Morgunblaðið - 16.08.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985
B 15
Listmunahúsiö:
Sýning á verkum
Alfreðs Flóka
Sýning á verkum Alfreðs Flóka veröur opnuð í Listmuna-
húsinu, Lækjargötu 2, á morgun kl. 14.00.
Á sýningunni verða rúmlega 40 teikningar unnar með tússi,
svartkrít, rauökrít og litkrít. Myndirnar eru geröar á síðastliðn-
um tveimur árum.
Flóki hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlend-
is. Síðasta einkasýning hans var í Listmunahúsinu 1983.
Sýningin sem er sölusýning er opin virka daga frá kl. 10.00 j
til 18.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Á
mánudögum er lokaö.
Sýningin stendur til 1. september.
Pöbb-lnn:
Hljómsveitin
Rock-óla
Hljómsveitin Rock-óla leikur fimm
daga vikunnar á Pöbb-lnn viö Hverf-
isgötu 46, það er aö segja frá miö-
vikudegi til sunnudags. Hljómsveit-
ina skipa Agúst Ragnarsson, Bobby
Harrison, Pálmi Sigurhjartarson og
Rafn Sigurbjörnsson.
Hótel Borg:
Orator með dansleiki
Hótel Borg hefur tekiö stakka-
skiptum og þar eru aftur haldnir
dansleikir á vegum Orators. Þaö
verður bryddað upp á ýmsum nýj-
ungum, en andi slðastliðins vetrar
mun svífa yfir vötnum.
LEIKLIST
Tjamarbíó:
„Ught nights“ fjórum
sinnum í viku
Ferðaleikhúsiö sýnir nú „Light
Nights" fjórum sinnum I viku I Tjarn-
arbiói: Fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld og
hefjast sýningarnar alltaf kl. 21.00
Light Nights-sýningarnar eru sér-
staklega færðar upp til skemmtunar
og fróðleiks erlendum ferðamönn-
um. Efnið er allt islenskt, en flutt á
ensku. Sýningin gefur innsýn i is-
lenskt menningarlif gegnum aldirnar.
Undanfarna tvo mánuði hefur
verið unnið aö endurnýjun á mörg-
um atriðum sýningarinnar. Má þar
nefna nýjar upptökur á allri tónlist og
leikhljóðum unnar af Gunnari Smára
Helgasyni. Með nýrri tækni eru nú
skyggnur og tónlist samhæfð og sér
Magnús S. Halldórsson um þá hlið
mála.
Skyggnum hefur verið fjölgað um
helming frá siðustu uppfærslu og
hafa þær flestar verið teknar af
Herði Vilhjálmssyni Ijósmyndara og
Ómari Ragnarssyni fréttamanni.
Asamt fjölmörgum listamönnum
sem hafa lagt þessari uppfærslu lið
má nefna Jón Guðmundsson mynd-
listarmann, séra Gunnar Björnsson
sellóleikara og Robert Berman.
Leikhússtjórar eru Halldór
Snorrason og Kristin G. Magnús
sem jafnframt er sögumaður Light
Nights.
Sýningar veröa út ágústmánuð.
FERDIR
Útivist:
Helgarferóir
Kl. 18.00 verður lagt af stað aust-
ur I Núpsstaðarskóga sem eru nátt-
úruperla innaf Lómagnúp. Gengiö
veröur um svæðiö, m.a. á Súlutinda.
Listasafn Alþýöu:
Sigurlaugur Elíasson sýnir
Sigurlaugur Elíasson opnar sýningu á málverkum og graf-
I íkmyndum á morgun kl. 14.00 í Listasafni Alþýöu Grensásvegi
16.
Sigurlaugur er fæddur í Borgarfirói eystri 1957. Hann lauk
námi frá málunardeild Myndlista- og handíóaskóla íslands
1983. Þetta er hans fyrsta einkasýning. Sýningin veróur opin
| virka daga frá kl. 16.00 til 20.00 og um helgar frá 14.00 til 22.00.
Sýningin stendur til 1. september.
Einnig er hægt að tlna ber og fara I
veiöi.
Einnig verður lagt upp í Þórs-
merkurferð kl. 18.00. Gist verður I
Útivistarskálanum Básum og farið i
gönguferðir um Mörkina.
