Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 28 Minning: Friðrik Sigurbjörns son lögfræðingur Fæddur 2. september 1923 Dáinn 20. mars 1986 Þegar ég nú ses* niður til að minnast góðs vinar og drengskapar- manns í þess orðs fyllstu merkingu, hrannast upp minningamar, bjartar og skírar. Svo margar að erfítt verður að koma þeim saman í fáum orðum. Allt frá því er okkar kynni hófust, hefir þar ekki borið skugga á. Dugnaður hans, vilji og athafna- semi var slík að með henni hreifst ég ósjálfrátt. Við hjónin áttum þvf láni að fagna að eiga hann að vini, komum heim til hans og hans góðu fjölskyldu og nutum þeirra frábæru gestrisni. Það er orðið langt síðan fyrstu fundum okkar bar saman. Og eftir fyrstu kynni urðu þau fleiri og fleiri. Friðrik var einlægur náttúruunn- andi og -skoðari og þær stundir sem hann varði í þá þætti lífsins voru bæði margar, notadtjúgar og árangursríkar. Á þeim vettvangi fór ekki margt framhjá honum. Ferðir hans upp í Hvalfjörð og um hálendi voru margar og eftir að hann var hjá mér um skeið í Bfldsey varð Breiðifjörðurinn og eyjamar honum eftirsókn. Ég man eftir gleðinni og óþreytandi skýringum hans á því sem hann naut í eyjunni og varð til þess að hann eirði ekki fyrr en hann hafði eignast eyju, Tungueyj- amar svonefndar í Dalasýslu. Þar byggði hann mjög smekklegt og veglegt hús og geymslur og þar naut hann sín svo vél og undravert hversu margir komu þangað og hve hann var ekki í rónni ef sól skein fyrr en hann var kominn í eyjamar. Taka myndir, athuga lífíð allt um kring, skrifa athuganimar niður og svona mætti lengi upp telja. Auðvit- að stóð fjölskyldan með honum og naut góðs af. Við Friðrik vorum ekki í vafa um að hreina sjávarloftið og gróðurilmur eyjanna var einhver besta andlega næring sem lífið hefír upp á að bjóða. Og svo þegar hugsað var til andstæðnanna, skemmtanalífsins í misjöfnum sal- arkynnum kvöld og nætur var ekki erfítt að velja. Friðrik kunni líka að meta þetta og oft blöskraði mér hvað hann lagði mikið í þessar aðstæður. En hann naut þess inni- lega. Penni Friðriks var frábær og hann kunni það sem ýmsum hefir reynst erfítt, að koma miklu fyrir í lítilli grein, skýra svo vel það sem hann var að fjalla um að það gera ekki aðrir betur. Stutt viðtöl meðan hann starfaði á Morgunblaðinu ber þess skímst vitni. Þar var réttur maður á réttum stað. Tryggari vin og einlægari gat maður ekki átt. Handtakið hans var þannig að það fylgdi manni áfram. Bréfin hans og bæklingamir og bækumar sem hann sendi mér, varðveitast. Þar eru margar hugsanir sem hafa yljað mér um dagana. Þegar Friðrik gekk að starfí var hann hamhleypa og ekki taldi hann mínútumar ef hann sá þörfína og gat orðið að gagni. Prúðmenni var hann og þakklátur. Hann var gæfuríkur, átti sannkrist- ið heimili þar sem móðir og faðir beindu á gæfuveginn. Hann eignað- ist góðan lífsförunaut, gott heimili. Um þetta ræddum við oft og okkur kom saman um að ekkert væri eins gott í lífínu en trúin á frelsarann góð fjölskylda og heimili. Leita fyrst guðsríkis og þá mun allt veitast að auki. Sannindi þessara orða mat Friðrik alla tíð, lítillátur, þakkiátur og í öllum veikleika sterkur. Mér