Tíminn - 28.09.1965, Qupperneq 3
Nú líður að því að bandarísku bílaframleiðendurnir sendi frá sér 1966 módelin, og smám saman er verið
að senda til blaðanna myndir af nýjustu gerðunum. Myndin hér að ofan er af Rambler Ambassador 1966, sem er
nú með nýjar Iínur j þakinu, sem elga að likjast sem mset blæjuþakl. Ambassadorinn er framleiddur í sjö mis-
munandi gerðum. v
HEIMA OG HEIMAN
„Ef friður skylli á“
I>egar ég kom heim frá útlönd-
um á dögunum, beið mín bréf frá
gömlum vini mínum, Gunnari
Matthíassyni (skálds Jochumsson-
ar) sem í nokkra áratugi hefur
verið búsettur í Inglewood, einni
af útborgum Los Angeles í Suð-
ur-Kaliforníu.
Gurfhar hefur nú þrjá um átt-
rætt, þótt ekki sjái á honum elli-
mörk, a. m. k. fannst mér það
ekki, er við áttum saman góðar
stundir sumarið áður en hann
varð áttræður. Hann er hrókur
alls fagnaðar meðal kunningja og
á mannamótum, karlmenni og
listamaður í bland, sem ósjaldan
finnur til í stormum sinna tíða,
eins og skáldið mælti, tónlistin
er hans sterka hlið, en hann er
hneigður til að brjóta marga hluti
til mergjar og vill ógjarna kingja
öllu ómeltu, sem að honum er
rétt, og á hann ekki langt að
sækja það, blessaður. Þegar Gunn-
ar skrifar bréfið, hafa tæpast fjar-
að út blökkumannaóeirðirnar í
Los Angeles, sem vöktu heimsat-
hygli. Og þótt bréf nafna míns sé
orðið rösklega mánaðargamalt,
langar mig samt til að láta á eftir
fara bréfakafla, sem fjallar um
hina sögulegu atburði, sem voru
að gerast ekki ýkja langt frá bæj-
ardyrum bréfritara. — G B..
„Á meðan ósköpin gengu á, tók
ég mig til og skrifaði svila mín-
um í Kanada, sem er ekki aðeins
maður fluggáfaður, heldur og
sannleiksleitandi og bindur ekki
bagga við neinar kreddur, en
reynir að gera sér grein fyrir tákn
um tímans. Að lesa blöðin og
hlusta á útvarpið gefur okkur að
eins yfirborðsfréttir og of afbak-
aðar (víst í þágu öryggis ríkisins),
en að spjalla við ókunnuga um al-
vörumálin er naumast vogandi,
því að svo mikil fáfræði ríkir
ásamt æðisgenginni hræðslu við
allar skoðanir, sem kunna að
koma í baga við okkar „way of
life“ eða raska rósemi braskar-
anna. Þar sem þú ert blaðamað-
ur og lætur þér vonandi annt um
hið rétta og sanna, mátt þú gjarna
aumka mig fyrir svartsýni, þar
sem hlýtur að skína í gegn ótti
minn um að þessir atburðir séu
aðeins forsmekkur þess, sem koma
muni. Sumir vilja kenna þetta
kommúnistum, en engin sönnun
fæst fyrir því, enda eru þeir sleip-
ir eins og álar og svipaðir átektar
og þokuhnoðrar. En aðallega var
það æskulýður negranna, sem átti
upptökin, æðisgengin villidýr, sem
höfðu alizt upp við eýmd og alls-
leysi án nokkurrar vonar um
mannsæmandi framtíð. „Fram til
orrustu" hrópuðu þeir, fámennir í
fyrstu og mestu vopnlausir, en
nóg var af grjóti og múrstein-
um og efni í Molotov Cocktail.
Liðsöfnuður þeirra óx brátt og
lögreglan þurfti í mörg horn að
líta. Molotov Cocktails kveiktu í
búðum og byggingum, og nú var
skríllinn fullveðjaður og æðisgeng
inn, var síðan rænt og ruplað
skotfærum og vínföngum ekki sízt.
