Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1986
C 9
Halldór Laxness og Jóhann Jónsson,
loginn brann eftir Stein Steinan
„Við segjum með daufum orðum,
að kvæðið verki á okkur sem heild.
An slíkra heildaráhrifa er ekkert
listaverk. Það getur verið marg-
breytilegt, en í margbreytileik þess
verður að ríkja fullkomin eining,
annars er það ekki list. í góðu kvæði
lýtur allt einum vilja, og þar má
engu umbreyta svo heildin raskist
ekki.“
Halldór Laxness er alveg á sömu
slóðum, t.d. í ritdómi um Fögru
veröld, 1934, þegar hann talar um
hve sjaldgæf séu vel byggð kvæði
íslensk, en þar beri þessi ljóð Tóm-
asar af.
Kristinn fínnur að því að í
„Gönguljóði" Steins sé hrynjandi
oft rofin, ósamræmi milli máls og
efnis, og byggingin þannig laus.“
Samt held ég að hér sé ékki and-
staða við nýstárlegt ljóðformið, sbr.
orð hans um Ijóð Steins, 1938:
„Menn ættu að veita þessu unga
skáldi athygli, þó að ljóð þess séu
ekki gamaldags samanbarið rím og
stuðlafarg." Aþekk eru orð Kristins
um Ferð án fyrirheits 1942 og
um T.S. Eliot sagði hann 1949 að
hann sé afturhaldsmaður.
„En list hans, hið nýja hnitaða
stálbeitta form, leggur jafnframt
máttugasta vopn í hendur nýjum
skáldum sem vilja beita því í þágu
framvindu mannkynsins."
Hér er lykillinn að þeim orðum
yrkja síðan í þessa veru, órímuð
kvaeði með óreglulegri hrynjandi.
Þau eru einkum eftir Jóhannes og
Stein, og Jón úr Vör fer svolítið af
gera að þessu. En mér sýnist sem
þar beri lengstum mest á kvæðum
sem sveija sig í ætt við ræðuhöld,
frekar en ljóðlist. Það er samkvæmt
fýrsta kvæði Jóhannesar af þessu
tagi, „Vér öreigar" 1934, sem endar
á nokkurskonar stefnuskrá í anda
sósíalrealismans, að bókmenntir séu
ekki tilgangur í sjálfu sér, heldur
hafi það hlutverk að kenna:
„Eins og Ijóð vort er einfalt og auðskilið
og hirðir ekki um rósQötra rimsins
néfjólubláfaguryrði,
heldur sannleikann sjálfan,
eins munum vér beijast til þrautar
í bróðurlegri, einfaldri alvöru
uns réttur vor og niðja vorra
til nýs mannlegs lífs
frelsar
hið fyrirheitna land.“
Þarna finnst mér verða greinilegt
afturhvarf frá þeim framúrstefnu-
verkum sem komu fram hérlendis
á þriðja áratug þessarar aldar, bók-
menntalegt viðhorf víkur fyrir
„hagnýtu", þótt ekki sé formfesta.
En voru þá ekki aðrir andvígir,
áttu nýjungamenn á sviði bók-
mennta ekki við ramman reip að
draga, þar sem var afturhaldið?
Sjálfsagt hafa einhveijir gamlingjar
fussað og sveiað. En verulegrar
andstöðu verður ekki vart á árunum
milli stríða. Kunnasta dæmi slíks
er þegar felld var á Alþingi 1925
tillaga um að veita Halldóri Laxness
skáldastyrk. 1949 skýrði Halldór
það með hneykslun þingheims á
kva^ði hans „Unglingurinn í skógin-
um“, sem birtist þá um vorið. En
þessa skýringu hefur hann ekki
uppi fyrr en aldarfjórðungi síðar,
sem Kristinn hefur um Stein og
ýmis önnur skáld næstu árin að
ómótuð lífsskoðun leiði til ómótaðra
Ijóða. Það er andi módemismans
sem stendur í honum, en ekki Ijóð-
form. Það eru að sjálfsögðu marg-
vísleg verk sem kennd eru við mód-
emisma, en megineinkenni þess
straums er yfirleitt talið vera, að í
miðju verkanna sé rótslitinn ein-
staklingur og áhrifalaus, í heimi
sem honum virðist því framandi,
ef ekki hreint og beint fáránlegur.
