Tíminn - 28.09.1965, Qupperneq 5
5
M£B)1ED4GUK 28. septcmber 1965
TÍMINN
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediitsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés ICristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Ásfkriftargjald kr. 90.00 á mán tnnanlands — f
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Tvö upplausnarár
Þeitthvað gengur verr en skyldi í stjórnarfarinu
c~ 'ndvert við gefin gylliloforð Sjálfstæðisflokksins, á
hann sér fangaráð, sem hann grípur jafnan til. Hann
samþykíkir aðeins og ályktar á fundum sínum og þing-
um, að allt sé í ágætu lagi og eins og bezt verður á
kosið, og skeytir því engu, þótt þessar samþykktir um
velgengnina stangist gersamlega á við þær staðreyndir,
sem við þjóðinni blasa. Þetta er og alkunnugt sálfræði-
legt sjúkdómseinkenni.
Þennan pólitíska öfugmælasöng kyrjar Morgunblaðið
hástöfum í leiðara á sunnudaginn, og lýsir t.d. svo hinum
mikla Fróða.friði, sem ríkt hafi á vinnumarkaði í tíð
núverandi ríkisstjórnar, að henni hafi „auðnazt að koína
á betri samvinnu verkalýðsfélaga og atvinnurekenda og
skapað það andrúmsloft, sem tryggt hefur almennan
vinnufrið í landinu í tvö ár á grundvelli raunhæfra
kjarasamninga“.
Þetta eru ekki hálfkveðin öfugmæli. Og Morgunblað-
inu þykir við hæfi að minna á, að þing ungra Sjálfstæð-
ismanna hafi hert á þeim og „bent á mikilvægi þess
vinnufriðar, sem tekizt hefur að skapa í tvö ár.“
Sú staðreynd_ sem þjóðin hefur haft fyrir augum
þessi tvö síðustu ár „vinnufriðar“ íhaldsins, er stærri
verkföll og meiri glundroði á vinnumarkaði en nokkru
sinni fyrr, og hefur farið saman, að verkföll hafa í sí-
fellu dunið yfir, og þótt samningar með kauphækkunum
hafi átt sér stað, eru nú raunverulega engir kauptaxtar
gildir í landinu.
í desember 1963 stóð mesta verkaíl, sem háð hefur
verið hér á landi. Þannig hófst þessi tveggja ára Fróða-
friður íhaldsins. Síðan héldu minni verkföll áfram með
litlum hvíldum, unz sjómannaverkfallið 1965 tók við,
en það stóð á annan mánuð, og er stærsta sjómannaverk-
verkfall, sem hér hefur verið háð. í sumar kom svo
síldveiðiverkfallið, þegar allur veiðiflotinn stöðvaðist
vegna aðgerða sjálfrar ríkisstjórnarinnar, og er það
verkfall algert einsdæmi.
Nú á þessum haustdögum eru svo verkföllin komin
á alveg nýtt stig, og er beitt svonefndum skæruverkföll-
um, sem rekið hafa hvert annað í sumar, en þau eru
hvarvetna talandi tákn um það, þegar alger glundroði
og 'fullkomin upplausn ríkir í samningamálum og á
vinnumarkaðnum.
I | ./- / , 4
Og enn vofa verkföllin yfir. Meðal annars prentara-
verkfall eftir einn eða tvo daga, og yrði það þá annað
verkfall þeirrar stéttar á 12 mánuðum. Það er því hver
síðastur fyrir Mbl. að kyrja vinnufriðarsönginn áður en
hann verður e.t.v. þaggaður niður — með verkfalli,
sem stöðvar sjálft Morgunblaðið.
Skortur tannlækna
Eitt lítið dæmi um það, hver nauðsyn er á að gera
skipulega áætlun til langs tíma um eflingu Háskólans
gerist nú í haust. Um tuttugu stúdentar yilja innritast
í tannlæknadeild, en hún er svo lítil, að þar verður ekki
fjölgað að sinni. Hins vegar er mjög mikill og alvarleg.
ur skortur á tannlæknum í landinu.
t
Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál:
Anægjuleg breyting á viðhorfi
Bandaríkjamanna til Asíumála
Jákvæð afstaða til sáttatilrauna Rússa í Kasmírdeilunni
f þessari grein lýsir Lipp-
mann ánægju sinni yfir því
viðhorfi Bandaríkjamanna, að
styðja Sameinuðu þjóðirnar í
friðarumleitunum í Asíu, en
taka sér ekki frumkvæði í
þeim málum. Jafnframt gerir
hann ráð fyrir, að Bandarikja
menn muni óska Kosygin
góðs gengis á fyrirhuguðum
fundi með Ayub Khan og
Shastri.
