Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 C 5 gagnrýnendum sem hella sér yfír mann... AF: Af hvetju ertu svo frá- brugðin öðru Hollywood-frægð- arfólki sem þekkir fátt betra en að þekkjast úti á götu og heldur áfram að tala um sjálft sig, jafn- vel eftir að sýningin er búin? MS: Ég held að ég sé það ekki. Ég þekki margar stjömur sem á sama hátt og ég þola ekki aðdáend- ur en geta þó ekki forðast þá þar sem þær búa í borgum. í nokkra mánuði bjuggum við maðurinn minn uppi í sveit. Þvílíkur léttir. Við vorum búin að fá nóg af yfír- borðslegri mögnun New York- borgar. AF: Hver er leyndardómurinn? Hvað gerir þig svo frábrugðna öllum öðrum leikkonun nú á tímum? MS: Minnisleysi. Mér hefur tekizt að bægja frá mér andúð og hefni- gimi í garð fólks sem gerir á hluta minn af því að ég gleymi samstund- is. Þetta gerist líka í sambandi við starfíð. Hvert nýtt hlutverk er eins og fyrsta hlutverkið. Ég held að ég hafí hæfíleika tij að vinna með öðr- um leikurum. Ég hef verið innan um alls konar fólk og haft gaman af því öllu. AF: En fólk gerir því skóna að einhver leyndardómur hljóti að búa að baki velgengni þinni þar sem allar myndir þínar heppnast, vinna til verðlauna og falla almenningi í geð. MS: í sannleika sagt þá er það nú ekki algilt, að minnsta kosti ekki hér í Ameríku. Ég held að handritin að myndunum séu vel skrifuð og að myndunum sé um- fram allt vel stjómað. Undir því er velgengni kvikmyndar nefnilega fyrst og fremst komin. Það er mik- ill munur á handriti og því sem birtist á tjaldinu. AF: Hvaða grundvallaratriði ráða úrslitum um val þitt á hlut- verki? MS: Athyglisvert hlutverk í at- hyglisverðu umhverfí. AF: Hvernig býrðu þig undir hlutverk sem þú ætlar að fara að leika? MS: Áður en ég lék Karen Blixen skoðaði ég ljósmyndaalbúmið henn- ar og festi athyglina fyrst og fremst á augum hennar. Þvi miður kemur þessi aðferð ekki að notum nema þegar persónan hefur verið til í raun og veru. Ég held að þetta sé eina leiðin til að henda reiður á sannleikanum, tilfinningum og geð- brigðum, draugunum sem búa í okkur öllum. Þeir dyljast augun- um ... AF: Hvernig komstu að þvi að þú hafðir leikhæfileika? MS: Ég gerði mér enga grein fyrir því fyrr en ég kom í mennta- skóla. Ég ætlaði mér að ná mér í gráðu án þess að þurfa að leggja mikið á mig og allir sögðu að nám- skeiðið í leikrænni tjáningu væri léttast. Ég innritaði mig og mér gekk afar vel frá byijun. í grunn- skólanum þótti mér mest gaman að syngja enda þótt ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði aldrei fær um að vinna fyrir mér á þann hátt. AF: Hefurðu sungið í kvik- mynd? MS: Já, í „Silkwood", í lok mynd- arinnar. AF: Hvað er erfiðasta hlutverk sem þú hefur farið með og erfið- asta myndin sem þú hefur leikið í? MS: „The Still of the Night" og „The French Lieutenants’s Woman" en í þessum myndum fór ég með afskaplega vélræn hlutverk, sem voru algjörlega háð söguþræðinum og lögmáium handritsins án þess að um væri að ræða manneskjur af holdi og blóði. Ég hafði alls enga tillfinningu fyrir þessum hlutverk- um. Fegurð var eina krafan í sambandi við hlutverkið í „The Still of the Night" ... þess háttar myndir vekja engan áhuga hjá mér... AF: í „Sophie’s Choice“ tal- arðu með pólskum hreim, í „Plenty" með enskum hreim og með dönskum hreim í „Out of Africa" — og alls staðar óað- finnanlega. Hvernig er slíkt mögulegt? MS: Það er nauðsynlegt Það þýddi ekki fyrir mig að vera með New Jer- sey-hreiminn minn í þessum hlutverk- um. Gagnrýnendur hafa margir hverjir áfellzt mig og kallað mig ka- melljón. Þetta er einfaldlega spuming um sjálfsstjóm. Það er eins og að