Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 B 13 Eskifjörður KJÓSENDUR á kjörskrárstofni á Eskifirði eru 748 og hefur fjölyað um 10% frá síðustu sveitarstjórnarkosning- um. í bæjarstjórn eru 7 fulltrúar og eru 6 listar i fram- boði, en voru 4 árið 1982. í síðustu sveitarstjómarkosningum vom 665 kjósendur á kjörskrá á Eskifirði og var kosningaþátttaka 86,0%. Úrslit urðu þessi: Flokkur Alþýðuflokkur (A) Framsóknarflokkur (B) Sjálfstæðisflokkur (D) Alþýðubandalag (G) Atkvæði Fulltrúar 69 1 152 2 199 3 129 1 Bæjarstjóri Eskifjarðar er Jóhann Clausen og meirihluta bæjarstjórnar skipa fulltrúar Framsóknarflokks og fulltrúi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. FRAMBOÐSLISTAR A-listi Alþýðuflokkur 1. Guðmundur Svavarsson, málningam. 2. Jón E. Haraldsson, bílasmiður. 3. Katrín Guðmundsdóttir, húsmóðir. 4. Asbjöm Guðjónsson, bifvélavirki. 5. Jón T. Guðjónsson, nemi. 6. ÞorbjörgBjarnadóttir, húsmóðir. 7. Jón G. Helgason, nemi. B-listi Framsóknarflokkur 1. Jón I. Einarsson, skólastjóri. 2. Gísli Benediktsson, bankafulltrúi. 3. Júlíus Ingvarsson, skrifstofustjóri. 4. Þorbergur Hauksson, verkamaður. 5. Þorsteinn Sæmundsson, kaupfstjóri. 6. Kristín I. Hreggviðsdóttir, húsmóðir. 7. Magnús Pétursson, rafvirkjameistari. D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Skúli Sigurðsson, verkstjóri. 2. Ingólfur Friðgeirsson, framkvstjóri. 3. RagnhildurKristjánsdóttir, skrifst.m. 4. Anna R. Benjamínsdóttir, fískmatsm. 5. Andrés Elísson, rafíðnfræðingur. 6. Svanur Pálsson, kranastjóri. 7. Jónína Ingvarsdóttir, húsmóðir. G-listi Alþýðubandalag 1. Hjalti Sigurðsson, rafvirki. 2. Margrét Óskarsdóttir, verkamaður. 3. Sigurður Ingvarsson, húsasmiður. 4. Guðrún M. Öladóttir, húsmóðir. 5. Bragi Þórhallsson, tækjamaður. 6. Hildur Metúsalemsdóttir, húsmóðir. 7. Elís Andrésson, vélstjóri. M-listi Flokkur mannsins 1. Sigurður Ó. Jónsson, verslunarmaður. 2. Þorsteinn Hannibalsson, vélamaður. 3. Sveinn Jónasson, afgreiðslumaður. 4. MagneaJónasdóttir, húsmóðir. 5. Þorsteinn Guðmundsson, sjómaður. 6. Níels Þorvaldsson, sjómaður. 7. Stefán Pétursson, verkamaður. E-Iisti Óháðir kjósendur 1. HrafnkellJónsson 2. Þórhallur Þorvaldsson 3. Sólveig Eiríksdóttir 4. Sigríður R. Kristinsdóttir 5. Magnús Guðnason 6. Bjami Björgvinsson 7. Lára Methúsalemsdóttir Guðm. Þ. Svavarsson efsti maður á A-lista „Alþýðuflokkurinn vill efla sjálfstjóm heimamanna og auka ábyrgð kjörinna fulltrúa. Lögð verði áhersla á góða vatnsöflun fyrir byggðarlagið, áframhald uppbyggingar gatnakerfísins, uppbyggingu fyrir aldraða og uppbyggingu heilsugæslustöðvar (H2) í tengslum við dvalarheimilið. Gert verði átak í því að auka fjölbreytni í atvinnulífi bæjar- ins, og fylgst með þeirri þróun sem kann að verða í atvinnulífí bæjarins með hugsanlegri til- komu kísilmálmverksmiðjunn- ar við Reyðarfjörð. Átak verði gert hvað varðar íþróttaað- stöðu. Unnið markvisst að endurbótum og uppbygginu löndunarbryggju við loðnu- bræðslur, og hafíst handa um uppbyggingu smábátahafnar og stækkunar á viðleguplássi fyrir stærri báta. Fótum verði spymt við hvers konar meng- un.