Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 14

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 KLUKKUBÓKIN Vilbergur Júlíusson endur- sagði Nú er komin ný klukkubók meö léttum texta og skýrum myndum. Þetta er litprent- uö haröspjaldabók og hægt að sýna hvaö klukkan er á öllum tímum sólarhringsins, því að vísar klukkunnar eru færanlegir. Bókin á fyrst og fremst að auövelda börnum aö læra á klukku. Útg. Setberg Verð: 350 kr. m. sölusk. KULDASTRÍDIÐ Eric Maltaite Fyrsta bókin í nýjum teikni- myndasöguflokki um leyni- þjónustumanninn 421. Hann er harösnúinn leyni- þjónustumaöur sem nótt eina er vakinn af værum blundi viö hliö elskunnar sinnar. Miskunnarlausir heimsvaldasinnar hyggja á heimsyfirráö og sprengja sprengjur sem hafa þau áhrif aö skyndilega kólnar í heiminum. 421 heldur út í stórhríöina til aö reyna að stööva kuldastríöið. 48 blaðsíður Útg. Forlagið Verð: 375 kr. m. sölusk. LAGT ÚT í LÍFIÐ Ármann Kr. Eínarsson Ný bók eftir hinn vinsæla höfund, Ármann Kr. Einars- son. Lagt út í lífið segir frá ungum pilti, sem er uppfull- ur af framtíöardraumum og er aö byrja aö feta sig út í lífið. Ástin er aö kvikna í brjósti hans og hann aö leggja út á listabrautina og tekst honum þaö erfiðlega í byrjun. Þetta er lífleg og skemmtileg unglingasaga í léttum dúr, sem lesendur Ármanns kunna eflaust vel aö meta. 140 blaösíður. Útg. Vaka — Helgafell. Verð: 640 kr. m. sölusk. LEST ARFERÐIN T. Degens Þetta er fyrsta bókin sem valin hefur veriö til útgáfu í nýjum bókaflokki sem nefn- ist „LJrvalsbækur fyrir ungt fólk“. Þetta er margverö- launuö unglingasaga, óvenju áhrifamikil, raun- sönn og spennandi, blandin notalegri kímni. Sagan ger- ist í Þýskalandi rétt eftir siðari heimsstyrjöldina. 138 blaösíður. Útg. Vaka — Helgafell. Verð 898 kr. m. sölusk. Leynisveitin. og bófarnir á Blístursey^ LEYNISVEITIN Martin Waddell Sögurnar um leynisveitina er nýr bókaflokkur leynilög- reglusagna fyrir börn og unglinga. Tvær fyrstu bæk- urnar heita Leynisveitin og bragöarefurinn brellni og Leynisveitin og bófarnir á Blístursey. Leynisveitin er fjórir ungl- ingar, þau Kaili, Smári, Anna og Bogi. Sögurnar eru aö því leyti nýstárlegar aö lesandinn á sjálfur aö leysa gátuna. Lagöar eru alls kyns vísbendingar fyrir hann i máli og myndum. Aö sögulokum reiknar spæjarinn ungi út stigin fyrir frammistööuna. Jafnast hann á viö Derric eöa er hann algjör byrjandi í fag- inu? 95 bls. Forlagiö 394 kr. m. sölusk. MATREIÐSLUBÓKIN MÍN OG MIKKA Walt Disney Þetta er án efa vinsælasta barna-matreiöslubók sem komiö hefur út á íslensku. Hér er aö finna fjöldann af skemmtilegum og auöveld- um mataruppskriftum fyrir stráka og stelpur, svo sem þessar: Bláberjaterta Jóa- kims frænda, Súkkulaöi- búöingur uglunnar, Ban- anasheikiö hans Grána, Hókus, pókus-kjúklingar, Pönnukökurnar hans Mikka Mús, Hamborgararnir hans Andrésar Andar, Plútó- pylsur, Litlu pizzubrauöin Grislingsins, — og fjöl- margir aörir skemmtilegir réttir. Bókin er 80 bls. í stóru broti og öll litprentuð. Guörún Hrönn Hilmarsdótt- ir þýddi og staöfæröi. Útg. Setberg Verö: 687,50 kr.- MERKISAMÚRÆJANS Katherine Paterson Katherine Peterson er margfaldur verölaunahöf- undur í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Þessi hörkuspennandi unglinga- bók lýsir ævintýralegri leit drengs aö fööur sínum, glæsilegum stríösmanni keisarans, sem hann hefur aldrei séö. Vel skrifuö bók sem öll fjölskyldan hefur ánægju af aö lesa. Þýöandi: Þuríöur Baxter. Úr erlendum blaöadómum: „Áhrifamikil og heillandi" (Library Jour- nal). „Einstaklega hrífandi og spennandi bók“ (Publ- ishers Weekly). „Fögur bók“ (Best Sellers). 