ptjóna. Prjónamir gera manni kleift að ljúka við peysuna en þeir eru mynkrinu og hinni endanlegu útkomu algjörlega óviðkomandi. Það sem máli skiptir fyrir leikara er sú óijúfan- lega taug sem hann tengir milli sjálfe sín og áhorfenda, sú taug sem fær hjörtu þeirra til að slá. Þetta er dular- fullt efíiasamband, regiulegt krafta- verk. AF: Margsinnis á liðnum árum hefðurðu lýst þvi yfir að þú sért virkur „feministi“. Ertu það enn? MS: Já og fremur en nokkm sinni áður. Eg er aðili að Kvennahreyf- ingu gegn kjamorku sem stofnuð var af Anne Kaldelof, en sakir tíma- skorts er framlag mitt nú fremur fólgið í fjárframlögum en beinni þátttöku. Sem kona og „feministi“ gerði ég mér ljóst að ég vinn of mikið og að ég verð að sinna fjöl- skyldunni meira. Hún hefur nú algjöran forgang. AF: Sumir gagnrýnendur hafa haldið því fram að Meryl Streep sé orðin svo góð, svo mikil fag- manneskja og svo óskeikul að hún sé orðin köld og nánast vél- ræn. MS: Hvað á ég að gera? Deyja, stinga mig á hol, fleygja mér í sjó- inn? Ég skil ekki svona gagnrýni. Hún er til þess eins fallin að leggja í rúst og er auk þess vita gagns- laus. Ég ætti kannski að byija á því að leika illa og sýna aJf mér kæruleysi, án þess að gera minnstu listrænar kröfur. Hefði ég verið ein- hver dönsk leikkona — sama hver — þá hefðu þeir ekkert haft við þetta að athuga. AF: Fyrir nokkrum árum lýst- ir þú þvi yfir í viðtali að þér fyndist þú vera ljót. Varstu að gera þér upp hógværð eða ei'tu svona óskaplega upptekin aí sjálfri þér? MS: Við erum öll dálítið klikkuð,. að einu eða öðru leyti. Mér fínnst ég enn vera ljót í hvert skipti sem ég sé mig í kvikmynd en með aldrin- um hef ég minni áhyggjur af þessu. Þegar ég vann að „Heartbum" nú nýverið var ég ólétt, mér var óglatt, ég var í andlegu ójafnvægi og með poka undir augunum. Samt sem áður er ég afar stolt af þessari mynd og tel hana þá beztu sem ég hef leikið í. AF: Bandarískir gagnrýnend- ur fundu mjög að frammistöðu Roberts Redford í hlutverki. Finch Hattons. Þeir segja að hann kunni ekki að leika og að honum væri nær að skipta um starf. MS: Sumir gagnrýnendur eru grimmir. Robert er ómótmælanlega gæddur meðfæddri gáfu. Sem karl- maður og leikari hefur hann yfír sér þennan blæ þunglyndis sem er í senn íjarrænn og óáþreifanlegur, sem hefur ómótstæðileg áhrif á konur og á sinn þátt í gífurlegum vinsældum hans. Ef til vill er hann laus við sjálfvirkni persónanna sem hann leikur. Enska hreiminn vant- aði en meginþættimir í Finch Hatton eru alltaf á sínum stað. Robert er einstakur maður og hann- hefur verið mér mjög mikið. AF: Þú átt að baki merkan feril á leiksviði. Tsjékov, Shake- speare, Tennessee Williams, Brecht. Hefur það hvarflað að þér að hefja sviðsleik að nýju? MS: Já, ég hef nú þegar rætt við nokkra leikstjóra en ég skil ekki að neitt geti orðið af því fyrr en bamið er fætt. Mig langar mjög til að leika létt gamanhlutverk. Eg hef svo gaman af því að koma fólki til að hlæja eins og ég hef raunar> áður gert. En ég viðurkenni það að ég er dauðhrædd við gagnrýn- endur. Þeir hafa velgt mér undir uggum, einkum eftir að ég varð ftæg. Kvikmyndin veitir ákveðna vemd, hún er einskonar eyja örygg- is í hillingum. Á sviðinu er maður á hinn bóginn berskjaldaður og ég veit ekki hvort ég er nógu hugrökk til að fara þangað aftur. Viðtal: Alessandra Farkas NEGRASÁLMAR? Simon Estes. Sígildar skífur Konráð S. Konráðsson Simon Estes. Howard A Roberts Chorale. Stjórnandi: Howard E. Roberts. Philips 412631-1;1984. Ekki er laust við að undirrituð- um fínnist jafnvel jaðra við kynþáttahroka þegar fjjalla skal um skífu þar sem hömndsdökkur söngvari flytur