og mínum er því að honum mikill sjónarsviftir og missir að eiga nú ekki vin á braut, glaðan og reifan. Hann kvaddi alltof fljótt. Vinahóp- urinn er fámennari og litminni. Ég get ekki annað en minnst kveðunnar sem ég fékk á 70 ára afmæli mínu og jólabréfanna allra. Með sömu orðum gæti mín kveðja nú verið. Við gátum á skemmtilegri samleið miðlað hvor öðrum, bætt hvor annan upp, ef ég má svo að orði komast. Kynnin voru báðum ávinningur. Það fer ekki milli mála. Ég á honum mikið að þakka og það sem hann gaf mér varðveiti ég eins og helgan dóm. Á okkar heimili voru hann og hans fjölskylda au- fúsugestir. Það syrtir að er sumir kveðja, segir Davíð Stefánsson og undir það get ég tekið af heilum huga. Það syrtir að í vinahópi þegar Friðrik kveður, en trúin segin Heil- ög höndin, hnýtir aftur slitinn þráð. Það er rétt og í þeirri vissu er góður vinur kvaddur. Hafi hann þökk fyrir allt. Við vorum ekki í vafa um endurfundi. Guð er góður. Ég sendi svo ástvinum innileg- ustu samúð frá okkar fjölskyldu og bið vini mínum farsællar ferðar til ódáinsakra eilífrar og nýrrar tilveru þar sem honum er fagnað af vina- hópi og hann fær að meðtaka góðra þjóna laun. Guð blessi minningu Friðriks Sigurbjömssonar. Arni Helgason, Stykkishólmi. Rúm 32 ár em liðin frá mínum fyrstu persónulegu kynnum af Frið- rik Sigurbjömssyni. Fram að þeim tíma vissi ég aðeins hver hann var, veitt athygli hinni glæsilegu prúð- mennsku, ávallt þýður í viðmóti, ávallt glaður. Af gaumgæfínni íhugun og langri reynslu tel ég Friðrik og fjölskyldu hans í hópi einlægustu og mætustu vina móðurbróður míns, Sigurgeirs Falssonar fv. kaupmanns í Bolungavík, frá Homi á Homströndum, er var sérstaklega vandur í vali sinna nánustu vina. Mér er og í bamsminni hin miklu viðskipti Sigurgeirs og föður Frið- riks, Sigurbjamar Þorkelssonar kaupmanns, með harðfísk úr Bol- ungavík. Mér fannst svo mjög til um fyrstu persónulegu kynnin við Dóm og Friðrik í Falshúsi í Boiungavík, embættisbústað lögreglustjóra, sem afí minn byggði. Ég leitaði eftir orðum, sem gætu lýst á nægilegan hátt, löngun minni og þrá að fá að koma inn í húsið, sem var og er mér afar kært. Dymar opnuðust, á móti mér streymdu sveiflur mikillar fegurðar og fyrir eyrum mér ómaði hin yndislegasta tónlist, háleit og guðdómleg. Vertu velkominn ómaði fyrir eymm mér frá vömm þeirra hjóna. Að reyna með orðum að lýsa hrifningu minni, væri alveg von- laust. Þau leiddu mig um húsið, sem ég átti hugljúfar minningar um. í Falshúsi hefur að sögn móður minnar verið alveg sérstakur and- legur kraftur. Ég starði undrandi um stund, án orða. Aldrei hef ég á degi eða nóttu augum litið neitt, sem hægt væri að líkjá við hinar ástúðlegu andlegu vemr, sem birt- ust þannig í fullri dagsbirtu í Fals- húsi í Bolungavík. Friðrik Sigurbjömsson var ekki líkur neinum manni öðmm, sem ég hefí kynnst. Hann hafði sérstæðan sterkan og einlægiega drengilegan persónuleika sem hafði þau áhrif á mig, að mér varð vel við hann og mér leið jafnan vel er ég var í ná- vist hans. í Bolungavík hafa setið margir merkir menn og sumir merkir ver- aldlegir höfðingjar. Fremstan í flokki þeirra má telja Friðrik