Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 12
rs A2PI HaawaT'iax 2 HiIOA(TJlflia<J .gMIAJHMHOHOM
12 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986
I
AP/Símamynd
• Andy May í Manchester City og Mitchell Thomas frá Tottenham sækja hér hvor að öðrum í leik liða sinna á laugardaginn. Tottenham sigraði
í leiknum og er nú í einu af efstu sætum deildarinnar, en City er neðarlega í deildinni þó svo þeir séu ofar en nágrannarnir United.
Manchester United
hefur ekki fengið stig
Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunbladsins á Engiandi.
ÞRIÐJA umferð ensku knatt-
spyrnunnar var leikin á laugardag
og bar helst til tíðinda að Man-
chester United tapaði þriðja
leiknum í röð í 1. deild. lan Rush
skoraði sigurmark Liverpool og
var það hans þriðja mark i þrem-
ur leikjum. Tottenham skaust á
toppinn í 1. deild í fyrsta skipti í
2 ár.
Jesper Olsen var í byrjunarliði
Manchester Utd., en Charlton,
sem hefur ekki leikið í 1. deild í
29 ár, var sýnd veiði en ekki gefin.
Leikmenn United komust hvergi
’■ gegn sterkri vörn gestanna og
Mark Stuart skoraöi eina mark
leiksins á 49. mínútu af stuttu
færi. Robert Lee var nálægt því
að skora annað mark Charlton, en
skotinu var bjargað á línu.
37.544 áhorfendur voru á Old
Trafford og ákafir stuðningsmenn
United púuðu á sína menn og
heimtuðu að Atkinson fram-
kvæmdastjóri yrði rekinn. „Þetta
er versta byrjun hjá mér sem fram-
kvæmdastjóra," sagði Atkinson
eftir leikinn. „Ég veit að áhangend-
ur United vilja mig feigan, en við
gefumst ekki upp, heldur höldum
áfram að berjast." Formaður fé-
lagsins sagði að of snemmt væri
^að dæma Atkinson og Gordon
KENNY Dalglish, framkvæmda-
stjóri Liverpool, er byrjaður að
-breyta til hjá félaginu. Fyrir hálf-
um mánuði var Chris Lawler
látinn víkja og Phil Thompson tók
við þjálfun unglingaliðsins og nú
hefur verið ákveðið að Jeff
Twentymann, yfirútsendari,
hætti, en Ron Yates taki við.
Strachan sagði að lánleysið væri
ekki framkvæmdastjóranum að
kenna.
Charlton lék í fyrsta skipti á Old
Trafford í 30 ár og vann verðskuld-
aðan sigur.
Rush skoraði
lan Rush skoraði sigurmark Liv-
erpool gegn Arsenal á Anfield. Jan
Malby skoraði fyrsta mark leiksins
úr vítaspyrnu, en minútu síðar jafn-
aöi Tony Adams. Mike Hooper lék
í marki Liverpool, þar sem Bruce
Grobbelaar er meiddur, og stóð
hann sig vel.
Graham, framkvæmdastjóri
Arsenal, sagði að Rush hefði gert
gæfumuninn, en Dalglish hrósaði
leikmönnum Arsenal. „Þetta er
besta iið Arsenal sem ég hef séð
síðan ég kom til Liverpool," sagði
Dalglish.
Leikmenn Manchester City
lögðu alla áherslu á vörnina, en
Tottenham sótti stíft. Sókn þeirra
bar árangur á 66. mínútu, þegar
Graham Roberts skoraði af 20
metra færi. Skömmu seinna mis-
tókst John Chiedozie að bæta öðru
marki við úr góðu færi.
Með sigrinum komst Spurs á
toppinn í 1. deild í fyrsta skipti í 2
Twentymann hefur verið hjá Liv-
erpool í 20 ár og hefur fundið
marga góða leikmenn fyrir félagið.
Hann á heiðurinn af því að hafa
fundið lan Rush hjá Chester og var
á undan Arsenal og Manchester
City.
Ron Yates var fyrirliði Liverpool
á sjöunda áratugnum.
ár. Robson, landsliðsþjálfari, var á
meðal áhorfenda, og hreifst hann
mjög af Roberts, sem lék nú á
miðjunni hjá Spurs.
Heppnin með
West Ham
Leikur Oxford og West Ham
endaöi með markalausu jafntefli
og voru leikmenn West Ham
heppnir, því Oxford sótti allan leik-
inn. Jeremy Charles og John
Aldridge misnotuðu góð færi og
Malcolm Shotton skaut í stöng hjá
West Ham.
