Morgunblaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1986 t Móðir mín, amma okkar og langamma, ELÍN SIGURBERGSDÓTTIR, Dynskógum 18, Hveragerði, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 25. apríl, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. maíkl. 14.00. Lilja Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN MATTHÍASDÓTTIR, Hafnargötu 75, Keflavfk, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Helga Jóhannsdóttir, Jón Þorleifsson, Matthea Þorleifsdóttir, Sigurður Halldórsson, Páll Daníelsson, Ebba Þorgeirsdóttir, Einar Þorleifsson, Ingibjörg Garðarsdóttir, Elín Þorleifsdóttir, Eyberg Geirsson, Karftas Þorleifsdóttir Clemens, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR menntaskólakennara, Þórunnarstræti 85, Akureyri, sem lést sunnudaginn 27. apríl, verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Brynhildur Hermannsdóttir, Finnur Hermannsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA DANÍELSDÓTTIR, Austurbrún 2, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Jónas Kr. Jónasson, Elfsabet Alexandersdóttir, Lárus Jónasson, Aðalheiður Erla Jónsdóttir, Marfa Lárusdóttir, Lárus Lárusson, Eva E. Jónasdóttir. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJARNI SIGURÐSSON, Berserkseyri, sem lést 22. apríl, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 3. maíkl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti St. Fransiskusspítal- ann í Stykkishólmi njóta þess. Hreinn Bjarnason, Ásdís Halldórsdóttir, Dagbjört R. Bjarnadóttir, Pótur Einarsson, Emil Jónasson, Guðlaug Guðjónsdóttir og barnabörn. t Útför MAGNÚSAR VILHJÁLMSSONAR bifreiðastjóra, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund áður Rauöarárstfg 5, sem lést 22. apríl sl., veröur gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. maíkl. 13.30. Hreiðar S. Albertsson. t Eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, SVEINN ÍVARSSON, Vfkurbraut 13, Grindavík, sem lést á heimili sínu þann 19. apríl sl., verður jarösunginn laugardaginn 3. maí kl. 14.00 frá Grindavíkurkirkju. Lovfsa Sveinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórhallur Á. ívarsson, Jónfna B. ívarsdóttir, Stefán f. ivarsson, Aðalbjörg fvarsdóttir. Guðný Elvarsdóttir, Lovfsa Sveinsdóttir, ElvarÁrni Grettisson, ívar Þórhallsson, Elvar Jónsson, Vilborg Nordahl, Hilmar Knútsson, Minning: Sr. Leó Júlíusson fv. prófastur Fæddur 20. október 1919 Dáinn 18. apríl 1986 Við séra Leó Júlíusson drukkum oft saman kaffi í miðborginni. Þá var jafnan tekið hressilega til orða í glaðværum félagsskap. Séra Leó varði ávallt fimlega málstað þess mannlega í lífinu og sneri vöm í sókn því ríki hans var líka af þessum heimi. Fyrir ungan mann sem þekkti minna guðspjöllin og fann stundum ekki guð sinn var gott að hitta séra Leó. Astvinum hans sendum við félagamir okkar samúðarkveðjur. Asgeir Hannes Eiriksson Upp er mnninn stór dagur í lífí guðfraeðistúdents. Hann er að stíga sín fyrstu skref í kirkjulegu starfí í söfnuði ungs og áhugsams Reykja- víkurprests og studdur styrkri hendi hans. Þetta var æskulýðsdagur safnað- arins. Til liðs við sig hafði prestur- inn einnig fengið fyrrverandi deild- arbróður sinn, sem þá hafði gegnt prestsþjónustu um nokkurra ára skeið og var nú þjónandi í nágrenni Reykjavíkur. Stúdentinum varð starsýnt á unga prestinn. Hlýtt viðmót hans, fáguð og drengileg framkoma, og ytra útlit, sem sameinaði æskufeg- urð og kennimannlegan virðuleika, þessir eiginleikar allir hlutu að verða til þess, að mynd hans festist í minni. Og þar við bættist, að málflutningur hans var slíkur, þegar hann talaði til unglinganna, að hann vakti óskipta hrifningu og aðdáun stúdentsins. Þannig urðu fyrstu kynni undir- ritaðs af sr. Leó Júlíussyni, sem þá var sóknarprestur á Borg á Mýrum og síðast prófastur í Borgarfjarðar- prófastsdæmi. Eftir