Morgunblaðið - 13.07.1986, Síða 32

Morgunblaðið - 13.07.1986, Síða 32
32 38ei LUJl. .81 ÍIUOAQUMVHJc! .aiGAJaMUDflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 4 „Odaunninn af þessiun öskuhaugmn mannlífsins var í vitum mér marga daga“ Rœtt við Jón Baldvin Hannibalsson um þing Alþjóðasambands jafnaðarmanna í Perú og sitthvað jleira Þing alþjóðasambands jaf naðarmanna var haldið í Líma, höfuðborg Perú, fyrir þremur vikum í skugga fangauppreisnar og ódæðisverka, sem framin voru á uppreisnarmönnum eftir að þeir höfðu gefist upp. Fyrir hönd Alþýðuflokksins sat Jón Baldvin Hannibalsson þingið og fékk ýmisiegt að sjá og heyra: öskuhauga mannlífsins í borg, sem sprengt hefur af sér allar viðjar. Einnig tókust í Líma sættir með Jóni Baldvin og Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Jón Baldvin um þingið og þá atburði, sem áttu sér stað meðan á þvi stóð. „Þingið stóð yfir þijá daga, helg- ina 20. til 22. júní, en þorri þing- fulltrúa kom þama 16. vegna þess að fastanefndir Alþjóðasambands jafnaðarmanna héldu vinnufundi nokkra daga fyrir þingið. Ég kom til Líma þriðjudaginn 17., degi áður en uppreisnin hefst í þessum þremur fangelsum. Hitt er annað mál að við lásum hvorki um uppreisnina í blöð- um né fengum við að vita af henni fyrr en ríkisstjóm Perú birti fréttatil- kynningu um hana síðdegis á föstudegi. Sagði þar aðeins að herinn hefði verið sendur inn til að bæla niður uppreisn og það hefði kostað 159 manns lífið. Sprengjutilræði við setningar athöfn Við vissum heldur ekki hvaða at- burðir vom að gerast í grennd við þingsalinn þegar þingið var sett. Þegar forseti landsins, Alan Garcia Peres, og Willy Brandt, forseti Al- þjóðasambands jafnaðarmanna, em að setja þingið um hádegisbil á föstudag, þá er ónafngreind kona að koma sér fyrir á sjöundu hæð verslunarhúss sem gnæfir yfir þing- salinn. Þingsalurinn er í einnar hæðar húsi milli hótelsins, sem þing- fulltrúar gistu, og þessarar bygging- ar. Það sem konan hafði í hyggju var að sprengja ráðstefnusalinn í loft upp og þar með samanlagðan forystusöfnuð alþjóðlegs kratisma. En henni tókst svo illa til að sprengj- an sprakk áður en konan gat varpað henni, hún sprakk í höndum konunn- ar, með þeim afleiðingum að hún er ekki lengur á meðal vor og eldur gaus upp í byggingunni." — En það hefur verið augljóst að ekki var allt með kyrmrn kjörum f landinu? „Auðvitað vissi maður að það væri eiginlegt hemaðarástand í landinu. Það sást strax og komið var til Perú að hervemd var gífurleg bæði við hótelið og ráðstefnusalinn. Og því er við að bæta að allir helstu forystumenn jafnaðarmanna í Evr- ópu komu undir strangri hervemd heiman að frá sér. Mér skilst að verið hafi um fimmtán manna lífvörður um þýsku sveitina og átta um þá sænsku, þótt Ingvar Carls- son, forsætisráðherra, hefði hætt við að sitja þingið. Þess utan vom ein- staka forystumenn sífellt í fylgd vopnaðra varða. Upplýsingar frá leiðtoga drúsa Kostulegast var hvemig tíðindin bámst. í fyrsta lagi leið nokkuð langur tími þar til við fengum frétt- imar og þá vaknaði spumingin: em þetta sannar fréttir? Þama eru sam- an komin nokkur hundmð manns. Ég fékk upplýsingar frá þingfulltrú- um seint á föstudegi. Annars vegar frá Walid Jumblatt, leiðtoga drúsa í Beirút, og hins vegar frá ísraelsku sveitinni. Báðir þessir aðiljar höfðu sína tengiliði í Líma þannig að þeim bámst upplýsingar fyrr en öðmm. Fulltrúar drúsanna höfðu allt ann- að eftir sínum líbönsku