í lið Everton vantaöi sex fasta-
menn vegna meiðsla og það var
ekki fyrr en 12 mínútum fyrir leiks-
lok að lan Marchall jafnaöi fyrir
gestina. Nick Pickering skoraði
fyrir Coventry um miðjan fyrri hálf-
leik.
Dennis fékk rautt
Norwich vann Southampton 4:3
eftir að hafa verið 2:0 undir í hálf-
leik. Danny Wallace og Mark Blake
skoruðu fyrir Southampton í fyrri
hálfleik. Kevin Drinkell og Dale
Gordon jöfnuðu leikinn í byrjun
seinni hálfleiks og David Williams
kom heimamönnum yfir á 69.
mínútu. Mark Dennis jafnaöi tíu
mínútum fyrir leikslok, en tveimur
mínútum síðar skoraði Steve
Bruce, fyrirliði Norwich, sigur-
markið.
Tapið fór mjög i skapið á Mark
Dennis og á leiðinni til búningsher-
bergjanna eftir leikinn sló hann
einn leikmanna Norwich. Dómar-
inn sá atvikið og rak Dennis
umsvifalaust af leikvelli utan vall-
ar! Stúkan, sem brann í fyrra, hefur
verið endurbætt og kostaöi við-
gerðin 1,7 milljón pund.
Nýliðar Wimbledon skutust í 4.
sætið eftir 1:0-sigur á Leicester.
Alan Cork skoraði eina mark leiks-
ins á 31. mínútu. Cork er 27 ára
og þetta var hans 119. mark fyrir
Wimbledon í 268 leikjum.
Villa á botninum
Aston Villa tapaði þriðja leiknum
í röð og er í neðsta sæti með ekk-
ert stig eins og Manchester
United. Aston Villa fékk nokkur
marktækifæri í fyrri hálfleik, en
QPR tók leikinn í sínar hendur í
þeim síðari. Gary Bannister skor-
aði eina mark leiksins á 61. mínútu.
Sammy Lee var maður leiksins
og dreif sína menn áfram með
krafti sínum og útsjónarsemi.
Hann tók öll horn QPR og var tvisv-
ar nærri því að skora. „Lee ber
þess greinilega merki að hann
hefur verið leikmaður Liverpool,"
sagði Smith, framkvæmdastjóri
QPR, ánægður eftir leikinn.
Chelsea sótti meira í byrjun, en
Sheffield Wed. varðist vel og náði
forystunni á 22. mínútu, þegar
Mark Chamberlain skoraði.
Heimaliðið réð gangi leiksins eftir
markið og Tony Gregory bætti
öðru marki við um miöjan seinni
hálfleik.
Marwood var meiddur hjá
Sheffield og lék Chamberlain í
hans stað. Chamberlain var keypt-
ur til Sheffield fyrir rúmu ári frá
Stoke fyrir 300 þúsund pund, en
þetta var aðeins fjórði heili leikur-
inn, sem hann hefur leikið í rúmt
ár. Sigurður Jónsson var ekki í liði
Sheffield. Þetta var fyrsti sigur
Sheffield á Chelsea i deildarkeppn-
inni í 20 ár. Speedie hjá Chelsea
var bókaður enn einu sinni og fór
ekki á milli mála að mikiö ósam-
komulag ríkir í herbúðum Chelsea.
lan Bowyer, fyrirliði Nottingham
Forest, skoraði á 27. mínútu gegn
Watford, en Luther Blissett jafnaði
með hjólhestaspyrnu á 47. mínútu.
Tony Coton, markvörður Watford,
þurfti þrisvar í leiknum að taka á
honum stóra sínum og varði þá
meistaralega.
Luton og Newcastle gerðu
markalaust jafntefli og var það
einkum stórleikur Martin Thomas
í marki gestanna, sem kom í veg
fyrir sigur Luton.