Kl. 8.30 á laugardagsmorguninn
verður haldið i ferð um Skóga og
Fimmvörðuháls i Bása.
Útivistardagur
fjölskyldunnar
A sunnudaginn verður haldinn
útivistardagur fjölskyldunnar. Lagt
verður af stað í Þórsmörk kl. 8.30
bæði fyrir þá sem ætla að vera einn
dag og hina sem hyggja á lengri
dvöl. Kl. 10.30 verður farið i Brenni-
steinsfjöll þar sem námurnar verða
skoðaðar. Kl. 13.00 veröur lagt af
stað i Suðurnesjaferö, fariö f Krísu-
vík, að Kleifarvatni og Grænavatni. I
lok göngunnar verður boðið upp á
kex og kakó.
Sumarbúöirnar í Ölveri:
Kaffísala
Kaffisala verður í sumarbúðunum
í Ölveri á sunnudaginn og hefst með
guðsþjónustu í umsjá Jóns Dalbú
Hróbjartssonar kl. 14.30. Um þessar
mundir eru 45 ár liðin slöan Kristrún
Ólafsdóttir hóf sumarbúðastarf.
Fjöldi barna hefur dvalist i ölveri I
sumar.
Ferðafélagíö
í kvöld verður farið í helgarferðir (
Þórsmörk og Landmannalaugar, aö
Alftavatni, i Króksfjörð og á Hvera-
velli. í öllum þessum ferðum er gist i
sæluhúsum Ferðafélagsins.
Sunnudaginn 18. ágúst verða
dagsferðir sem hér segir: Kl. 8.00
dagsferð I Þórsmörk, kl. 10.00
gönguferð um Klóarveg (gömul
þjóðleið milli Grafnings og Hvera-
gerðis) og kl. 13.00 verður lagt upp
í gönguferð f Reykjadali (við Hvera-
gerði) og Kla.mbragil.
Ferðamálasamtök
Suðurnesja:
Jarðfræöiferð um
Reykjanesskaga
Ferðamálasamtök Suðurnesja
efna til jarðfræðiferðar um Reykja-
nesskaga á sunnudaginn. Landmót-
unarsaga Reykjanesskagans veröur
kynnt og ýmis jarðfræðileg fyrirbæri
skoðuð. I ferðinni veröur komið vlöa
við og efalaust kemur ýmislegt þátt-
takendum á óvart af þvl sem fyrir
augu kann að bera.
Jarðfræðingar munu sjá um leið-
sögn. Lagt verður af stað frá Um-
ferðarmiöstöðinni kl. 10.00 og gert
ráð fyrir að ferðin taki 6—7 klukku-
tíma.
Athugið
Þeir sem vilja koma upplýsingum
i þátt þennan þurfa að skila þeim á
ritstjórn Morgunblaðsins fyrir kl.
18.00 á miðvikudegi, eigi þær að
birtast næsta föstudag.
Hljómsveit Grétars Örvarssonar
Hótel Saga:
Hljómsveit Grétars Örvarssonar
Hljómsveit Grétars Örvarssonar mun koma fram á Hótel |
Sögu um hverja helgi frá og meó kvöldinu í kvöld. Hljómsveit-
in mun leika fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöldum |
næstu tvo mánuöina aö minnsta kosti.
HLH-flokkurinn mun einnig skemmta gestum staöarins |
þessi kvöld.
LÚPÍNU
FRÆTINSLA
Lúpínufrætínsla fer ffam í Heiðmörk nú um helgina laugardag og
sunnudag. Skorað er á fólk að koma og leggja sitt af mörkum til upp-
græðslu.
Því ífæi sem safnast, verður sáð innan landgræðslu- og skógræktar-
girðinga og ffæakra, þar sem hægt verður að vélvæða ffætöku í ffam-
tíðinni.
Strætisvamaferðir eru ffá Rauðarárstíg norðan Hverfisgötu kl. 10 og
ffá skiptistöð í Kópavogi kl. 10.15 og þaðan upp í Heiðmörk Rauðhóla-
megin. Komið affur í bæinn kl. 16 báða dagana.
SamstarfsneM um LúptnurækC
G/obus? srtTTsT
Hyrjarhotði 8 110 Reykjavik
BUNADARDEILD
a
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAViKUR
LAUGAVEG110 SIMI27788