þennan fyrsta fund urðu kynni okkar talsvert meiri á næstu ámm. Sr. Leó kom oft á fundi í „Bræðralagi, kristilegu félagi stúdenta", sem starfaði um þær mundir af miklum þrótti. En sr. Leó var einn af stofnendum þess félags, þegar hann var við nám í guðfræðideild. Á þessum fundum var hann jafnan mikill aufúsugest- ur, enda fylgdu honum oft á tíðum ferskir vindar, sem fengu okkur stúdentana til að sjá þau mál, sem til umræðu vom, í nýju ljósi. Sr. Leó Júlíusson fæddist í Bol- ungarvík hinn 20. október árið 1919. Foreldrar hans vom hjónin Sigurður Júlíus Sigurðsson formað- ur og Anna Guðfínna Guðmunds- dóttir. Hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófí vorið 1941. Um haustið það sama ár settist hann í guðfræðideild Há- skóla Islands og útskrifaðist þaðan með kandidatsprófí vorið 1945. Á ámnum 1951—1952 dvaldi hann erlendis við framhaldsnám í trú- heimspeki og trúarlífssálfræði. Sr. Leó var settur prestur í Hofsprestakalli í Álftafírði að af- loknu embættisprófí. Hann var vígður 24. júní 1945 og sat á Djúpa- vogi. Árið eftir fékk hann veitingu fyrir Borg á Mýmm, frá 1. mars 1946 og þjónaði þar til ársloka 1981, er hann fékk lausn frá emb- ætti af heilsufarsástæðum. Á starfsferli sínum gegndi hann auka- þjónustu við ýmsar nágrannakirkj- ur um lengri eða skemmri tíma, þegar starfsbræðumir vom fjarver- andi. Einnig fékkst hann talsvert við kennslu, bæði við miðskólann í Borgamesi og Búnaðarskólann á Hvanneyri. Þótti hann afburða góð- ur kennari. Árið 1961 var sr. Leó settur prófastur í Mýraprófasts- dæmi og gegndi hann því embætti til 1971, þegar Mýraprófastsdæmi var sameinað Borgarfjarðarpró- fastsdæmi. Árið 1975 var hann svo skipaður prófastur í Borgarfjarðar- prófastsdæmi og gegndi hann upp frá því prófastsströfum, þar til hann fékk lausn frá prestskap, svo sem fyrr var frá skýrt. Um alllangt skeið átti sr. Leó sæti í stjóm Hallgrímsdeildar Prestafélags íslands. Sr. Leó Júlíusson var mikill kennimaður. Ræður hans, bæði prédikanir og tækifærisræðurj þóttu margar afburða góðar. I málflutningi sínum var hann djúp- hugull og gjörhugull, rökfastur og skýr. Hann var líka stórgáfaður og víðlesinn. En undirstraumurinn sterki var trúin á Guð og hjálpræði hans í Jesú Kristi. Hann var rauði þráðurinn, bæði boðun hans og í hans persónulega lífi. Og það er sannfæring mín, að trúvitund hans hafí sífellt verið að styrkjast og dýpka, eftir því sem á ævina leið. Þá ályktun dreg ég m.a. af allnán- um persónulegum kynnum okkar síðustu árin, sem hann gegndi prests- og prófastsstörfum í Borg- arfírði. Sr. Leó var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gunnlaug Magnús- son Baldvinsdóttir, þau slitu sam- vistum eftir stutta sambúð. Síðari kona sr. Leós er Anna Sigurðardótt- ir frá Akranesi. Þau gengu í hjóna- band 20. febrúar 1955. Þau eiga tvö böm, Nínu og Sigurð Om. Einnig átti sr. Leó eina dóttur, eldri, er Anna heitir. Hún er búsett í Reykjavík. Prófastshjónin á Borg voru góð heim að sækja og gott með þeim að dvelja. Eg minnist nú, með þakklæti, ógleymanlegra og dýr- mætra stunda, sem ég fékk að njóta á heimili þeirra. Þeirri einlægu vináttu, umhyggju og hlýju, sem þau hjónin bæði bjuggu yfír í svo ríkum mæli, gleymir enginn, sem reyndi. Og sú uppbygging, sem veittist í viðræðum við prófastinn og í samfélagi hans, er nokkuð, sem seint verður þakkað svo sem vert væri. Það féll í hlut sr. Leós að setja mig inn í embættið, þegar ég tók formlega við þjónustunni í Garða- prestakalli á Akranesi í ársbyijun 1975. Það mun hafa verið ein fyrsta, kirkjulega athöfnin, sem hann framkvæmdi sem prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis. Fyrir þá fögru og heilögu athöfn verð ég honum þakklátur á meðan ég lifí. Eins og áður er getið, fékk sr. Leó lausn frá embætti vegna van- heilsu, þegar hann var rúmlega sextugur. Hann hafði þá um langt