Alþýðublaðið - 09.02.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1932, Blaðsíða 2
AL-Pi«BO.@LAÐIÐ Mýtt mannrán? Var Magnús Jénnsson sýslsa- maðnr tekinn með valdi? v—, Eggert Claessen bra sér ti'l Hafnarfjar'ðíar í gær, tók þar Magnús Jónsson sýslumann og haf'ði hann með sér suður í Kiefla- vík. Þegar panga'ð kom, var sett- ur réttur, en ekki er kunnugt um, hvort Eggert Claessen ger'ði það eða Magnús, en þarna lét Claessen Magnús kveða upp fó- getaúi'skuro um það, að skipstjör- inn á „Kongshaug“ ætti að ai- henda hreppsnefnd Keflavjkur hrepps saitið úr skipimu. Þessi fáheyrða réttarathöfn á sér for- dæmi, þar sem Claesisen hér um ári'ð lét Magnús ganga inn á lítil- fjöriega sekt á norskan skipstjóra, sem hafði flutt töluverðar áfeng- isbirgðir á land, og fangelsi lá við að lögum. Varð stjórnarráð- ið þá að skerast í leikinn, og fékk Magnús þungar ávítanir fyr- ár a'ð láta brúka sig þannig og varð að taka málið upp aftur. Menn sjá hér muninn á vi'ð- bragðshnaðanum, hvort yfirvöld- in eru að vinna. fyrir verkalýð- imn e’ða atvinnurekendurna. Axel Viðisreigms! í Kísia. Lundúnum, 8. febr., UP., FB. Tokio: Japanska stjórnin hefir falið sendiherrum sínum hjá stór- veldunum aö hreyfa viö tillögu. í þá átt, a'ð reynt verði a'ð ná samkomulagi um að hafa 15—20 míina hlutlaust svæ'ði kringum Canton og Shanghai, Tsingtao, Hankow og Tiientsin. Ef hug- tnynd þesisi væri framkvæmd, værji hernaöur í rauninni ófram- kvæmanlegur í Kína, því hers- höfðingjarniir kínversku, s-em ráða lögum og lofum hver á sínu svæði, eiga aðalstoð sína í stór- borgunum. Mundi það því kippa fótunum undan veldi þeirra a'ð hafa hlutlaus svæði kringum borgirnar. Shanghaii sí'ðar : Japanskir sjó- liðsmenn og landhermenn að- stoðuðu tundurspillana í árás- anar Woo-sung-þorpi á sitt vald klukkustunda bardaga náðu Jap- anar Woósung-þonpi á sitt vald kl. 11,45 f. h., en Kínverjar halda enn víginu. Vegna mikiflar þoku hafa flugvélar ekki komi'ð að not- tum í bardögum um vígið. Kínverskir kaupsýslumenn, bamkastjórar og húiseigendur hafa beðið miki'ð tjón af bardögunum í Chapei. Hafa þ'eir boðið hernum hálfa miljón í sáJfurdollurum til þesis að halda uppi baráttu sinni gegn Kínverjum í a. m. k. tuttugu milna fjarlægð frá útjaðraborg- um Shanghai. — Sagt er, a'ð her- inn krefjist tveggja miljóna. Brezki hershöfðinginn Fleming hefir skipað svo fyrir, að ef kín- Björnsson var tekiun með naldi aðfaranótt 20. janúar, en Magnús sýslumiaður drattaðist suður í Keflavík 25. janúar til þess a'ð framkvæma þar hiniar svonefndu yfirheyrslur. En hér fer hann upp á stundina, þegar Claessen krefist. Skeyti kom í gær frá morska sj óm anna samb andiiín u, sem b an n - aði skipshöfninni á „Kongshaug“ að vinna, og er sagt, að hún muni ekki hafa unnið neitt að affermingu skipsins, sem mun langt komiim um það bil, að blað- |'ð fer í prent. Vert er að athnga, að. hmpps- mfnd Keflavíkurhrepps hefir gengið í ábyrgð fgrir pessu salíi, og œtlar panhig að láta verlmlgð- inn gmiða í útsvömm pað, sem tapast ú pví, en ganga má aö því