Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 ———— C 3 Norman Mailer og E.L. Doctorow. Þar kom þó að, að þingfulltrúam- ir gátu snúið sér að því, sem þeir voru komnir til að hlusta á, en það eru þær leiftrandi umræður, sem svo gjaman hafa einkennt PEN- þingin. Umræðumar nú snerast fyrst og fremst um hlutskipti skálda og rithöfunda, viðhorf þeirra til rík- isins og afstöðu ríkisvaldsins til þeirra. John Updike lýsti hlutskipti sínu með gamansömum hætti: „Eg sendi handrit frá mér og stundum fæ ég hrós og peninga til baka.“ Bjartsýni hans þótti hæfa þessum miðaldra rithöfundi. Hann lifir kyrrlátu lífi fjarri þrönginni, sem einkennir New York. Ábyrgð rithöfundarins Aðrir voru ekki eins jákvæðir gagnvart hlutskipti sínu og ríkis- valdinu. Ungverski skáldsagnahöf- undurinn George Konrad hélt því fram, að ábyrgð rithöfundarins fælist ekki í hollustu heldur árvekni gagnvart ríkinu. Tékkneski útlag- inn og skáldið Jiri Grúsa gerði sér tíðrætt um hatur það, sem ríg- bundin hugmyndafræði og alls konar ismar fæða af sér. Stundum virtist sem umræðumar um heildstæða eða einstaklings- bundna hugmyndafræði væra á góðri leið með að fara út í öfgar þar sem skáldið væri tákn frelsins, en ríkið — hvort sem þar ríkti lýð- ræði eða kommúnismi — tæki óhjá- kvæmilega að sér hlutverk hins illa. Amos Oz frá Israel vísaði þeirri hugmynd á bug, að öll ríki væra jafn slæm. Harmleikur sögunnar er ekki hin viðstöðulausa, vonlausa barátta milli góðra einstaklinga og djöfullegra stofnanna, heidur miklu fremur sífelldir árekstrar milli til- tölulega heiðarlegra og slæmra þjóðfélaga. Nákvæmara væri að segja hið sífellda hugleysi tiltölu- lega heiðarlegra þjóðfélaga í hvert skipti, sem þau standa andspænis miskunnarleysi þeirra þjóðfélaga, þar sem kúgunin ríkir. Oz lagði áherzlu á, að rithöfundar ættu umfram aðra að gera greinar- mun í þessu efni og hann hafnaði þeirri skoðun, að öll ríki væra jafn ill. Andstæðumar á þinginu urðu skarpari, er nóbelsverðlaunahöf- undurinn Saul Bellow tók að ræða um bandaríska drauminn og komst að þeirri niðurstöðu, að lýðræðið hefði reynzt mjög vel. Gunter Grass frá Vestur-Þýzkalandi andmælti og skoraði á Bellow að heimfæra skoð- anir sína yfir á örbirgðina í Suður- Bronx í New York. 'Þetta þótti klaufaleg atlaga frá manni, sem að jafnaði leiftrar af ímyndunarafli og framlegri hugsun. Bellow svaraði þessu með hæg- látum virðuleika. „Ég var bara að segja, að heimspekingamir, sem börðust fýrir frelsi á 17. og 18. öld, lögðu grandvöll að þjóðfélagi, sem er að mestu leyti fijálst. Ég sagði ekki, að hvergi væra fýrir hendi staðir, þar sem fátækt ríkti.“ Vargas Llosa frá Perú sló á mjög dapra strengi, er hann ræddi um félaga sína úr hópi rithöfunda í Mið- og Suður-Ameríku. „Sú skoð- un er útbreidd, að rithöfundar hafi einkaleyfí á skarpskyggni í pólitísk- um efnum og að stjómmálamenn hafi einkaleyfi á pólitískri skamm- sýni. En jafnvel miklir rithöfundar geta verið gersamlega blindir í póli- tiskum efnum og ljáð álit sitt, hugarflug og ímyndunarafl í þjón- ustu stjómmálastefnu, sem myndi þýða endalok þess, er þeir vilja skapa, ef hún yrði framkvæmd. í Rómönsku-Ameríku getur það auð- veldlega gerzt, að við föram frá Pinochet yfír í gulagið. Það vantaði ekki nöfn frægra manna á þinginu. Þar mátti sjá nóbelsverðlaunahöfunda eins og Saul Bellow, Czeslaw Milosz og Claude Simon auk manna eins og leikrítaskáldið