Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 B 5 b + í LISTAHÁTIÐ 1986 LISTAHATIÐ 1986 uppruna þeirra og umhverfi, tæp- ast lýst með þeirri vfsindalegu nákvæmi, sem efnishyggjuhöfund- ar 19. aldar dýrkuðu, nema tal þeirra sé sem liícast því sem vera myndi í veruleikanum. Það er því í rauninni alls ekki undarlegt, þó að Fröken Júlía beri sterkan keim af sænskum uppruna sínum. Leik- urinn fer fram í eldhúsinu á sænsku greifasetri á Jónsmessu- nótt, en Jónsmessan er frá fomu fari haldin hátíðleg í Svíþjóð og í vitund Svía tími grósku og gleði. Eg hef sterklega á tilfinningunni, að Strindberg hafí ekki af handa- hófí valið þessa miðsumarhátíð, þegar aiþýða manna kætist og náttúran skartar sínu fegursta, sem umgerð utan um sorgarsögu fröken Júlíu. Hún myndar áhrifa- mikla andstæðu — eða ætti a.m.k. að gera það í höndum snjalls leik- stjóra — við það örvæntingarmyrk- ur, sem leikritið er fulit af. Fröken Júlía segir frá ungri greifadóttur, sem ær af leilqum Jónsmessunnar lætur óuppdreginn og ruddalegan þjón forfæra sig. Auðvitað er slík efnisendursögn gróf einföldun á list verksins, en ætli yrði samt ekki dálítið erfitt að vísa henni á bug. A.m.k. er ekki ólíklegt, að sumir þeirra gagnrýnenda, sem harðast for- dæmdu verkið við útkomu þess og sögðust sjaldan hafa séð annan eins óþverra, hefðu tekið söguefni þess saman eitthvað á þessa leið. Fröken Júlía bregður upp mynd af lífi, sem er ekki annað en grimmúðug barátta um saðningu dýrslegra þarfa; mynd samfélags þar sem hástéttin lifir á lágstétt- inni og upphefð eins er niðurlæg- ing annars. Þau Júlía og Jean, einkaþjónn greifans, föður Júlíu, láta undan frumstæðustu hvöt sinni í andartaks veikleika, eiga saman stutta yndisstund í kamesi hans inn af eldhúsinu; og á eftir kemst hún að þeirri niðurstöðu að hún geti ekki lifað. Hún hefur leyft sér að stíga yfir þau takmörk, sem dauðasök er að virða ekki, og fyrir það hlýtur hún að gjalda með lífi Strindberg fröken Júlía sínu. Auðvitað er það merki um snilld Strindbergs, að honum skuli lánast að gera svo nöturlega sögu að heillandi skáldskap. Samt held ég við ættum ekki að láta frægðar- Ijóma leiksins blinda okkur fyrir því óhijálega í honum. Okkur finnst hlægilegt nú, að samtíð skáldsins skyldi af siðferðisástæð- um meina Fröken Júlíu aðgang að sænsku leiksviði í 16 ár eftir að leikurinn var saminn. En ætli sé ekki einnig hugsanlegt að frjáls- lyndi nútímans hafi gert okkur sjálf full kaldgeðja og tilfinninga- sljó. Fröken Júlía er sannarlega ekki aðeins glæsilega samið drama með frábærum mannlýsingum: þama er farið inn á þau svið mannlegs sálarlífs, þar sem kvala- losti og hrottaskapur ráða ríkjum; þar sem alger eigingimi skepnunn- ar varpar öllum siðalögmálum út í hafsauga og hún er í staðinn brotin niður af óviðráðanlegri sektarkennd. Höfundi hefur ekki verið lítil þraut að lýsa þeim Jean og Júlíu af samúð og skilningi, og þó tekst honum það; annars væri Fröken Júlía (Marie Göranzon) og Jean (Peter Stormare). Úr uppsetningu Ingmars Bergman á Fröken Júlíu á Dramaten í Stokkhólmi. hann ekki heldur Strindberg! Það hefur varla nokkurt leikskáld nema Shakesepare fylgt persónum sín- um jafn langt og Strindberg út í ystu myrkur glæpsku og glötunar, án þess að hætta að vorkenna þeim og án þess að gefa þær upp á bátinn. Fröken Júlía er orðin til á hálfum mánuði sumarið 1888 í höllinni Skovlyst skammt frá Kaupmanna- höfn, þar sem Strindberg dvaldist ásamt fjölskyldu sinni. Þetta var umbrotasamur tími í lífi hans: hjónaband hans og finnlands- sænsku