Allt var að lenda í báli og slökkvi-
liðið réði ekki við eldana. Lög-
reglan lét kylfur ríða á hausum
og tókst að handsama og koma
í tukthús 4000 manns, en um 800
futtir í sjúkrahús, en 35 dauðir.
Nú var Þjóðvarðliðið kvatt á vett-
vang, um tuttugu þúsund liðs, og
um fimmtíu fermílna svæði sett
í vébönd (curfew), og öllum skip-
að að hafa sig innan húss frá
kl-. átta að kveldi til fimm að
morgni. Þegar loksins mesta eld-
hættan var yfirstaðin og skrílslæt-
in dofnuð, fór steinilostin alþýðan
að reyna að gera sér grein fyrir
þessum hroðalega viðburði. í sjón-
varpi og útvarpi fóru broddborg-
ararnir og þeir sem telja sig viti-
borna; að láta til sín heyra. Voru
þeir flestir aumkunarverðir. Sum-
ir ásökuðu lögregluna fyrir of
mikla vægð, aðrir fullyrtu, að
grimmar aðferðir valdhafanna
hefðu kallað til hefndar. En eitt
var, sem fáir tóku til athugunar,
að verzlanir og hæli svindilbrask-
aranna fóru nálega hundrað í eld-
inn. Nú mátti margur prangarinn
strjúka um sárt enni með óbætt
tjón, en slíkar blóðsugur höfðu
lengi safnað glóð yfir höfuð sér
og með lymskubrögðum féflett
varnarlausa fáfræðinga.
Til eru þeir, sem láta ser annt
um að leggja rækt við skynsemi
og mannúð, en andrúmsloftið í
okkar þjóðlífi er þrungið tor-
tryggni. Hér á allt að virðast ör-
uggt undir væng öflugrar lögreglu
og ógrynni hers og almáttugrar
vetnissprengju, og einkum ættu all
ir að gera sig ánægða með af-
komúna meðan ógrynni fjár er í
veltunni, þar sem tíunda hver
Lágmarksverð
á rækjum
Verðlagsráð sjávarútvegsins hef
ur ákveðið eftirfarandi lágmarks- I
verð, er gilda á rækjuveiðitímabil
ið, er hefst haustið 1965 og til loka
þess vorið 1966.
Rækja (óskelflett) í vinnsluhæfu
ástandi:
A) Rækja, ekki smærri en svo,
að 350 stykki fari í hvert kg. pr.
kg kr. 7.00
B) Smærri rækja, pr. kg. kr. 5.2
Verðin eru miðuð við það, að
seljandi skili rækjunni á flutnings
tæki við hlið veðskips.
Verðlagsráð sjávarútvegsns.)
fjölskylda á öryggi sitt undir
áframhaldandi vígbúnaði. En ham
ingjan má hjálpa okkar spilaborg,
ef friður skylli á eða ef skæru-
liðs aðferðir eins og við nú höf-
um sýnishorn af, yrðu teknar í
not í öðrum borgum þessa lands
og kannski í öðrum álfum sem
við teljum okkur eiga sjálfsagðan
rétt að halda í skefjum. Nú á
sjötta degi er að mestu vopna-
hlé og byrjað að hreinsa ruslið,
og dómstólarnir farnir að vinsa
úr sökudólgunum, en að komast
fyrir allar rætur verður saga, sem
bíður síns tíma, og er ekki óhugs-
andi, að einhverjir megi þá blygð-
ast sín.
Þetta sem ég segi er ekki til
vegs neinum áróðri, en mér finnst
ég nú sem strandaður „ á hryggð-
ar eyðimörk,1 en bý þó enn við
mitt ljós, sem bráðum dofnar, en
á meðan el ég þá von, að mannúð,
'friður og réttlætiskennd verði
þyngst á metaskálunum."
