-Reykjavíkursvæðinu hvaö varöar möguleika á aö kynna sér þaö sem á boöstólum er, t.d. hvaö leiklistina varöar. Og loks þaö aö nú er ár æskunnar og því tilvaliö aö hrinda hugmyndum um uppsetningu unglingaleikrits i framkvæmd. í sýningunni koma fram þrettán ungir leikarar, auk annarra, en hópurinn á sviöinu samanstendur af þeim Ara Matthíassyni, Guö- mundi Karli Friöjónssyni, Berki Baldvinssyni, Einari Þór- Gunn- laugssyni, Soffíu Karlsdóttur, Ástu Arnardóttur, Höllu Helgadóttur og Örnu Valsdóttur i hlutverkum ungl- inganna. Aörir leikarar eru Stefán Jónsson, Anna E. Borg, Steingrím- ur Másson, Björn Karlsson og Svana Einarsdóttir. Þar aö auki er heil hljómsveit á sviöinu sem einn- ig tekur þátt í leiknum atriðum og skipa hana þau Ágúst Karlsson, Margrét Örnólfsdóttir, Halldór Lár- usson og Jón Steinþórsson. Leik- mynd er eftir Karl Aspelund og brúöur eftir Guönýju Richards, Ijósameistari er Egill Árnason og framkvæmdastjóri sýningarinnar Halldóra Friöjónsdóttir. Þá Ijá nokkrir gamalreyndir leikarar leik- ritinu raddir sínar. — VE Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Horfið inní heim Kiplings KIM ☆ ☆ Vi Leikstjóri James Davies. Framleið- andi David Conroy. Handrit James Barbazon. Kvikmyndataka Michael Reed, BXC. Aðalhlutverk Peter OToole, Bryan Brown, Ravi Sheth, John Rhys Davies. Byggð á skáld- sögu Kiplings. Bresk sjónvarps- mynd, gerð 1984 af London Films, fyrir CBS. 141 mín. Kim er ein þeirra sígildu barna- og unglingabóka skáldjöfursins Rudyard Kipling, sem gerast á Indlandi um síðustu aldamót. Hún snýst um margvísleg ævintýri drengsins Kim, sem er munaðar- laus, en samkvæmt plaggi sem hann erfði eftir föður sinn, kemur í ljós að hann er hvítur í aðra ætt- ina. Um svipað leyti kynnist Kim lama presti (O’Toole), sem gerir hann að nemenda sínum. Fyrir til- stilli félaga föður hans og prests- ins fer Kim í breskan skóla. Þessi úrræðagóði og hressi piltur vill helst afneita hvítri arfleifð sinni, en hann reikar á milli tveggja heima, þeirra hvítu og innfæddra. Vinur hans, indverski hrossa- mangarinn Mahbub Ali (Bryan Brown), kemur honum í kynni við leyniþjónustuna, sem sér í þessum klóka pilti fyrsta flokks efni í spæjara. Og nú þarf Kim hvort tveggja, að hjálpa hinum aldna lærimeistara í leit hans að fljótinu helga og komast fyrir samsæri Rússa og fursta í Norður-héruðun- um... Þetta er önnur kvikmyndagerð sögunnar um Kim, að þessu sinni unnin fyrir sjónvarp. Þeir sem stóðu að henni hafa lagt metnað í verkið því Kim er nosturslega unn- in og fylgir frumtextanum eins vel og hægt er að ætlast til. Áhorf- andinn hverfur inní ævintýraver- öld Kiplings, hið fjarlæga Indland um síðustu aldamót. í hita og ryk, meðal dularfullra leyniþjónustu- manna, helgra manna, slóttugra fursta, kúgaðrar alþýðu og stífra, sléttgreiddra breskra soldáta. En þungamiðjan er hinn síkáti, skarpi og siungni Kim, sem vinnur hylli alra sem hann kynnist. Hann er einskonar tengiliður á milli austurs og vesturs, á sér að vinum herstjóra, helga menn og hrossa- prangara. Kim er í góðum höndum Ravi Sheth, sem túlkar þessa frægu barnabókarhetju á þann hátt að hún stendur manni fyrir sjónum einsog maður hafði hugs- að sér hana. Peter O’Toole Iumar á ýmsu, nú dregur hann af öllum mönnum, ellihruman lama prest uppúr pússi sínu og yfirleikur yndislega. Þá standa þeir Bryan Brown og John Rhys Davies sig með sóma. Að ofangreindu mætti kannski álíta að Kim sé eingöngu fyrir börn og unglinga, svo er alls ekki. Þessi ljúfi, framandi ævintýra- heimur Kiplings, sem svo ljóm- andi vel hefur tekist að endur- skapa, er fyrir alla sem vilja ann- að en blóðgraut og ofbeldi í öll mál. Hljómplötur Sigurður Sverrisson Meistarastykki Marillion-manna bæöi of gömul og lítil til aö ná á nokkurn hátt aö anna öllum þeim feröamannastraum sem þar fer daglega í gegn. Á milli Parísarflugvallanna má komast meö