leikkonunnar Siri von Essen að leysast upp, hið margum- talaða kvenhatur hans í hámarki og einnig tekið að bera á þeim ofsóknaótta, sem átti eftir að grípa hann heljartökum í Infemó-kenn- ingunni. Þar við bættist að sænskir lesendur og útgefendur virtust almennt vera að missa áhugann á skrifum hans. En það er dæmigert fyrir þennan höfund, að við slíkar aðstæður tekur skáldgáfa hans að blómstra. Árið 1887 semur hann Föðurinn, leikritið sem lýsir því, hvemig valdsjúkar konur bijóta aðalkarlhetjunar niður; veturinn 1887—’88 skrifar hann Vamar- ræðu vitfirrings, meistaralega samda en óhugnanlega einhiiða lykilskáldsögu um eigið hjónaband, jafnframt því sem hann keppist við að birta djúphugsaðar ritgerðir um vanþróun konunnar miðað við karlinn. Það kemur því ekki á óvart þegar hann í formálanum að Frök- en Júlíu gerir sem mest úr ógeð- felldum hliðum aðalpersónunnar; skorti hennar á sönnum kvenleik, valdafíkn og alhliða úrkynjun, en reynir heldur að bera í bætifiáka fyrir Jean, almúgamann sem stað- ráðinn er að komast hærra í sam- félagsstiganum, hvað sem tautar og raular. Við megum víst þakka fyrir, að Strindberg skyldi semja leikritið á undan formálanum. Flestir njótendur verksins hafa sem sé verið innilega ósammála dómi hans um Júlíu og séð í fari hennar miklu meiri reisn en höf- undur vill vera láta. Fullvíst má telja, að lýsing frök- en Júlíu sé ofin úr mörgum ólíkum þættum. Sjálfur gaf Strindberg löngu síðar í skyn, að Siri kona hans hefði verið aðalfyrirmyndin, en eins og Júlía var hún aðalborin og hafði því tekið niður fyrir sig, er hún giftist manni úr borgara- stétt. í sjálfu sér er ekki ástæða til að rengja þetta, en þó er hér að fleiru að hyggja. Á það hefur oft verið bent, að Strindberg hafi þetta sumar í Skovlyst ekki staðið í ósvipuðum sporum og fröken Júlía. Kona hans mun hafa verið búin að halda honum frá sér í marga mánuði, og er hann fann, að komung systir ráðsmannsins á staðnum var honum ekki með öllu afhuga, stóðst hann ekki mátið. Bróðirinn komst brátt á snoðir um samband þeirra og reyndi að kúga fé út úr Strindberg, sem brást við með því að siga á hann lögregl- unni, vegna gruns um þjófnað; um haustið kom málið fyrir dómstól, en þá var Strindberg flúinn af hólmi. Þessir hádramatísku at- burðir endurspeglast að nokkm leyti í sögunni Tschandala, sem Strindberg samdi næsta vetur, og þar sem aðalpersónan, mennta- maður af háum stigum, hefur kynferðisleg mök við óbrotna þjón- ustustúlku. Sé sú lýsingjafn sjálfs- ævisöguleg og allt bendir til, hefur Strindberg fundist samfarir sínar og ráðsmannssysturinnar saurga sig á sama hátt og Júlíu finnst faðmlög Jeans gera. Þama er um ekkert annað að ræða en gimd eftir líkama hvort annars; æðri ást kemur þar hvergi við sögu. Þegar fysnunum er svalað þyrmir af svo megnum viðbjóði yfir þann aðilann, sem hefur þroskaðra tilfinningalíf og næmari samvisku, að honum finnst hann ekki geta lifað. Sú hugsun leita afar sterkt á Strindberg um þetta leyti, og má raunar heita að hann geri hana að lífsskoðun sinni, að mannkynið skiptist í æðri og lægri einstakl- inga: annars vegar háþroskaverur, sem haldi uppi menningu og skapi andleg verðmæti, hins vegar lítt siðfágaðar og grófgerðar lág- þroskaverur. Þessi heimspeki minnir mjög á ofurmennishyggju þýska hugsuðarins Nietzsches, en þvi fer fjarri, að Strindberg hafi sótt hana til hans einvörðungu. Að vísu las hann Nietzsche og dáði, en með þeim skilur í veiga- miklu atriði: Strindberg varð sem sé aldrei eins sannfærður og Þjóð- veijinn um það, að