144 bls. Útg.: Bókaútgáfan Nótt Verð: Innbundin 775 kr. m. sölusk. Kilja 575 kr. m. sölusk. ÁRMANN KR &NARSS0N ÓVÆNT ATVIK í ÓBYGGDUM Ármann Kr. Einarsson Óvænt atvik í óbyggöum er fjórða bókin í bókaflokknum Ævintýraheimur Ármanns. Hún fjallar eins og hinar bækurnar um ævintýri fé- laganna Óla og Magga. Aö þessu sinni eru þeir staddir í óbyggöum islands viö vörslu giröinga fyrir sauö- fjárveikivarnir. Og þar ger- ast ýmis óvænt og spenn- andi atvik. Þetta er úrvals- barnabók eftir þennan sívin- sæla höfund. 118 blaösíður. Útg. Vaka — Helgafell. Verö: 595 kr. m. sölusk. PÖNDU-BÆKURNAR Oda Taro Hér byrjar nýr bókaflokkur fyrir lítil börn. Bækur meö stóru, greinilegu letri og frá- bærum litmyndum. Fyrstu þrír titlarnir eru: „Panda læknir“, „Panda könnuöur“ og „Panda töframaður". Bækurnar eru innbundnar og hver þeirra er 32 bls. að stærö. Sem sagt röð Ijúfra smábóka til aö lesa fyrir lítiö fólk. Vilbergur Júlíusson skólastjóri þýddi og endur- sagöi. Útg. Setberg. Verð: 188 kr. m. sölusk. hver bók RASMUS KLUMPUR í KYNJASKÓGI Carla og Vilh. Hansen Andrés Indriöason þýddi. 32 bls. Örn og Örlygur 190 kr. m. sölusk. RASMUS KLUMPUR í UNDIRDJÚPUNUM Carla og Vilh. Hansen Andrés Indriöason þýddi. Rasmus Klumpur og félagar hans eru orönir vel kunnug- ir yngstu lesendunum því alls eru komnar út 15 teikni- söguhefti meö hinum fjör- ugu og saklausu ævintýrum þeirra. 32 bls. Örn og Örlygur 190 kr. m. sölusk. Bók er best vina RASMUS KLUMPUR Á PÍNUKRÍLAVEIÐUM Carla og Vilh. Hansen Andrés Indriöason þýddi. 32 bls. Örn og Örlygur 190 kr. m. sölusk. RASMUS KLUMPUR OG SÓTILESTARSTJÓRI Carla og Vilh. Hansen. Andrés Indriöason þýddi. 32 bts. Örn og Örlygur 190 kr. m. sölusk. Sagan af Dimmalimin SAGAN AF DIMMALIMM Guömundur Thorsteins- son, Muggur Ein mesta perla íslenskra barnabóka, Sagan af Dimmalimm, kemur nú út í nýrri útgáfu og breyttu broti. Myndirnar af litlu kóngs- dótturinni, svönunum og kóngssyninum unga þykja nú einhver dýrlegustu lista- verk, sem Muggur lét eftir sig. Sagan af Dimmalimm kemur nú út á fimm tungu- málum, íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku. 32 blaðsíður. Útg. Vaka — Helgafell. Verð: 375 kr. m. sölusk. SEXTÁN ÁRA í SAMBÚD Eðvarð Ingólfsson Sextán ára í sambúð er sjötta bók Eövarös og f jóröa unglingasaga hans. Hún er sjálfstætt framhald met- sölubókarinnar Fimmtán ára á föstu sem fékk fá- dæma góöar viötökur í fyrra. Sextán ára í sam- búð gefur þeirri bók ekkert eftir. í sögunni eru miklar sviptingar en hún er skemmtileg og hlýleg og lætur engan ósnortinn. Þannig bækur vilja ungling- arnir eiga og þær bækur er gaman aö gefa þeim. Þaö er alveg pottþétt! Sextán ára í sambúð — pottþétt unglingabók. 168 blaðsíður. Útg. Æskan. Verö: 785 kr. m. sölusk. TÓTA TÆTUBUSKA Kamma Laurents Sagan um Tótu tætubusku er bæöi skemmtileg og lærdómsrík. Tóta er fjörug stúlka, sem rífur og tætir, hvaö sem fyrir veröur. Allt í einu snýr hún blaöinu viö. Hversvegna? Svariö kemur fram í sögunni, sem öll er í bundnu máli og má syngja undir laginu: Kátir voru karlar. Á hverri opnu er litmynd eftir hinn kunna danska listamann R. Storm-Petersen. Stefán Júlíusson islenskaöi bók- ina. 40 blaösíður. Bókaútgáfan Björk. 150 kr. m. söluskatti. Æ, ÞETTA ER SÁRT Hans Peterson og llon Wiklund. Sigrún Á. Eiríks- dóttir þýddi Spennandi saga og um leiö kennslubók í skyndihjálp, gefin út í samráöi viö Rauða krossinn á islandi. Tvíbur- arnir Pétur og Petra eru hjá afa og ömmu í sumri og sól í sænska skerjagarö- inum og lenda í ýmsum ævintýrum og óhöppum. En amma kann ráö viö öllu . . . Spennandi og fróöleg bók fyrir börn 4—10 ára. 64 blaðsíður með mörgum myndum. Útg. Almenna bókafélagið. Verð: 525,00 kr. m. sölusk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.