Líf einstaklingsins virðist tilgangs-
laust og einsemd vígt.
Það sem Kristinn gagnrýnir hjá
Steini 1935, það er að borgaralegra
viðhorfa gæti í bland, og að baráttu-
andann vanti. Hann hneykslast á
því að „Skáldið tatar hér í einni
persónu um vom útfararsálm (fyrir
munn borgarans?) og vor upprisu-
ljóð (fyrir munn verkamannsins)."
Þegar Steinn talaði um „hungraðan
verkalýð/svo heimskan að hann
skilur ekki/sína eigin afstöðu/til
óvina sinna“ sem eilífan og óum-
breytanlegan veruleik, þá talar
Kristinn um „hinar bamalegustu
Qarstæður, einsog í kvæðinu „Veru-
leiki" sem er skýrsta dæmið um
kjarkleysi skáldsins í stéttabar-
áttunni, skapgerðarveilu, sem getur
orðið því hættuleg."
Ritstjórar vinstri tímarita, Rétt-
ar, Iðunnar og Rauðra penna,
sýna jákvæða afstöðu til formnýj-
unga. Hún kemur einnig fram í
stefnuskrá Félags byltingarsinn-
aðra rithöfunda, 1933, það stefndi
að „samvirkri rannsókn íslenskra
skáldskapargreina og þeirra listað-
ferða, sem þar þeklq'ast, ásamt leit
að nýjum tegundum, nýju formi og
endumýjuðu máli.“ (Sjá TMM 2.h.
1986, bls. 202.) Og það em einkum
menn í þessu félagi, ýmis kunnustu
skáld í röðum vinstrimanna sem
og ég þykist hafa leitt að því sterk
rök í síðasta Skími, að hún stand-
ist alls ekki. Þama var á ferðinni
niðurskurðarstefna Jóns Þorláks-
sonar, sem leiddi til þess að ríkið
hætti við allar verklegar fram-
kvæmdir það árið, og raunar urðu
ríkisútgjöld ekki nema tveir þriðju
af ríkistekjum. Vissulega höfðu þær
stóraukist frá árinu áður, en það
sáu allir fyrir og mun þetta vera
einsdæmi um fjármálastjóm, sinnu-
lausan spamað, svo það munar lftið
um skáldalaun Halldórs Laxness í
því dæmi. Hann fékk svo allgóðan
styrk 1930, ef miðað er við önnur
skáld, 2000 krónur, eða tvo þriðju
af árskaupi verkamanns, en 1935
hækkar hann upp í 5000 kr. Fór
þá ekki fram hjá neinum, skv. rit-
dómum, að skáldsögur hans, sem
þá höfðu verið að birtast, vom mikil
bókmenntanýjung, auk þess að vera
byltingarsinnaðar í samfélagsmál-
um. Og þær nutu mikillar út-
breiðslu. Sömu sögu er að segja um
formbyltingarritið Bréf til Láru,
sem birtist 1924 og seldist vel.
Ég lýsi hér með eftir upplýsing-
um um verulega andstöðu við bók-
menntanýjungar á ámnum fyrir
seinni heimsstyijöld, ef einhveijum
skyldi vera kunnugt um slíkt, mér
er það ekki — með einni mikilvægri
undantekningu.
Afurhald stalínista
Afstaða vinstriróttæklinga til
bókmenntanýjunga breyttist gjör-
samlega upp úr miðjum 4. áratug.