Arthur Miller og Per Wástberg, forseta PEN-Intemat- ional. (Heimildir: Die Zeit, Time o.fl.) í löngum formála Qallar Ivar um þróun íslenzks skáldskapar frá dróttkvæðum gegnum dansa, rímur og vikivaka til nútimalegri forma. Hann gerir nokkra grein fyrir ferskeytlunni og bendir á hve djúpum rótum hún stendur í hugarheimi Islendinga. Hann gerir stuttlega grein fyrir hverri skáldkonu byrjar á Steinunni Pinnsdóttur í Höfn sem er uppi um sautján hundruð en lestina rekur Álfheiður Kristveig Lárusdóttir fædd 1956. ## í norska ríkisútvarpinu var þriðjudaginn 4. mars flutt viðtal við Ivar um þýðingar hans og hinar íslenzku skáldkonur. Þættinum stýrði Erling Lagereid og viðtálið, sem var tvíflutt þennan dag, fór fram á nýnorsku. Allir þeir sem um þýðingar Ivars hafa fjallað lofa verk hans hástöfum um leið og þeir undrast kliðmikinn og vandaðan skáldskap íslenzku kvennanna. í löngum formála fjallar Ivar um þróun íslenzks skáldskapar frá dróttkvæðum gegnum dansa, rímur og vikivaka til nútímalegri forma. Hann gerir nokkra grein fyrir fer- skeytlunni og bendir á hve djúpum rótum hún stendur í sögu og hugar- heimi íslendinga. Hann gerir stutt- lega grein fyrir hverri skáldkonu, byijar á Steinunni Finnsdóttur í Höfn sem er uppi um sautján- hundrað, en lestina rekur Álfheiður Kristveig Lárasdóttir fædd 1956. Það getur sýnst ólíklegt áhuga- mál norskum manni að eyða til þess mörgum árum ævi sinnar að yrkja upp á nýtt íslenzk kvæði á minnihlutamál í landi sínu. En þetta skilst betur ef menn þekkja brenn- andi áhuga Ivars Orgland og sam- heija hans fyrir framgangi ný- norskunnar, sem er í rauninni gömul norræna „lesin aftur til lífs“. Fyrir slíka menn er íslenzkan hin tærasta lind og óþijótandi upp- spretta orða og hugmynda, í hana sækja merkisberar „nýnorskunnar“ afl og stuðning. Og má það ekki vera Islendingum fagnaðarefni í hvert sinn er glampar á bókmenntir þeirra meðal annarra þjóða? Að morgni dags era þær sýndar málræktarmönnum á vesturhluta Skandinavíuskaga að kveldi leggja þær leið sína inn í tungur heims- velda. Ivar Orgland tileinkar þetta úrval sitt frægustu konu íslands Vigdísi Finnbogadóttur. Hún má vel við una þessi dóttir og systir skáldkvenn- anna sextíu. Höfundur er læknir FLUGLEIDIR Hluthafafundur Almennur hluthafafundur verður haldinn fimmtu- daginn 15. maí í Kristalsal Hótels Lofteliða og hefst kl. 15.00 en ekki kl. 15.30 eins og auglýst var 15. þessa mánaðar. Dagskrá: Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að núverandi hlutafé verði þrefaldað. Verði tillagan samþykkt breytast samþykktir fé- lagsins samkvæmt því. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins frá og með 12. maí nk. frá kl. 08.00—16.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur kl. 14.00 fundar- dag. Stjórn Flugleiða hf. KVXKMTNDA- HÖFUKDAR ATHUGEÐ: Sj ónvaj’psstöð var á Norðurlöndum hafa hver um sig ákveðið að láta gera stutta leikna kvikmynd fyrir börn tólf ára og jmgri. Þessar myndir skulu vera tilbúnar 1. október 1986 og verða kynntar sem samnorrænn myndafLokkur þar sem hver kvikmynd er sjálfstætt verk. Innlend dagskrárdeild Sjónvarpsms hyggst bjóða út kvikmyndun á handriti er nefnist Elias og örninn. Handritið liggur frammi hjá ritara dagskrárstjóra. Nánari upplýsingar veitir framleiðslustjóri. Tilboðsfrestur er til 5. maí 1986. nrv RÍKISÚTVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.