félögum í Líma en birtist í opinbemm fréttatil- kynningum. Fyrst lásum við yfirlýs- inguna í blöðum en áður höfðu aftur á móti ýmsar sendinefndir fengið ítarlegar upplýsingar. Þetta varð til þess að sett var sérstök nefnd á þing- inu til að fjalla um þessi mál og taka afstöðu til þess hvort þingið gæti haldið áfram í gistivináttu ríkis- stjómar, sem bæri ábyrgð á slíkum hryðjuverkum. Þessi nefnd er að störfum laugar- dag og formenn koma saman sunnudagsmorgun og niðurstaðan er sú að barin er saman ályktun, sem sagði kannski ekki mikið; en þó þetta: í fyrsta lagi vom þessir at- burðir harmaðir. I annan stað var lýst yfír því að lýðræðislega kjörið ríkisvald hefði auðvitað rétt til að bcita valdi til að halda uppi lögum og reglu og veija sjálft sig vopnuðu ofbeldi. í þriðja lagi var sett fram sú krafa að aðdragandi þessara at- burða og allar staðreyndir varðandi þá yrðu rannsakaðir af sjálfstæðum óháðum rannsóknaraðiljum. Að lok- um var lýst yfír stuðningi við ríkis- stjóm Garcias Peres í trausti þess að hún beiti sér fyrir og heimili við- hlítandi og fullnægjandi rannsókn. En ályktun er eitt og mat manna á staðreyndum kannski svolítið ann- að. Ég hef lesið mikið um þetta f blöðum og uppreisnin var auðvitað mikið rædd í fjölmiðlum Rómönsku Ameríku og miklu rækilegar í blöð- um utan Perú; í Brasilíu, Argentínu og Chile; og í Mið-Ameríku; Costa Rica. Það sem drúsamir sögðu að hefði gerst var þetta: Það var gerð uppreisn í þessum þremur fangels- um. Frásagnir stjómvalda af því hvemig vopnabúnaði uppreisnar- mannanna var háttað hefðu verið stórlega ýktar. Fangamir hefðu að- eins haft tíu til tuttugu riffla og nokkrar handsprengjur . . . —. . . og boga og örvar. Fljótlega eftir að uppreisnin hefst er herinn kvaddur á vettvang og eftir fyrstu vopnaviðskiptin liggja 150 menn í valnum. Þá segja þessir heimildarmenn að fangamir hafi gefist upp og þeim hafi verið sagt að í umsömdu vopnahléi yrði leitað samkomulags við ríkisstjórnina um grið. En meðan fangamir vom þama vopnlausir hafi verið látið til skarar skríða og lífið murkað úr 550 manns. . . . þá er þetta fjölda- morð o g ríkið terroristi Þetta vekur upp margar spuming- ar. I venjulcgu réttarríki er litið svo á að fangar eigi líf sitt og limi á ábyrgð og undir vemd ríkisins, sem hefur svipt þá sjálfsforræði. Ef þessi frásögn er rétt þá er þetta fjöldamorð og ríkið terroristi. Gildir einu hver í hlut á; hvort þeir kalla sig „Boðbera Ijóssins" eins og þessi svokallaða maóistagrúppa. Aftur á móti hefur það komið ræki- lega fram að núverandi stjómvöld í Kína viðurkenna engin samskipti við þetta lið. Styrkur maóistahreyfíng- arinnar virðist aftur á móti hafa vaxið undanfarin ár og þá ekki í höfuðborginni heldur í hémðum. Eitt er merkilegt í frásögnum af þessu. Því er haldið fram að maóista- samtökin stundi sjálf heróínsmygl til að fjármagna vopnakaup sín og það er reyndar opinbert leyndarmál að hin krímínalíseraða yfirstétt landsins stundar heróínsmygl í stór- um stíl. Og sumir halda því reyndar fram að ríkið sé aðili að því líka. Enda er Perú ein helsta uppspretta heróíns í Suður-Ameríku. Fyrsta þing- utan Evrópu Þetta er fyrsta þing Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, sem haldið er í Suður-Ameríku. Það er auðvitað ljóst af hveiju sú ákvörðun var tek- in. í fyrsta lagi hefur Alþjóðasam- bandið breyst geysilega mikið undanfarin tíu ár undir forystu Will- ys Brandt og Olofs Palme að því leyti að