Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 9

Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 9
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1985 B 9 Bókln Guðjón Bogason byggingaverkamaöur: Mér líst vel á bækurnar í ár en er frekar nískur aö eyða pen- ingum, les frekar bækur af bóka- safni. Ég ætla í mesta lagi aö gefa eina bók í jólagjöf en eftir eina eöa tvær vikur mun ég kaupa 2—3 bækur sem mig langar sjálf- ur í. Hildur Þórisdóttir 6ára: Já, mér þykir gaman aö bókum og á eina hillu heima. Skemmtileg- astar finnast mér ævintýrabækur. Ég veit ekki hvort ég fæ bækur í jólagjöf en mig langar í þær. Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðar- maður: Bækur eru svo sannarlega hluti af mínu jólahaldi. Öll fjölskyldan leggst í bókalestur. Ég fer ekkert aö koma upp um mig hvort ég gef bækur í jólagjöf en þaö hefur iðulega verið svo. Sjálfur vonast ég svo sannarlega til aö fá bækur. Rósa Steingrímsdóttir læknafulltrúi: Mór finnst bækur fulldýrar en þær hafa þó sjálfsagt ekki hækkaö meira en annaö. tg reikna meö að eitthvað veröi af bókum í jóla- pökkunum í ár. er hluti jolanna Bókin heldur velli og sækir jafnvel í sig veöriö þó aö nýir og öflugir fjölmiölar og afþreyingartæki komi til sögu. Samt er bókin elsti fjölmiöillinn í nútímaskilningi og mikiö vatn hefur runniö til sjávar síöan Gutenberg fann upp prentlistina. Stund- um er henni spáö hrakförum en þó aö dragi úr bóksölu þegar nýjar og spennandi nýjungar eru á boöstólum rís bókin jafn- harðan upp aftur og sækir fram af endurnýjuðum þrótti. Þannig var þegar sjónvarpiö kom fyrst til landsins. Þegar mesta nýjabrumiö var af því fariö jókst áhugi fólks á aö kynnast ýmsum greinum sem þaö haföi fengiö smjörþefinn Viötal viö Eyjólf Sigurösson formann Félags íslenskra bókaútgefenda af í sjónvarpi og þá var nærtækast aö leita til bókarinnar. Og þannig er þaö nú á tölvu- og myndbandaöld. Fólk vill lesa sér til um ýmislegt af bókum sem þaö hefur kynnst í gegnum nýja tækni. A íslandi hefur bókin þá sérstööu aö hún er tengd jólum og jólahaldi órjúfanlegum böndum auk þess sem íslendingar eru bókelskari frá fornu fari en flestar aörar þjóöir. Þeir vilja lesa á hátíöunum og í skammdeginu og leyfa ímyndunaraflinu aö fljúga þöndum vængjum inn í veröld bókarinnar. Viö óskum fólki gleöilegra bóklestursjóla 1985. Rætt viö Guömund Sigmundsson bóksala í Bókabúö Braga og formann Félags íslenskra bókaverslana Ástæða til að gleðjast yfir því að fólk gefi bækur Eyjólfur: Viö höfum gert nokkurn samanburö á þróun framfærsluvísitölu og bókaveröi undanfarin 5 ár og samanburöur er bókinni í hag. Ég er mjög bjartsýnn á markað- inn nú fyrir jólin. Fólk sem kemur i búöina til mín talar um aö margt góöra bóka sé í boöi þannig aö ekki er ástæöa til aö ætla annað en bókin haldi sínum sessi eins og í fyrra, sagöi Eyjólfur Sigurös- son bóksali og bókaútgefandi í viötali, en hann er formaöur Fé- lags íslenskra bókaútgefenda. — Hvaö er mest einkennandi fyrir bókaútgáfuna núna? — Þaö sem er áberandi núna eru einkum bækur eftir nýja eöa nýlega ísienska höfunda og þekkt- ir erlendir höfundar í þýöingum. Minna er af æviminningum en oft áöur en svipað magn af léttum bókum eins og veriö hefur undan- farin ár. — Hvaö meö titlafjöldann? — Titlafjöldinn veröur eitthvaö á fjóröa hundraö en var kominn upp í 500 áriö 1983. Þaö ár var mjög erfitt fyrir okkur. Þá haföi verið 70—80% veröbólga en í október þaö ár var fyrirskipuð