Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 B 7 ÍA ER bikarmeistari 1986. Skaga- menn unnu Frammara 2:1 í fjörugum og skemmtilegum úr- slitaleik á Laugardalsvellinum á sunnudaginn að viðstöddum 4.486 áhorfendum. Hvorugu lið- inu tókst að skora í fyrri hálfleik, en Pétur Ormslev kom Fram yfir i byrjun seinni hálfleiks. Pétur Pétursson jafnaði þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka og hann skoraði sigurmarkið á sfðustu sekúndum leiksins. Þrátt fyrir mikið rok var leikurinn góður og leikmönnum beggja liða til sóma. Jafn fyrri hálfleikur Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu meira fyrstu mínúturnar án þess að skapa sér hættuleg marktækifæri. Frammarar komust fljótlega inn í leikinn og á 13. mínútu varði Birk- ir Kristinsson, markvörður ÍA, þrívegis. Fyrst frá Gauta Laxdal, síðan Guðmundi Torfasyni og loks Pétri Ormslev. Skömmu áður lenti Birkir í samstuði og meðan hann lá á vellinum, tók Sigurður Lárus- son knöttinn upp. Vildu sumir fá vítaspyrnu, en ekkert var dæmt og leikurinn hélt áfram. Pétur fékk fyrsta góða marktækifæri leiksins á 26. mínútu, en skaut yfir mark Skagamanna af markteig eftir sendingu frá Ormarri Örlygssyni. Á 31. mínútu gaf Ólafur Þórð- arsson góða sendingu fyrir mark Fram frá hægri, Sveinbjörn Hákon- arson skallaði að marki, en Friðrik Friðriksson varði vel, knötturinn fór í þverslána og aftur fyrir. Guð- björn Tryggvason fékk knöttinn úr hornspyrnunni, en skaut í stöng og út af. Það sem eftir var hálfleiksins sóttu liðin á víxl, en tókst ekki að skora. Guðmundur Torfason var næst því skömmu fyrir hlé, þegar hann skallaði að marki ÍA eftir sendingu frá Gauta, en Júlíus Ing- ólfsson bjargaði á marklínu. Fram náði forystunni með marki Péturs Frammarar komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á 50. mínútu skoraði Pétur Ormslev fyrsta mark leiksins. Ormarr sendi fyrir Skagamarkið frá hægri, Pétur slapp úr strangri gæslu Júlíusar Morgunbiaðið/RAX • Fyrra mark ÍA. Pétur Pétursson liggur lengst til vinstri eftir að hafa skorað. Næstir honum eru Viðar Þorkelsson (nr. 5) og Pétur Ormslev, en Guðbjörn Tryggvason og Þorsteinn Þorsteinsson standa fyrir aftan Friðrik Friðriksson í markinu. .. Morgunblaöiö/Júiíus • Pétur Pétursson, hetja ÍA, með bikarinn eftirsótta. Ungir aðdáendur hópast í kringum kappann. ÍA bikarmeistari Pétur Pétursson skoraði bæði mörk Skagamanna eftir að Pétur Ormslev hafði skorað mark Fram og skoraöi örugglega af stuttu færi. Frammararfögnuðu gífurlega og stuðningsmenn þeirra voru vel með á nótunum. Skömmu síðar fékk Guömundur Steinsson stungusendingu inn fyrir vörn Skagamanna, en Birkir varði hörkuskot hans. Eftir þetta tóku Skagamenn við sér og fóru fyrst almennilega í gang. Pétur Pétursson fékk góða sendingu frá Júlíusi á 60. mínútu, komst einn inn fyrir vörn Fram, en Friðrik bjargaði glæsilega með út- hlaupi. Á næstu mínútu fékk Siguröur Lárusson knöttinn á markteig Fram eftir hornspyrnu, en laust skot hans hafnaöi í fangi Friðriks. Árni Sveinsson kom inn á sem varamaður, þegar 25 mínútur voru til leiksloka, og varð þá sóknarleik- ur Skagamanna öllu beittari. Frammarar fengu samt góð mark- tækifæri skömmu eftir skipting- una. Fyrst skaut Viðar Þorkelsson hörkuskoti að marki ÍA, sem fór naumlega framhjá, og Kristinn Jónsson fór illa með gott færi, þegar hann hugðist senda á sam- herja í stað þess að skjóta sjálfur þar sem hann var vel staðsettur rétt utan vítapunkts. Og á 69. mínútu varði Birkir glæsilegan skalla frá Guömundi Torfasyni. „Við viljum