Morgunblaðið - 13.07.1986, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Silkiprentun
Maður vanur silkiprentun óskast.
Nánari upplýsingar i síma 685215 eða
685651 virka daga.
Vélamenn
Viljum ráða strax vanan vélamann. Mikil
vinna. Upplýsingar á morgun í síma 50877.
Loftorka hf.
Kennarar
Tvær kennarastöður eru lausar við Grunn-
skóla Stöðvarfjarðar á komandi skólaári.
Upplýsingar gefa Árni Guðbjartsson formað-
ur skólanefndar vs. 97-5940, hs. 5856 og
Sólmundur Jónsson skólastjóri hs. 5859.
Skólanefnd.
Staða fulltrúa
hjá opinberri stofnun er laus til umsóknar.
Reynsla við ritvinnslu svo og góð málakunn-
átta æskileg. Fjölbreytt starf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf óskast sendar augld.
Mbl. merktar: „H — 5980“ fyrir 18. júlí nk.
Hjúkrunarforstjóri
Heilsuhælið NLFí, Hveragerði óskar að ráða
hjúkrunarfontjóra sem fyrst.
Starfinu fylgir vaktskylda að hluta. Húsnæði
á staðnum. Nánari upplýsingar veita yfir-
læknir og framkvæmdastjóri í síma 99-4201
og 4204.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist yfirlækni fyrir 15. ágúst.
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÚÐUR
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast að geðdeildum Bsp.
Starfsreynsla áskilin.
Yfirfélagsráðgjafi geðdeildanna veitir allar
nánari upplýsingar í síma 13744. Umsóknir
skulu sendast til yfirlæknis geðdeilda Bsp.
fyrir 1. ágúst nk.
BORGARSPÍTALINN
o696600
5AMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 SiMi 681411.
Starf í
skýrsluvéladeild
Óskum eftir að ráða vélstjórnanda (operat-
or) í skýrsluvéladeild. Æskilegt er að
umsækjandur hafi góða undirstöðumenntun.
Unnið er á vöktum. Hér er um að ræða lif-
andi starf fyrir réttan og áhugasaman aðila.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
hjá starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími
681411.
Samvinnutryggingar g. t.
Kennarar
Við Grunnskólann á Flateyri eru eftirtaldar
stöður lausar til umsóknar: Tvær almennar
kennarastöður í 1.-3. bekk og 7.-9. bekk,
hálf staða íþróttakennara.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-7645
á kvöldin.
Blaðamaður
Útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða
vanan blaðamann í tímabundið verkefni (við-
töl, o.fl.) í ágústmánuði.
Áhugasamir blaðamenn sendi nafn og síma-
númer ásamt stuttum upplýsingum til
augldeildar Morgunblaðsins fyrir 18. júlí
merktar: „Stuttur tími - góðar tekjur — 3143“
Félagsmálastjóri
Staða félagsmálastjóra ísafjarðarkaupstaðar
er laus til umsóknar. Um er að ræða 1 árs
afleysingu frá 1. sept. nk. Starfsmenntun í
félagsráðgjöf eða háskólamenntun í félags-
vísindum ásamt starfsreynslu nauðsynleg.
Umsóknarfrestur til 15. ágúst. Upplýsingar
um starfið veitir félagsmálastjóri Lárus Már
Björnsson í síma 94-3722.
Félagsmálastjórinn ísafirði.
Innflutningsfyrirtæki
nálægt miðbænum óskar eftir að ráða starfs-
kraft til starfa allan daginn fram til næstu
áramóta. Þarf að geta byrjað strax.
Starfið felst aðallega í skráningu á tölvu,
útskrift reikninga og öðrum almennum skrif-
stofustörfum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi próf úr versl-
unarskóla eða sambærilega menntun, svo
og reynslu af vinnu við tölvu.
Umsóknum skal skilað á afgreiðslu Mbl. ekki
seinna en miðvikudaginn 16. júlí, n.k.
mektar: „Strax 1234“.
