Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Atli Heimir Sveinsson Vandamál óperugerðar Ekkert listform, tengt tónlist, er jafn fárán- legt og óperan, nema ef vera skyldi klass- íski ballettinn. Enda hefur óperunni ávallt verið hall- mælt og formið gagnrýnt misk- unnarlaust af lærðum sem leikum. Sú staðreynd ein að í óperu syng- ur fólk en talar ekki sýnir áþreif- anlega, að tilvist þessa forms er handan hins hefðbundna raun- veruleika. Við sjáum og heyrum fólk á sviðinu tjá ást sína í löngum dúettum, heilsast í tertsettum, og hatast í kórsöngvum með hljóm- sveitarundirleik. Maður getur fyrst notið óperunnar þegar mað- ur hefur meðtekið þessar mót- sagnir, sem hluta af upplifuðum veruleik. Operan er sennilegasta dýrasta listform evrópsks menningarsam- félags, óperuhúsin gleypa mikinn hluta þess fjármagns, sem veitt er til tónlistar. Og þó fullt sé útúr dyrum á kvöldi hveiju, þá fer §arri því að óperusýningar standi undir sér. En fólk sækir mjög óperusýningar bæði hér heima og erlendis, óperan á marga trygga aðdáendur. Óperusöngvarinn er burðarás þessa listforms. Til hans eru gerð- ar miklar kröfur. Í fyrsta lagi þarf hann að hafa meðfædda hæfileika: fagra, volduga og heil- brigða rödd, sem tekur mörg ár að þjálfa. Þar að auki þarf söngv- arinn að hafa leikhæfileika, og „rétt“ útlit spillir ekki fyrir. Séu ekki allir þessir eiginleikar, og öll þessi menntun, fyrir hendi verður óperuflutningur aldrei fullnægj- andi. Nú á tímum eru gerðar þær kröfur til óperusöngvarans að hann sé fullkominn leikari auk þess að vera söngvari til þess að þau séu trúverðug, t.d. hertoginn í Rigólettó, Salome eða Lulu. Og starf söngvarans er vanda- samt. Til margs þarf að taka tillit til áður en söngvarinn getur flutt og túlkað þær nótur sem tónskáld- ið fékk honum í hendur. Fyrst er öll hin raddlega vinna, beiting raddarinnar, raddblær, öndun, frasering, framburður, utanbók- arlærdómur texta og tónlistar og er þá fyrst komið að hinni list- rænu túlkun. Þarnæst má má nefna samvinnu við aðra flytjend- Atli Heimir Sveinsson ur, hljómsveit og hljómsveitar- stjóra, sem ber ábyrgð á snuðrulausum gangi hverrar sýn- ingar. Svo kemur leikræn túlkun. Öll þessi atriði, og mörg fleiri, þurfa að mynda ótjúfanlega heild. Söngvarar hafa stundum mis- notað vinsældir sínar og keypt sér billegt lófaklapp með smekkleys- um á kostnað hinnar listrænu tjáningar. Við könnumst við háu tónana óendanlegu, ótímabærar fermötur og hraðabreytingar. Þannig getur óperan orðið söngv- arasirkus, eða raddflúrsfímleikar, innihaldslaus syrpa vinsælla laga. í sendibréfum Glueks, Tsjæ- kofskís og Verdis má lesa sífellda gagnrýni þeirra á „vókal-ídíóta", sem þeir kalla svo, og „leikbún- ingakonsert". Óperan var vett- vangur tískunnar áður fyrr. A öllum tímum hafa hinir bestu óperufrömuðir, tónskáld, hljóm- sveitar- og leikstjórar barist á móti óperusiðum og komið fram með umbótahugmyndir. Þær gengu allar út á hið sama, hvort sem Gluck, Mozart, Wagner, Verdi, Debussy, Berg eða Zimm- ermann áttu í hlut: Óperan er ekki stjömusýning, heldur dra- matísk heild tónlistar og leiklistar, samfléttun allra þátta leikhússins. í rauninni er hugmynd Wagners um allsherjarlistaverk — Ge- samtkunstwerk — ekki ný. Hún er megininntakið í bestu óperu- gerð allra tíma allt frá Monte- verdi. Hún er aðeins framkvæmd með þeim tæknilegu aðferðum, sem leikhúsið á hveijum tíma hefur yfir að ráða. Eins og margir góðir hlutir (t.d. pensillínið) varð óperan til fyrir klaufaskap og misskilning. Aðal- bornir listvinir í Flórens um árið 1600 héldu sig vera að endur- vekja forngrískan harmleikja- flutning með því að láta leikarana syngja við hljómsveitarundirleik í stað þess að tala. En þetta átti ekkert skylt við harmleikina — það kom síðar í ljós. En kammer- atarnir (svo nefndu þeir sig) duttu niður á nýtt leikhúsform sem reyndist hafa stórfenglega þróun- armöguleika. Og nafn þessa forms 2c Úr Silkitrommunni. MERYL STREEP OG KAREN BLIXEIM Viðtal við leikkonuna Meryl Streep um leik hennar í kvikmyndinni Jörð í Afríku, Sophie’s Choice ofl. 4c Söguöldin 3c Negrasálmar? 5c Myndsmíðar __________Hreins 6c Þegargeisl* arnirkomu 6c íslenskar bók- menntir í útlöndum 7c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.