aðildarflokkum þess hefur fjölgað mjög úr löndum þriðja heims- ins. Ekki síst frá löndum Suður- og Mið-Ameríku. Akvörðun um að halda þingið í fyrsta sinn utan Evrópu var tekin til þess að staðfesta þessa þróun og í annan stað var þetta siðferðisleg stuðningsyfirlýsing við ríkisstjórn jafnaðarmanna, sem vann mikinn kosningasigur og komst til valda fyrir rúmum ellefu mánuðum undir forystu ungs og glæsilegs leiðtoga, Alans Garcia Peres. Hann tók að vissu leyti forystu í málum hinna verst settu meðal þróunarlandanna með yfirlýsingum um að ríkisstjórn sín mundi ekki og gæti ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar umfram það, sem hann kallaði tíu prósent mark af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um leið hefur hann sett fram kröfu um að hið alþjóðlega peningakerfí taki tillit til þess að hagkerfi verst settu ríkja þriðja heimsins er hrunið. Eitt af þremur helstu umfjöllunar- málum þingsins var efnahagskerfi heimsins og ekki síst skuldamál þró- unarríkja. Það fer ekki á milli mála að af hálfu Alþjóðasambandsins og Willys Brandt var engin tilviljun að þingstaður skyldi valinn í Líma. Aftur á móti verður að taka þetta til endurskoðunar vegna þeirra at- burða sem áttu sér stað fyrir þingið og meðan á því stóð. Alþjóðasam- bandið segin Við erum hin eina sanna friðarhreyfing heimsins. Jafn- aðarmannaflokkar hafa aldrei tekið völd í neinu ríki með ofbeldi. Aðferð jafnaðarmanna í pólitísku starfí er lýðræði og í þeim skilningi er þessi lýðræðislega alþjóðahreyfing ein- hvers konar friðarhreyfing. Þarna voru fyrst og fremst rædd friðar- mál, mannréttindi og efnahagsleg þróun snauðra þjóða. Spuming er hvort það samrýmist þessum gmnd- vallarsjónarmiðum jafnaðarmanna að vera gestir ríkisstjórnar, sem virð- ist ekki framfylgja grundvallarregl- um um mannréttindi og virðingu fyrir lífi og frumstæðustu mann- réttindum betur en þessar stað- reyndir virðast benda til. Forseti Alþjóðasambandsins tók af skarið um slíkan stuðning. Hann gekk á fund forseta Perú og þáði sólarorðuna, æðsta heiðursmerki ríkisins, á síðasta degi þinghalds." — Nýtur Brandt fulls stuðnings Alþjóðasambandsins? Hann var endurkjörinn forseti til þriggja ára. Það fer ekki á milli mála að undir hans forystu hefur Alþjóðasambandið tekið stökkbreyt- ingum og vaxið óðfluga. Það hefur breyst að mörgu leyti og lætur sig málefni þjóða utan Evrópu meira varða. Til dæmis eru nú starfandi nefndir um málefni Mið- og Suður- Ameríku, Afríku og svo framvegis. - Flokkum í sambandinu hefur fjölgað gífurlega þannig að á undanförnum tíu árum hefur Alþjóðasambandið orðið að raunverulegu alþjóðasam- bandi. Áður var það fyrst og fremst Evrópusamband. Brandt er auðvitað stjómmála- maður, sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Hann er tvímæla- laust meiriháttar pólitískur sjarmör. Og að í þessum hópi nýtur hann mikillar hylli. Það fer ekkert á milli mála. En það breytir engu um það að þessi samtök eru gjörólík alþjóða- samtökum kommúnista. Þau eru ákaflega lausleg í eðli sínu og skipu- lagi. Það getur enginn einn flokkur þvingað annan til fylgilags við sig og engin samþykkt Alþjóðasam- bandsins er bindandi. Þetta eru ákaflega lýðræðisleg samtök, laus í reipunum og með litlu miðstjórnar- valdi. Skoðanamunur innan sambandsins Allar ályktanir eru leiðbeinandi og oft eru vinnubrögðin þannig að leggist einhveijir flokkar hinna öflugri ríkja hart gegn einhveiju máli þá lætur Alþjóðasambandið vera að álykta um slík mál.