„Boð Kosygins forsætisráð-
viðhorf komi víSar fram
vestra. Minnst var á málið í
forustugrein í New York
Herald Tribune, sama daginn
og blaðið birti grein Lipp-
manns. f forustugreininni
stendur m. a.:
„Boð Kosygins forsætisráð-
herra til þeirra Ayub Khans
forseta Patóstans og Shastris
forsætisráðherra Indlands um
að koma til friðarfundar á
sovézkri grund, hafa verið
lögð út á ýmsa vegu. Tilmæl
in sýna þó tvímælalaust, að
yfirvöldunum í Kreml hefir
fundizt áríðandi að reyna að
stöðva ófriðinn í Asíu áður en
hann næði að breiðast svo
út, að til þátttöku Kína kæmi.
Vera má einnig að hér sé um
að ræða tilraun til að verða
á undan Bandaríkjamönnum
með frumkvæði. En vel er
einnig mögulegt, að tilmælin
sýni einu færu leiðina, sem
sovézkir valdhafar fundu út
úr erfiðri klípu.
Sovétríkin hafa unnið aS
því með Bandarikjamönnum
innan Öryggisráðsins að Iáta
deiluaðila finna fyrir sið-
ferðilegu aðhaldi og reyna að
koma á vopnahléi fyrir milli
göngu Sameinuðu þjóðanna.
En valdhafamir í Sovét eru
þó undir þá sök seldir, að
þeir vita, að valdhafamir í
Peking muni túlka sérhverja
slíka sameiginlega tilraun
sem sönnun þess, að Moskvu-
menn ætli að svíkja bylting-
una við Ganges. f því felst að
vísu sú mótsögn, að Pakistan-
ar em fjær því en Indverjar
að vera byltingaþjóð (samkv.
skoðunum Pekingmanna), en
vel má horfa framhjá slíkri
hugsjónalegri smámunasemi,
þegar hentugt tækifæri býðst-
Rússum væri því miklum
mun kærkomnara að unnt
væri að binda endi á vopna
viðskipti fyrir sovézkt frum
kvæði en með aðgerðum, sem
bæru vestrænan keim. Og
Bandaríkin hafa vel efni á
að unna Sovétríkjunum slíks
áhrifasigurs. Okkur og Rúss
um er jafn mikið kappsmál
að bardögum sé hætt, fundin
viðhlítandi frambúðariausn
og Rauða-Kína haldið utan
við átökin . .
Hefst svo grein Lippmanns:
EITT AF því, sem hvað mest
hindrar okkur þegar við erum
að brjóta heilann um málefni
Asíu, er það ósjálfráða, amer-
DEAN RUSK
íska álit, að allur vandi sé
leysanlegur og lausnin finnist
upp úr árekstrinum við næstu
þrengingar. Af þessum sökum
hefir okkur hætt til, í sam-
bandi við Kasmírátökin, að
blandað saman í einn stóran
vanda ófriði Indverja og Pak
istana, afskiptum Kínverja og
friðarumleitunum Bandaríkja
manna og Rússa.
Undangengna daga hefir
margt bent til, að framvindu
hraði atburðanna sé í raun
og veru miklu minni en við
höfum gert ráð fyrir og engin
hlutaðeigandi ríkisstjórn óski
eftir allsherjar úrslitaátökum.
Þetta þarf þó ekki að tákna,
að við séum nær samkomulagi
en ella myndi. Fullt útlit er á,
að Indverjar og Pakistanar hafi
hvorki vilja né möguleika á
að berjast til úrslita, og stjórn
ir landanna hafi heldur ekki
svo sterka pólitíska aðstöðu
heima fyrir, að Þær geti leyft
sér þær tilslakanir, sem til
samkomulags þarf.
SÚ lausn Kasmír-deilunnar,
sem rætt var um árið 1947,
felur í sér skiptingu ríkjanna
Kasmír og Jammu og þjóðar-
atkvæðagreiðslu í Kasmír-
dalnum sjálfum.