þyrlu á klukkustund- arfresti eöa meö langferöabíl. Þeir sem ætla landleiöina ættu aö gefa sér a.m.k. tvær og hálfa klukku- stund til feröarinnar og leggjast á bæn um ekkert umferöaöngþveiti á leiðinni. FUMICINO/ RÓM/ ÍTALÍU Þegar hlutirnir ganga fyrir sig á þann hátt sem þeir ættu aö gera, er tiltölulega auövelt aö fara um þennan flugvöll. En þar sem verk- föll af einum eöa öörum toga eru vægast sagt tiö hjá flugvallar- starfsmönnum þá er ekki úr vegi að benda ferðamönnum á aö öng- þveiti skapast þar fyrirhafnarlítið. Hvaö varöar flugvöllinn sjálfan, þá hefur ýmislegt veriö gert und- anfariö til aö bæta þjónustu vió feröamenn. Til skamms tíma haföi fyrirtækiö „Aeroporti di Roma“ á höndum afgreiöslu á flugvell- inum og var þá engin munur gerö- ur á um hvaöa flugfélag var aö ræöa eöa á hvers kyns farmiöa viökomandi farþegi flaug. Alitalia- flugfélagiö keypti loks hluta í flug- vellinum til aö reyna aö hafa áhrif á bætta þjónustu viö sina farþega og hefur þaö tekist ágætlega. í dag er þróun mála sú aö þjón- usta viö ferðamenn almennt er mun betri en var. Á annatíma vill þó afgreiöslan ganga heldur hægt fyrir sig, sérstaklega hvaö varöar brottfararfarþega. Er þeir loks komast út af'umsvifasvæöi útlend- ingaeftirlitsins og tollgæslunnar bíöur þeirra fríhöfn sem er mikiö minni en eðlilegt væri og fyrir þá sem ekki hætta sér þar inn er ekki um annaö aö gera en aö bítast um þessi fáu sæti sem finnast í biö- salnum. ZURICH/ ZURICH/ SVISS Þetta er draumaflugvöllurinn. Farangurinn tilbúinn þegar komiö er út úr útlendingaeftirlitinu og af- greiöslan í útlendingaeftirlitinu í Zurich er með þvi hraðgengasta sem gerist. Tvær innangengar flugstöövar eru á flugvellinum og er þjónustan til aö komast þeirra í milli fyrsta flokks. Flugvöllurinn tengist mið- borginni og fleiri nálægum stööum meö járnbrautarkerfi. Þá eiga brottfararfarþegar kost á aö skrá farangur sinn á járnbrautarstöð- inni og sleppa þannig viö aö rogast meö hann á flugvellinum. Svo mörg voru þau orö um evr- ópska flugvelli. (Þýding/samantekt/— VE) Marillion Misplaced childhood EMI/Fálkinn Það að eiga „hit“-lag getur skipt sköpum fyrir framtið hljóm- sveitar, það hefur sýnt sig æ ofan í æ. Marillion hefur þó ekki þurft á slíku að halda, gæði tónl- istar þessarar sveitar hafa séð um að vekja á henni næga at- hygli. Eyru íslendinga opnuðust þó ekki fyrr en hið gullfallega Kayleigh fór að láta að sér kveða á Rás 2. Þegar hinn almenni út- varpshlustandi uppgötvaði Mar- illion höfðu aðdáendur þyngra rokks fyrir löngu kynnt sér Fish (nafn söngvarans) og menn hans. Það mun hafa verið 1982 að Marillion sendi frá sér fyrstu plötuna, A script for a jester’s tear, og henni fylgdi síðan Fug- azi og þá tónleikaplatan Real to reel. Allar eru þessar plötur í hæsta gæðaflokki en engin þeirra kemst þó til jafns við Mis- placed childhood, sem tvímæla- laust er það langbesta sem Mar- illion hefur sent frá sér. Það er annars dálítið merki- legt að Marillion skuli senda frá sér jafn frábæra plötu og raun ber vitni, einmitt nú þegar sveit- in er bersýnilega að breyta stíl sínum hægt og hægt. Yfirbragð- ið er allt orðið rólegra og í raun er Misplaced childhood eitt sam- ofið tónverk með undirtitlum í stað einstakra afmarkaðra laga. Marillion hefur iðulega verið líkt við Genesis og það kannski ekki að ófyrirsynju en á þessari nýjustu afurð finnst mér ég geta greint áhrif frá Rush, t.d. í loka- kafla Bitter suite og reyndar á fleiri stöðum. Þrátt fyrir að áhrifa annars staðar kunni að gæta í tónlist Marillion eru þau ekki meiri en svo að hinn sér- staki stíll hljómsveitarinnar lætur aldrei undan síga. Þetta er stíll sem ekki þvæst af við fyrstu holskeflu næstu tískubólu, held- ur lifir áfram. Slík eru einkenni góðrar og sígildrar tónlistar — hvort heldur er rokk, jass eða klassík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.