Björn Fransson verður fyrstur til
að boða breytta stefnu, og byggir
þá á vélrænni efnishyggju, dólga-
marxisma. Það er sú skoðun, að
andlegt líf mótist beint, vélrænt,
af efnahagslífinu, en marxisminn
kennir að víxlverkan ríki milli
ýmissa sviða mannlífsins. Bjöm
sagði 1935, í fyrsta bindi Rauðra
penna , að list borgarastéttarinnar
samsvaraði á hvetjum tíma ákveðnu
stéttarlegu þróunarstigi hennar. Á
meðan hún var framsækin, bylting-
arsinnuð stétt, gat hún framleitt
verðmæta list. En nú er annar uppi:
„Fútúrismi í bókmenntum, kúb-
ismi í málaralist, atonalismi í hljóm-
list eru sérkennandi listastefnur
þessa tímabils, sem hefst með
heimsstyijöldinni, og táknandi um
andlegan óbyijuskap borgarastétt-
arinnar, rótleysi og stéttvillingshátt
hins smáborgaralega fjölda. Fárán-
legur leikur með innihaldslaust
form eða hugmyndasnauðar stæl-
ingar í listaverkum fyrri tíma er
allt sem þessi ellihruma stétt getur
nú lagt af mörkum til listrænnar
menningar.“
Bjöm sýnir hér sama fjandskap
hefðbundinni list og nýstárlegri, sé
hún ekki samkvæmt „hinni nýju
stefnu", þ.e. sósfalrealismanum. En
þessi andúð á módemisma hafði
lengi verið útbreidd í Sovétrikjunum
og kommúnistaflokkum, hún varð
ríkjandi þar ári síðar. Sú var líka
afstaða „hins smáborgaralega
flölda", til þeirrar listar sem Bjöm
vill rekja til hans, hann hafnaði
henni ævinlega, svo sem frægt er
orðið.
Einar Olgeirsson hafði byijað
Réttarritstjóm sína, 1926, með
stefnumarkandi grein, þar sem
hann barðist fyrir menningamýj-
ungum. En 1936 er hann farinn
að segja, að kvæði verði að betri,
hafi þau rím og stuðla, og Jón
Rafnsson sagði 1937, einnig í rit-
dómi um Rauða penna:
„Það sem mér finnst því á skorta
í Rauðum pennum“ enn sem komið
er, eru alþýðlegu baráttu- og hvatn-
ingarkvæðin. Hve kvæðanna gætir
lítið samanborið við óbundna málið,
gerir líka ritið ekki eins aðgengilegt
í augum okkar ljóðrænu þjóðar, sem
það gæti ella verið.
Órímuð Ijóð eins og t.d. „Tröllið
á glugganum" o.fl. geta að vísu
hrifið lesendur og máske náð viður-
kenningu Ijöldans með tíð og tíma,
en ef íslensk Ijóðagerð, með sitt rím,
stuðla og höfuðstafí, er látin þoka
úr sæti sínu fyrir þeim, fer skáldið
einfömm, misskilur þjóð sína, enda
misskilið af henni, og sáir í grýtta
jörð.“
Það er að sjá, að Jóhannes hafí
farið eftir þessum orðum leiðtoga
í verkalýðsbaráttunni, því átta ár
liðu áður en hann sendi aftur frá
sér Ijóð í þessu nýja formi. Og í lok
þessa árs, 1937, segir hann í viðtali
við Einar Olgeirsson í Þjóðviljanum
um Hrímhvítu móður.
„ég hefí einvörðungu valið al-
genga, einfalda bragarháttu frá síð-
ari tímum til þess að allt mætti
verða sem ljósast og aðgengilegast
almennum lesanda."
Halldór Laxness talaði 1932, í
fyrstu gerð greinarinnar „Inngang-
ur að Passíusálmunum" af fyrirlitn-
ingu um rímdýrkun í íslenskum
kveðskap, segir að þessi hneigð til
að tönnlast á orðum með svipuðum
hljómi beri vott um þráhyggju. En
þessi klausa fellur niður við endur-
prentun greinarinnar 1942, enda
er þegar 1939 komið annað hljóð i
strokkinn:
„Það hafa aldrei verið ort góð
kvæði á íslensku nema í hnituðu
formi, afbrigði og undansláttur frá
hinu stranga formi miðar til upp-
lausnar og spillingar. Ekki aðeins
öll„ ljóð í óbundnu máli“ eru á ís-
lensku ljótt prósa, heldur einnig öll
braghölt ljóð. Leirskáld, sem höfðu
ekki lag á að láta standa í hljóð-
stafnum, hafa gert sitt til að rugla
íslenskt brageyra, bæði með þeirri
tegund af hlægilegu prósa, sem
þeir kalla „ljóð í óbundnu máli“,
óreglulegri notkun bragliða og setn-
ingu ríms (samsvarandi ljóðlínur
innan erindis mislangar, eða mis-
margar ljóðlínur erindis innan sama
kvæðis, og þvflíkt) og alveg sérstak-
lega með þeirri uppfundningu, að
setja þankastrik mitt í kvæði, þegar
þeir voru búnir að tapa þræðinum
og vissu ekki lengur hvað þeir voru
að fara eða hvað þeir áttu að segja."