launa- og veröstöövun. Fólk sætti sig ekki viö aö fá mikla krónutölu- hækkun á bókinni frá árinu á undan ofan á launastöövunina. — En hvað meö verðlag á bókum núna? — Hækkun milli ára núna er eingöngu framleiösluveröhækkan- ir. Framfærsluvísitalan hefur hækkaö um 42% á þessu tímabili en hækkun á veröi bóka er 30—40%. í fyrra hækkuöu bækur aö meöaltali um aðeins 15% þannig aö verö á bókum núna er hagstætt. Viö höfum gert nokk- urn samanburð á þróun fram- færsluvísitölu og bókarveröi und- anfarin 5 ár og sá samanburöur er bókinni í hag. Skýringin á þessu er m.a. sú aö viö höfum notiö nýrrar tækni í prentiönaði. Eldri útgefendur segja aö áöur fyrr hafi verið notuö sú þumalputta- regla aö miöa verö bókarinnar viö tvo hluti, annars vegar brennivíns- flösku en hins vegar góöa karl- mannaskyrtu. Við höfum tapaö stríöinu viö brennivínsflöskuna en unniö stríöiö viö skyrtuna. — Hafa ekki breytingar á þjóö- félagsháttum og nýir miölar svo sem sjónvarp og myndbönd haft áhrif á bóksölu? — Viö höfum oft fengið nýja miöla til aö keppa viö okkur. Fyrst héldu menn aö sjónvarpiö og síðan myndböndin tækju frá okkur og þaö geröi þaö svolítiö fyrst en kallaöi jafnframt á nýjar aö- geröir frá okkur. Kvikmyndir eru ekki bara rusl og stundum hafa kvikmyndir, byggöar á góöum sögum, oröið til þess aö gamlir og nýir höfundar hafa aukist í sölu. Þá get ég nefnt hér að sala tímarita hefur aukist og mörg glæsileg íslensk tímarit komið fram sem keppa viö bókina en sú samkeppni er ósanngjörn því aö þessi tímarit eru söluskatts- frjáls meöan fullur söluskattur er greiddur af bókum. Undanþágur frá söluskatti fyrir einstök tímarit hafa veriö háöar duttlungum ein- stakra fjármálaráöherra og stund- um hafa heyrst þau rök frá ráða- mönnum aö hér væri verið aö koma í veg fyrir skattlagningu menningar. En ég spyr á móti. Er réttlátt að skattleggja Nóbels- skáldið okkar meöan t.d. tímarit um matargerö er undanþegiö söluskatti? Bókin í Austurvegi eftir Halldór Laxness kostar 1397 kr. og af því veröi tekur ríkiö 280 kr. í söluskatt. — Teluröu aö breytingar veröi á bókaútgáfu á næstu árum? — Um 80% allra bóka seljast nú í jólamánuöinum en viö höfum hug á því aö breyta þessu aö einhverju leyti. Ég veit til þess aö fjöldi bókaforlaga íhugar nú útgáfu vasabrotsbóka. Aöalvandamáliö liggur í því aö viö verðum aö leita eftir ódýrri prentun erlendis en hingaö til hefur þaö veriö metnaö- ur okkar aö leita til prentiðnaðar- ins hér innan lands. Islenskur prentiönaöur hefur yfir aö ráöa allra nýjustu tækni. Þaö skortir ekkert upp á aö útlit og frágangur geti verið upp á sitt besta. En vasabrotsútgáfa hefur veriö lítil hér innanlands og er því vélvæö- ing fyrir þær ekki fyrir hendi. — En þiö viljið væntanlega halda ykkar jólamarkaði? — Já, ég ætla aö vonast til aö þaö veröi áfram venja á íslandi aö gefa bækur í jólagjöf. Þaö er ástæöa til þess aö gleöjast yfir því aö fólk gefi bækur. í hugum íslendinga eiga jólin og bókin samleiö. Þaö geta engir lifað jólin nema hafa bókina viö hliðina á sér. Ekkert betra en að gefa góða bók Ljósm.: geL Guðmundur: Fólk hefur fram aö þessu komið griöarlega mikiö til aö spá í bækurnar og skoöa en venjulega byrjar salan aö einhverju marki eftir fyrstu vikuna í desember. Bækurnar í ár koma mjög vel út í veröi miðaö viö aðrar vörur. I fyrra hækkuöu þær tiltölulega lítiö og í ár rétt halda þær í eðli- lega vöruþróun. Bókarverðið hefur því verið lægra síöustu tvö árin en oft áöur. Þaö