Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 menn á aldrinum 20-75 um ástir þeirra og tilfinninga- mál. Hér eiga ailar stéttir sinn fulltrúa og hér hittast hreinir sveinar og flekkaöir, skemmtistaöafolar í ævin- týraleit, ráösettir margra barna feður, Einsi kaldi úr Eyjunum og Fúll á móti. Karlmennirnir lýsa ástum sínum og kynlífi á opinská- an hátt, rekja kynóra sína um konur, játa mömmu ást sína og sumir segja frá ástum sínum meö öörum karlmönnum. í bókinni er aö finna einlægar umræöur um ástir og tilfinningar karla — efni sem islenskir karlmenn ræöa sjaldan ódrukknir nema í tvíræöni og hálfkær- ingi. 212 blaðsíöur. Útg. Forlagiö. Verö: 1.180 kr. innb. — 850 kr. kilja m. sölusk. JÓNASÁRNASON— VIÐTALSBÓK Viötölin tók Rúnar Arthúrs- son, blaðamaöur í þessari bók ræöir Jónas um litríkan feril sinn, menn og málefni. Hann talar af hreinskilni um átök á stjórn- málasviðinu, jafnt viö sam- herja sem andstæðinga. Hann segir frá kynnum sín- um af skemmtilegu fólki og fjörugu leikhúslífi. Les- andinn fær aö kynnast skáldinu, þingmanninum, rithöfundinum, blaðamann- inum, sjómanninum og kennaranum Jónasi Árna- syni og þeim óborganlega húmor sem hann er þekktur fyrir. 260 blaösíöur. Útb. Svart á hvítu. Verö 1.398 kr. m. sölusk. J. S. KJARVAL ÆVfSAC.A JÓHANNES SVEINSSON KJARVAL — ÆVISAGA Indriöi G. Þorsteinsson Bók Indriöa um Kjarval fylg- ir i flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagna- ritun eöa íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slik er hún líklega sú besta sem ég hef lesiö, ef ekki sú albesta. Margar prýöilegar Ijós- myndir eru í bókinni og ekki eru myndirnar af mál- verkunum síöri. Umhyggja fyrir myndunum er einstæö. Ég kann naumast annaö en hrósyröi aö segja um þessa sögu Indriöa G. Þorsteinssonar. Hann hefur gefiö okkur frábærlega vel skrifaöa og glögga mann- lýsingu á mikilhæfum ein- staklingi og barmafulla af smellnum frásögum i kaup- bæti. 618 blaösíöur (bæöi bindin) + 46 myndasíóur. Almenna bókafélagið. 2900 kr. m. söluskatti. LÍFSSAGA BASÁTTUKONU laga Hald Hákonardóttir rekor feril AÐALHEIÐAR BJARNFREÐSDOTTUR LÍFSSAGA BARÁTTU- KONU — Saga Aöalheióar Bjarn- freösdóttur Inga Huld Hákonardóttir Inga Huld Hákonardóttir rekur hér feril baráttu- og jafnréttiskonunnar Aöal- heiöar Bjarnfreösdóttur. Þetta er mögnuð lífsreynslu- saga konu, sem ólst upp ásamt 19 systkinum í sárri fátækt, baröist síöan lengi viö kröpp kjör og veikindi og varö eins konar tákn- mynd alþýöukvenna í jafn- réttis- og kjarabaráttu. I bókinni má lesa um basliö á kreppuárunum og baráttu kvenna og annars láglauna- fólks um þessar mundir. 230 blaösíöur. Útg. Vaka — Helgafell. Verö: 1.398 kr. m. sölusk. MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR Bernska MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR — BERNSKA Hulda Á. Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóöin öll þekkir og ann. Frásögn hennar stendur djúpum rót- um í þjóólífi og sögu. Mann- lýsingar eru skýrar og hisp- urslausar, yljaöar kímni og næmum lífsskilningi. Minn- ingar Huldu munu, ef aö líkum lætur, skipa henni á bekk meö nokkrum þeim löndum hennar sem samiö hafa merkastar minninga- bækur síóustu áratugina. 