3
A VÍÐAVANGI
Forysta Islendinga
Vísir ræðir um það í Ieiðara
í gær, að nú séu írar að færa
fiskveiðilögsögu sína í 12 sjó-
mílur og bætir síðan við:
„Framkvæma þeir þar með
þær sömu ráðstafanir og við
íslendingar lögtókum fyrir sjö
árum. Útfærslan hér við Iand
markaði tímamót í fiskveiðilög-
sögumálum í álfunni og síðan
hún var gerð hafa margar þjóð
ir fylgt á eftir'.
Þannig játar Vísir, að það
var vinstri stjórnin, sem gerði
íslendinga að forystuþjóð í
landhelgismálinu með því að
færa fiskveiðilögsöguna út í 12
mílur gegn hatrammri and-
stöðu Breta og fleiri þjóða.
Sjálfstæðisflokkurinn átti þar
engan hlut að nema helzt til
óþurftar, þar sem hann vann
dyggilega að því allt sumarið
1958 að tortryggja þessa ráð-
stöfun í augum Breta og láta
í það skína, að þjóðin stæði
ekki einhuga að útfærslunni.
Af skrifum Morgunblaðsins og
öfuguggahætti í málinu drógu
Bretar þá ályktun, að það
mundi borga sig að senda her-
skip á íslandsmið, því að ís-
lendingar mundu þá bogna
skjótlega. Þegar herskipin
komu snerust forystumenn
Sjálfstæðisflokksins loks á
einni nóttu eins og frægt er
orðið, enda sáu þeir þá að
flokksmenn þeirra mundu ekki
þola þeim hálfvelgjuna lengur.
Framtíðarsigri
gloprað niður
■ En Sjálfstæðisflokkurinn átti
því miður sinn leik eftir í mál
inu, þegar þeir náðu ríkisstjóm
arvöldum. Þá létu þeir það
verða sitt fyrsta verk í málinu
að semja af sér við Breta,
hleypa þeim inn í landhelgina
um tíma og heita þeim því með
óuppsegjanlegum samningi, að
íslendingar skyldu gera þeim
viðvart með hæfilegum fyrir-
vara, ef þeir hygðu á meiri
stækkim og selja Bretum sjálf-
dæmi um málskot. Þannig var
framtíðarsigri í málinu gloprað
niður og sú barátta lögð á hill-
una um sinn að færa fiskveiði
lögsöguna út á landgrunnsmörk.
Ef afsalssamningurinn við
Breta hefði verið kominn á
1958, hefðu fslendingar ekki
getað haft neina forystu í land-
helgismálinu og Vísir ekki
fengið tækifæri til þess að
minnast þess tímamótasigurs
þeirra. Staðreyndin er því sú,
að áður en núverandi ríkis-
stjórn tók við voru íslendingar
forystuþjóð í þessum málum, en
ríkisstjórnin afsalaði sér því
forystuhlutverki af alkunnu
lítillæti fyrir hönd íslendinga.
Gleymt loforð
Þegar svona er í pottinn bú-
ið er vonlegt, þótt harla lítið
hafi orðið úr því loforði, sem
stjórnin gaf þjóðinni til mála-
mynda um leið og afsalssamn-
ingurinn var gerður og var um
það, að stjórnin mundi halda
áfram að vinna að útfærslu
landhelginnar. Síðan eru Iiðin
fimm ár, og auðvitað hefur
stjórnin hvorki hreyft hönd né
fót í málinu, enda situr hún
föst í sinni eigin hnappheldu.
Væri ekki nær fyrir Vísi að
minna stjórn sína á þetta lof-
orð fremur en minna þjóðina á
þá smán að hafa yfir sér ríkis-
stjórn, sem fórnaði hiklaust fyr
ir erlenda hagsmuni því for-
,1 ystuhlutverki, sem íslendingar
j höfðu í landhelgismálum.
PA-Ð ER SAMA, HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT...
r r r
BEDF0RD SKILAR ÞVIA AFANGASTAÐ!
ávallt fáanlegurmed stuttum fyrirvara
Váladeild