sem fólk áttar sig hins vegar ekki á er þaö aö bækur koma flestar út fyrir jólin og hækka því aðeins einu sinni á ári í veröi meöan hveitipokinn hækkar kannski tvisvar í mánuöi. Þaö ber því meira á þessari einu hækkun. Þetta sagöi Guömundur Sigmundsson bóksali í Bókabúö Braga í samtali en hann er formaö- ur Félags íslenskra bókaverslana. — Hvernig leggst bóksalan í þig fyrir þessi jól? — Hún leggst mjög vel í mig. Þaö viröist ætla aö veröa viöráö- anlegur fjöldi titla en þó mikið meira en nóg úrval. Þetta þýöir meiri sölu á bók aö meðaltali og umfangiö veröur viöráöanlegra fyrir okkur í bókabúöunum. — Hvernig finnst þér þessi íslenska hefö aö fólk kaupi fyrst og fremst bækur fyrir jólin? — Þaö er hefö og viö getum ekki breytt henni og þaö er heldur ekkert athugavert viö hana vegna þess aö ef þú vilt gera vini þínum eöa fjölskyldunni gott þá er ekkert betra en aö gefa henni góöa bók. Hluti af jólahaldinu hjá flestum islendingum er aö kaupa bækur í jólagjafir og hér er mikill lestur í skammdeginu. Þetta er séris- lensk hefö og óvíöa eins vandaöar bækur á markaöi, bæöi aö inni- haldi og handbragöi. Þó hef ég grun um aö útlit bókanna komi til meö aö þróast og breytast. Maöur finnur þaö hjá unga fólkinu aö það er miklu opnara fyrir pappírskiljunum. Þaö er til í dæminu aö fínt þyki orðið og menningarlegt aö hafa fullar hillur af pappírskiljum, útlendum og innlendum í bland. — Nú hafiö þjö hér hjá Bóka- búö Braga sérhæft ykkur í tölvu- vörum. Taka þær ekkert frá bók- inni? — Nei, þær taka ekkert frá bókinni. Ég hef rekiö mig á þaö aö krakkar sem hafa fariö af áhuga út í tölvur leggja tiltölulega mikiö á sig til aö geta lesið ein- stök fagtímarit og fagbækur. Þau mundu ekki leggja eins mikiö á sig ef þessi hvati væri ekki fyrir hendi. Þau sætu ekkert frekar heima og læsu þó aö tölvurnar væru ekki fyrir hendi. Ungt fólk er líka áberandi betur menntaö í erlendum tungumálum en áöur var. — En er þetta þá ekki á kostn- aö íslenskra bóka? — Nei, þetta er mest í sam- bandi viö fagiö sjálft. Áhugamálin í sambandi viö tölvur t.d. eru svo mörg að þaö er óhugsandi að þýöa þaö allt og gefa út í íslensk- um tímaritum og bókum. — En finnst þér yngri kynslóð- irnar halda í þá hefö til jafns viö þá eldri aö gefa bækur í jólagjafir og lesa bækur? — Já, ég get ekki séö neinn mun þar á. Þaö er mjög vinsælt og jákvætt hjá ungu fólki aö fá bækur gefins og gefa. Hitt er svo spurningin hvort bækur þurfi ekki aö breytast eitthvaö í formi til aö höföa meira til unga fólksins. — En þú ert sem sagt bjart- sýnn á bóksöluna í ár? — Já, ég er mjög bjartsýnn. Fólk hefur fram aö þessu komið gríöarlega mikið til aö spá í bækurnar og skoöa en venjulega byrjar salan aö einhverju marki eftir fyrstu vikuna í desember. Annars hafa kreditkortin breytt þessum verslunarháttum talsvert. Nýtt kreditkortatímabil byrjar 18. desember og ég geri ráö fyrir aö eftir þann tíma muni bóksalan stóraukast, um 60% af bóksölunni fari fram meö kreditkortum. — Hvernig eru bókaverslanir búnar undir þaö aö veita viö- skiptavininum góöa þjónustu í þessum mikla annamánuði? — Viö hjá Félagi íslenskra bókaverslana höfum nú fariö út í þaö í fyrsta sinn aö efna til nám- skeiða fyrir afgreiðslufólk. Viö höföum fjögur námskeiö í nóv- ember serr. voru geysilega vel sótt. Ur bókaverslununum í Reykjavík og nágrenni komu um hundraö manns á þessi námskeiö og 25 manns voru búnir aö láta skrá sig á námskeiö á Akureyri en því varö aö fresta