Morgunblaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 23
MÓRduksiJÆiÐ^aiíiÐvtífáí^^^ 23 sá sjóður mun sýna meiri og meiri halla, og öll aðhaldsstefna er flogin út í veður og vind. Nei, hér þarf greinilega fleira að koma til en aukin verkefni, sem raunar kalla á fleiri vélar, eða í það minnsta einhveija endumýjun á vélum, og vandamálið verður aftur til staðar og margfalt eftir þijú ár. Eg vil hér á eftir viðra hugmyndir sem ég tel að séu vænlegar til að leysa þetta vandamái, þ.e. offjár- festinguna í vinnutækjum, án þess að til of mikillar þenslu komi, og að jafnframt sé lausn til frambúðar. Fýrst vil ég gera svolitla grein fyrir hvemig verð á þungavinnuvél, t.d. 28 tonnajarðýtu, verðurtil: Innkaupsverð þ.e. fob-verð frá framleiðanda í íslenskum krónum: 4.200.000,00 Flutningsgj. Trygging 1% Tollafgr.gj. 1% Tollur 25% Yörugjald 24% Alagn. umboðs og ábyrgðargj. 10% Söluskattur 25% Samtals 450.000,00 46.500,00 46.965,00 1.185.866,20 1.423.039,40 735.237,06 2.021.901,90 10.109.509.00 Eins og sjá má em tekjur ríkis- sjóðs af þessari vél kr. 4.677.772,50 eða 99,6% á cif-verð, þ.e. verð vélar- innar komin upp á bryggju. Þessi gjöld þarf að staðgreiða þegar vélin er leyst út og tekin í notkun, þannig að fuliur fjármagnskostnaður er kominn þegar á fyrsta degi, áður en vélin er farin að hafa nokkrar tekjur, og hvílir á hvort sem vélin er notuð mikið eða lítið. Ljóst er að verktakar sem eiga nokkrar slíkar vélar em með mikið fé undir í rekstri sínum og einnig liggur mikill gjaldeyrir bundinn í þessum tækjum sem bara ryðga niður og verða verðlaus, ef engin vinna er. Ljóst er að ekki er hægt að selja þessar vélar aftur úr landi þegar á innkaupsverð þeirra leggj- ast 100 prósent gjöld, sem em ekki endurgreidd, þó vélin væri flutt út aftur, og hversu mikið sem unnið væri með vélunum þá næðust aldrei fyrir þeim gjöldum sem greidd hefðu verið, þannig að verktaki gæti selt, og náð viðunandi endur- gjaldi fyrir vélina. Til að breyta þessu, legg ég til að stjómvöld felli niður öll innflutningsgjöld og sölu- skatt af þessum vélum, en taki í þess stað upp þá skyldu að löggiltir vinnustundamælar séu í öllum vinnuvélum og eigendur greiði visst gjald til ríkisins af hverri vinnu- stund, líkt og nú er innheimtur þungaskattur af vömbifreiðum og yrði lesið af þessum mælum 4 sinn- um á ári og þá skyldu menn standa skil á þessum vinnuskatti. Vinnuskatt þennan mætti ákvarða þannig að flokka vélar niður í verðflokka og stærðarflokka og reikna t.d. að líftími vélar væri 10.000 tímar og þá gjald t.d. á hveija vinnustund af vél eins og 28 tonna ýtunni kr. 470,-. Ef eig- andi slíkrar vinnuvélar fengi nú engin verkefni og vildi selja hana, þá gæti hann auðveldlega selt hana úr landi, því hann hefði ekki fjárfest meira en sem næmi notkun og innkaupsverði og væri því ávallt samkeppnisfær á erlendum mörk- uðum, og jafnframt mundi dýrmæt- ur gjaldeyrir skila sér aftur í þjóðar- búið, í stað þess að ryðga niður. Þessi aðferð hefði einnig þann kost fyrir ríkissjóð, að auðvelt yrði að fylgjast með notkun og tekjum á svona vél með söluskattsskil f huga. En nú kynni einhver að spyija, en hvað þá með vélar sem nú em í landinu, og full gjöld hafa verið greidd af? Því er hægt að svara þannig: í dag búum við við vemlegar erlendar skuldir og stefna stjóm- valda er að draga úr þeim, og jafn- framt laga gjaldeyrisstöðu okkar. Ef farið verður út í auknar fram- kvæmdir þá þarf að fjármagna þær og það verður varla gert nema að einhversstaðar komi erlent fjár- magn