Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 3
% MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR\ . JÚNÍ 1986 og óvanalegir sumir, næmlega saman settir. Hafliði hefur líka mikla reynslu í öllu samspili, bæði sem hljómsveitarmaður og kam- mermúsíkleikari. Poemi er allt í senn, einleiks-, kammer- og hljóm- sveitarverk. Hafliði kann að sam- ræma leik hóps og einleikara á margan hátt. Sums staðar, t.d. í upphafinu, er enginn ákveðinn púls sem heldur spilinu saman: hver spilar fyrir sig og hljómsveitarstjór- inn gefur aðins fá merki til grófustu samræmingar. Þannig verður radd- vefurinn teygjanlegur, tónlistin einstaklega líðandi. Þetta eru al- þekkt vinnubrögð á vorum tímum, hin takmarkaða eða beislaða tilvilj- un. Vegurinn er ákveðinn og meðal- hraðinn, en síðan ekur hver og einn á sinn hátt. Önnur aðferð hinnar beisluðu tilviljunar er sú, að síendurtaka smáhendingar. Ef þær eru mislang- ar hjá öllum hljóðfærum, fléttast þær saman á sífellt nýjan hátt. Við heyrum það saman, en þó er það aldrei eins. Einnig má beina tóna- straumnum í ákveðna átt, t.d. með því að láta alla spila smám saman sterkara á sama tíma. Þessar að- ferðir og fleiri áþekkar, mismunandi strangrar tímaforskriftar, notar Hafliði afm iklu öryggi og smekk- vísi, ávallt í þágu lögmálsbundins forms og tjáningar. Poemi er mjög dramatískt, eins og áður sagði. Útmálun atburðanna í tónum er í senn einföld og skýr. Eg þykist geta auðveldlega fundið staðinn í öðrum þætti þar sem Abraham mundar hnífinn, Guð stöðvar hann, og talar til hans. Eflaust má finna fleiri slíka staði ef menn kæra sig um. En mér finnst skipta meginmáli, að maður getur líka notið verksins prýðilega án nokkurrar vitneskju um myndir Chagalls og Gamla testamentið. En sennilega á annan hátt. Hafliði hefur gefið í skyn að Poemi sé verk hans ópus eitt. Það merkir líklega að Poemi sé fyrsta verkið sem Hafliði er ánægður með. Sérhver listamaður vonar ávallt að seinasta verk hans sé betra en hið næsta á undan. En Hafliði hefur áður samið mjög athyglisverð verk, þá hvorki séu þau mörg né umfangsmikil, eins og áður hefur verið upp talið. Flest þessara verka hefur Hafliði samið fyrir sjálfan sig í hlutverki meðleikara. Sex íslensk þjóðlög fyrir selló og píanó eru fín- gerð dvergasmíð, sem stingur mjög í stúf við ýmsar aðrar þjóðlaga- útsetningar, sem við eigum að venjast hér, stórkarlalegar, grófar og tilgerðarlegar. Þessi alþekkta barnagæla er einföld og innileg. Tóndæmi IV í Fimmu fyrir selló og píanó frá árinu 1976, en það er bálkur fimm smálaga er áferðin alit að því im- pressjónístísk: fíngerðar arabeskur í sellóinu og í gegn ómar dimmur bassi píanósins. Frumin eru endur- tekin, oftast örlítið umbreytt. Tóndæmi V Svipuð áhrif má einnig sjá í Fimm stykkjum fyrir píanó og þar segja nöfn laganna sína sögu: Forspil, Ský, Speglun, Hillingar og Draum- ar. Þetta eru skáldleg nöfn og ljóð- ræn, og er tónlistin eftir því. Hljóm- ar eru oft kristalstærir, bundnir saman með pedal. Og impressjón- isminn hjá Hafliða er sjálfstæður, ólíkur þeim franska, sem Debussy og Ravel voru frumkvöðlar að. Tón- frum Hafliða og hljómar hans eru oft sárir, andblær tónlistarinnar svalur og kaldur, tónlistin sjálf alvarleg og kyrrstæð. Og hún er formföst og hrein. Þetta skyldu þó aldrei vera minn- ingar frá æskuárunum á Akureyri, sem fylgja Hafliða hvert sem hann fer, og íeita út þegar hann semur tónlist? íslenskt umhverfi sem hefur ummyndast í músík á erlendri grund? föður sinn: Faðir minn! og hann svaraði: Hér er eg, sonur minn! Og hann mælti: Hér er eldurinn og viðurinn, en hvar er sauðurinn til brennifómarinnar? Og Abraham sagði: Guð mun sjá sér fyrir