Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
LÁTTU HJARTAÐ RÁÐA
Erik Nerlöe
Torsten var leyndardóms-
fullur um nafn sitt og upp-
runa, og þaö var Maríanna
einnig. Þaö var leikur þeirra
— í kjánaskap þeirra og
kátínu æskunnar. En sá
dagur kom, aö Maríanna
skildi snögglega aö
áhyggjulaus leikurinn var
allt í einu oröinn örlagarik
alvara, og aö Torstein hefði
ef til vill svikiö hana og
væri í rauninni hættulegasti
óvinur hennar og sjúks
fööur hennar. Og samt var
Maríanna trú björtum
draumi sinum — draumn-
um um hina miklu ást.
180 bls.
Skuggsjá
843.75 kr. m. sölusk.
/4me Iftatíe*
LEIKVIK f\b ELbl
LEIKUR AÐ ELDI
Anne Mather
Þetta er ný ástarsaga eftir
höfundinn, sem hefur unniö
sér fastan sess meðal ís-
lenskra lesenda. Þýöandi
er Ingibjörg Jónsdóttir.
176 blaósíöur.
Útg. Prentver.
Verö: 795 kr. m. sölusk.
DORIS LESSING
MINNINGAR EINNAR SEM
EFTIR LIFDI
Doris Lessing
Eitt þekktasta verk Doris
Lessing — rithöfundar sem
nýtur vinsælda og viröingar
um allan heim. Hún veröur
gestur Listahátíöar 1986.
Sagan lýsir sambandi konu
og unglingsstúlku sem
mæta breyttum þjóöfélags-
aöstæðum á ólíkan hátt.
Þýöandi: Hjörtur Pálsson.
Úr erlendum blaöadómum:
„Hrein snilld. Bók sem gríp-
ur lesandann heljartökum"
(New York Times) „Ein ógn-
þrungnasta og mest sann-
færandi bók sem ég hef
lesiö“ (Daily Mail). „Á okkar
tímum er sagan holl lesning"
(Sunday Times).
243 blaösíöur.
Útg. Nótt, bókaútgáfa.
Verö: Innbundin kr. 1175,
kilja kr. 875 m. sölusk.
RAUÐA HÚSIÐ
Victor Bridges
Saga þessi er eftir sama
höfund og Strokumaöur og
Grænahafseyjan, sem
Sögusafniö hefur gefiö út
og notiö hafa mikilla vin-
sælda. Sagan fjallar um
hlédrægan, ungan lækni,
sem dregst óvænt inn i
dularfulla atburöi. Þetta er
barátta um auö og völd,
en ástin skipar sinn sess í
sögunni, eins og í lífinu
sjálfu.
179 blaösíöur.
Útg. Sögusafn heimilanna.
Verö: 695 kr. m. sölusk.
D II
LAWRENCE
REFURINN
REFURINN
D. H. Lawrence
Lawrence er eitt þekktasta
skáld Breta. Bækur hans
vekja alltaf umræöur og
stundum deilur.
Útg. Bókhlaöan hf.
Verö: 994 kr. m. sölusk.
DflVID OSBORN
SAMSÆRIÐ
vcsous ckki ocnN ur srrn (Ok i a»
STÖSKOSTIKJ SAGA AUSTAJR MotlCAN
SAMSÆRIÐ
David Osborn
Sagan segir frá dularfullu
samsæri, sem CIA og FBI
standa ráöþrota gagnvart.
Spennandi saga, full af
æsilegum atburöum. Bókin
heitir á frummálinu: Love
and Treason. Ásgeir Ing-
ólfsson þýddi.
220 blaðsíöur
Útg. Prentver
Verö: 875 kr. m. sölusk.
SARA
Eva Steen
Konungssinnarnir drápu
eiginmann Söru, þegar hún
var barnshafandi, og síóan
stálu þeir barni hennar.
Þrátt fyrir þaö bjargar hún
lífi konungssinna, sem er á
flótta, og kemst aö því aö
hann er sonur eins af
moróingjum manns hennar.
En þessi maöur getur hjálp-
aö Söru að komast í gegn-
um víglínu konungssinna.
Hún er ákveöin í aö hefna
manns síns og endurheimta
barn sitt, en í ringulreiö
byltingarinnar á ýmislegt
eftir aö gerast, sem ekki
var fyrirséö.
172 bls.
Skuggsjó
843,75 kr. m. sölusk.