bolt- ann í mark“ HVið viljum boltann í mark,“ sungu æstir stuöningsmenn Skagamanna í stúkunni og þeim varð að ósk sinni á 73. minútu. Sveinbjörn braust laglega upp iviorgunoiaoio/Ami öœDorg • ... og hér fagna þeir Guðbjörn og Pótur jöfnunarmarkinu. Frammarar eru aö vonum daufir og Frið- rik grúfir sig niður í markinu. Pétur Pétursson, ÍA: „Þetta var stórkostlegur leikur og það var sérstaklega gaman að sigra, að ég tali ekki um að skora bæði mörkin. Ég var ger- samlega búinn þegar ég skoraði sigurmarkið, en það varunaðsleg tilfinning að sjá á eftir boltanum í netið. En þetta var góður leikur tveggja góðra liða, þar sem allir stóðu sig vel." Sigurður Lárusson, fyrirliði ÍA: „Þetta var æðislegt og ég er geysilega ánægður með að hafa unnið bikarinn enn einu sinni. Bæði liðin fengu nokkur góð marktækifæri, en þetta var sann- gjarn sigur. Það er eins og við þurfum að fá á okkur mark til að komast í gang, en við sýndum að við klikkum ekki þegar á reyn- ir.“ Sveinbjörn Hákonar- son, ÍA: „Ég veit ekki hvað það er að tapa bikarúrslitaleik. Þetta var minn fimmti úrslitaleikur og jafn- margir sigrar. Því var ég viss um að við myndum sigra. Ég hefði viljað sjá boltann inni, þegar ég skallaði að markinu í fyrri hálf- leik, en Pétur bætti það upp í þeim síðari. Leikurinn var mjög góður og við unnum vegna þess að við gáfumst aldrei upp.“ Árni Sveinsson, ÍA: „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum skora, því við áttum meira i leiknum. Frammar- ar bökkuðu eftir að hafa skorað og ætluðu að hanga á þessu eina marki. En þeir gáfu eftir miðjuna og við gengum á lagið." Sigurður B. Jónsson, ÍA: „Þetta var fyrsti stórleikurinn minn og stemmningin var ótrú- leg. Frammararnir voru góðir, en við tókum á móti þeim eins og best var á kosið og eftir að við jöfnuðum var ég viss um að við myndum sigra.“ Júlíus Ingólfsson, ÍA: „Ég er ánægður því betra liðið vann. Við fórum ekki almennilega í gang fyrr en þeir skoruðu, en við höfðum viljann til að sigra og það tókst." - sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram „ÞETTA var mjög góður leikur þrátt fyrir rokið og Frammarar voru ekkert si'ðri en mínir menn. En við náðum yfirhöndinni eftir að þeir skoruðu," sagði Jim Barr- on, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Ungu strákarnir hjá mér voru nokkuð taugaóstyrkir í upphafi leiks, en sem betur fer jöfnuðu þeir sig fljótlega. Fyrir leikinn gegn FH héldum við fund á Hótel Loft- leiðum og þá lagði ég áherslu á að framundan væru þrír leikir í deildinni og undanúrslit í bikar og þessa leiki yrðum við að vinna. Það tókst og fyrir leikinn í dag héldum' við fund á sama stað þar sem ég tók fyrir næstu þrjá leiki, sem við ætlum einnig að vinna. Við unnum bikarinn í dag og nú höldum við áfram þar sem frá var horfið í deild- inni,“ sagði Jim Barron. Þetta var góður leikur - sagði Jim Barron þjálfari ÍA „Skagamenn voru betri í leikn- um, mikiu grimmari og því fór sem fór,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, í samtali við Morg- unblaðið eftir bikarúrslitaleikinn. „Þetta gekk þokkalega hjá okkur í fyrri hálfleik, en við náðum aldrei að spila okkar leik. Það má segja að við höfum verið á röngum kanti* í leiknum, því við nýttum ekkert vinstri vænginn. Markið okkar kom á góðum tíma, en eftir að Pétur skoraði, bökkuðum við og þeir náðu yfirhöndinni," sagði Ásgeir Elíasson. Sagt eftir leikinn Morgunblaöiö/KAX w Sigurður Lárusson, fyrirliði ÍA, hampar mjólkurbikarnum semSteingrímur Hermannsson forsætisráðherra afhenti honum að