“ — Og það hlýtur að henda af og til. „Það er engin launung á því að í ýmsum málum er skoðanamunur innan sambandsins og áherslumun- ur. I fyrsta lagi eru sjónarmið hinna hcfðbundnu evrópsku sósíaldemó- kratísku hreyfinga, sem eiga rætur aftur í nítjándu öld og í verkalýðs- hreyflngar og þjóðfélög, sem hafa verið opin og lýðræðisleg undan- farna áratugi, talsvert önnur en hreyfinga, sem búa við frumstætt stjómarfar og jafnvel einræði. Gjör- ólíkar aðstæður og pólitísk landa- fræði endurspeglast í ólíkum viðhorfum. Að auki er ijóst að í ör- yggis- og varnarmálum í Evrópu og samskiptum við Bandaríkin er tals- verður munur á afstöðu flokka. Þar sýnist mér hann vera hvað skýrastur milli annars vegar þýska flokksins og skandínavanna, sem eru fylgi- hnettir hans, og hins vegar franska, spænska, portúgalska og ítalska flokksins og okkar Atlantshafs- öyggja. NATO sósíaldemó- kratísk samtök Þama hefur jgreinilega orðið nokkur breyting. Eg stríði stundum kollegum mínum frá Skandinavíu á því að NATO, sem varnarsamtök lýðræðisríkja upp úr seinna stríði, hafl í raun verið sósíaldemókratísk samtök. Þá vitna ég til þess að öflug- ustu stuðningsmenn og baráttumenn fyrir stofnun Atlantshafsbandalags- ins voru leiðtogar sósíaldemókrata eins og Emest Bevin hinn breski, Spaak frá Belgiu og ég tala nú ekki um Norðmennina Gerhardsen og Hákon Lie og Hans Hedtoft frá Danmörku og fleiri mætti nefna til sögu. Það vom einmitt hægri öflin í Évrópu, sem vom ákaflega lítt hrifin og jafnvel beinlínis andvíg stofnun NÁTO. Þar nefni ég gaull- istana frönsku og „High-Tories“ á Englandi, sem löngum hafa haft hom í síðu Bandaríkjanna út frá sögulegum forsendum sem fulltrúar breska heimsveldisins gagnvart rísandi heimsveldi. Þetta virðist ein- hvem veginn hafa skolast til á síðari ámm. Þegar verið er að gagnrýna mig fyrir stefnu okkar, þá bendi ég á þetta. Þetta kemur fram í sjónar- miðum Frakka og er hin hefðbundna sósíaldemókratíska pólitík um að veija lýðræðið með vamarsamtökum gegn útþenslutilhneigingum alræð- isafla, hvort sem þau em frá hægri eða vinstri. NATO var auðvitað stofnað vegna hemaðarógnar frá fasisma Stalíns og frá mínum bæjardymm séð hefur sú gmndvallarforsenda ekkert breyst. Á seinni ámm hefur afvopnun- ammræðan þróast mikið og hefur þýski flokkurinn haft þar ákveðna forustu. Sú pólitík sem mótuð var á stjómartíð Brandts og nýtur mikillar hylli í Þýskalandi var „austur-stefn- an“ eða „Ost-pólitíkin“. Hún er auðskiljanleg út frá þýskum forsend- um. Mönnum hættir til að gleyma að Þýskaland er klofíð land og það er gmndvallarforsenda allra þýskra stjórnmálamanna að gera allt, sem þeir geta, til að koma á viðunandi samskiptum milli þessara tveggja hluta þýsku þjóðarinnar, sem em bitbein og fórnarlömb skiptingar heimsins í blokkir. „Austur-stefnan" átti að bijóta þann múr og „detente“-pólitíkin sömuleiðis. Og hvað er „detente"? Það er sú stefna að auka öll sam- skipti á sviði verslunar, viðskipta, menningar og vísinda þrátt fyrir djúpstæðan ágreining um þjóðfé- lagsmál. Þetta var gert á þessu tímabili með margvíslegum tvíhliða samningum. Auðvitað er undiralda í þýska flokknum, sem raunvemlega er orð- in eins konar hlutleysishreyfíng. Menn segja sem svo: Við gemm engan mun á stórveldunum tveimur. Þau em bæði hættuleg mannkyninu og heimsfriði. Við viljum þar með vera þriðja aflið. Og sú hugsun leið-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.