Morgunblaðið - 06.09.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985
B 3
Heyrnarmælingar fara fram í hljóöeingruðum klefum.
Greina þarf heyrnar-
deyfu sem fyrst
Mikilvægt er aö greina heyrn-
ardeyfu sem fyrst og á þaö viö um
fólk á öllum aldri. í stuttu máli má
segja aö heyrnardeyfa í ytra eyra
og í miðeyra sé, a.m.k. alltaf fræöi-
lega séö, læknanleg (eyrnabólgur,
vökvi í miöeyra, eyrnamergur). Hiö
sama gildir alls ekki um innra eyr-
aö. Meðfædd heyrnardeyfa er
næstum alltaf bundin viö innra
eyraö og er þá enginn möguleiki á
lækningu, þ.e.a.s. meö notkun
lyfja eöa meö skuröaögerö. Eina
hjálpin er aö magna upp þá heyrn
sem til er í innra eyranu meö
heyrnartæki og mikil og góö sér-
kennsla hjá heyrnieysingjakennara
ásamt virkri þjálfun heima fyrir.
Rannsóknir hafa sýnt aö meö-
fædd heyrnardeyfa er langalgeng-
ust hjá börnum viss áhættuhóps
mæöra og þaö vill svo vel til aö
þessi áhættuhópur mæöra fæöir
nær eingöngu á fæöingardeild
Landspítalans. Heyrnar- og tal-
meinastööin hefur því, í góðu sam-
starfi viö fæöingar- og barnadeild
Landspítalans, hafiö mælingar á
nýburum og er meiningin aö finna
þannig heyrnarlaus börn strax og
þau fæöast, sem er mjög nauö-
synlegt ef eölilegur málþroski á aö
nást. Viö þessar mælingar er m.a.
notaö svokallaö ERA-mælitæki
sem er mjög dýrt og fullkomiö og
er einnig notaö viö heyrnargrein-
ingu hjá fjölfötluöum. Hafa ber i
huga aö heyrnarleysi er í sjálfu sér
aldrei sjúkdómur heldur ástand og
því þurfa foreldrar ekki aö hafa
áhyggjur af heilsu eöa lifi barna
sinna þó þau séu heyrnarlaus.
Ef einhver hefur grun um aö
hann sé aö tapa heyrn eöa að ein-
hver nákominn heyri ekki eins vel
og skyldi getur viökomandi pantaö
tíma hjá Heyrnar- og talmeina-
stöðinni. Þaö er margsannaö aö
mæöur hafa yfirleitt rétt fyrir sér ef
þær álíta aö barn þeirra heyri ekki
nógu vel. Hér er byrjaö á því aö
skrá upplýsingar um þann er
skoöa á. Síðan fer fram heyrnar-
prófun í sérstökum hljóðeinangr-
uöum klefa. Þá fer fram þrýstimæl-
ing meö svokölluöum Imp-mæli,
sem ásamt aögeröasmásjánni er
ein merkasta nýjung í eyrna-
sjúkdómagreiningu á þessari öld.
Loks fer fram læknisskoöun og
sjúkdómsgreining.
Ef eitthvaö finnst athugavert
sem hægt er aö lækna meö lyfjum
eöa skurðaðgerð er viökomandi
vísaö til háls-, nef- og eyrnalæknis
eöa annarra lækna ef þurfa þykir.
Síöan er fylgst reglubundiö meö
sjúklingnum. Ef í Ijós kemur varan-
legur skaöi á innra eyra fær viö-
komandi heyrnartæki og ef meö
þarf er vísað til athugunar- og
greiningardeildar Heyrnleysingja-
skólans. Sú deild veitir aöstoö og
leiöbeiningar um meðferö, þjálfun
og kennslu.
Deiidir Heyrnleysingjaskólans
eru þrjár auk athugunardeildar:
forskóladeild (börn 4—6 ára);
grunnskóladeild (börn frá 7 ára
aldri og þar til skyldunámi lýkur)
og framhaldsdeild. Auk þess ann-
ast skólinn eins og áöur segir eftir-
lit með heyrnarskertum nemend-
um í hinum almenna skóla ásamt
Heyrnar- og talmeinastööinni.
Viö höfum haldiö námskeiö fyrir
þá sem starfa viö heilsugæslu, þar
sem kennt hefur veriö hvernig
mæla á heyrn og taka mót af eyra
vegna heyrnartækja, en sórsmíöa
þarf tappa t hlustina fyrir hvern og
einn. Leggja ber sérstaka áherslu
á aö stillingarmöguleikar heyrnar-
tækjanna eru mjög margir og þess
vegna hefur þaö litla þýöingu fyrir
fólk aö fá lánuö eöa prófa heyrn-
artæki annarra. Tækin eru flest
orðin mjög nett og segja má aö um
5 geröir sé aö ræöa, þar af þurfa 3
þeirra lítiö sem ekkert aö sjást.
Skipulegar heyrnar-
mælingar
Vitaö er að koma mætti í veg
fyrir um 90% allra heyrnar-
skemmda af völdum hávaöa meö
viöeigandi umbótum og vörnum.
