Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1986
C 3
Teikningar
Kjarvals
Teikningar og skissur sýna í
hnotskurn þróun myndhugsunar
listamannsins, og jafnframt eru
þær fremur spegill sálarástands
en stór málverk sem unnin eru á
löngum tíma. í teikningunni er
listamanninum kleift á einu and-
artaki að tjá andrúmsloft, svip-
brigði og geðhrif. Engum dyljast
meistaratök Kjarvals á málverk-
inu, en það er ekki síður í teikning-
um hans sem snillingur er að verki.
Teikningar Kjarvals skipta þús-
undum og kennir þar margra
grasa. Meðal þeirra má ýmist
finna fullunnin verk, skissur,
hugdettur eða skemmtilegheit
ýmiss konar. Kjarval var síteikn-
andi á hvað sem hendi var næst,
svo sem umslög, bréf innan úr
sígarettupökkum, umbúðapappir
og servéttur, ef teiknipappír var
ekki tiltækur. Myndefnið er ekki
síður fjölbreytt: andlitsmyndir,
fantasíur, landslagsmyndir, upp-
stillingar, ýmsar mannverur og
módelstúdíur, abstraktmyndir,
skipamyndir, götumyndir, blóma-
myndir og myndir af fuglum og
hestum. Loks má telja teikningar
á bókakápur og myndskreytingar
við eigin ljóð og annarra. Þegar á
heildina er litið ber mest á þremur
flokkum teikninga, andlitsmynd-
um af nafngreindum sem ónafn-
greindum mönnum, landslags-
myndum og mannamyndum af
táknrænum toga. Andlitsmyndirn-
ar skipa sérstakan sess meðal
teikninga Kjarvals, einkum á ár-
unum milli 1920 og 1930. Þegar
líða tekur á feril hans, verða tákn-
rænar mannamyndir og lands-
lagsskissur æ fyrirferðameiri. Því
er ekki að neita að verkin eru
mjög misjöfn að gæðum, enda var
ekki alltaf sami listræni metnaður
að baki þeirra. Engu að síður leyn-
ir handbragðið sér ekki.
Helstu stíleinkenni teikninga
Kjarvals eru að drátturinn er mjög
léttur, taktfastur og kvikur. Línan
getur verið breið og loðin, grönn
og fínleg, stutt og snögg eða löng
og bjúg, en sjaldan bein. Hann
lokar ekki myndfletinum, heldur
er blaðið álíka mikilvægt og táknin
sem hann ritar á það. Frjálst
samspil bakgrunns, línu og litar
skapar form og rými, án þess að
þrívíddarteikningu í hefðbundnum
stíl sé beitt. Teikningar hans eru
því tæknilega í hópi þeirra nútíma-
teikninga 20. aldar sem rekja má
til frumkvöðla hennar i lok 19.
aldar, þeirra Cézannes, Van Goghs
og Seurats og síðar Matisses og
Picassos.
Kjarval teiknar aðallega með
blýanti, túski, kolum, rauðkrít og
vatnslit. Hann notar oft bæði
þurra og blauta krít, eða túsk og
vatnslit í sömu mynd, og nær
þannig fram mismunandi efnis-
áhrifum og dýpt.
Teikningar Kjarvals eru mjög
mikilvægar, þar sem þær geta
aukið skilning okkar á málverkinu,
því að teikningarnar eru brunnur
sem Kjarval eys sífellt af. Þar eru
hygmyndir prófaðar, tákn tekin
fyrir og þróuð, minni geymd, og
oft má nokkru síðar sjá skírskot-
anir í málverkinu. Sem dæmi má
taka að i landslagsskissum hans
gefa snöggir pensildrættir til
kynna þá frumdrætti sem hann
vill ná í málverkinu og iðulega er
mjög auðvelt að rekja þannig hvað
hann er að gera á hverjum tima.
En þó ber að lítaá þessar teikning-
ar sem fullgild listaverk jafnhliða
málverkinu.
Kjarval var mjög hirðulaus um
að tímasetja teikningar og því
verður að reyna að tímasetja þær
með innbyrðis samanburði við ár-
sett málverk. Þar á móti var Kjar-
ival mjög hirðusamur um að geyma
skissur sínar og hvaðeina sem
honum barst eða komst í hans eigu.
Varðveittar eru þúsundir af skiss-
um, bréf til hans svo hundruðum
skiptir, hugleiðingar hans um allt
milli himins og jarðar og afrit
bréfa frá honum. f þessum efniviði
felst lykillinn að allri listsköpun
hans og hugmyndaheimi, einkum
í sambandi við tímasetningu verk-
Þorsteinn Kjarval —1926.
anna og þróun táknmáls þeirra.
Hér fæðast hugmyndir, þróast,
geymast og endurfæðast. Án rann-
sóknar verður aldrei nema hálf-
sögð sagan um list Kjarvals og
þann hugarheim sem hún er
sprottin úr.