214 blaðsíöur. Útg. Örn og Örlygur. Verö: 1.198 kr. m. sölusk. GUOJÓN FRIORIKSSON LÖGLEGT EN SIÐLAUST STJÓRNMÁLASAGA VILMUNDAR GYLFASONAR Jón Ormur Halldórsson Stjórnmálasaga sem á enga sér líka. 400 blaösíöur. Útg. Bókhlaðan hf. Verö: 1625 kr. m. sölusk. MTNWIOG i REYKJAVÍK BERNSKU MINNAR Guöjón Friöriksson í bókinni segja nítján Reyk- víkingar, fæddir á árabilinu 1900—1930 frá bernsku- og æskuárum í borginni. Þeir ólust upp viö mismun- andi aöstæöur og lýsa fjöl- breytilegri reynslu úr hinum ýmsu götum og hverfum. Frásegjendur eru 8 konur og 11 karlar, þeirra á meðal: Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands, Guö- mundur J. Guömundsson alþingismaöur, Dr. Gunn- laugur Þóröarson hæsta- réttarlögmaður, Ólöf Ben- ediktsdóttir menntaskóla- kennari, Jónas Árnason rit- höfundur, örn Clausen hæstaréttarlögmaöur, Ágústa Pétursdóttir Snæ- iand auglýsingateiknari, Gestur Þorgrimsson mynd- listarmaöur, Guörún Þórar- insdóttir prófastsfrú, Þor- valdur Guömundsson for- stjóri í Síld og fisk. Bókin er 212 bls. meö fjölda Ijósmynda. Utg. Setberg Verö: 1.375 kr. m. söluskatti MINNI OG KYNNI frásagnir og viðtöl Emil Björnsson Emil Björnsson fyrrum prestur, útvarpsmaöur og sjónvarpsfréttastjóri birtir hér frásagnir og viötöl viö áhrifamikla einstaklinga sem nær allir hafa öölast sess á sögubekk aldarinnar. Þeir eru: Aöalbjörg Sigurö- ardóttir, Brynjólfur Bjarna- son, Guölaug Helga Þor- grímsdóttir, Gylfi Þ. Gísla- son, Halldór Laxness, Hendrik Ottósson, Johanna Egilsdóttii , Jónas Jónsson, María Maack, Ómar Ragn- arsson, Siguröur Nordai og Vigfús Þóröarson. 144 bls. Örn og Örlygur 1.198 kr.m.sölusk. SATT BEST AÐ SEGJA ENDURMINNINGAR JÓNS Á.GISSURARSONAR iagöfst þar a toka og Iöogum t um anduð á vi. Aktm OQ9*r- SATTBESTAD SEGJA Jón Á. Gissurarson Endurminningarnar hefjast á æskuheimilinu aö Drangs- hlíö undir Eyjafjöllum, en þeim lýkur í Reykjavík, þegar höfundur gerist þar skólastjóri. Jón Á. Gissurar- son lýsir fólki og átthögum sínum, rifjar upp námsár og starfsár á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Hafnar- firöi og í Reykjavík. Segir frá dvöl í Þýskalandi Hitlers og bregöur upp skærri mynd af Reykjavík í skugga stríösótta og kreppu. Fjöldi manna kemur viö sögu og skortir höfund hvorki einurð né bersögli. 200 blaösíöur. Útg. Setberg. Verö: 1.150 kr. m. sölusk. SJÓMANNSÆVI Lokabindi endurminninga Karvels Ögmundssonar í þessu bindi segir Karvel frá sjósókn sinni á Hellis- sandi, ísafirði og Njarövík- um. Mikill fengur er aö tveimur síöustu köflunum, leiftrandi frásögn af Ólafi Thors og frásögnum af yfirnáttúrulegum fyrirbær- um, draumum, dulheyrn, hugboöum og aövörunum, en Karvel er gæddur dul- rænum hæfileikum sem hann kann aö nýta sér og öörum til góös. Fjöldi sögu- legra Ijósmynda. 