Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 2
ímyndunarafl rithöfundarins
og ímyndunarafl ríkisins
LÍFLEGARog
litríkar umræður
einkenndu að vanda
hið árlega þing
alþjóðasamtaka
rithöfunda,
PEN-International,
sem haldið var í New
York nú í janúar.
Þingið sóttu skáld
og rithöfundar víða
að úr veröldinni.
Athygli vakti, að
George Shultz,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, var
boðið að ávarpa
þingið í upphafi þess
og spunnust af því
miklar deilur.
Litríkar umræður settu svip á ársþing
PEN-International í New York
PEN var stofnað
árið 1921 og eru
það samtök ljóð-
skálda, leikrita-
skálda, ritgerða-
höfunda, rit-
stjóra og skáld-
sagnahöfunda. Auk bókmennta-
starfanna hafa samtökin beitt sér
fyrir því að fá lausa höfunda, sem
fangelsaðir hafa verið fyrir verk sín,
en jafnframt að því að fá aflétt
ritskoðun, þar sem hún er við lýði.
Síðast en ekki sízt hafa samtökin
reynt að skapa alþjóðlegan vett-
vang fyrir þjóðiegar bókmenntir.
Þetta eru hins vegar ekki hags-
munasamtök.
Fáir bjuggust við nokkru óvæntu
á þessu þingi og varla hefði það
átt að setja allt á annan enda, þótt
Norman Mailer, forseti PEN, hefði
boðið Shultz að ávarpa þingið við
setningu þess. Því miður lét Mailer
framkvæmdaráð PEN ekki vita af
þessu fyrirfram og það var það, sem
gerði útslagið.
Mörgum mislíkaði, að svo hátt-
settur fulltrúi Bandaríkjastjómar
skyldi fá að ávarpa þingið, ekki
hvað sízt ýmsum meðlimum banda-
ríska PEN-klúbbsins. Sá hópur
hefur verið býsna hávær og talið
sig þurfa að standa vörð um sjálf-
stæði sitt gagnvart meintri ritskoð-
un af hálfu hins opinbera. Þannig
komst Susan Sontag, sá frægi rit-
höfundur, svo að orði á þinginu:
„Sem rithöfundar verðum við að
taka upp baráttu gegn því, að ríkis-
valdið verði eflt.“
Doctorow mótmælir
En það var ekki hægt að aftur-
kalla það, sem Mailer hafði þegar
gert. Ef einu sinni var búið að bjóða
Shultz til að koma, þá varð að
standa við það. En þar með var
málið ekki búið. Daginn áður en
Shultz átti að ávarpa þingið, birti
skáldsagnahöfundurinn E.L. Doc-
torow, sem sæti á í framkvæmda-
nefnd PEN, mótmælagrein í New
York Times. Þar kallaði Doctorow
það nánast hneyksli, að þeir, sem
væru í fyrirsvari fyrir PEN-þingið,
skyldu bijóta svo þvert gegn hug-
sjónum samtakanna að samsama
þingið hægri sinnuðustu stjóm, sem
nokkru sinni hefði verið við lýði í
Bandaríkjunum, eins og hann
komst að orði.
Svo fór að Mailer varð að biðjast
afsökunar á einhliða ákvörðun
sinni. Shultz hélt hins vegar ávarp
sitt eins og til stóð. Doctorow lét
samt ekki segjast. Ævareiður yfir
nærvem Shultz lýsti hann því yfir,
að PEN væru „viðkvæm samtök
og hér eru margir erlendir gestir,
sem mátt hafa þjást undir oki
stjómvalda, sem bandaríska stjóm-
in styður".
Þetta varð tilefni mikillar orð-
ræðu á þinginu. Miklu minna var
sagt um önnur lönd, sem gagnrýnd
hafa verið fyrir að styðja kúgunar-
stjómir. Ræðu Amadou-Mahtar
M’Bow, aðalframkvæmdastjóra
UNESCO, var kurteislega tekið, en
hann er því fylgjandi, að vestrænir
fréttamenn starfi undir eftirliti í
löndum þriðja heimsins. Það sem
meira var, enginn mótmælti, er
Omar Cabezas varði blaðaritskoð-
unina í Nicaragua, en hann er yfír-
maður þeirrar deildar innanríkis-
ráðuneytisins þar í landi, sem
stjómar pólitískri innrætingu í
landinu.
Margir þeirra, sem gagmýndu
það, að Shultz skyldi ávarpa þingið,
vissu ekki eða vildu ekki vita, að á
undanfömum sjö árum hafa opin-
berir embættismenn frá mörgum
ríkjum ávarpað þing samtakanna.
í þeim hópi má finna menn eins og
forseta Brasilíu og Venesúela og
fyrrverandi menningarmálaráð-
herra Frakklands, Jack Lang.