sauð til brennifómarinnar, sonur minn! og svo gengu þeir báðir saman. En er þeir komu þangað, er Guð hafði sagt honum, reisti Abraham þar altari og lagði viðinn á, og batt son sinn ísak og lagði hann upþ á alta- rið, ofan á viðinn. Og Abraham rétti út hönd sína og tók hnífinn, til að slátra syni sínum. Þá kallaði engill Drottins til hans af himni og mælti. Abraham! Abraham! Og hann svaraði: Hér er eg. Hann sagði þá: Legg ekki hönd á sveininn og gjör þú honum ekkert, því að nú veit eg þú óttast Guð, þar sem þú synjaðir mér ekki um einkason þinn. Þá varð Abraham litið upp og hann sá hrút einn, sem var fastur á hornunum í hrísmnni: og Abraham fór og tók hrútinn og bar hann að brennifórn í stað sonar síns.“ Tóndæmi II Og þriðji þátturinn nefnist Glíma Jakobs við engilinn. Segir svo í fyrstu Mósebók, 32. kapítula: „En Jakob var einn eftir, og maður nokkur glímdi viði hann, unz dags- brún rann upp. Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, láust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnkörlunum, er hann glímdi við hann. Þá mælti hinn: Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún. En hann svaraði: Eg sleppi þér ekki nema þú blessir mig. Þá sagði hann við hann: Hvað heitir þú? Hann svaraði: Jakob. Þá mælti hann: Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur ísrael; því að þú hefur glímt við Guð og fengið sigur. Og Jakob spurði hann og mælti: Seg mér heiti þitt. En hann svaraði: Hvers vegna spyr þú mig að heiti? Og hann blessaði hann þar.“ Tóndæmi III Þannig em vegir listarinnar órannsakanlegir: Gamla testamen- tið er málaranum Chagall, rússn- eskum gyðingi, innblásturslind, og málverk hans verða íslensku tón- skáldi sköpunarhvati — frábær fiðlukonsert hefur orðið til. Það er þarflaust að velta því fyrir sér, hvort Poemi sé hermitónlist eður ei. Tón- listin er lítrík, lýsandi og dramatísk. En það er öll góð músík, því hún virkar á sálina og örvar hugarflug- ið. Hrein tónlist, sem svo er kölluð, fyrirfmnst tæplega. Og tónlistin verður ekki skilin frá öðmm lista- þáttum mannssálarinnar. Hafliði nýtur í Poemi góðs af reynslu sinni sem strengjaleikari. Allt er verkið andlega útfært, tæknilegt öryggi höfundarins sést í smæstu eigindum þess. Leikfor- skriftir era nákvæmar og allir strengjaeffektar, sem em margir ekki! Og ótta sló yfir hann og hann sagði: Hversu hræðilegur er þessi staður! Hér er vissulega Guðs hús og hér er hlið himinsins! Og Jakob reis árla um morguninn og tók steininn sem hann hafði haft undir höfðinu og reisti hann upp til merk- is, og hellti olíu yfir hann. Tóndæmi I Annar þátturinn heitir Sonar- 'fórnin. Og enn vitnum við í fyrstu Mósebók, 22. kapítuia: „Eftir þessa atburði reyndi Guð Abraham og mælti til hans: Abraham! og hann svaraði: Hér er eg. Og hann sagði: Tak þú einkasoninn þinn, sem þú elskar, hann ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum þar að brennifórn á einu af fjöllunum sem ég mun segja þér til. Og Abraham var árla á fótum næsta morgun og lagði á asna sinn, og tók með sér tvo sveina sína og Isak son sinn; og hann klauf viðinn til brennifórn- arínnr, tók sig upp og hélt af stað, þangað sem Guð sagði honum. Á þriðja degi hóf Abraham upp augu sin og sá staðinn álengdar. Þá sagði Abraham við sveina sína: Bíðið hér hjá asnanum; en við smásveinninn munum ganga þangað, til að biðjast fyrir, og komum svo til ykkar aftur. Og Abraham tók brennifórnarvið- inn og lagði syni sínum ísak á herðar, en tók eldinn og hnífinn sér í hönd; og svo gengu þeir báðir saman. Þá mæ,lti Isak við Abraham Anker Jörgensen afhendir Tónlístarverðlaun Norðurlandaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.