vegna veðurs og veröur þaö haldið í janúar. Á þessum námskeiöum er fariö í gegnum þjónustu, sölutækni, framkomu viö viðskiptavininn, bækur og bókaframleiöslu. Viö gerum okkur grein fyrir aö bóka- verslun er mjög sérhæfð og ætlun- in er aö halda áfram aö mennta starfsfólkiö. Viö vonumst til aö þaö skili sér í betri þjónustu og þekkingu. — Hvaö eru margar bókaversl- anir á Islandi? — Þaö eru um 110 bókaversl- anir á íslandi og þær eru svo aö segja í hverjum þéttbýliskjarna. Dálítil breyting hefur orðið meö tilkomu sérstakra bókadeilda í stórmörkuðum. Líkur eru á aö bókaverslanir í framtíöinni veröi stærri en nú er — og færri. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra: Já, hjálpi þér, þó þaö nú væri, bókin er hluti af jólahaldi mínu og minnar fjölskyldu. Við notum jólin eingöngu til að lesa. Ég og konan mín gefum bækur í jólagjöf, t.d. börnunum okkar og það tíðkast að gefa okkur bækur líka. Ef ég á að ráðleggja eitthvað í sambandi viö bækur þá hefur Marques ótrúlega mikil áhrif á mann og ég ætla svo sannarlega aö lesa nýjustu bók hans á íslensku, einnig ætla ég að nota jólin til að lesa Kjarval og ætli í Austurvegi sé ekki einasta bókin eftir Laxness sem ekki er í mínum bókaskáp. Annars er ég ekki verulega vandlátur heldur og les hvað sem að kjafti kemur, svo- kallaðar afþreyingarbókmenntir líka. Valgerður Bjarnadóttir bæjarfulltrúi á Akureyri: Bækur eru hluti af jólahaldi mínu eins og sjálfsagt flestra íslendinga. Yfirleitt hef ég notað jólahátíðina meira eða minna til að leggjast í lestur. Ég held einnig aö ég geti sagt að ég muni gefa bækur í jólagjöf, oft hafa þær verið meirihluti þess sem ég gef. Ég geri líka ráö fyrir því að fá bækur í jólagjöf, mér finnst þaö tilheyra jólunum. Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi: Já, bækur eru hluti af jólahaldi mínu og ég nota hátíðirnar til aö lesa. Annars veldur þaö mér áhyggjum aö það er miklu minni tími til lesturs en áður. Sjónvarpið stelur m.a. tíma svo að minni tími fer í að njóta tónlistar og lesa góðar bækur. Sjálfur gef ég bækur í jólagjafir og hef t.d. lengi haft það fyrir sið að gefa starfsfólki mínu bækur á jólum. Mér eru líka oftast gefnar bækur en það er nú líka ekkert hægt að gefa manni eins og mér annaö. Bókin jólirP^ Sigurjón Helgason verkfræðingur: Ég er nú ekki farinn aö velta nýjustu bókunum mikiö fyrir mér ennþá en bækur eru hluti af mínu jólahaldi. Ég fæ yfirleitt nokkrar bækur í jólagjöf og reyni aö lesa þær eða glugga í þær yfir hátíö- arnar. Sjálfur gef ég bækur. I Elín Guðmundsdóttir myndlistarnemi: Mér líst ágætlega á jólabækurn- ar í ár og vonast til aö fá ein- hverjar þeirra í jólagjöf. Maöur les | yfirleitt yfir hátíöirnar því aö þá er bestur tími til þess. Sjálf ætla ég aö gefa eitthvaö af bókum. Leó Guðlaugsson húsasmiður: Bókin er mikill hluti af minu jólahaldi og ég er alltaf aö vona aö bókin standi sig. Einn bóka- kaupmaöur er ágætur kunningi minn og þegar viö hittumst er kveðjan oftast nær: „Bókin lifi!“ Maður hefur svolitlar áhyggjur af því því aö vídeódótið taki frá bókinni. Sjálfur fæ ég oftast nær bækur í jólagjöf og gef eitthvað sjálfur af þeim. Bókin er hluti af mínu lífi og ég hef þaö fyrir venju aö lesa alltaf á morgnana áöur en ég fer á fætur. Halldóra Halldórs- dóttir 11 ára: Ég er vön aö liggja í bókum og fæ örugglega bækur i jólagjöf. Sjálf ætla ég kannski aö gefa frænda mínum bók í jólagjöf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.