Arthur Miller, Nadine Gordimer, Mario Vargas Llosa og Per Wfistberg.
—i
ÍSLENZKAR
SKÁLDKONUR
Á NORSKU
eftírEmilAls
Ivar Orgland heitir
menntamaður einn og
skáld úti í Noregi. Ivar
á marga strengi á hörpu
sinni og á sér mörg merk
áhugamál. Honum er
einkar hugstæður við-
gangur nýnorskunnar, sem svo er
nefnd og hann hefur tekið ástfóstri
við íslenzkar bókmenntir og ís-
lenzka tungu. Mér er til efs, að
nokkur maður útlendur hafi til að
bera meiri þekkingu á inntaki og
umfangi íslenzkra bókmennta en
Ivar Orgland. Honum er þetta þeim
mun hugstæðara að hann er sjálfur
skáld gott og mikill ígrundari orð-
anna. Ivar hefur þýtt verk margra
íslenzkra skálda á nýnorskuna sína
og varið dijúgum hluta ævi sinnar
í þessum kjörreitum. í lok sl. árs
kom út hjá fonna forlaginu í Osló
enn eitt mikið verk Ivars sótt í heim
íslenzkra bókmennta. Að þessu
sinni réðst hann í það stórvirki að
þýða úr verkum sextíu íslenzkra
skáldkvenna frá þvi um sautján-
hundruð fram til vorra daga. Ár-
angur þeirrar elju má líta { bókinni
Dikt Av Islandske Kvinner. Útkoma
þessarrar bókar hefur vakið mikla
og jákvæða athygli I heimalandi
Ivars og þar undrast menn hversu
veigamikill og víðfeðmur hann er
skáldskapur íslenzku kvennanna,
hve þrunginn hann er ást og fómar-
lund, auðmýkt og lífsþrótti.
Knut Hauge skrifar í „Nationen"
sjöunda janúar m.a. „Margt f þess-
um skáldskap er einkar alþýðlegt
og er það vel. Manni verður á að
nefna leikmannsstef. Á það ekki
Ifka hlutverki að gegna í afskekkt-
um byggðarlögum?" En íslendingur
hefur sagt: „I samfélagi okkar sér
Ivar Orgland
ekki mun alþýðukveðskapar og
kveðskapar hinna lærðu. Meðal
okkar eru engir leikmenn. Baðstof-
an, í senn setustofa og svefnstofa
gömlu bæjanna á íslandi, var há-
skóli okkar“.
f Bergens Tidende skrifar þann
fimmta febrúar Sissel Hamre Dags-
land. Kvæðið Ingólfsbrúður (Mar-
grét Jónsdóttir) verður henni lykill
að hinum fslenzka kvennaskáld-
skap. Að einu leytinu einkennist
hann af trúnni á landið, þjóðina og
tunguna ásamt næmi á náttúru og
sögu. Að hinu leytinu sjá konumar
þetta allt útfrá sinni kvennareynslu
og þær lýsa samskiftum kynjanna
undir því sjónarhomi. Hún bendir
á hin mörgu ástarkvæði í safninu.
Á lesa dei atter til liv — heitir
grein eftir Leif Vatle í Bergens
Tidende tíunda febrúar. Hann fjall-
ar m.a. um kvæði eftir Maríu Skag-
an og telur það dæmigert fyrir ís-
lenzkan kvennaskáldskap um aldir
vegna hins hljóðláta viðhorfs til lífs-
ins sem það flytur. Leif hrífst mjög
af kvæðinu „Gleym mér ei“ eftir
Kristínu Sigfúsdóttur og telur það
eina af perlunum f bókinni. Hann
tekur einnig dæmi af kvæðum eftir
Rósu Guðmundsdóttur, Ólöfu Sig-
urðardóttur, Höllu Eyjólfsdóttur,
Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Guðrúnu
Guðjónsdóttur og Guðrúnu P.
Helgadóttur.
Þrettánda febrúar birtist í blað-
inu „Telen“ ritdómur eftir Tor-
björgu Solberg. Þar segir m.a.
„Bókin Dikt av islandske kvinner
er kjörgripur. Ivar Orgland hefur
ráðist í stórvirki og leyst það af
hendi með ágætum. Saga lslands
gömul og ný stígur fram f kvæðum
þessum og í þeim má greina mynd
kvennanna sem við ólík kjör yrkja
um gleði sína og sorgir um vonir
sínar og beyg. En til að sjá og
skilja þá skáldskaparfjársjóði, sem
oss hafa borist handan yfir hafið
frá íslandi fyrir tilstilli Ivars Org-
land, verða menn að lesa þessa
bók.“