Mjög margir Indverjqr yrðu
slíkri lausn fegnir og sjálfsagt
einnig allmargir Pakistanar.
Ayub Khan og Shastri hafa
hins vegar hvorugur pólitískt
bolmagn til að bjóða hinum her
skárri þegnum sínum byrginn.
Önnur hugsanleg lausn gæti
falizt í sjálfræði Kasmír, und-
ir sameiginlegu eftirliti Ind-
verja og Pakistana. En eins og
sakir standa er hrein fjarstæða
að ætlast til slíkrar lausnar.
Samt sem áður eru gildar
ástæður til að ætla, að ríkis-
stjórn hvorugs landsins hafi
vilja eða mátt til að berjast
til þrautar. Líklegt er því, að
þeim takist með einhverju móti
að koma á vopnahléi, sem jafn
gildi friðarsamningum í bráð.
HITT er engu síður satt, að
ekki bólar á neinum horfum á
ákveðinni lausn þeirra mála,
sem ágreiningi valda milli stór
veldanna, sem þama eiga hlut
að máli. Landamærin milli Ind
lands og Kína eru óÞægilegur
arfur frá liðnum tíma, þegar
brezka heimsveldið var öflug
asta stórveldi heimsins og Kína
sundrað og vanmegnugt. Ind-
verska lýðveldið, sem stofnað
var árið 1947, hefir tekið að
erfðum landamæri, sem öflugt
Kína hlýti ávallt að draga í
efa ,hvort sem það lyti for-
ustu Maos eða Chiang Kai-
sheks. Sá ágreiningur hlýtur
að halda áfram í það endalausa
á umdeildu landsvæðunum
milli Indlands og Kína.
Samt sem áður virðist ó-
sennilegt, að Kínverjar leggi
til úrslitaátaka í þessari deilu.
Vel getur svo farið, að þeir
hliðri sér hjá áhættu úrslita
baráttu, sem gæti dregið Sovét
ríkin og Bandaríkin inn í átök
in. Ef til vill óska Kínverjar
heldur að geyma sér þetta
gremjuefni, sem ala má á og
rækta og uppskera ríkulegan
arð af. Hin óheppilegu landa
mæri í norðri jafngilda á sinn
hátt fyrsta veðrétti í herafla
Indverja og raunar þróuninni
innan lands um leið.
Enn augljósara virðist þó, I
að engin lausn sé í nánd á
ágreiningi Kínverja við Sovét-
ríkin og Bandaríkin. Hugsanleg
eru þau úrslitaátök, sem helztu
hernaðarsinnarnir á meðal okk
ar óska eftir, en samningslausn
er ekki hugsanleg.
\ UNDANGENGIN mánuð höf
um við Bandaríkjamenn fylgt
fram Þeirri stefnu, að forðast
afskipti Bandaríkjanna einna
og örva í þess stað og styðja
af fremsta megni þá viðleitni
Sameinuðu þjóðanna, sem nýt
ur fulltingis Sovétríkjanna. Við
höfum því stutt U Thant og
Öryggisráðið og ég geri ráð
fyrir, að við munum einnig
óska Kosygin forsætisráðherra
góðs gengis á fyrirhuguðum við
ræðufundi með Ayup Khan og
Shastri á sovézkri grund. Hjá
Sameinuðu þjóðunum fylgjum
við fram þeirri stefnu, að heilla
vænlegastar séu þær ráðstafan
ir Öryggisráðsins, sem sam
þykktar eru án mótatkvæða.
Vel getur brugðizt, að þetta
allt leiði til einhvers, sem líkja
megi við skipulega og endan
lega lausn. En engu að síður
táknar Það af okkar hálfu, að
við höfum lagt á hilluna alla
tilburði til að þykjast vera
aðalfriðargætandinn í Asíu.
Þetta er hressandi og hug- I
hreystandi breyting frá því upp I
hafnings- og heimsveldis-við- I
horfi, sem hefir stórskaðað F
okkur hvarvetna um ’neim.
Framvindan glæðir hjá manni
vonir um, að ríkisstjórninni,
sem nú geldur sinna mistaka,
sé að aukast þroski og hafi
iært af reynslunni að gera sér
grein fyrir, hve nauðsynlegt sé
að gera sér takmarkanir hern
aðarmáttar og stjórnmálavalds
Bandaríkjanna jafn ljósar og
áhrifamáttinn.
■ar*m