Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 1
JMvfgNiiMaiMfr MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDA G UR 20. OKTÓBER1985 BLAÐ AÐFERÐ OG AFSÖNNUN Stefán Snævarr skrifar um afsönnunarhyggju sir Karls Popper HAUST MÝVATNI Opna SPJALL 6c 6c Á KJARVAL ALDARMINNING Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóhannesar S. Kjarvals listmálara. í tilefni þess efnir Reykjavíkurborg til mikillar yfir- litssýningar á verkum listamannsins að Kjarvals- stöðum og ber hún yfirskriftina Kjarval aldarminn- ing. Þar gefur að líta myndverk sem spanna feril listamannsins auk þess sem leitast er við að lýsa persónu Kjarvals með því að setja á svið ýmsa persónulega muni úr eigum listamannsins. Sýning- unni fylgir vegleg sýningarskrá sem hefur að geyma, auk ávarps borgarstjóra Davíðs Oddssonar, fjórar fróðlegar ritgerðir um Kjarval og list hans: Matthías Johannessen ritstjóri og skáld skrifar einkar per- sónulega grein um kynni sín af Kjarval; Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur fjallar um landslag og fantasíur í málverkum Kjarvals; Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur segir frá ritverkum Kjarvals og 3era Nordal listfræðingur ritar um teikningar Kjarvals. Sýningarskráin er prýdd fjölda litmynda af verkum eftir listamanninn. Hér á eftir birtum við brot úr greinum úr sýningarskránni. Kjarval teiknar á þingvöllum. Morgunbladið/ól.K. Magnússon ORÐIÐ ER TILGANGURINN Um Claude Simon Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson 1 í norska tímaritinu Vinduet (1/1985) er viðtal við Artur Lundkvist, einn hinna átján í sænsku Akademíunni. Lund- kvist er eitt af helstu skáldum Svía og víðkunnur bókmennta- maður og gagnrýnandi. Að sögn Jan Kjærstad sem er höfundur viðtalsins í Vinduet hefur Henry Miller látið þau orð falla um Lundkvist að hann sé nýr Georg Brandes. Landi Lundkvists, skáldkonan Birgitta Trotzig, sagði eitt sinn um hann: „Fyrir mig og marga aðra í minni kynslóðVar Artur Lundkvist okkar raunverulegi háskóli." í fyrrnefndu viðtali minnist Artur Lundkvist á gildi súr- realismans fyrir skáld fjórða áratugarins í Svíþjóð, einkum Gunnar Ekelöf og hann sjálf- an, og er spurður í framhaldi af því hvort til sé einhver stefna í bókmenntum dagsins í dag sem geti talist jafn mikill áhrifavaldur og súrrealisminn fyrir hans kynslóð. Lundkvist heldur fram bók- menntum Rómönsku-Ameríku sem hugsanlegum arftaka. Þær eru að hans mati í farar- broddi. Þær hafa varðveitt og þróað þá hefð sem hófst með James Joyce og William Faulkner. Frakkland aftur á móti er orðið á eftir, þar eru ekki lengur neinir mikilvægir nýir rithöfundar. Undantekn- ing Claude Simon. Le Clézio, hann er von sem brást. Og Nýja skáldsagan er hrunin. Eftir standa aðeins Claude Simon og kannski Nathalie Sarraute. Nú er minnt á Michel Tourn- ier. Lundkvist telur hann góðan, en líka hann hefur staðnað. En honum til hróss segir Lundkvist að hann sé vinur Claude Simons og hafi lært margt af honum þótt þeir séu í reynd ólíkir rithöfundar. Þegar Lundkvist er beðinn um að nefna það sem einkenni rithöfunda Rómönsku-Amer- íku og geri þá markverða umfram aðra höfunda heldur hann áfram að tala um þróun sem hófst með Joyce og Faulkner. Hann nefnir líka tilraunir með stíl og form- breytingu. En margir þeirra, segir Lundkvist, eru einnig undir áhrifum frá Claude Simon. Þetta á sér skýringu, segir Lundkvist. Fyrstu skáld- sögur Claude Simons tóku fyrst og fremst mið af William Faulkner. 2 Og nú hefur Claude Simon féngið Nóbelsverðlaun. 3 Um miðjan sjötta áratug og síðar komu fram skáldsagna- höfundar í Frakklandi sem lögðu drög að Nýju skáldsög- unni svonefndu og báru hana fram til sigurs, en áttu svo eftir að víkja til hliðar fyrir öðrum höfundum og stefnum eins og gengur. Meðal helstu höfunda Nýju skáldsögunnar voru Nathalie Sarraute, Alain Robbe-Grillet, Michel Butor og Claude Simon. Menn hafa einnig nefnt Samuel Beckett og Marguerite Duras. Claude Simon Albert Camus hafði lagt áherslu á fáránleikann í skáld- sögum sínum, en líka þá tilvist- arlegu nauðsyn að taka af- stöðu, gera eitthvað í dauða- dæmdum heimi. Nýja skáld- sagan aftur á móti var að mestu án siðferðilegs boðskap- ar, hún gerðist í stílnum, myndum sem spruttu hver af annarri og flæði hugmynd- anna. Tímaskyn var þurrkað út og aldir runnu saman í eitt. Upphaf og endir í sögu voru utan við hugmyndaheim höf- unda Nýju skáldsögunnar. Reynt var líkt og í ljóði að kveikja óvænt hugrenninga- tengsl. En margar skáldsagn- anna voru furðu nákvæmar lýsingar ytri heims, en sögðu með nákvæmi ljósmyndavélar einkum frá því sem skeði hið innra. Allar reglur hefðbund- innar skáldsögu voru brotnar. Nýja skáldsagan varð and- skáldsaga, en skáldsaga engu að síður. 4 Þótt Claude Simon tilheyri hreyfingu Nýju skáldsögunnar má segja að í skáldsögum hans sé mikil frásagnargleði og viðleitni til að brjóta til mergj- ar mannleg og félagsleg vanda- mál. Hann hefur sjálfur reynslu af stríði, fyrst spænsku borgarastyrjöldinni, síðar vitanlega seinni heims- styrjöldinni þar sem hann barðist gegn þýsku innrásar- herjunum. Þetta kemur fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.