leik loknum. hægri kantinn og gaf fyrir markið, þegar hann kom upp að enda- mörkum. Knötturinn barst framhjá fjærstönginni, en þar kom Pétur Pétursson að og skoraði af stuttu færi. Skagamenn tvíefldust við mark- ið og á 80. mínútu skallaði Sigurður Lárusson naumlega yfir mark Fram eftir hornspyrnu Ólafs Þóröarson- ar. Frammarar brunuðu upp, Viöar lék á þrjá andstæðinga rétt við vítateig IA og gaf á Gauta Laxdal. Gauti var í ágætis færi, en var of seinn að skjóta og Skagamenn bægðu hættunni frá. Skömmu síðar skaut Guðmundur Steinsson föstu skoti að marki ÍA, en knöttur- inn fór í varnarmann og Skaga- menn náðu að hreinsa frá. „Við viljum bikarinn heim“ „Við viljum bikarinn heim,“ kyrj- uðu áhangendur Skagamanna síðustu mínúturnar, er allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn. Þegar 15 sekúndur voru eftir samkvæmt vallarklukkunni fékk Árni Sveins- son knöttinn við vinstri hliðaríinu á eigin vallarhelmingi. Hann gaf langa sendingu á Pétur Pétursson, sem var við miðjan vítateiginn. Pétur lagði knöttinn fyrir sig, en skaut síðan þrumuskoti, knöttur- Morgunblaöiö/Julius & 0 Mark Framara Morgunblaöiö/RAX • Pétur Ormslev skoraði mark Fram á 50. mínútu. eftir sendingu frá Ormarri Örlygssyni. Efri myndin er tekin rétt eftir að Pétur lét skotið ríða af. Júlfus Ing- ólfsson og Sigurður Lárusson eru aðeins of seinir til varnar. Guðmundur Torfason fylgist vel með. Neðri myndin er tekin frá öðru sjónarhorni. Birkir Kristins- son kom ekki neinum vörnum við og knötturinn liggur í netinu. inn hafnaði í vinklinum nær og þandi út netið. Skagamenn hrein- lega trylltust af fögnuði, jafnt leikmenn sem áhorfendur. Markið var stórglæsilegt, Skagamenn voru orðnir bikarmeistarar í fjórða skipti á fimm árum. Liðin Frábærum úrslitaleik var lokið. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og leik- mennirnir stóðu sig mjög vel einkum og sér í lagi þegar veðrið er haft í huga, því mjög hvasst var meðan á leiknum stóð. Liðsheild Skagamanna var sterk. Birkir Kristinsson gerði eng- in mistök og var góður i markinu. Heimir Guðmundsson, Sigurður B. Jónsson, Sigurður Lárusson og Guðjón Þórðarson voru sterkir í vörninni og auk þess fékk Sigurður fyrirliði Lárusson tvö góð mark- tækifæri sem fóru forgörðum. Júlíus Ingólfsson hafði góðar gæt- ur á Pétri Ormslev og Guðbjörn Tryggvason barðist vel á miðjunni. Sveinbjörn Hákonarson ógnaði mikið og Ólafur Þórðarson lék vel, þó hann virtist á stundum halda knettinum of lengi. Valgeir Barða- son fékk lítið að athafna sig í leiknum, en Pétur Pétursson var stórhættulegur og skoraði tvíveg- is. Árni Sveinsson kom inn á sem varamaður og hafði góð áhrif á liö- ið. Frammarar léku vel, en urðu að bíta í það súra epli að tapa leikn- um. Friðrik Friðriksson stóð sig vel í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Þorsteinn Þorsteins- son og Jón Sveinsson áttu í erfið- leikum með Pétur, en komust annars vel frá leiknum. Ormarr Örlygsson og Viðar Þorkelsson skiluðu varnarhlutverkinu ágæt- lega, en hefðu mátt taka meiri þátt í sóknarleiknum. Kristinn Jónsson var lengst af sveltur á vinstri vængnum, Pétur Ormslev var í strangri gæslu allan leikinn, en Gauti Laxdal og Steinn Guð- jónsson stóðu fyrir sínu. Guð- mundur Steinsson og Guðmundur Torfason voru ógnandi, en tókst ekki að skora að þessu sinni. Eysteinn Guðmundsson dæmdi harðan leik vel og sýndi einum leik- manni gula spjaldið, Siguröi Lárussyni, ÍA. Texti: Steinþór Guðbjartsson Skagamenn voru betri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.