hinir bestu hlytu að sigra í lífsbaráttunni; að sá sterkasti hljóti að vera sá besti og siðfræði hins göfuga ofurmenn- is eigi að lokum að verða öllu yfir- sterkari. Ofurmennishyggja Strindbergs hefur því ætíð mjög tragískan blæ, sem er leikritum hans um átök afburðamanna og ómenna mikill styrkur. Hins vegar leiddi þessi trú hann sjálfan að lokum inn í blindgötu algerrar bölsýni, sem hann komst ekki út úr fyrr en í Infemó-kreppunni. Þegar Strindberg skrifar Fröken Júlíu er hann á leið inn í blindgöt- una, en þó ekki kominn lengra en svo, að hann sér enn í ýmsar áttir. Hann hefur hafnað bamstrú sinni og neitar að trúa á æðri réttvísi. Samt sleppir vitundin um ábyrgð mannsins gagnvart Almættinu, óttinn við reiði þess — sem hann tjáir síðan óviðjafnanlega í leikrit- unum eftir Infemó — ekki taki sínu á honum. Glíman við óskiljanlegan höfund tilverunnar, hann leggur svo óheyrilegar þjáningar á mann- inn, heldur áfram í skáldskap Strindbergs, hvað sem öllum yfir- lýsingum um annað líður. Innst inni trúir hann því heldur ekki, að sigrar manna hver á öðmm skipti nokkm máli, enda þótt tignun 19. aldar á lögum jarðnesks efnisvem- leika skipi mönnum að halda það. Þess vegna er, þegar allt kemur til alls, aukaatriði, hvort er hinu sterkara, karlinn eða konan, Jean eða Júlía: hvomgu verður hlíft af örlögunum. Grannt skoðað em þau tvö jafn veglaus og allslaus og hinn fyrsti maður og hin fyrsta kona, þar sém þau standa í smán sinni úti fyrir læstum hliðum ald- ingarðsins. Höfundur er leiklistarstjóri hljóðvarps. P Mat fólks á andlegum verðmætum getur stundum orðið með dulítið undarlegum hætti, ekki síst ef Mammon karlinn kemst í spilið. Glöggt dæmi þessa er bók, sem nýlega þvældist mér milli handa og er einskonar ljósmyndaður annáll ársins 1984. í riti þessu er m.a. kafli sem fjallar um bækur, gefnar út á umræddu ári og fylgja ljósmyndir af þeim höfundum sem ætla má að skrásetjara annálsins þyki mestur töggurí. Nú er það vitanlega hveijum og einum ftjálst að meta fyrir sína sál hvað hann telur til bókmennta, og eins hitt, hvar hann skipar einstökum verkum á bekk. Þó verð ég að játa, að ég varð eins og dálítið hissa, þegar ég sá í þessum „skáldakafla" pínulitla mynd af Jóni úr Vör en aðra mynd, rúmlega fjórum sinnum stærri var sú, af Snjólaugu Bragadóttur. Við mjmdina af Jóni úr Vör stendur ekkert skrifað, utan það, að hann hafi sent frá sér nýja ljóðabók á árinu. Rejmdar kom sú bók sterklega til álita við út- hlutun bókmenntaverðlauna Norðurlanda, en einhvem veginn virðist það hafa farið framhjá Espólín ljómynd- anna. Að minnsta kosti lætur hann þess hvergi getið. Undir mynd af Snjólaugu Bragadóttur stendur hins vegar orðrétt: „Ný skáldsaga hennar fékk góðar við- tökur sem fyrri bækur hennar." Ekki efa ég að sagan hennar Snjóku hafi fengið „góðar viðtökur" hjá því bókaforlagi sem þrykkja lét annálinn. Það vill nefnilega svo til, að þetta sama bókaforlag gefur út bækur Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk, hvorki meira né minna. En lesendur góðir, ég ætla ekki að láta hanka mig á nöldri heldur víkja að atvinnuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum. Þetta var ósköp yfirlætislaus auglýsig með krossi í efra homi til vinstri. Hún hófst á því, að óskað var eftir eldri mönnum til flokksstjómar og það skilyrði sett að þeir hefðu reynslu í garðyrkjustörfum. Þar fyrir neðan stóð orðrétt: Sláttumenn: Um er að ræða slátt með orfi og ljá við fremur erfiðar aðstræður. Tilvitnun lýkur, eins og sagt er á æðri stöðum. Sennilega eru