lög- reglustjóra. Friðrik var vel lærður höfðingi á veraldar vísu. Friðrik lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Því miður bára Vest- fírðingar ekki gæfu til þess að kjósa Friðrik á Alþingi. Hann myndi þó að líkum, ef hann hefði átt sæti á Alþingi hafa lyftýmsum Grettistök- um fyrir Boiungavík. Síðustu samvemstundir okkar Friðriks vom fyrir þremur vikum, þá hafði feigðin þrýst merki sínu á hann. Hann kvaddi mig fullur bjart- sýni, að hann kæmist yfír veikindin. Friðrik hefír nú verið kaflaður til starfa á æðra tilvemsviði, en miklu fyrr en æskilegt var. En þótt sannfæringin um fram- hald lífsins sé ömgg, er sárt að kveðja kæran vin, þótt ódauðleika- vissan bijóti sárasta broddinn. Samvistum er lokið, en aðeins um stund. Friðrik er nú borinn af engl- um Guðs á æðra tilvemsviði að loknum jarðneska áfanganum. Hugsum um látinn vin með hugarró, með glöðum huga og með bæn. Eiginkonu hans Halldóm, bömunum Friðrik, Þorvaldi og Unni Ástu, bamabömum, tengdaböm- um, móður og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Ég þakka Guði fyrir viðkynning- una við Dóm og Friðrik. Helgi Vigfússon Það er bjartur dagur, sem andar svölu sjávarlofti. Störin við ána á Kiðafelli bælist undir fótum okkar, hún er farin að finna fyrir kulda haustsins. Mágur minn og vinur gengur við hlið mér. Hann þekkir hveija hæð, hvem dranga og skoming í þessu landi feðra sinna. Allt er honum jafn kært: Fuglinn sem flögrar eða steinvalan, sem liggur lífvana í Qöranni. Með orðum sínum gefur hann umhverfinu meiri dýpt og myndin festist í minningunni. Nú dreg ég hana fram og finn að hún er ein af kæram perlum minning- anna, þegar sá er horfinn, sem gætt hefur hana lífí. Á öllum stómm stundum sorgar og gleði lágu leiðir okkar saman. Stundum var um langa vegu að fara, yfír SigluQarðarskarð, að fermingu elstu bama okkar hjóna. Svo styttist leiðin, er við fluttumst til Reykjavíkur, og þá hittum við Friðrik og Dóra oftar og alitaf var jafn gott að koma að Harrastöðum, eitthvað svo hlýlegt og allt svo velkomið. Friðrik var mikill náttúmunn- andi. Eyjamar þeirra á Breiðafírði vom hans konungsríki. Hugur hans var tengdur þeim og þangað fóm þau hjónin, þegar færi gafst. Það var ógleymanlegt að koma þangað: Þá var bjartur dagur og andaði hlýju og vor í iofti. Á ströndinni stóðu þau Dóra og Friðrik og buðu okkur velkomin og við áttum þama stundir, sem vom ævintýri líkan Óspillt náttúran, fuglalífíð, litla húsið — friðnum og kyrrðinni yfír þessum breiðfírsku eyjum verður ekki með orðum lýst — en samt er þar straumþungt eins og í iífinu sjálfu. Nú, þegar kveðjustundin er mnn- in upp, vil ég sjá hann á ströndinni ókunnu og við hlið hans stendur hundurinn hans tryggi, það er fuglasöngur í lofti og lítill selur stingur höfðinu upp úr lygnum sjáv- arfletinum, allt er baðað í sólskini því að nú er sumar. Blessuð sé minning hans. Herdís Helgadóttir Sérhvert líf er frá upphafí mark- að endalokunum. Það er sama á hvem hátt hinu jarðneska lífi lýkur, alla ævina hefur það borið dauðann í sér. Því skal ekki æðrast þegar andlát ber að höndum, heldur taka þeim örlögum með stillingu, og ekki láta harm og söknuð buga sig. Sama