SCARLATTI-ARFURINN
Robert Ludlum
Þó aö Ulster Stewart Scar-
letts yngri sonur auökýf-
ingsins SCARLATTI erföi
óhemju auöæfi eftir fööur
sinn er valdafíkn hans ófull-
nægt. Hann lætur því sig
og auöæfin hverfa af sjón-
arsviðinu og Scarlatti-fjár-
málaveldiö riöar til falls.
Móöirin fær bandarfskan
sérfræöing til aó rannsaka
hvarf sonarins og fjár-
magnsins. En andstæöing-
arnir eru öfl sem svífast
einskis. „Scarlatti-arfurinn"
eftir Robert Ludlum er
mögnuö saga átaka um auö
og völd. Spennusaga í
besta gæðaflokki.
230 blaösíöur
Útg. Setberg
Verð: 844 kr. m. sölusk.
■KILEYJ
IVGURIinvl
flarío puzo
SIKILEYINGURINN
Mario Puzo
Skáldverk eftir hinn víö-
fræga höfund Mario Puzo
sem öölaöist heimsfrægö
með bók sinni „Guðfaðir-
inn“. Umsagnir gagnrýn-
enda erlendis um bók
þessa hafa veriö á einn veg
— aö meö bókinni takist
Puzo tvennt í senn: Aö skila
frá sér bókmenntaverki sem
er þess eölis aö þaö heldur
lesandanum í helgreipum
spennu. Trúveröugar at-
vikalýsingar, staöarlýsingar
og mannlýsingar auka á
áhrifamáttinn — færa les-
andann inn í þann heim sem
Puzo er aö segja frá, enda
byggir Puzo sögu sína á
raunverulegum atburöum,
vefur söguþráö í kringum
þaö sem átt hefur sér staö
í raun og veru.
301 bls.
Frjálst tramtak hf.
995 kr. m. sölusk.
Ephraim Kishon
Skrítnar
skepnur
SKRÍTNAR SKEPNUR
Ephraim Kishon
Bók eftir spéfuglinn og
húmoristann Ephraim Kis-
hon, í þýóingu Ingibjargar
Bergþórsdóttur. Þessi bók
Kishons er eins og aörar
bækur hans kjarnyrt og
leiftrandi af kímni. í henni
eru bráösmellnar skopsög-
ur um fjölskylduna og „at-
vik“ sem flestir þekkja. Á
síöasta ári kom út hjá
Hörpuútgáfunni bókin
Hvunndagsspaug eftir sama
höfund. Kishon er höfundur
sem kitlar hláturtaugarnar
og gerir óspart grín að sjálf-
um sér.
159 blaösíöur.
Útg. Hörpuútgáfan.
Verö: 838 kr. m. sölusk.
Skin
eftirskúr
SK»M5j*
SKIN EFTIR SKÚR
Theresa Charles
Dixie er ung munaóarlaus
stúlka, fögur og sjálfstæö.
Hún rekur ásamt frænku
sinni dvalarheimili á Helga-
vatni. Dixie hreifst mjög af
hinum vinsæla sjónvarps-
manni Pótri, en frænku
hennar lízt lítt á hann. Síöan
hittir Dixie Adam Lindsay
Gordon, dularfullan mann,
sem óvænt birtist á Helga-
vatni. Báöir þessir menn
eru grunaðir um aö hafa
framiö afbrot, og einnig
Patrik frændi Dixie. Hvert
var leyndarmáliö, sem
þessir þrír menn voru flækt-
ir í, og hvers vegna laöaöist
Dixie svo mjög aö Adam?
156 blaðsíður.
Utg. Skuggsjá.
843,75 kr. m. söluskatti.
Rígine Dr/órtVi
STÚLKAN Á BLÁA
HJÓLINU
Dalla Þórðardóttir íslensk-
aði.
Régine Deforges.
Árið er 1939. Lea Delmas
er sautján ára heimasæta
á óðalsjöröinni Montillac í
hjarta vínræktarhéraös í
nágrenni Bordeaux. Hún er
falleg, lífsglöö og áhyggju-
laus og vefur karlmönnum
um fingur sér. Hún hefur
jjegar ákveöiö hvern hún
vill. I undirbúningi er mikill
dansleikur. . .
Stríöið skellur á og fyrr
en varir kasta örlögin Leu
út í hringiöu þess. Hún
lendir í straumi flóttamanna
undir stööugu kúlnaregni
og kemst í návígi viö dauð-
ann og hernám Þjóöverja.