vísu, að eitthvað tapiist, því ýmisiir þefena manna, er sáltið hafa fengið, cru mjög iila stæðir, siök- um þess, hve lágt ver'ð þeir fengu hjá Ölafi Thors fyrir fiskinn (45 kr. á sama tíma og aðrir fengu mii'li 60 og 70 kr.). verskir hernnenn leiti inn á vernd- arsvæði erlendra þjóða, ver'ði þeir tafarlaust skotnir. Fleming hers- höfðingi hefir aðalistjórn á hendi á hinu sameiginlega verndar- svæði ertendra þjóða í Shanghai. í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar á aðalfundi þess, var kosinn for- maður félagsins: Óskar Jönsson. Ritari: Halldór Hallgríms. Gjald- keri: Pétur Árnason. Varaformaður: Sigurður Sveinsson. Á fundinum voru samþyktar eftirfarandi tillögur- „Þar sem slitnað hefir upp úr samningaumleitunum á milli Sjó- mannafélaganna í Hafnarfirðí og Reykjavík annarsvegar og Félags íslenzkra línuveiðaraeigenda hins- vegar um ófyrirsjáanlegan tíma, en hinsvegar ástæða til að ætla, að útgerðarmenn reyni að koma skipunum á veiðar með hlutaiáðn- ingu, þá samþykkir fundur í Sjó- mannafélagi Hafnatfjarðkr, að eigi megi skrá út á nefnd skip, nema eftir þeim samningi, er gilti fyrir árið 1931 með þessum viðauka: Ef skipin sigla til ísfiskveiða eða flutninga, hverjir sem eru, skulu kjörin vera þessi: Kaup háseta: Kr. 250,00 — tvö hundruð og fimtíu — á mánuði og frítt fæði. Kaup matsveina: Kr. 300,00 - þrjú hundruð — á mánuði og frítt fæðh Aðstoðarm^nn í vél: Kr. 450,00 — fjögur hundruð og fimtíu — á mánuði og fæði sig sjálfir. Sjómannafélag Hafnarfjarðai samþykkir að eng'n leiga á línu- bátum eigi sár stað frá hálfu sjó- manna að svo komnu máli, að minsta kosti telur fundurinn sjálf- sagt, að öll slík leigukjör séu áð- ur borin undir stjórn félagsins til umsagnar. Blaðsölndrenglrnir. Margt er það, er vekur athygii aðkomumanna, er þeir koma hér til borgarinnar, en þó fátt meira en blaðasalan á götunum. Þö að auðsjáanlega sé reynt af fremsta megni, að fylgja kröfum tímans, i sem flestum sviðum, þá er það þó víst, að blaðasalan á götunum fullnægir ekki þeim kröfum, sem gera verður til hennar, Blaðadreng- irnir standa í stórum hópum á aðalgötum borgarinnar og öskra hver í kapp við annan, nöfn blað- anna, og ef nokkur vill kaupa blað, ryðjast þeir allir að í einu, og vilja selja sem vonlegt er. En þegar allir eru með sama blaðið, er oft haila erfitt fyrir kaupendur að skera úr, af hverjum þeirra hann á helzt að kaupa, því vitanlega ota þeir þvi allir blaðinu aðmanni, af eins miklu kappi og unt er að beita jundir slíkum kringumstæð- um, en kaupandinn kemst ekki þvers fótar, og neyðist því til að kaupa af þeim, sem frekastur er, einmitt þeim, sem honum þætti æskilegt að ganga fram hjá. — Ef maður er svo heppinn að hitta blaðasala einan sér, ganga við- skiftin með friði og spekt. Það hefir því farið fyrir mér eins og fleirum, að ég forðast að kaupa blöð af þeim drengjum, er þyrpast saman á fjölförnustu götunum, heldur reyni að ná í einhvern af þeim fáu, sem hægt er að fyrir- finna annarstaðar. Þetta sýnir að eins, að blaða- salan er eltki nógu skipulags- bundin, og