Morgunblaðið - 01.08.1986, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.08.1986, Qupperneq 56
SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞLJ FERÐ ÚTAÐ BORÐA Smi 18833----- ) JT EUHOCARDj „E|JSiSRBÓKHAlOHj FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 VERÐ 1 LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skólaslit á Þingvöllum HÁTT í 1000 reykvískir unglingar söfnuðust saman á Þingvöllum í gær til aö fagna skólaslitum Vinnuskóla Reykjavíkur. Unglingarnir hafa unnið hin margvíslegustu störf í borginni siðan skólum lauk í vor. Veðrið hefur verið misjafnt þennan tíma en veðurblíðan verið einstök undanfarna daga. Nú er mánuður þar til skólar hefjast að nýju og verður sá tími örugglega notaður til að safna kröftum fyrir veturinn. Hæstiréttur Bandaríkjanna um hvalveiðimál: Ekki skylda ráðherra að gefa út staðfestingarkæru Þingið veitti ráðherra svigrúm til að taka ákvörðun um stað- festingarkæru, segir í hæstaréttardómi í júní síðastliðnum Björtu veðri spáð um helgina VEÐURSPÁ verslunar- mannahelgarinnar verður æ áreiðanlegri eftir þvi sem nær dregur helginni. Nú er útlit fyrir óbreytt veður um helgina, hæga norðanátt og bjartviðri. Það er þvi allt út- lit fyrir afbragðs veður þessa mestu ferðahelgi ársins. Sunnan- og vestanlands verður léttskýjað og sömuleiðis inn til landsins á Norðurlandi. Hæg norðlæg átt verður ríkjandi og fremur svalt á Norður- og Norð- austurlandi en 12-15 stiga hiti á Suðurlandi. Á bls. 2 er kort yfír veður- horfur í dag. Steinullarverksmiðjan: 27 millj. tap fyrsta hálfa árið Spáð batnandi afkomu TAP Á rekstri Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðár- króki var 27 milljónir króna fyrstu 6 mánuði þessa árs. Var þá búið að afskrifa 30 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er þetta all miklu verri afkoma en reiknað hafði verið með. Mun verksmiðjan hafa gengið verulega á eigið fé þann tíma sem hún hefur starf- að. Ástæður fyrir hinni slæmu afkomu munu margar. Bygg- ingariðnaðurinn hefur verið í lægð og bilanir hafa reynst dýr- ar og tafsamar og ofn verk- smiðijunnar verið mun orkufrekari en framleiðendur hans höfðu gefíð upp. Gæði framleiðslunnar eru tal- in framar vonum og spáð er aukinni eftirpsurn og batnandi afkomu seinni hluta árs. ... ^ er starrsmonnum BSÍ, Flugleiða og Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja bar saman um í samtaii við Morgunblaðið í gær. Flugleiðir fóru 10 ferðir í gær til Eyja og fara 15 ferðir í dag og er nær fullbókað í þær. Á hádegi í gær höfðu 1.500 manns pantað far með Smyrli hjá Ferðaskrifstofu ÞAÐ er ekki ótvíræð lagaskylda viðskiptaráðherra Banda- rikjanna að leggja fram stað- festingarkæru á hvert það land, sem ekki fer í einu og öllu að samþykktum Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Þannig má ekki túlka þau lagaákvæði, sem mest hefur Vestmannaeyja og var ákveðið að bæta við aukaferð kl. 2:15 í nótt. Hjá Ferðaskrifstofu BSí höfðu tæp- lega 1.000 manns keypt sér pakkaferðir með Herjólfi á Þjóðhá- tíðina. verið vitnað til í sambandi við deilur Islendinga og Bandaríkja- manna um hvalveiðar í vísinda- skyni. Þetta má m.a. lesa úr dómi um hvalveiðar Japana, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp í byrjun Viðmælendum Morgunblaðsins ber saman um að nokkuð jöfn um- ferð sé á aðra staði. Rúmlega 400 sæti voru seld í Þórsmörk og líklegt að margir unglingar leggi leið sína í Þjórsárdalinn. sem bandarísk náttúruvemdarsam- tök höfðuðu gegn viðskiptaráðherra Bandaríkjanna og japanska hval- veiðisambandinu og kröfðust þess að dómstóllinn staðfesti að ráð- herrann hefði ekki haft lagaheimild til að gera samning við Japani um veiðiheimildir í bandarískri lögsögu gegn því að þeir hættu hvalveiðum innan ákveðins tíma. Undirréttur dæmdi náttúruvemdarsamtökunum í hag og byggði niðurstöðu sína á lagaákvæðum, sem kennd em við þingmennina Pelly, Packwood og Magnuson. I dómsorðinu segir m.a., að þess sé hvorki krafíst í Pelly- eða Pack- wood-lagaákvæðunum, „að ráð- herra gefí út staðfestingu varðandi Japani vegna þess að þeir synji um að hlíta hvalveiðikvótum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ákvörðun ráð- herra um að tryggja að Japanir haldi áfram að hlíta áætlunum Al- þjóða hvalveiðiráðsins, samkvæmt framkvæmdasamningnum frá 1984 frekar en að byggja á möguleikan- um að staðfesting og beiting efnahagslegra refsiaðgerða myndi leiða til sama eða betri árangurs, er sanngjöm túlkun á samningn- um,“ segir meirihluti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar segir einnig að þótt ráðherra þurfi strax að taka ákvörðun um staðfestingarkæru fyrirfinnist eng- in lagafyrirmæli um skilgreiningu orðanna „draga úr virkni vemdun- arráðstafana Alþjóða hvalveiðiráðs- ins“ eða sundurliðun þeirra þátta, sem ráðherra ætti að athuga í sam- bandi við ákvarðanatöku, sem honum einum er falin. „Lagafyrir- mælin leggja ekki fyrir ráðherra að gefa sjálfkrafa út staðfestingu um þjóð, sem ekki fer eftir hval- veiðiáætlunum Alþjóða hvalveiði- ráðsins," segir Hæstiréttur. Æðsti dómstóllinn .vestra komst einnig að þeirri niðurstöðu, að for- saga Pelly-ákvæðisins og síðari breytingar þess sýni, að Banda- ríkjaþing hafí alls ekki ætlað sér að krefjast þess af ráðherra, að hann gæfi út staðfestingarkæru hvenær sem horfíð væri frá þeim takmörkunum um hvalveiðar, sem Alþjóða hvalveiðiráðið setti. „Þingið notaði orðalagið „draga úr virkni" til að veita ráðherra svigrúm varð- andi ákvörðunarrétt um staðfest- ingu,“ segir í dómsorðinu. I niðurlagi dómsorðs Hæstaréttar Bandaríkjanna segir að ekkert bendi til að ætlun þingsins hafí verið að gera ráðherra skylt, án þess að taka tillit til aðstæðna, að gefa út staðfestingarkæru varðandi sérhvert frávik frá hvalveiðireglum Alþjóða hvalveiðiráðsins. -Verslunarmannahelgin; Straumurinn á þjóðhátíð ÚTLIT er fyrir að yfir 10 þúsund manns leggi leið sína á Þjóðhátíð- ina í Vestmannaeyjum um helg- ina. Ef svo fer, verður það aðsóknarmet að þessari rúmlega hundrað ára hátíð. Nokkur aðsókn er á aðra staði, svo sem í Þjórsárdal og Þórsmörk. En Ijóst er að straumurinn liggur ' jmr. fv? yiK’* ■ ' ::: Morgunblaðið/Garðar Rúnar Feijurnar Norröna og Smyrill mættust á Seyðisfirði síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.