Brátt veröur hún þekkt
sem stúlkan á bláa hjólinu,
mikilvægur sendiboöi á milli
hins hernumda og hins
frjálsa hluta Frakklands.
Hættur, ábyrgó og sorgir
þroska þessa villtu og lífs-
glööu stúlku en temja hana
ekki. . .
370 blaösíöur.
Útg. ísafold.
Verð: 1.375 kr. m. sölusk.
STERK LYF
Arthur Hailey
Arthur Hailey hefur veriö i
röö vinsælustu spennu-
sagnahöfunda samtímans,
en tók þá ákvörðun fyrir
fáum árum aö hætta ritstörf-
um. Þá veiktist hann alvar-
lega og kynntist sjúkrahús-
um og lyfjameöferö af eigin
raun. Þessi reynsla varð til
þess aö spennusagan
„Sterk lyf“ varö til. í henni
segir frá Celiu Jordan, sem
tókst aö komast á tindinn
hjá lyfjafyrirtæki eftir bar-
áttu viö karlrembu, fordóma
og ýmsa erfiðleika. En
„Sterk lyf“ greinir líka frá
lyfjamisnotkun lækna og
flettir ofan af leynilegasta
og verndaöasta iönaöi
heims, lyfjaiðnaðinum. Þar
eru mistök dýrkeypt — en
góöur árangur malar gull.
328 blaösíöur.
Útg. Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Verö: 975 kr. m. sölusk.
Herman Wouk
Herman Wouk
STRÍDSVINDAR 1. OG 2.
BINDI
Herman Wouk Snjólaug
Bragadóttir þýddi
Saga úr síöari heimsstyrj-
öldinni. Stríössaga — ást-
arsaga — örlagasaga. Senn
hefjast í íslenska sjónvarp-
inu sýningar á þáttum sem
gerðir voru eftir þessari
sögu. Þeir taka 18 klukku-
stundir í sýningu og eru
þeir dýrustu sinnar tegund-
ar sem enn hafa verið fram-
leiddir. Sá sem hefur lesiö
bækurnar áöur en þættirnir
hefjast mun njóta þeirra
betur.
334 bls.
Örn og Örlygur
706 kr. hv. bindi m. sölusk.
UNRÐUR RSTRRINNRR
UUFRfl 0G SflfflRÍHfifi MINNINGflfi
RNN6-AARRI6 VILt€ffiRNCH€
SŒIUSTUNDIR í PRRÍS
SÆLUSTUNDIR í PARÍS
Anne-Marie Villefranche
Frönsk kona tekur upp á því
að skrifa frásagnir af kyn-
feröislegum uppátækjum
ættingja sinna og vina.
Djarfar og nautnafullar frá-
sagnir af hinum ýmsu til-
brigöum kynlífsins. Sögurn-
ar hafa vakiö óskipta athygli
og höfundinum líkt viö Anais
Nin, hinn mikla meistara
erótískra sagna en bækur
hennar hafa notið vinsælda
á íslandi. Anne-Marie Ville-
franche er ekki síöur hisp-
urslaus. — María Gunn-
laugsdóttir þýddi.
211 blaösíöur.
Útg. Forlagið.
Verð 800 kr. m. sölusk.
TRÖLLEYKIÐ
Torfi Ólafsson íslenskaöi
Desmond Bagley
Trölleykiö er önnur bókin
sem kemur út aö höfundi
látnum, en hann átti nokkur
óútgefin handrit, þegar
hann féll frá. Ein þeirra bóka
var í næturvillu, sem kom út
fyrir síöustu jól og seldist
upp, en er nú komin út í
nýrri útgáfu.
Trölleykiö sem hér segir frá
er feiknastórt, um þaö bil
20 metrar aö lengd og 550
tonn aö þyngd. Það er notaö
til aö flytja spennubreyti inn
í Nyala, sem er ríki í Vestur-
Afríku, auöugt aö olíu. Tröll-
eykiö er saga um hugdirfsku
og dauöa, um fyrirsát og
ógnanir. í henni nær Desm-
ond Bagley hámarki í frá-
sagnarsnilld sinni: hraöa í
frásögn, baktjaldamakki og
unnum sigri.
271 blaösíða.
Útg. Suöri.
888 kr. m. söluskatti.
ARISIÓFANI 8
TVÖ LEIKRIT
urn konuf og st|«>rnmál
IYSISTRaIA mngkonurnar
TVÖ LEIKRIT UM KONUR
OG STJÓRNMÁL
Aristófanes
Tvö leikrit um konur og