trúarljóð kyn- bræðra sinna, þrælanna af bökkum Mississippi. í daglegu tali er oft lýsing slíkrar tónlistar: Negrasöngvari syngur negra- sálma! Ef gluggað er í orðabækur skýrir orðabók Menningarsjóðs (útg. ’83) „negrasálm", sem „trú- arsöng negra í Bandaríkjunum (oft með efni úr Gamla testament- inu) sunginn undir sérkennilegu lagi“. Ensk-íslensk Orðabók For- lagsins Öm & Örlygur (útg. ’84) skýrir „spiritual" sem m.a. „ne- grasálm, trúarlegt ljóð eða sálmur eftir negra eða fluttur af negra frá suðurríkjum Bandaríkjanna“. Skýring Webesters New World Dictionaiy (útg. ’70) er hins vegar nokkuð af öðmm toga: „A religio- us folk song of American Negro origin“. M.ö.o. er um að ræða andleg þjóðlög, uppmnnin meðal þeldökkra Ameríkumanna. Þrælahald mun vera ósómi jafngamall mannskepnunni og má síst ætla uppfinningu þess hvíta kynstofninum. Það rýrir þó í engu skömm þá er Evrópu- og Ameríkubúar höfðu af þrælatöku, -flutningum og -haldi Afríkubúa á 16. til 19. öld. Þeir andans söngvar sem en- skir nefna „spirituals" vom afsprengi menningar sem skapað- ist er mættust vestrænir og afrískir menningarstraumar. Söngur og dans, hljómfall, var snar þáttur í þeirri menningararf- leifð, sem Afríkumaðurinn flutti með sér í ánauðina í Ameríku, þar sem honum mættu svo söngvar íra, Breta og annarra Evrópubúa. Kristnitakan, sem oftast var vegna trúboðs hinna frjálslyndari mótmælendatrúarmanna, ól síðan af sér þá sérstöku trúartónlist, sem hér er til umræðu og er raun- ar að skilningi margra sú ein tónlist Norður-Ameríku sem fellur undir skilgreininguna þjóðlaga- tónlist í þröngum skilningi þess orðs. Hinn hlekkjaði Afríkumaður mun hafa átt auðvelt með að fínna hliðstæðu í eymd sinni með ísra- elsþjóðinni ánauðugri hjá Egypt- um eða í Babýlon og lofsyngja hreysti og afrek þeirra Mósesar og Júsúa. Sömuleiðis fundu þræl- amir sér sína eigin eymd að yrkisefni. í bók M.M. Fisher „Ne- gro Slave Songs In The United States" svarar leysingi eftirfar- andi, aðspurður hvemig trúartón- list þeirra hafí komið til: „I’ll tell you. It’s this way. My master calls me up and order me a short peck of com and a hundred lash. My friends see it and is sorry for me. When they come to the praise meeting that night they sing abo- ut it.“ Hversu rómantískt yfírbragð söngvar þessir virðast hafa þegar litið er til fortíðarinnar em þeir að sönnu sprottnir úr biturri eymd þrældómsins með trúarlegan ein- faldleika og einlægni að aðals- merki. Það er þessi einfaldleiki sem því miður fer að miklu for- görðum f þessari útgáfu söngv- anna. Tónsetning Howards A. Roberts er íburðarmikil, jafíivel um of, og Qærri sál þeirrar tónlist- ar sem hér er sungin, s.s. í „Ride on, King Jesus". Hrynjandinn, sem er svo ríkur þáttur tónlistar- innar er á köflum vart hrifmeiri en sálmanna úr gamla grallaran- um. Flókin tónsetningin máir og þann einfaldleika sem er tónlist þessari eiginlegur. Er t.d. titrandi hljómur bíóorgelsins fremur hjá- róma í útsetningu söngsins „Go down, Moses". Simon Estes hefur mikla og þjálfaða rödd. Sá tilfínningaofsi og ákafai sem býr í mörgum þeirra laga sem hér eru flutt nær þó vart fyllilega fram að ganga í túlkun hans. Er helst að honum takist vel upp í rólegri söngvun- um, sem um leið eru gullkom skífu þessarar. Má þar nefna heill- andi túlkun hans á „Sometimes I feel lika a motherless child“. Upptakan er hljómmikil, en veldur samt nokkrum vonbrigð- um, þar sem hljómmyndin er sannfærandi hvað varðar dýpt, en nokkuð óskýr og er því oft á tíðum erfitt að greina frambuð söngv- ara. Pressun og frágangur er hins vegar S góðu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.