gálgahúmoristar famir að brosa út í annað, en frómari sálum til leiðsagnar skal þess TVEIR ÚR ST J ÖRNULIÐINU ________Djass_________ Sveinbjörn I. Baldvinsson Tveir fulltrúar úr alþjóðlegu stjörnuliði djassins halda hljómleika hér á landi á Listahátíð 1986. TVeir píanóleikarar og tónsmiðir sem hvor um sig hafa markað skýr spor í djasssöguna þótt með ólíkum hætti sé. Eins og títt er um menn sem marka söguleg spor hafa þeir báðir verið nokkuð umdeildir meðal fræðimanna í sínu fagi, en óhætt er að fullyrða að fáir jassleikarar hafa öðlast meiri frægð og frama um sína daga en einmitt þeir Brubeck og Hancock, þótt þeir séu að nánast öllu öðru leyti ósambærilegir. DAVE BRUBECK HERBIE HANCOCK DAVE BRUBECK hefur ásamt sögu- frægum kvartett sínum, sem starfaði á árunum 1950—1967, náð manna lengst í því að afla djasstónlist almennra vinsælda. Þannig kannast víst flestir við lagið „Take Five“ sem kvartettinn gerði ódauðlegt á sínum tíma. Þetta lag er reyndar eftir hinn látna samstarfsmann Brubecks, saxó- fónleikarann Paul Desmond, en Brubeck hefur sjálfur samið fjöldann allan af þekkt- um djasslögum, svo sem „Blue Rondo a la Turk“ og „Out of Nowhere". Brubeck hefur löngum verið umdeildur djassleikari og verið gagnrýndur fyrir að vera lítill blúsmaður. Vissulega bera lög hans og píanóleikur þess greinileg merki að þar fer langskólagenginn tónmennta- maður sem stendur nær evrópskri tónlist- arhefð en hjartaskerandi blús í F. Það er líka einkennandi fyrir hann að mörg laga hans eru í takttegundum sem ekki eru algengar í djassi. Eftir að kvartettinn frægi hætti form- lega störfum árið 1967 stofnaði Brubeck nýjan með saxófónleikaranum Gerry Mull- igan. Eftir því sem þrír synir stofnandans uxu úr grasi og urðu betur að sér í hljóð- færaslætti fjölgaði svo Brubeckum í hljóm- sveitinni þar til Mulligan var orðinn sá eini í bandinu sem ekki var líka mættur við kvöldverðarborðið á Brubeck-heimil- inu. Síðan hefur Brubeck leikið með ýms- um kvartettum en ekki hvað síst með sonum sínum þremur auk þess að leggja hin síðari ár aukna áherslu á tónsmíðar af ýmsu tagi. Það er þó ekki fjölskyldukvartett Brubecks sem leikur hér á landi nú. Sonur hans, Cliff Brubeck, leikur þó á bassann, en auk hans eru í sveitinni klarínettuleikar- inn Bill Smith og trommmarinn Randy Jones. Tónleikar The Dave Brubeck Quartet eru í Broadway sunnudaginn 8. júní og hefjast kl. 21.00. HERBIE HANCOCK er frægur djass- píanisti og tónsmiður eins og Dave Brubeck en þar fyrir utan eiga þeir heldur fátt sameiginlegt. Hancock er tuttugu árum yngri, fæddur árið 1940. Það fer ekki miklum sögum af klassískri tón- menntun hans, en hann varð allfrægur sem lagahöfundur eftir að Mungo Santamaria gerði lag hans, Watermelon Man, vinsælt í kringum 1960. Á árunum 1963—1968 lék Hancock hins vegar í hljómsveit trompetsnillingsins Miles Davis og hefur sú vist ugglaust verið honum mikil og traust akademía í sveifluvísindum og djassfræðum. Á þessum árum öðlaðist hann brátt orðspor sem mikill hæfileikamaður á sviði píanóleiks og tónsmíða og hljóðritaði Miles allmörg lög eftir Hancock. Eftir tímabilið með Miles stofnaði Hancock eigin sextett og hóf að þróa eigin tónlist og varð sá þáttur þróunarinnar mest áberandi er fólst í síaukinni notkun á rafmagnshljóðfærum og hljóðgerflum af ýmsu tagi. Árið 1973 minnkaði Hancock sveitina niður í kvartett og sendi frá sér plötuna „Headhunters" sem naut mikillar hylli og þá einkum lagið „Chameleon". Aflaði þessi plata Hancock og félögum vinsælda langt út fyrir raðir djassgeggjara