Tíminn - 28.09.1965, Side 9

Tíminn - 28.09.1965, Side 9
9 S^SWTOBACIIR 28. september 1965 TÍMIWW Gestaleikur Þjóðleikhússins: GRAND BALLET Classique de France Feginsaga var það mörgum er Þjóðleifchúsið tilkynnti í haust, að innan tíðar væri von á fjölmennum og frægum frönskum ballettflokki til sýninga. Nú hef- ur sú von rætzt fyrr' en flesta varði, hópurinn er hingað kom- inn, nærri þrjátíu dansarar ásamt hljómsveitarstjóra og píanóleikara auk ballettmeistara og fram- fcvæmdastjóra, og fór frumsýning fram í Þjóðleifchúsinu á föstudags fcvöid við mifcinn fögnuð. Ekki verður Þjóðleikhúsinu leg ið á hálsi fyrir að hafa vanrækt að fá hingað ýmsa beztu ballett- flokka heims til að flytja hér list gína. Nægir að nefna Kommglega ballettiim í Kaupmannahöfn, Kiev baBettmn frá Úkrainu, spænska ballettmeistarann José Greco og flofck hans, bandaríska meistarann Jerome Robbins og nútímadansara hans, auk fleiri frábærra erlendra listdansara, sem veitt hafa leifchús gestum ógleymanlegar stundir. Líklega höfum við ekki fengið [innflutta á jafnskömmum tíma heimslist í nokkurri grein annarri, og verður vonandi haldið áfram á þeirri braut, því að leikdansinn á hér marga aðdáendur og fer það sjálfsagt vaxandi sem áhugaefni al mennings, og þó einkum unga fólksins, á listum yfir höfuð að tala. Vissulega hljóta leikdansar- ar frá Frakklandi að vera aufúsu- gestir, þar sem meiri rækt hefur verið þar í landi lögð viö ballett en annars staðar í heim- inum. Enda þótt vagga leikdans- ins hafi staðið í ftalíu og jafnvel í Róm fornu, var hann löngum þar í landi eins og hluti af söngleik, og var oft beitt tali og söng jafnframt til að fulltjá sög- una, sem dansinn spannst ætíð um. En það var fyrst í Frakklandi, sem leikdansinn varð að listgrein með eigin tjáningaraðferð án tals og söngs og aðeins augað og nam svo eyrað hljóðfæraleikinn, sem var nauðsynlegur, þótt allur gang- ur væri á því, hyernig tónverkið væri tilkomið. Og fram á þessa öld tíðkast að leikdans segi sögu. Þótt oft sé gengið á snið við það. Ball- ett er vissulega til ýmissa hluta gagnlegur, sem aðrar listgreinir ef menn vilja það við hafa, og lét sá miklu áróðursmeistari í París, Richelieu kardináli, vissu- lega slíkt ekki ónotað heldur tók leikdansinn í þjónustu sína til að koma kenningum sínum á fram- færi við lýðinn. En þar í landi var þessi listgrein í mikilli náð hjá valdhöfunum, sjálfum kónginum ekki hvað sízt, og lét Loðvík fjórt- ándi sér einna helzt annt um ball- ett, enda hafði hann sjálfur gam- an af að dansa með og hafði hæfi- leika á því sviði, eða þangað til svo hlóðst á hann spik, að hann gat ekki lengur verið með í dans- inum með góðu móti. Og enn þótti ekki sæma að aðrir en yfir- stéttarfólk tæki þátt í þessari dans kúnst. Og setti listin nú nofckuð ofan um hríð, þar sem yfirséttar- fólkið gerði það kóngi sínum til samlætis að neita sér um þessa dýrlegu skemmtun. En það má Loðvík eiga, að hann leit á dans- inn sem listgrein og kom á fót listdanskóla, sem hafa skyldi kon ung landsins fyrir vemdara, og fyrsti ballettmeistari þess skóla, Beauchamp, var höfundur þeirra fimm fótastellinga, sem enn eru í gildi, hvar sem leikdans er iðkað- ur í heiminum. Og nú feru senn liðnar þrjár aldir síðan ' leifcdans 'í Frakklandi varð að atvinnu- grein. Dansflokkur sá, sem hér er staddur, Grand Ballet Classique de France, er yngri að árum en nafn ið bendir til eða geta dansaranna, er varla meira en tveggja ára sem slíkur