Þegar upp er staðið er teikningin
undirstaða málverka Kjarvals, sá
grunnur sem allt byggist á. Ef
hann hefði ekki slík tök á teikning-
unni, er ólíklegt að málverkið hefði
öðlast það frelsi og þann kraft i
útfærslu, sem raun varð á. En
einnig teikningin nýtur hins afar
næma auga Kjarval, fyrir lit og
formi. Allt er meitlað mjög per-
sónulegu handbragði snillingsins
og engum dylst að hér er um verk
eftir Kjarval að ræða. Þar er alltaf
sami grunntónninn, sami streng-
urinn sem gengur í gegnum öll
verk hans; lotningu fyrir náttúr-
unni og dularöflum hennar og
þeim kynngikrafti sem skóp hana
og umbreytir henni stöðugt.
Bera Nordal
Upprisan og lífíð — 1949.
Eitt sérkennilegt atriði í þessari
^bók er hið endalausa tal Kjarvals
um ítalann Marconi, sem hann
taldi hafa skilið sveiflur loftsins
til hlítar. Marconi var mikil hetja
vísindanna á þessum tíma, líkt og
heimskautakönnuðirnir voru
nokkru áður. Kjarval heillaðist af
afrekum hans eins og margir fleiri.
En seinna átti tal Kjarvals um
sveiflur í loftinu og geisla eftir að
ágerast ef marka má samtalsbók
Matthíasar Johannessen og Kjar-
vals, Kjarvalskver, þar sem Jó-
hannesi verður tíðrætt um geisla-
virkni og segir að loftið sé „radíó-
tíft“. í London heyrir Albjartur
einhvern undarlegan þyt í loftinu,
sem ef til vill eru hljóð stórborgar-
innar, svo ólik kyrrðinni í íslenskri
sveit. Þetta hljóð kallar Kjarval
yshvinþyt og leiðir að því getum á
einum stað að þetta muni vera
þúsund ára sveitasæla á
ferðalagi, frá okkur, frá
ykkur, hjer frá þjer, úr
sveitinni, að bruna sjer —
og það er útfall frá gamla
Fróni — þegar krafturinn
er að fjara út — út í heim.
(13-14)
Og það er enginn annar en
Marconi sem er að „beisla þetta
brunandi afl sveitasælunnar, sem
brunast frá íslenska fróninu út í
heim“ (14).
Annað sem ber mjög á góma í
Meira grjót er orðsifjafræði.
Kjarval rekur uppruna orða eða
réttara sagt hugtengsl sin við
orðin. Dæmi um þetta er þegar
hann segir að radíó sé komið af
að rata og rísíkó sé belja sem étur
hrísgrjón í staðinn fyrir gras.
Kjarval tengir orðið Lundúnir við
dún og lund (sbr. að vera dún-
mjúkur í lund eins og Lundúnabú-
ar eru) en vísar þeirri kenningu á
bug að orðið eigi rætur að rekja
til dúnsins á lundanum en það sé
reyndar algengur misskilningur.
Þessir orðaleikir Kjarvals eru
harla líkir því sem kennt var við
hugmyndalist fyrir um það bil
fimm árum.
Þriðji efnisþátturinn sem hér
má nefna úr sögu Albjarts er svo
fráfæruspursmálið. 1 upphafi ald-
arinnar hættu bændur almennt að
færa frá og mjólka ær. Kjarval
fannst að þá hlyti skortur á verk-
efnum að steðja að sveitafólki á
sumrin og sagði að það væri þá
sama hver ynni sumarverkin ef
þau væru engin á annað borð. Frá-
færumálið birtist einnig þannig
hjá Albjarti að hann staðsetur
sum bréfanna á Kvíabóli i London
og eitt þeirra á Kvíaból Square.
Albjartssögu lýkur með „Ávarpi
til frónskra bænda og sveita-
rnanna" þar sem Kjarval segir að
sveitamenningin sé að fjara út
eftir að fráfærum var hætt. „En
það er skoðun mín, að menntalif
allt sje nú háð þessu fráfæruspurs-
máli — hinum harðgerða fjár-
stofni íslenskrar sveitasælu —“
(45). Kjarval taldi nauðsynlegt að
hafa „disiplin“ á kindunum og ekki
láta þær finna frelsið á fjöllunum
á sumrin. — Það væri aldrei að
vita nema þær tækju upp á því
einhvern daginn að stofna félag á
móti mönnunum.
Skýringin á þessari fráfæru-
meinloku hlýtur að vera sú að
Kjarval ólst upp við fráfærur:
Þegar hann var að fara að heiman
voru bændur óðum að hætta að
færa frá hvarvetna á landinu, og
var það veruleg bytting í búskapar-
háttum í landinu. Ef til vill kann-
aðist hann einhvern veginn ekki
við sig lengur í sveitinni úr því
þessi siður var aflagður. í æsku
hefur hann áreiðanlega setið yfir
fé á sumrin. Og kannski átti hann
þá fyrstu kynni sín við huldufólk
og aðrar undursamlegar verur sem
síðar eru komnar á léreft góðu
heilli.
Árni Sigurjónsson