“ Jón Ingi Einarsson efsti maður á B-lista „ Að stuðla að því að atvinnu- ástand haldist og það atvinnu- líf sem fyrir er í dag haldi velli þótt svo fari að stórfyrirtæki komi á svæðið. Að vinna að því að þess verði gætt við gatnagerð að lokið verði við hvert verk sem bytjað er á, þ.e.a.s. að lagðar verði gang- stéttir og kantsteinar um leið og slitlag er lagt. Að hlúa að öldruðum og æskunni, ráðinn verði félagsmálafulltrúi, reynt verði að hafa byggingartíma íbúða fyrir aldraða ekki of langan, félagsstörf æskunnar verði efld, unnið verði að upp- byggingu í heilbrigðismálum og sköpuð þar viðunandi að- staða. Áuk þess sem hér hefur verið upptalið að vinna að öll- um þeim málum sem eiga að vera til góðs fyrir íbúana innan þeirra marka sem fjárhags- staða bæjarsjóðs leyfír hveiju sinni." Skúli Sigurðsson efsti maður á D-lista „Sjálfstæðismenn vilja að tekið verði fastar og ákveðnar á gatnakerfinu og að götur verði malbikaðar og gangstétt- arlagningu lokið um leið. Sjálf- stæðismenn vilja að lóða- og skipulagsmál verði forgangs- verkefni á komandi kjörtímabili og nóg verði af lóðum fyrir allar gerðir íbúðarhúsa og atvinnufyrirtækja. Sjálfstæðis- menn vilja að hafnarmálum verði betur gerð skil, t.d. verði byggð smábátahöfn og önnur viðlegupláss verði endurbætt. Sjálfstæðismenn vilja að boð- inn verði út allur skólaakstur og að öll böm hafi jafna mögu- leika á akstri í skólann. Sjálf- stæðismenn vilja að reynt verði að efla atvinnulíf á Eskifirði með t.d. iðngörðum. Sjálfstæð- ismenn vilja láta lagfæra skólp- frárennslislagnir og koma þeim út fyrir stórstraumsfjöru.“ Hrafnkell Jónsson efsti maður á E-lista „E-listinn á Eskifirði lítur svo á að ekki sé hægt að skipta niður þeim verkefnum sem liggja fyrir í forgangsverkefni og síðan önnur verkefni, til þess er stjómun byggðarlags- ins af samtengd, því verður að hafa yfirsýn yfir allt sem til fellur, stórt og smátt. Nokkur stór verkefni munu taka megn- ið af framkvæmdafé bæjarins næstu árin, þar má nefna frá- gang gatna og lagningu slit- lags á þær, uppbyggingu dval- arheimilis aldraðra og heilsu- gæslu, uppbyggingu hafnar, endurbætur á vatnsveitu og uppbyggingu íþróttavallar. Röð og framkvæmdahraði ræðst síðan af afkomu bæjar- sjóðs og framlögum ríkisins til þeirra verkefna sem byggð eru með þátttöku þess.“ Hjalti Sigurðsson efsti maður á G-lista „Lokið verði við dvalar- heimili aldraðra í beinu áfram- haldi af þeim áfanga sem nú hefur verið hafinn, jafnframt verði hafnar framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð (H2), gatnagerð verði hraðað sem mest, gerð verði áætlun um framkvæmdir og lokið verði við allar götur á kjörtímabilinu. Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir því að framkvæmdir við smábátahöfnina verði hafn- ar sem fyrst þar sem neyðar- ástand er nú þegar orðið í þeim málum. Mengun sú sem bræðslan spúir út frá sér dag og nótt stóran hluta af árinu er löngu orðin okkur til skammar — og verður því kröftuglega fylgt eftir að ný reglugerð og starfsleyfi verk- smiðjunnar verði ekki ónýtt pappírsplagg. Fleira mætti telja — en fólki er bent á stefnuskrá okkar.