Morgunblaðið - 03.04.1986, Page 60

Morgunblaðið - 03.04.1986, Page 60
 60 M MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 fclk í fréttum „Kann vel við Dalgliesh núorðið“ — segir Roy Marsden er leikur lögreglumanninn snjalla Adam Dalgliesh, hinn snjalla leynilögregluþjón Scotland Yard, kannast flestir íslenskir sjón- varpsáhorfendur við úr þáttum sem sýndir voru nú í vetur. Hann leikur breski leikarinn Roy Marsden, sem segist ekki almennilega átta sig á vinsældum þáttanna, en viðurkenn- ir að það sé e.t.v. ekki alveg að marka, þar sem hann hafí aldrei haft gaman af leynilögreglusögum. „En ég kann vel við Dalgliesh núorðið," sagði Marsden í viðtali sem við rákumst á í erlendu blaði nýlega. „Þegar ég fékk hlutverkið velti ég því lengi fyrir mér hvemig persónan ætti að vera. Ég fékk að fylgjast með lögreglumönnum Scot- land Yard í starfi um tíma og þá komst ég að því, að hinn fágaði leynilögreglumaður, sem semur ljóð er raunverulega til. Adam Dalgliesh er annars ösköp venjulegur Eng- lendingur, ekkert sérlega frumlegur eða spennandi. Hann á í vissum erfiðleikum vegna tilfinninga sinna, hann missti jú konu sína á sviplegan hátt og reynir jrfirleitt í þáttunum, án árangurs, að komast í nýtt ástar- samband. Að sumu leyti á ég auðvelt með að setja mig í hans spor, hvað einmanaleikann snertir. Eg kvænt- ist ungur sænskri stúlku, en við skildum eftir 5 ára hjónaband. Síð- an liðu mörg ár áður en ég kvænt- ist aftur. Nú er ég svo heppinn að eiga góða konu, tvo yndislega syni og hafa nóg að gera. Auk sjónvarps- þáttanna sem orðnir eru nokkuð margir og ákveðinn tími fer í að gera á hveiju ári, hef ég fyrir reglu að leika í a.m.k. einu verki á leik- sviði ár hvert. Við erum 20 sem höfum haldið hópinn um nokkurt skeið og sett upp leikrit. í þetta sinn varð „Rosmersholm" eftir norska skáldið Ibsen fyrir valinu. Roy Marsden, leikarinn sem leikur Adam Dalgliesh slakar á heima. Reyndar er það eitt sem mig langar til að framkvæma og það er að gera James Bond-kvikmynd, lausa við allan Hollywood íburðinn sem mér fínnst alveg yfirgengilegur. En það verður víst að bíða, þar sem glíman við Adam Dalgliesh verður á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtfð." Marsden lék nýlega í „Rosmersholm** eftir Ibsen. jóndaprir dómarar? Ihita kappleikja er því oft haldið fram að dómarinn sjái engan veginn nógu vel. Þessir bresku dóm- arar ætla ekki að láta segja slíkt um sig og hafa útbúið sig vel fyrir næsta leik! Rod Steiger var að gifta sig Bandaríski leikarinn Rod Steig- er, sem nú er rúmlega sextug- ur, gekk í það heilaga fyrir skömmu og var sú „heppna" söngkonan Paula Ellis, 27 ára. Brúðkaupið fór fram í London, en þau hjónakomin hafa þekkst nokkuð lengi, búið saman í ein fimm ár. Svipmyndir frá ís- landsmótinu í brids Þeir hafa vakið athygli bræðumir frá Siglufirði fyrir góða spilamennsku, prúðmennsku og sérstæðan stíl. Sveitin varð I fjórða sæti á íslandsmótinu sem lauk á páskadag. Frá vinstri: Jón, Ásgrimur, Bogi og Anton Sigurbjömssynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.