til, annað hvort í gegnum ríkissjóð eða bankakerfíð, og það gerir heildarstöðuna verri. Því mætti hugsa sér að í stað þess að auka framkvæmdir þá gæfí ríkis- sjóður þeim eigendum vinnuvéla, sem vildu, og gætu selt þær úr landi, kost á að greiða þeim jafn- mikla upphæð úr ríkissjóði og þeir skiluðu í erlendum gjaldeyri fyrir útflutta vél, þ.e. endurgreiddu þeim hlutfallslega aðflutningsgjöldin, síðan gæti ríkið séð í gegnum skattakerfíð hversu mikið af þess- um peningum ætti að skattleggja sem söluhagnað. Með þessu mundi verulegur gjaldeyrir skila sér tii baka, og útgjöld ríkissjóðs yrðu í lágmarki, þetta mundi einnig leysa upp þrýstihópinn. Ef síðan vænkað- ist aftur hagur, og ný verkefni kæmu upp, þá mætti fá inn nýjar vélar án aðflutningsgjalda og skatt- ! leggja vinnu þeirra, og selja þær 1 síðan úr landi að loknu verkefni og fá inn gjaldeyrinn. Þetta gera flest- ar þjóðir Vestur-Evrópu með góðum árangri, og selja notaðar vélar til vanþróaðra landa með innflutnings- reglur eins og ísland og hagnast á. Um þetta mætti rita lengra mál, en nauðsyn sýnist að einhver hafí nú djörfung til að höggva á hnútinn og stokka þetta kerfí upp sem hæfír ekki lengur nútma þjóðfélagi. Höfundur er framkvæmdastjári í Kópavogi. var mun betra en árið áður, nema á Ólafsfírði. Afkoma sjóða félagsins var einnig betri en fyrr. í júní var starfsemi félagsins flutt í hið nýja og glæsilega hús verkalýðsfélag- anna á Akureyri, Alþýðuhúsið, en eignarhluti Einingar í því er um 25%. Á aðalfundinum var - samþykkt tillaga sem lýsir stuðningi við frum- varp til laga sem kveður á um að óheimilt sé að greiða lægri laun fyrir 40 dagvinnustundir á viku en sem nemur framfærslukostnaði einstaklings samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands. Þá var einnig samþykkt meðfylgjandi ályktun vegna Hitaveitu Akureyrar. Ályktun: Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar haldinn 20. apríl 1986 í Alþýðuhúsinu á Akureyri, mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Hitaveitu Akureyrar og meirihluta bæjarstjómar Akureyrar um að lækka gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar um aðeins 3%. Þegar kjarasamningur sá sem undirritað- ur var 26. febrúar sl. var sam- þykktur á félagsfundi í Verkalýðs- félaginu Einingu þann 6. mars var það gert í trausti þess að bæjar- stjóm Akureyrar mundi fylgja eftir ákvæðum kjarasamningsins um 7% lækkun á taxta Hitaveitu Akur- eyrar. Bæjarstjórn Akureyrar hefur brugðist því trausti og telur sér fært að skerða þá litlu kauphækkun sem launafólk fékk, um 10-20%. Jafnframt átelur fundurinn stjóm Hitaveitu Akureyrar fyrir það órétt- læti sem hún beitir þá notendur veitunnar sem eru þannig í sveit settir að hús þeirra eru langt frá tengibrunni og búa af þeim sökum við verulegt hitatap í lögnum veit- unnar, án fullnægjandi lækkunar á gjaldskrá. Hvetur fundurinn stjóm Hitaveitu Akureyrar til þess að bregðast skjótt við og leiðrétta þetta ranglæti hið allra fyrsta. (Fréttatilkynning) W / \\w/ ORYGGISMOnUSTA Þóroddsstðöum v/Skógarhlið. Reykjavík Pósthólt 1101.121 Reykjavik ® 91-29399 - Simaþjónusta gllan sólahringinn Kynnum. í Mjóddmm: Nautapottrétt að hætti Víðis með grænmeti tra Sol h.. Mastró súpur Síld og orafinn karta ö frá íslenskum matvælum h.f. GÐÐ KAUP! • • • Nautahakk HLBOÐ:^, ^ö.OO pr. kg. Kindahakk .00 pr. kg. 298 Komflex 1 kg-158'00 2DANNEYIRK /%r| cn kg. Hveiti 38 r ° Nescaffé Gull Opið til kl.18.30 í Mjóddiiuiienta kl. 18 í Austurstræti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.