“ Sigurður Omar Jónsson efsti maður á M-lista „Launamál fyrst og síðast. Fólkið hefur til þessa þrælað myrkranna á milli til að byggja upp landið og nú hlýtur að vera kominn tími til þess að fjölskyldumar fái að njóta þess og fjölskyldan geti framfleytt sér á einum dagvinnulaunum. Það er baráttumál Flokks mannsins". Vestmannaeyjar KJÓSENDUR á kjörskrárstofni í Vestmannaeyjum eru 3236 og hefur fjölgað um 10% frá síðustu sveitarstjórn- arkosningum. I bæjarstjórn eru 9 fulltrúar og eru 5 listar í framboði, en voru 4 árið 1982. I síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 2897 kjósendur á kjörskrá í Vestmannaeyjum og var kosningaþátttaka 87,3%. Úrslit urðu þessi: Flokkur Atkvæði Fulltrúar Listi jafnaðarmanna (A) 349 1 Framsóknarflokkur (B) 283 1 Sjálfstæðisflokkur (D) 1453 6 Alþýðubandalag (G) 383 1 Bæjarstjóri Vestmannaeyja er Ólafur Elísson og fulltrúar Sjálfstæðisflokks skipa meirihluta bæjarstjórnar. FRAMBOÐSLISTAR A-listi Alþýðuf lokkur 1. Guðm. Þ.B. Ólafss., tómst. & íþrfulltr. 2. Þorbjöm Pálsson, kennari. 3. SólveigAdólfsdóttir, verkakona. 4. Ágúst Bergsson, skipstjóri. 5. KristjanaÞorfinnsdóttir, húsmóðir. 6. Bergvin Oddsson, skipstjóri. 7. Birgir Guðjónsson, netagerðarmaður. B-listi Framsóknarflokkur 1. Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi. 2. GuðmundurBúason, kaupfélagsstjóri. 3. SkæringurGeorgsson, skrifstofum. 4. Svanhildur Guðlaugsd., verslunarm. 5. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, skrifstm. 6. Ingveldur Gísladóttir, húsmóðir. 7. Jónas Guðmundsson, verslunarmaður. D-listi Sjálfstæðisflokkur 1 .SigurðurEinarsson, útgerðarmaður. 2. Sigurður Jónsson, skrifstofustjóri. 3. Bragi I. Ólafsson, umdæmisstjóri. 4. HelgaJónsdóttir, húsmóðir. 5. Amar Sigurmundsson, skrifststj. 6. Ólafur Lámsson, kennari. 7. Ómar Garðarsson, sjómaður. G-Iisti Alþýðubandalag 1. Ragnar Öskarsson, kennari. 2. Guðmunda Steingrímsdóttir, sjúkral. 3. Elías Bjömsson, form. Jötuns. 4. Jóhanna Friðriksdóttir, form. Snótar. 5. Jón Kjartansson, form. Verklfél. VM 6. Svava Hafsteinsdóttir, starfsst. 7. Þorsteinn Gunnarsson, nemi. V-listi Óháð framboð 1 .BjamiJónasson,framkvæmdastj. 2. SvanurÞorkelsson, lögregiuþjónn. 3. Helga Sigurðardóttir, húsmóðir. 4. GuðmundurE. Sæmundsson, verkstj. 5. Gunnar M. Sveinbjömsson, sjómaður. 6. Hannes Ingvarsson, umsjónarmaður. 7. Kristín Guðmundsdóttir, húsmóðir. Guðmundur Þ.B. Olafsson, efsti maður á A-lista „Við viljum gefa meira en fogur fyrirheit og gefum ekki út langan loforðalista. Minnihluti bæjarstórn- ar er ósáttur við stöðu bæjarkass- ans og allir hljóta að viðurkenna, að greiða þurfi úr skuldasöfnuninni. Því er forgangsmál hjá okkur að taka á fjárhagsvanda bæjarsjóðs og leysa það ófremdarástand, sem þar ríkir. Samhliða og í beinu framhaldi viljum við snúa okkur að framgangi skólamála, atvinnumála og um- hverfis- og heilbrigðismála. Atvinna hefur dregist saman, alvarlegt ástand ríkir í frystihúsunum og því þarf að endurskoða sölukerfi sjávarafurða. Gjaldskrármál bæjar- ins þarf að taka til athugunar og stuðla þarf að byggingu íbúða á félagslegum grundvelli þannig að ungt fólk geti eignast húsnæði með hóflegum afborgunum." Andrés Sig- mundsson, efsti maður á