240 bls. Örn og Örlygur 1.298 kr. m. sölusk. STRÍÐ OG SÖNGUR Matthías Viöar Sæmunds- son Sex íslensk skáld lýsa vió- horfum sínum til lífs og dauða, trúar, ástar og listar og rekja leið sína til skáld- skapar. Skáldin eru: Guö- rún Heigadóttir, Matthías Johannessen, Indriöi G. Þorsteinsson, Álfrún Gunn- laugsdóttir, Thor Vilhjálms- son og Þorsteinn frá Hamri. Skáldin rekja þá reynslu sem þeim er minnisstæöust og haft hefur dýpst áhrif á þroska þeirra og lífsviöhorf. Þau eru öll fædd milli stríöa og tóku út þroska sinn á umbrotatímum í sögu þjóö- arinnar. Hér er margt látiö fjúka sem fæstum er áöur kunnugt. — Stríö og söng- ur bregöur upp meitluöum myndum af manneskjunum sem leynast bak viö skáld- skapinn. 196 blaósíður Útg. Forlagiö Verö: 1280 kr. m. sölusk. ÞÁTTASKIL Liv Ullmann Hin þekkta ieikkona Liv Ullmann sló í gegn á nýju listsviði, þegar hún sendi frá sér fyrstu bók sína „Umbreytinguna", sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Nú fáum viö í hendur þessa nýju bók, „Þáttaskir, sem fylgir hinni fyrri vel á eftir. Hér stillir Liv Ullmann sér upp í miöju mannlífsins sem leikari, manneskja og ekki hvaö síst ástfangin kona, sem hlustar, sér, finn- ur, skilur og segir frá. Lesendur munu njóta þess- arar feröar með Liv Ullmann í gegnum brim og boöa mannlífsins og veröa auö- ugri eftir. Þýöandi Guörún Guömundsdóttir. 183 blaðsíöur. Útg. Setberg. Verö: 488 kr. m. sölusk. ÁRBÓKÍSLANDS HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI 1984 Steinar J. Lúðvíksson. Myndaritstjóri Gunnar Andrésson Áöur eru komnar út bækur fyrir árin 1979—1983. Þessar bækur eiga sér enga hlióstæöu. Þær bjóóa vand- virknislega afgreiöslu mála. Efni þeirra er flokkað i efnisþætti og auöveldar þaö mjög notkun þeirra. í hverri bók eru mörg hundruö Ijós- myndir. Meöal efnis í þessu bindi má nefna frækilegt sundafrek Guölaugs Friö- þórssonar, vopnaö rán viö Landsbanka íslands, fræki- lega björgun breskra flug- manna af Eiríksjökli og átakamikiö verkfall BSRB. 351 blaösíöa Útg. Örn og Örlygur Verð: 1.898 kr. m. sölusk. AlðarSpe^ill ALDARSPEGILL — UNDIR HÖGG AD SÆKJA Elías Snæland Jónsson Aldarspegill er bókaflokkur sem hafin var útgáfa á í fyrra og hefur aö geyma nýstár- lega heimildaþætti um ís- lenskt mannlíf og eftirminni- legaatburöi. Viöamesti þáttur þessa bindis er „kollumáliö" svo- nefnda. Aöalpersóna þess máls var Hermann Jónas- son, fyrrverandi forsætis- ráöherra. Hermann var þá lögreglustjóri í Reykjavík og var sakaöur um aö hafa skotiö æðarkollu í Örfirisey. Mikiö var gert úr „kollumál- inu“, sem varð pólitisk bomba ársins 1934. 192 blaösíöur. Útg. Vaka — Helgafell. Verö: 1.297 kr. m. söluak. BRÉFKONRÁDS GÍSLASONAR í umsjá dr. Aöalgeirs Krist- jánssonar Bróf Konráös Gíslasonar til Islendinga, skrifuö á árun- um 1828—1890. 303 blaósíóur. Útg. Stofnun Árna Magnús- sonar. Verð: 1500 kr. m.sölusk. r BRÉFGUNNARS PÁLSSONAR í umsjá Gunnars Sveins- sonar Gunnar Pálsson var í hópi höfuöskálda 18. aldar og orti bæöi á íslensku og lat- ínu. 503 blaösíóur. Útg. Stofnun Árna Magnús- sonar. Verö: 1500 kr. m. sölusk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.