Yates tekur við
af Twentymann
-r
Urslit
England
1. deild:
Coventry — Everton 1:1
Liverpool — Arsenal 2:1
Luton — Newcastle 0:0
Man. United — Charlton 0:1
Norwich — Southampton 4:3
Nott.ham Forest — Watford 1:1
Oxford — West Ham 0:0
QPR — Aston Villa 1:0
Sheff. Wed. — Chelsea 2:0
Tottenham — Man. City 1:0
Winbledon — Leicester 1:0
2. deild:
Birmingham — Derby 1:1
Crystal Palace — Stoke 1:0
Grimsby — Bradford 0:0
Leeds — Sheff. United 0:1
Millwall — Barnsley 1:0
Oldham — Hull 0:0
Plymouth — Reading 1:0
Portsmouth — Ipswich 1:1
Shrewsbury — Blackburn 0:1
Sunderland — Brighton 1:1
WBA - Huddersfield 1:0
3. deild:
Bournemouth — Newport 2:1
Bristol Rovers — Bolton Wanderers 1:0
Bury —Chester 1:1
Carlisle — York City 2:2
Chesterfield — Walsall 3:2
Darlington — Mansfield Town 2:1
Doncaster Rovers — Brentford 2:0
Aldershot — Wolves 1:2
Burnley — Scunthorpe United 1:0
Cambridge United — Halifax Town 1:0
Cardiff City — Rochdale 0:0
Crewe Alexandra — Hereford United 1:2
Orient — Peterborough United 1:0
Preston North End — Swansea City 2:1
Wrexham — Lincoln City 1:1
Staðan
1. deild:
Tottenham 3 2 1 0 5:1 7
Liverpool 3 2 1 0 4:1 7
West Ham 3 2 1 0 4:2 7
Wimbledon 3 2 0 1 5:5 6
QPR 3 2 0 1 5:7 6
Everton 3 1 2 0 5:3 5
Sheff. Wed. 3 1 2 0 5:3 5
Luton 3 1 2 0 3:2 5
Watford 3 1 1 1 6:4 4
Nott'm Forest 3 1 1 1 5:3 4
Norwich 2 1 1 0 4:3 4
Man. City 3 1 1 1 3:2 4
Coventry 3 1 1 1 3:3 4
Charlton 3 1 1 1 2:5 4
Southampton 3 1 0 2 9:7 3
Arsenal 3 1 0 2 3:4 3
Chelsea 3 0 2 1 1:3 2
Newcastle 3 0 2 1 1:3 2
Oxford 3 0 2 1 1:4 2
Leicester 2 0 1 1 1:2 1
Man. United 3 0 0 3 2:5 0
Aston Villa 3 0 0 3 2:7 0
2. deild:
Birmingham City 3 2 1 0 5:2 7
HullCity 3 2 1 0 3:0 7
Oldham Athletic 3 2 1 0 3:0 7
Crystal Palace 2 2 0 0 4:2 6
Blackburn Rovers 2 2 0 0 3:1 6
Millwall 3 2 0 1 2:1 6
West Bromw. Albion 3 2 0 1 2:2 6
Sunderland 2 1 1 0 3:1 4
Plymouth Argyle 2 1 1 0 3:2 4
Sheffield United 3 1 1 1 2:2 4
LeedsUnited 3 1 0 2 3:4 3
Ipswich Town 2 0 2 0 2:2 2
Bríghton 2 0 2 0 1:1 2
GrimsbyTown 2 0 2 0 1:1 2
Portsmouth 2 0 2 0 1:1 2
Bradford City 3 0 2 1 3:4 2
Derby County 2 0 1 1 1:2 1
Shrewsbury Town 2 0 1 1 1:2 1
Reading 2 0 0 2 0:2 0
Huddersf. Town 2 0 0 2 0:3 0
Barnsley 3 0 0 3 2:6 0
Stoke City 3 0 0 3 1:5 0
Skotland
Úrvalsdeildin:
Aberdeen — Dundee 2:0
Clydebank — Falkirk 1:2
I Dundee Utd. — St. Mirren 3:0
Hamilton — Motherwell 0:3
Hibernian — Hearts 1:3
Rangers — Celtic 1:0
1. deild:
Brechin — Forfar Athl. 0:1
Dunfermline — East Fife 2:4
Montrose — Airdrie 1»2
Morton — Dumbarton 0:3
Partick Thistle — Clyde 0:0
Queen of South — Kilmarnock 2:1
2. deild:
Albion Rovers — Alloa 1:2
Ayr Utd. — Arbroath 2:1
East Stirling — Cowdenbeath 0:1
Raith Rovers — Queen’s Park 2:2
Stenhousemuir — Meadowbank 0:1
Stirling — St. Johnstone 1:0
Stranraer — Berwick 2:1
SKOSKA úrvalsdeildin:
Dundee Utd. 5 4 10 9:3 9
Aberdeen 5 3 11 10:3 7
Celtic 5 3 11 7:2 7
Hearts 5 3 11 5:2 7
Dundee 5 3 0 2 6:4 6
Rangers 5 3 0 2 7:6 6
Clydebank '5 2 1 2 3:3 5
Motherwell 5 13 1 5:6 5
Falkirk 5 113 3:5 3
Hibernian 5 113 3:9 3