B-lista „Auðvitað verður tekist á við það, hvemig tekist hefur til hjá meirihluta Sjálfstæðisflokks síðustu 4 árin. Þeir lofuðu fólkinu í bænum miklu fyrir síðustu kosningar, en hafa síðan á samviskunni stærstu kosningasvik, sem vitað er um að átt hafi sér stað. Spumingin er, hvort flokkar og frambjóðendur eigi að segja fólkinu satt eða segja það sem hentar best hveiju sinni. Við viljum, að sann- leikurinn komi í ljós og það er alveg ljóst, að eftir þetta kjörtímabil sem er að líða eru erfiðleikar framundan, sérstaklega í fjármálum bæjarins. Skuldir hafa aukist gífurlega, en við erum bjartsýnisfólk og viljum gjaman vinna með fólkinu í bæn- um.“ Signrður Ein- arsson, efsti maður á D-lista: „Kosningamar í Vestmannaeyjum snúast fyrst og fremst um, hvort kjósendur vilji áfram einn sterkan, ábyrgan flokk til að stjóma bæjarfé- laginu eða marga smærri flokka. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Eyj- um tóku þátt um 1600 manns og var það fjölmennasta prófkjör Sjálf- stæðisflokksins utan Reykjavíkur, en um 200 manns tóku þátt í prófkjöri allra hinna flokkanna á staðnum til samans. Við leggjum áherslu á öll góð mál og sérstaklega á góða fjármálastjóm. Skuldir bæjarfélagsins eru um 600 milljnir, en þar af eru um 400 milljón- ir vegna hitaveitunnar og um 100 milljónir vegna hafnarinnar. Allir flokkar voru sammála um þessar framkvæmdir og þess ber að geta, að eignir bæjarins eru gífurlega miklar og hafa ekki minnkað á kjör- tímabilinu, þrátt fyrir erfið lán.“ * Ragnar Oskars- son, efsti maður á G-lista: „I kosningunum 31. maí nk. leggur Alþýðubandalagið höfuðáherslu á atvinnumál, húsnæðismál og málefni ungs fólks. Alþýðubandalagið telur að renna þurfi traustari stoðum undir fjölbreyttara atvinnulíf í Vestmanna- eyjum og leggur áherslu á að bæjar- félagið hafi ákveðið frumkvæði í því sambandi. Alþýðubandalagið telur að fjölbreyttara atvinnulíf skipti sköpum um búsetuþróun í Vestmannaeyjum á komandi árum. I húsnæðismálum leggur Alþýðu- bandalagið áherslu á að verkamanna- bústaðakerfíð verði nýtt, bæði að því er varðar sölu- og leiguhúsnæði. Alþýðubandalagið leggur sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Þar má nefna hugmyndir um lánasjóð vegna húsbygginga eða húsakaupa og mörkun skólastefnu sem er í sem nánustum tenglsum við atvinnulífið. Bjami Jóns- son, efsti maður V-lista „Aðstandendur V-listans telja nauðsynlegt að ná víðtæku samstarfi um að rétta við §ármál bæjarins. Þó að dregið verði úr framkvæmdum verður sveitarfélagið að gæta þess að það komi ekki niður á félagslegri þjónustu til bama, unglinga, sjúkra, fatlaðra og aldraðra. Leggja ber á það áherslu að hvert mál sem berst stofnunum bæjarfé- lagsins fái eðlilega umflöllun og máleftialega umræðu sem leiði til sanngjamrar niðurstöðu. Fylgst verði vel með allri framþróun á sviði sjón- varpstækni með fjarkennslu og dreif- ingu afþreyingarefnis í huga. Að lokum má geta þess að við V-lista- menn viljum stuðla að betra mannlífi í Vestmannaeyjum og efla okkar heimabyggð og gera það eftirsóknar- vert að búa hér svo stöðva megi fólks- flótta héðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.