og er einungis farandleik flokkur, en hefur getið sér hið bezta orð og raunar vakið furðu í flestum heimsálfum. En það seg ir sig sjálft að fólk er ekki tínt upp af götunni til að stíga spor í slíkum hóp sem þessum. Allt hefur þetta fólk vitaskuld verið barið til þessarar bókar frá blautu barnsbeini. Og kröfur ballettmeist arans, frú Beatrice Mosena, leyfir ekki annað en valinn maður sé í hverju rúmi, og finnst ekki veik- ur hlekkur í þessari keðju. En bæði þjálfun hvers einstaklings og heildarinnar bera ósvikinn vott þeim elegansa, sem er aðal fransks kúltúrs, fágaður glæsileiM með sfcáldlegri tilfinningu fyrir hinu smæsta jafn sem hinu stærsta, hvorM of né van í neinu atriði, allt snurfusað og fágað. Á frumsýningunni á föstudags kvöldið voru flutt fimm verk og byrjað á Les Sylphides, róman- tíska balletinum um loftdísirnar, sem dansa úti í tunglsljósi og dansa úti í skóg, dansinn eftir Michel Fokine og tónlist eftir Chopin. Þá kom tvídans úr Don Qhiehotte, dansinn saminn eftir hugmynd Petipa en tónlist eftir Minkus. Síðan nokkur tilbreyting með hinum bráðskemmtilega ball Giselle heitir þessi leikdans eftir aðalpersónunni, sem balierinan Liane Dayde leikur. ett Les Forains, sem fjallar um sirkusflokkinn, sem kemur og slær upp tjaldi og tekur til við skemmt anir sínar, þann dans hefur Christi an Bérard samið við tónlist éftir Sauguet. Næst koma fjórdans eftir Anton Dolin með tónlist eftir Pugni, og stíea hann færustu ball- ettmeyjarnar fjórar, Liane Daydé, Genia Melikova, Marianna Hilardi des og Maina Gielgud. Og lauk sýningunni með ballettinum Svart og hvítt (Noir et blanc) eftir Serge Lifar við músík eftir Lalo. f ballettinum um Sylfíðurnar. Úr rómantíska ballettinum Les Sylphides eftir Michel Fokine viS tónlist eftir Choptn: ASalhlutverk leika Genia Melikova, Maina Gielgud og Mlchel Nunes. eða skólgardísirnar, gerist raun- verulega ekki saga, en þótt sögu- þráður sé ekki fyrir hendi, er ákveðið stef ríkjandi í þessum langa leikdansi, sem skiptist í nokkra þætti og krefst ekki að- eins fótfimi dansaranna, heldur út heimtir hann og talsverða leikgáfu þátttakenda. Og hann sýndi strax í upphafi, hvílíku fágætu listafólki þessi dansflokkur er skipaður. Fólk þebta er harla ólikt margt í sjón, að vísu flest franskt, en þó af ýmsum þjóðemum öðrum, en handbragð dansmeistarans leynir sér ekki, aðaláherzla lögð á mýkt og yndisþokka, varla vottar fyrir áreynslu hjá nokkrum þátttak- anda.rsvo öguð er hver hreyfing. Því er ekki að leyna, að ein dansmærin bar af öllum öðrum, prima ballerinan Liane Daydé, sem dansaði næsta verk á skránni, tvídansinn úr Don Quichotte, ásamt ungverska dansaranum Vik tor Rona, en hann dansar sem gestur með flokknum í þessari hnattferð, stór, karlmannlegur og þó með svifléttar hreyfingar. En enginn dansaranna náði slíku valdi á áhorfendum með list sinni sem Liane Daydé, lág kona og grannvaxin, stóreyg, fagureyg og fótnett, með seiðmagnaðan per- sónuleika, og mátti heita, að hún ætti aðdáun áhorfenda nær ósMpta í hvert sinn sem hún birtist á svið inu. f tvídansinum úr Don Quich- otte sýndi hún skemmtilegan dans stíl með snöggum hreyfingum, sem komu eins og svipusmellir, er öryggi og nákvæmni dansmeyj- arinnar ótrúleg í hinum ólikustu verkum, og vegur þar salt tækni Framhald á bls. 13 SadSsmiliKÍ’ór-leikdansimim Noir et Blanc (Svart og hvítt) eftir Serge Lifar við tónlist eftir Edouard Laio,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.