hlutskipti bíður allra. Ást- vinamissir er sárasta reynsla, sem maður getur orðið fyrir. Söknuður og sorg er því eðlileg fylgja. En lífið býr yfír mætti til þess að sigrast á sorg og kvöl. Við fráfall vinar hrannast minn- ingamar upp. Margra ára samfelld skólasamvera, ásamt nábýli og sameiginlegum vinum og áhuga- málum, tengir menn órjúfanlegum böndum og þegar uppúr þessum þáttum sprettur náin og kær vin- átta, fer ekki hjá því að tómleiki myndist í sálinni við fráfall slíks vinar. Friðrik Sigurbjömsson fæddist 2. september 1923 í Reykjavík. Foreldrar hans em Sigurbjöm Þor- kelsson, kaupmaður, og síðar for- stöðumaður Kirkjugarða Reykja- víkur, sem þekktur er sem Sigur- bjöm í Vísi, og seinni kona hans, Unnur Haraldsdóttir. Sigurbjöm andaðist fyrir allmörgum ámm, en Unnur lifír mann sinn. Við Friðrik urðum nágrannar árið 1939, en kynni okkar urðu ekki náin fyrr en á menntaskólaár- unum, en hundraðasti stúdentsár- gangur Menntaskólans í Reykjavík, árið 1946, var árgangur okkar. Friðrik var prýðilega greindur maður og fjölhæfur, og áhugamálin mörg. Hann átti létt með nám og var einstaklega fróður um ótrúleg- ustu og fjölbreytilegustu efni. Hann hélt dagbækur um langt árabil, og í þeim mun m.a. að fínna margvís- legan fróðleik frá ámm síðari heimsstyijaldarinnar og hemámi íslands. Hann var ágætlega ritfær og átti létt með að skrifa, eins og ritstörf hans bera vott um, bæði þýðingar og frumsamin verk, auk fjölda blaðagreina. Einnig sá hann um útgáfu ýmissa ritverka, bæði einnog með öðmm. Friðrik var mikill náttúmlífsunn- andi og undi sér óvíða betur en í nánum tengslum við náttúmna, við dvöl í sumarbústað að Kiðafelli í Kjós og nú síðustu árin einnig í Tungueyjum á Hvammsfirði, en þar byggði hann sér sumarhús fyrir mörgum ámm, og dvaldist þar á hveijum sumri síðan, eins og frí- stundir hans leyfðu. Hann var áhugasamur náttúrafræðingur og náttúraskoðari, og lýsingar hans á lífsháttum og háttemi fugla era minnisstæðar. Hann var alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í náttúmnni. Og ekki má gleyma jarðfræðingn- um Friðriki Sigurbjömssyni. Hann kunni glögg skil á jarðfræði íslands, myndunarsögu landsins og berg- myndunum. Einnig var hann mjög fróður um hverskonar steina og steingerfínga og var vel að sér í jurta- og grasafræði. Friðrik var mikill bókamaður. Hann átti bókasafn gott og mikið að vöxtum, og honum leið vel innan um allar sínar bækur og vildi hafa þær hjá sér og umhverfís sig. Ást á bókum var einn af ríkum eðlis- þáttum hans. Hið listræna eðli Frið- riks kom víða fram. Hann hafði mikinn áhuga á málaralist, og iðk- aði hana í tómstundum. Einnig átti leiklistin itök í honum, og hann bæði samdi og þýddi leikrit, og fékkst við sviðsetningu leikrita og Ieikstjóm. Eins og þessi lýsing gefur til kynna, þá var skemmtilegt að umgangast Friðrik og dveljast með honum á góðum stundum, því að auk þess að vera fróður um menn og málefni var hann glaðvær og hugmyndaríkur og einstaklega ljúfur í allri umgengni. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja Friðrik og Dóm, þessi elskulegu hjón, hvort heldur var í sumarbústað þeirra að Kiðafelli eða í Tungueyjum eða á heimili þeirra í Reykjavík eða Bolungavík, meðan þau bjuggu þar, en að loknu lög- fræðiprófí árið 1953 var Friðrik skipaður lögreglustjóri í Bolunga- vfk, og gegndi hann því starfí í tíu ár. Hann var jafnframt oddviti Hólshrepps um tíma og formaður sjálfstæðisfélagsins Þjóðólfs í Bol- ungavík. Hann var einnig formaður Bókasafns Hólshrepps í nokkur ár, og í náttúmvemdarráði Norður- ísafjarðarsýslu um skeið. Friðrik var blaðamaður við Morgunblaðið árin 1963-1972, en hóf þá störf við Háskóla íslands og var þar próf- stjóri um langt árabil. Á námsámm sínum var hann kennari í nokkur ár við kvöldskóla KFUM, og einnig var hann erindreki Sjálfstæðisflokksins nokkurt skeið. Þá var hann og þingfréttaritari útvarpsins um tíma og einnig var hann stjómandi út- varpsþáttarins „Lög og létt hjal“ einn vetur. Jafnhliða blaðamennsku og prófstjórastörfum stundaði hann ýmis lögfræðistörf, og allt þar til starfsdegi lauk. Hinn 12. ágúst 1950 kvæntist Friðrik eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóm Helgadóttur Ólafssonar, kennara á Akureyri og eiginkonu hans, Valnýjar Þorbjargar Ágústu Ágústsdóttur. Friðrik og Halldóra eignuðust þijú böm, Friðrik, lög- fræðing, kvæntan Laufeyju Þor- steinsdóttur, Þorvald, fomleifa- fræðing, kvæntan Elísabetu Brekk- an, og Unni Ástu, sem er ógift. Bamaböm þeirra Friðriks og Hall- dóm em fjögur. Minningarorð em ekki kveðjuorð. Friðrik flíkaði ekki trúarskoðunum sínum, en hann var heill og sannur í guðstrú sinni, og þó að hann væri ekki oft með nafn frelsarans á vömm, veit ég að hann bjó í hjarta hans, því að hann var einlægur og hjartahreinn. Því lýk ég þessari minningargrein um vin minn, Frið- rik Sigurbjömsson, með orðum frelsarans: Ég lifí ogþér munuð lifa. Við Katrín vottum öllum að- standendum innilega samúð. Jón S. Magnússon í dag verður til moldar borinn Frið- rik Sigurbjömsson, fjölhæfur hug- sjónamaður og drengur góður. Friðrik ólst upp á góðu og trúuðu heimili, foreldrar hans vom Sigur- bjöm Þorkelsson og seinni kona hans Unnur Haraldsdóttir. Faðir hans var Sigurbjöm í Vísi. Sigurbjöm er dáinn fyrir fáum ámm, en Unnur lifír bæði mann sinn og Friðrik, fmmburð sinn, og votta ég þeirri göfugu höfðingskonu mína dýpstu samúð í sorg hennar. Friðrik var fjölhæfur maður og átti mörg áhugamál, var ógleyman- leg stund, þegar hann lýsti ein- hveiju áhugamáli sínu t.d. stein- gerðú laufblaði, fáséðum grip eða bók, að ógleymdum máfunum og ömunum við Breiðaijörð en líf þessara vina sinna hafði hann rannsakað síðustu árin. Friðrik var fæddur náttúmfræð- ingur og það er óbætanlegt tjón, að örlögin höguðu því ekki þannig, að hann gæti helgað sig óskiptur þeim hugðareftium. En Friðrik hefði aldrei orðið vís- indamaður hins dauða bókstafs og andvana forms, til þess var skáld- eðlið of ríkt í honum. Hann leit t.d. ekki á hinn fljúgandi fugl sem dautt efnasamband, sem fyrir mistök blindrar tilviljunar varð að þessu ónáttúrlega ástandi hins dauða efnis — lífí. Friðrik var bókasafnari og átti gott bókasafn og auk þess safnaði hann úrklippum og myndum. Hann safnaði kortum og í raun- Sjá ennfremur bls. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.