árabil átt við mikið heilsuleysi að stríða. Og síðustu árin var kona hans líka orðin mikill sjúklingur. Hinar þungu sjúkdómsbyrðar voru bomar í æðruleysi og trú, en um hið mikla starf og margvísleg umsvif, sem þjónustan útheimtir, var ekki að ræða, og því var sá kostur tekinn að leggja frá sér hirðisstafínn. Frá Borg fluttust þau sr. Leó og frú Anna suður í Kópavog og áttu þar heima upp frá því. Þar lifðu þau kyrrlátu lífi — í von um batn- andi heilsu. Margt benti til að sú von gæti orðið að veruleika. En skyndilega skyggði yfír. Sr. Leó veiktist hastarlega að morgni hins 18. þessa mánaðar og var látinn innan lítillar stundar. Með sr. Leó Júlíussyni er genginn mikilhæfur kennimaður, vitur og víðsýnn drengskaparmaður. Við, starfsbræður hans í Borgarfjarðar- prófastsdæmi, minnumst hans með mikilli virðingu og einlægu þakklæti fyrir góð kynni og heillarík störf í þágu krikju og kristni í prófasts- dæminu. Við munum hann sem hinn góða bróður, „góða mann, sem ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns“, eins og Ritningin kemst að orði. Frú Önnu og bömunum sendum við einlægar samúðarkveðjur, biðj- um þeim huggunar og styrks frá hæðum í þeirri sáru sorg, sem nú hefir sótt þau heim og að ljós Guðs náðar og kærleika megi lýsa upp veginn, sem ffamundan er. Útför sr. Leós Júlíussonar verður gerð í dag kl. 15 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Björn Jónsson í dag, miðvikudaginn 30. apríl, verður til moldar borinn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík sr. Leó Júlíus- son, fyrrverandi prófastur á Borg á Mýrum. Hann lést föstudaginn 18. apríl sl. Banamein hans var hjartabilun. Ég kynntist sr. Leó er ég hóf störf hjá Ungmennafélaginu Skalla- grími og kennslu við skólana í Borgamesi, haustið 1967, bæði sem samkennara, foreldris- og spilafé- laga hjá Bridgefélagi Borgamess. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans, heldur að þakka honum fyrir samstarf og vináttu ér aldrei bar skugga á. Eins fyrir margar aðrar ógleymanlegar samverustundir er við áttum saman í blíðu og stríðu. Þær voru um margt mikils virði fyrir ungan mann, þar sem tekist var á í skoðunum og viðhorfum til manna og málefna í þrautlausri leit að besta útspili í göngu mannsins í starfí og leik. Þar sem orð og athafnir, von og trú til uppvaxandi kynslóðar skiptu öllu máli er mótar umgjörð þess æviskeiðs er hún er vaxin frá og með rótfestu til geng- inna kynslóða. Leiðir og aðferðir voru grunnstefíð til að nálgast „markmiðið". — En oft óljósar og margbreytilegar og vísa í ólíkar áttir. Á stundum í „reynd" ósættan- legar, að . dómi okkar mannanna. En manninum er í reynd ásköpuð sú hvöt að taka afstöðu til mannlífs- ins í heild sinni, eftir efnum og ástæðum hvers og eins. í slíku lífs- spili var Leó ódeigur baráttumaður, spili sem aldrei var að fullu lokið við, í þeirri fullvissu að alltaf mætti gera betur. í lífsgöngu hans mátti kenna þessa þætti ljóslega. Auðvitað fylgdu þessu högg og árekstrar, skilningsleysi samferðamanna og dofí er særir viðkvæmt hjarta. I stormum lífsins er því mikilvægt að eiga griðastað. Heimilið var sá staður er hann mat mest og best. Það var skjólið er sviptibylir fóru um lífsvöllinn. Anna og bömin voru hans stoð og stytta. Oft hafðif hann það á orði hversu mikill gæfumaður hann væri að hafa átt svo góðan félaga og lífsförunaut að og bamaláni að fagna. Að Borg var gott að koma. Þar ríkti snyrtimennska og fágun utan sem innan dyra, glaðværð, hjarta- hlýja og huggun húsráðenda og barna þcirra. Hvort sem erindið var til prestverka á sorgar- eða gleði- stundum eður að taka í skák eða spil, að ræða það málefni er efst var á baugi. Rætt um eilífðarmálin í friði og ró, án utankomandi skark- ala. Á slíkan fund fór enginn erind- isleysu, þar nutu sín mannkostir hans til fulls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.