Tíminn - 28.09.1965, Qupperneq 11

Tíminn - 28.09.1965, Qupperneq 11
Það var ekki laust við hótun í raddblæ í Ferdinands Fumal. — Nei. — Þekkið þér „Sameinaða Slát urfélagið"? — Að nafni. Það var unfangsmikill hringur kjötbúða — ein þeirra var í Boulevard Voltaire skammt það- an sem Maigret átti heima — smærri kjötkaupmenn höfðu mót- mælt þessari samsteypu árangurs- laust. — Það er ég. Hafið þér heyrt um „Ódýru kjötbúðirnar?" Óljóst. Annar hringur, staðsett- ur í fátækrahverfunum og úthverf- unum. — Það er lika ég, sagði Fumal ögrandi á svip, vitið þér hvað þær búðir eru mikils virði? — Það skiptir mig engu. — Ég er Iíka á bak við „Norð- lenzka sláturfélagið“ sem hefur að albækistöðvar í Lille og „Aðal- sláturfélagið," samsteypa sem hef ur bækistöðvar í Rue Rambuteau, hér í París. Það lá við að Maigret yrði að orði er hann virti fyrir sér karl- hlunkinn fyrir framan sig: — Þetta gerir einhver býsn af kjöti. En hann þagði. Hann hafði hug- boð um að þetta yrði meira leið- indamál en hvarf ensku frúarinn- ar. Hann fyrirleit Fumal og ekki eingöngu vegna bernskuminning- ar sinnar. Maðurinn virtist hroka fullur og drembilátur og sjálfs- traust hans vakti andstyggð hjá venjulegu fólki. Og þó var hægt að skynja undir yfirborðinu eitthvert öryggisleysi sem jaðraði við ótta. — Eruð þér ekkert forviða á komu minni? — Nei. Þetta var ágætís aðferð til að slá slíkar manngerðir út af lag- ihu — taka þeim með fullkom- inni ró og kæruleysi. Höfuðs- maður sýndi engin me'rki forvitni eða áhuga og gesti hans stóð hreint ekki á sama. — Gerið þér yður ljóst að ég er nægilega valdamikill til að láta sparka lágt settum embættismönn um? ÖKUMENN ATHUGIÐ! Þegar annað Ijósið bilar . . . . nægir ekki að skipta um bað eitt! Þá verða Ijósin misiöfn! SKIPTIC UM BÆÐI! Jöfn lýsinp eykur umferð- ' aröryggið! Reykjavíkurdeild BFÖ. I lli i I ii nyju Tempo filter-sígaretturnar Tempo er með nýrrl tegund af filter, sem veitir ySur meiri áncegju, mildara og betra bragS. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna^ BONDED CHARCOAL actifilter. FOR TASTE TOO GOOD TO MISS ÞRH»JITI>AGITR 28. september »65 TÍMINN MORDIÐ I HOLUNNI GEORGES SIMENON ast þér . . . ég skal sjá um hann geri það. Höfuðsmaðurinn sýndi engin svipbrigi hann hélt bara áfram að einblína framan í gestinn. — Ég man vel eftir föður þín- um, hélt Fumal áfram, hann hafði Ijóst skegg, ekki satt? Grannur . . dálítið innfallinn. Þeir hljóta að hafa brallað ýmislegt, hann og pabbi.. . í þetta sinn átti Maigret örð- ugt með að leyna svipbrigðum sín um. því Fumal hafði hitt á veik- an punkt, eina sárustu bernsku- minningu hans. Eins og margir slátrarar í sveit hafði Louis, faðir Fumals, feng- izt við sauðfjárverzluna. Hann hafði jafnvel leigt sér beitilönd þar sem hann beitti skepnum sín um til að fita þær fyrir slátrunina og smám saman hafði hann aukið umsvif sín. Sem ráðsmaður fyrir landeig- andann var Evariste Maigret ábyrgur fyrir sölu á kvikfénaði Ihallarbúsins. Lengi hafði hann neitað að eiga nokkur skipti við Louis Fumal. En dag nokkurn hafði hann skipt um skoðun. Fum al hafði komið á skrifstofu hans, lúið veskið fullt af peningaseðl- um eins og venjulega. Maigret hlýtur að hafa verið sjö ára gamall og hafði ekki far ið í skólann þann dag frekar en börn Janviers nú. Það var ekki flensan, heldur rauðu hundarnir. Móðir hans var þá enn á lífi. Það var mjög heitt í eldhúsinu, dum- bungsveður og vatnið vætlaði nið- ir gluggarúðurnar. Pabbi hans hafði komið þjót- andi inn, berhöfðaður — óvenju- legt fyrir hann — með smá regn- dropa í skegginu og æstu skapi. — Sá armi hundur Fumal . . . tautaði hann. — Hvað gerði hann? — Ég tók ekki eftir því strax . . . þegar hann var farinn, setti ég peningana í peningaskápinn, hringdi svo í símann, og það var ekki fyrr en eftir á að ég tók eftir því að hann hafði laumað tveim peningaseðlum undir tóbaks dósina mína . . . Hver var upphæðin? Eftir öll þessi ár hafði Maigret enga hug- mynd um það en hann mundi gerla bræði föður síns og niður- lægingu . . . — Eg elti þrjótinn . . . — Ók hann burt í vagninum? — Já. Ég náði honum á reið- hjólinu og . . . Maigret vissi óljóst hvað síðan hafði gerzt. En upp frá því var Fumal ekki nefndur á nafn í hús- inu nema með sérstökum raddblæ. Mennirnir tveir töluðust ekki við eftir þetta. Það hafði gerzt annar viðburður sem Maigret vissi jafn- vel minna um. Fumal hafði aug- sýnilega reynt að gera ráðsmann- inn tortryggilegan í augum her- togans af Saint-Fiacre og ráðs- maðurinn hafði orðið að verja sig. — Jæja? — Hefurður heyrt nokkuð um mig síðan við vorum í skóla? Reynið nýju Tempo filter-sígaretturnar MADE IN U.S.A. I l

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.