Jákvæður ritdómur Halldórs um
Spor í sandi eftir Stein, 1941, er
ekki í mótsögn við ofangreind orð
hans, enda hefur Steinn þar oftast
hefðbundið form. Halldór segist
bara viija raunveruleg ljóð, en ekki
ktisjubaming. En bókmenntahreyf-
ing vinstrimanna lagði áherslu á
að ná til fjöldans, á að nálgast
smekk hans með alþýðleika, og
snerist því æ meir gegn bókmennta-
nýjungum ekki síst eftir að hún
hafði komið upp bókaklúbbi með
Qöldaútbreiðslu, Mál og menning.
Það er í tímariti hans sem Halldór
Laxness ræðst gegn því að víkja
frá hefðinni. Þar talaði maður sem
mikil áhrif hafði á nýjungamenn í
bókmenntum, um 1939. Og hveijir
voru þá eftir til að halda á lofti
merki bókmenntanýjunga? í þessari
stefnubreytingu vinstrimanna ætla
ég að sé komin skýringin á því að
minna verður um að skáld víki frá
hefðbundnu formi eftir miðjan 4.
áratuginn (svo sem Eysteinn rekur
í riti sínu, bls. 65).
Kristinn E. Andrésson snerist
líka á þessa sveif hefðarinnar, að
vísu síðar en hinir. Enn á árinu
1955 telur hann að með Sjö-
dægru njóti Jóhannes úr Kötlum
sín fyrst fyllilega sem skáld, en þar
yfirgefur hann hefðbundið form.
Kristinn segir (bls. 81):
„ekki kemur máli við.hvort kvæð-
in hér eru rímuð eða órímuð, hvort
þau fylgja gömlum bragreglum eða
ekki. Slík lágkúrusjónarmið eru
utan við alla skynsamlega dóma um
list.“
En 1966 (bls. 179) sagði hann
um atómskáldin:
„formdýrkun og jafnvel hégóm-
legt formdekur hefur dregið kraft
úr verkum heillar skáldakynslóð á
íslandi eða myrkvað þau og torveld-
að áhrif þeirra."
1967 (bls. 258) taldi hann mód-
emismann hafa spillt jafnvel Snorra
Hjartarsyni, en á honum, Hannesi
Péturssyni, Þorsteini frá Hamri og
Jakobínu Sigurðardóttur hafði hann
sérstakt dálæti vegna tengsla þeirra
við hina fomu arfleifð. Þessi skoðun
hefur tvimælalaust verið útbreidd
meðal vinátrimanna, en liún er frá-
leit, eins og Eysteinn Þorvaldsson
sýnir fram á (bls. 273—83): Atóm-
skáldin „taka einarða afstöðu og
yrkja í þágu hugsjóna sinna. Ætt-
jarðarást, þjóðfrelsi og þjóðemis-
hyggja [. . .]. Alþjóðleg vandamál,
heimspólitík, samstaða með kúguð-
um em líka algeng þemu hjá þeim
öllum" (bls. 274). Þetta viðurkennir
Kristinn að nokkm, 1973 segir
hann um atómskáld: „En hversu
þjóðlegir sem þeir em, þá em þeir
samt slitnir úr sögulegu sambandi
við bókmenntaarfleifðina." Og þar
er hann kominn á leiðarenda:
„Órímuð kvæði geta verið snilld-
arverk, en háttbundin ljóð og rímuð
því betri, falli þau að eðlislögmálum
íslenskrar tungu, auk þess sem
skáldunum er það hollt að æfa sig
á margbreytilegum háttum ríms og
bragar."
Kristinn lætur hér í ljós viðhorf
sem almenn vom meðal íslenskra
sósíalista, eins og Jón Óskar bendir
á 1979. Ihaldssemi þeirra í menn-
ingarmálum stafar ekki bara af
viðleitni þeirra til að ná til almenn-
ings í gegnum það sem honum var