og til marks um það má hafa að um nokkurra mánaða skeið árið 1974 átti Hancock fjórar stórar plötur í einu inni á vinsældalista. Nýlega var sýndur í sjónvarpinu þáttur þar sem Herbie Hancock lék vægast sagt ákaflega rafvædda og vélræna tónlist ásamt hljómsveitinni Rockit, en á tónleik- unum hér verður hann einn á ferð og er þar um að ræða viðburð á alþjóðlegan djassmælikvarða. Herbie Hancock hefur ekki komið fram sem píanósólisti um langt skeið og það verður því stórspennandi að sjá og heyra hvað hann er að hugsa, svona einn og sér. Tónleikar hans eru í Broadway fimmtudaginn 5. júní og hefjast kl. 21.00. A L L getið, að stofnun sú, sem taldi sig vanhaga um sláttu- menn sem brugðið gætu ljám við erfiðar aðstæður, gengur undir nafninu Kirkjugarðar Reykjavíkur. Vonandi hefur þessi Iitla auglýsing yljað fleirum en mér um hjartaraetur, því hversu ljúft er ekki, að eygja þess einhveija von á atómöld, að slungir sláttu- menn nostri við leiði manns að loknu víxlastreði og bardögum við vindmyllur. Ein auglýsing kallar á aðra, og því kemur upp í huga mér útvarpsauglýsing, fárra ára gömul. Hún var frá sjávarútvegsráðuneytinu og átti víst að fjalla um takmörkun þorskveiða á ákveðnu hafsvæði. Ekki man ég hana frá orði til orðs, en hitt man ég, að í henni kom fram, að bannað væria ð veiða þjmgri þrosk en fímmtán tonn þar um slóðir. Af skömmum mínum hringdi ég í ráðunejrtið og bað um samband við höfund auglýsingarinnar. Það var auðsótt mál og reyndist sá vera einn af æðstu embættismönnum á þeim bæ. Auðvitað óþarft að taka fram að maðurinn hafði háskólagráður í bak og fyrir, þrátt fyrir þessa undalegu notkun á móðurmálinu. Ég bar mig eins aumlega og manni af Reykjahlíðar- ættinni er frekast unnt, og sagði manninum mínar farir ekki sléttar. Þannig væri nefnilega mál með vexti, að þegar ég keypti mér þorsk í soðið, þá væri það segin saga, ég fengi undantekningarlaust ein- hveija árans hortitti, sem nálguðust ekki einu sinni tonnið, hvað þá heldur þá þyngd fimmtánfalda. Og samt yrði ég að borga fyrir þessa ómynd dijúgan skilding. Hvort hann vildi ekki vera svo elskulegur að segja mér, hvar ég gæti keypt fímmtán tonna þrosk og helst fyrir lítið. Fyrst var eins og sá með embættið í bijóstvasanum skildi ekki alveg hvað ég væri að fara, en svo áttaði hann sig, blessaður. Hófust nú vinsamlegar viðræður um íslenskt mál og hvemig með það skyldi fara á almannafæri, ekki síst í opinberum auglýsingum. Það mátti „toppurinn" eiga, að hann áttaði sigá mistökum sínum, en eins og títt er um embættismenn og aðra sem mannaforráð hafa, þá hafði hann pott- þétta afsökun til reiðu. Afsökunin var sú, að mannekla væri í ráðuneytinu og því væri ekki tími til að huga að móðurmálinu. Vera má, að það komi þessu máli ekkert við, en á árum síðari heimsstyijaldarinnar er sagt, að Churshill karlinn hafi sent herforingjum sínum illa skrifaðar skýrslur í hausinn og gilti þá einu þótt fjöldi manns- lífa væri í veði. Einhveijir voru víst eitthvað óhressir með þetta og höfðu orð á því við gamla manninn. Gonum varð ekki svara fátt, frekar en endranær og svaraði eitthvað á þessa leið: Við beijumst fyrir fram- tíð enskrar siðmenningar, en hún byggist á enskri tungu. Ef foringjamir á vígvöllunum bera ekki virð- ingu fyrir móðurmáli sínu getum við gefíst upp án tafar. Flóknara var það mál nú ekki. Ég til þess að menn verði slegnir af fyrir slaka íslenskukunnáttu, en mér þætti vænt um, að málsóðar prýddu tilveruna með þögn sinni. Pjetur Hafstein Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.