Því hafa ASÍ, vinnuveitendur og
vinnueftirlit ríkisins, í samstarfi viö
HTÍ komiö sér saman um aö gera
þurfi skipulegar heyrnarmælingar
á vinnustöðvum og eru þessar
mælingar þegar hafnar. Voru um
3.000 islendingar mældir áriö 1983
af starfsfólki Heyrnar- og tal-
meinastöövarinnar. i Ijós kom aö
ástandiö var verra en búist var viö.
Var ekki óalgengt aö upp undir
helmingur heyrnarmældra væri
kominn meö heyrnarskeröingu.
Fólk þarf því að vera sjálft á veröi
og fara fram á aö fá heyrnarskjól
ef þaö vinnur á staö þar sem mikill
hávaöi er. Slíkt hefur áhrif þegar í
staö, en breytingar á aðstæöum á
vinnustaö eru yfirleitt dýrar og
taka lengri tíma, þó þær þurfi aö
sjálfsögöu aö breytast til hins
betra, þegar og ef mögulegt er.
Talþátturinn
Því miöur höfum við ekki getaö
sinnt talþættinum eins og viö hefö-
um viljaö, en vonandi veröur bráö-
lega breyting þar á. Sem stendur
sinnir stööin aöallega greiningu
talmeina og Ebba Eövaldsdóttir
aðstoöar sjúklinga á sjúkra-
stofnunum er þurfa endurhæfingar
viö, t.d. eftir heilablæöingu. Starf-
semi stöövarinnar er aö þróast og
ég er bjartsýnn á framtíðina enda
tel ég aö viö höfum notiö skilnings
heilbrigöisyfirvalda." p
Kvennatímar í badminton
6 vikna námskeiö aö hefjast. Einkum fyrir heimavinn-
andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Morguntímar,
dagtímar. Leiðbeinandí Jóhann Kjartansson.
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur,
Gnoöarvogi 1.
Músíkleikfimin
hefst í lok september. Styrkjandi
og liökandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri. Byrjenda- og fram-
haldstímar. Kennsla fer fram í
íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari: Gígja Hermann'sdóttir.
Uppl. og innritun í síma 13022
virka daga og um helgina.
A meðan á sýningunni
Q
Q
b
stendur, veitum við sérstök
greiðslukjör á
GAGGENAU heimilistækji
Aðeins
utborgun
og eftirstöövarnar á allt að 6 mánuðum.
Vörumarkaðurinn hl.
Armula 1A. s. 686117.
Friörik Rúnar Guðmundsson talmeinafræöingur.
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
talöröugleikarnir stöfuöu af ööru
en framangreindu væri minna um
úrræði. Enginn ákveöinn aöili
sinnti börnum undir grunnskóla-
aldri nema í Reykjavík. Þar væru
starfandi tveir aöilar á vegum
borgarinnar er sinna ættu börnum
á dagvistarstofnunum. Tveir sjálf-
stætt starfandi talkennarar væru í
Reykjavík og nokkrir aðilar stund-
uöu kennslu í hjáverkum. Vonandi
myndi þó úr þessu rætast bráö-
lega, því nefnd væri starfandi á
vegum HTÍ og menntamálaráðu-
neytisins er skila ætti áliti um meö-
feröarúrræði fyrir börn undir
skólaaldri, sem ekki heföu náö
aldursvarandi málþroska. Þegar
börnin væru komin í grunnskóla
ættu þau aö eiga kost á aöstoö í
sinum skóla, en þá væru þau oröin
7 ára og betra væri aö fá þau til
meðferðar fyrr.
Friðrik sagðist álíta aö málskiln-
ingi barna væri oft ábótavant
vegna þess aö minna væri viö þau
talaö en æskileg væri og þau
hlustuöu minna á talaö mál en áö-
ur heföi veriö, t.d. sögulestur og
efni í útvarpi. Afþreyingarefni fyrir
börn byggöist nú yfirleitt á sjón-
rænum þáttum, þau horföu á sjón-
varp og myndbönd og mynda-
bækur nytu vaxandi vinsælda
barna á öllum aldri. Þegar börnin
byrjuöu í skóla þar sem þau sætu í
hópi og ættu aö hlusta og hlýöa
siöan ákveðnum fyrirskipunum
reyndist þeim þaö erfitt.
Friörik sagöi að sér fyndist þaö í
rauninni stór spurning hvort grein-
ingarstarfiö borgaöi sig ef ekki
væri hægt aö tryggja nauösynlega
meðferö, sem vissulega væri tíma-
frek. /Eskilegast væri aö sínu áliti
aö greining talörðugleika færi fram
og síöan heföu fræösluskrifstofur
á hverjum staö eftirlit með því aö
viöhlítandi meöferö færi fram,
bæði hvaö snerti börn á grunn-
skólaaldri og einnig þau sem yngri
væru.
Byggja þyrfti upp stöö þar sem
nokkrir talkennarar ynnu sem
hægt væri aö visa börnunum til.
Þar yröi einnig sinnt öörum er aö-
stoö þyrftu vegna talöröugleika,
svo sem sjúklingum, sem nú væri
ekki hægt aö sinna eftir að þeir
útskrifuöust af sjúkrastofnunum.Q