Sjúkraliðar athugið!
Við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum eru lausar
3-4 stöður sjúkraliða, nú þegar eða frá 1.
sept. nk.
Fljótsdalshérað er fagurt bæði sumar og
vetur, flugvöllur er við bæjardyrnar og skíða-
land í Fjarðarheiði skammt undan. Við höfum
grunnskóla, menntaskóla og tónlistarskóla á
staðnum, svo eitthvað sé nefnt.
Er ekki tilvalið að breyta til og prófa að búa
úti á landsbyggðinni?
Hugsið málið og leitið nánari upplýsinga, það
kostar ekkert.
Hjúkrunarforstjóri sími 97 1631, skrifstofa
sími 97 1386
Heimilisaðstoð
— Vesturbær
Höfum verið beðnir að útvega konu til
aðstoðar á heimili í vesturbæ.
Vinnutími 8.00 til 16.00 daglega. Sér um
hádegismat, heldur öllu þrifalegu og gætir
barna en þau eru þrjú. Við leitum að heiðar-
legri konu, má hafa með sér barn.
Góð laun í boði. Frítt fæði.
Upplýsingar á skrifstofu.
Guðnt íónsson
RÁDCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN U5TA
TÚNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Útkeyrslustarf
Okkur vantar ungan og hressan pilt nú
þegar. Upplýsingar í síma 40925
Kjötbankinn
Kennarar
Hafið samband við Stefán A. Jónsson í síma
95-4420 eða Fræðsluskrifstofu Norðurlands
vestra því að grunnskólinn að Húnavöllum
óskar að ráða kennara til að annast sér-
kennslu, stærðfræði ásamt raungreinum,
myndment, smíði og almenna kennslu.
Húsnæði á staðnum.
Skólastjóri.
Forstöðumaður
Breiðdalsvík
Kaupfélag Stöðfirðinga óskar eftir að ráða
forstöðumann fyrir verslun sinni á Breið-
dalsvík.
Ráðningartími er frá 1. september nk.
Reynsla í verslunarstörfum er nauðsynleg.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf ásamt fjölskyldustærð, sendist Friðriki
Guðmundssyni kaupfélagsstjóra eða starfs-
mannastjóra Sambandsins er gefur nánari
upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar.
Kaupfélag Stöðfirðinga
Stöövarfirði
Markaðsstjóri
Við leitum að markaðsstjóra fyrir eitt af
stærstu fyrirtækjum iandsins. Starfið er
laust í haust.
Viðkomandi skal vera með háskólapróf í við-
skiptum eða verkfræði, hafa góða starfs-
reynslu í markaðsmálum, vanur að stjórna,
hafa góða tungumálakunnáttu, og búinn að
koma sér vel fyrir í lífinu, og vera tilbúinn
að takast á við spennandi og krefjandi
framtíðarstarf.
Þar eð gerðar eru miklar kröfur, verða laun
í samræmi við það.
Nánari upplýsingar á skrifstofu, þar getum
við rætt málin í trúnaði.
GijðntTónsson
RÁDCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Grunnskólinn á ísafirði
Ahugasamir kennarar
— Ef þið eruð að leita ykkur að skemmtileg-
um vinnufélögum og áhugaverðum skóla
þá ættuð þið að leita upplýsinga hjá
okkur um Grunnskólann á Isafirði.
— Við þurfum kennara í almenna bekkjar-
kennslu, myndmennt, smíðar, tón-
mennt, heimilisfræði, tungumál,
raungreinar og í sérkennslu. Enn fremur
viljum við ráða skólasafnvörð.
— Flutningur til ísafjarðar verður ykkur að
kostnaðarlausu og að sjálfsögðu fáið þið
íbúð fyrir sanngjarna leigu.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón Baldvin
Hannesson skólastjóri í símum 94-3044 (v.
s.) og 94-4294 (h.s.).
Skólastjóri.