væri þó aðvelt að bæta úr þessu, ef blaðamennirnir vildu leiðbeina söludrengjunum í þessu efni. Þá er og annað i þessu sam- bandi, sejn vtrt er að minnast á, en pað eru upphrópanir blaða- salanna. Venjulega hrópa þeir upp nafn blaðsins eitt saman, og láta þar.við sitja, í stað þess að bæta við einni eða tveimur íyndnura setningum, um efni blaðsins. Kjarn- góð fyndni kernur vegfaranda alt af í gott skap, svo að kaupfýsi vaknar og hann gengur heim til sín ánægður, — með blaðið í vas- auum. í þessu efni þurfa blaða- drengirnir að njóta leiðbeininga hinna reyndu og orðslyngu blaða- manna; enda ætti þeim að verða það auðvelt, og margur drengur- inn mundi verða íljótnr að nema þessa íþrótt. En til eru þeir menn, sem eru vantrúaðir á þessa Jeið- beininga hæfileíkablaðamannanna, og bendi á það máli sinu til sönn- unar. að þá sjaldan að biaðasal arnir bregði út af venjunni, og bæti við einhverju því sem á að heita fyndni, þá mishepnast það algjörlega, og hefir gagnstæð áhrif á það sem það á að hafa. Þó að ég sé ekki haldin af þessari van- 'trú, þá ryfjast upp fyrir mér eitt dæmi, sem er rétt að benda á. Skíp, með fjölda farþega, lagðist hér að bryggju snemma morguns, og heilsaði höfuðborgin þannig upp á farþegana, að nokkrir blaða- drengir ruddust upp í skipíð og hrópuðu í sífellu með mikilli orð- fimi: Fálkinn, Spegillinn, Stormur og Blygðunarlegsi Jónasar. Litu flestir svo á að eitt blaðið héti, Blygðunarleysi Jónasar, og leizt ekki á blikuna. Eu siðar var okk- ur tjáð, að ein greinin í Stormi (hefði heitið) héti þessu nafni. — En vegna þessa misskilnings, keypti varla nokkur maður þama blað. Okkur var öllum ijóst, að viðkunnanlegra hefði verið, að blaðsöludrengirnir hefðu heilsað upp á okkur farþegana með góðl.ít- Iegri fyndni, í stað þess að gefa okkur þarna strax þefinn athinu pólitíska skítkasti, sem sí og æ er háð fyrir opnum dyrum hér í höfuðslaðnutú. 6—II. 1932. B. S. Togarinn „Sviði“ sekkur. Þegar togariinn „Sviiði" úr Hafn- arfdrði var að komia inn í hiöfn- Ína í Grimisby fyrna mánudag og: beið eftir því að komast í lægi,, rendi annar togarii aftur á bak og rakst á „Svi'ða" og braut borð- stokk hans að aftanverðu og bátaþilfarið. Fór „Sviði" því í við- gerð og kom aftur úr henni á liaugardagsikvöldið. En á sunníu- dagsnótti'nia sökk „Sviði" á höfn- inni í Grimsby. Enn eru ekki kominar fregniir um hvernig á því stóð. Manntjön varð ekki, og líður skipverjum veJ. Á afvGpmmarFáðsteftiDnnt ■ » - ... ; _ j i . . , ' " '* I Genf, 8. febr., UP., FR Sir John Siinon, utanrikasinála- ráðherra Bretlands, hélt ræðu á afvopnunarstiefnunni í dag og kvað Breta vilja afnám kafbáta til hernaðar, afnám gasnotkunar í hernaði, leyfa ekki framvegis að smíða stór herskip, og fall- byssustærð herskipa verði einn- ig takmörku'ð, bann verði lagt við fallbyssum á landi nema iinn- an ákveðinina stærðartakmiarkana o. s. frv. Loks kvað hann Bretland hlynt því, að eigi verði aðrir teknir í herþjónustu en þéiír, sem bjóða sig fram tiil hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.